Fréttablaðið - 31.10.2008, Síða 21

Fréttablaðið - 31.10.2008, Síða 21
FÖSTUDAGUR 31. október 2008 3 „Við ætlum að halda heljarinnar hrekkjavökugleðskap hérna á Babalú á morgun, laugardag. Gleð- skapurinn er opinn öllum og það er ekkert aldurstakmark,“ segir Glenn Barkin, annar eigenda Bab- alú kaffihússins í miðborg Reykja- víkur. „Við munum bjóða upp á nammi og kökur fyrir börnin yfir daginn, en svo verður stemningin kannski aðeins meira fyrir eldri kynslóð- ina þegar fer að líða að kvöldi og við verðum með sérstök hrekkja- vökutilboð á barnum. Hrekkjavak- an sjálf er í dag og við erum búin að breyta staðnum í draugahús. Á morgun verðum við með alls konar illa útlítandi en gómsætan mat á boðstólum og hryllingstónlist verður spiluð í anda dagsins,“ heldur Glenn áfram og það er ljóst að andi hrekkjavökunnar er að ná tökum á honum. Þótt hrekkjavakan sé í raun og veru nýjung á Íslandi býst Glenn við góðri útkomu á laugardaginn. Hann segist sjálfur hafa haldið upp á hrekkjavökuna síðastliðin fimm ár hérna á Íslandi og var í fyrra með yfir hundrað manns í hrekkjavökupartíi heima hjá sér. Hrekkjavakan á Bab- alú er sú fyrsta sem hefur verið haldin á staðnum, en Glenn tók við rekstri hans í júní á þessu ári. „Það er engin skylda að mæta í bún- ingi en við mælum samt sterklega með því,“ segir Glenn og bætir við að verðlaun verði veitt fyrir besta bún- inginn. Hann segir það hernaðar- leyndarmál í hverju hann verði en það séu allar líkur á því hann verði ekki í sama búningnum báða dagana. „Laugardagurinn er fyrir alla fjölskyld- una og meðal rétta á boðstólum verða smá- kökur í laginu sem grasker; kökur þakt- ar köngulóarvef og kirkjugarða-súkkul- aðikökur skreyttar legsteinum svo fátt eitt sé nefnt.“ Andi dagsins verð- ur fjölskyldutengdur, en þegar líða fer að kvöldi breyt- ist dagskrá staðarins örlítið. „Við setjum reykvélarnar í gang þegar fer að dimma og ætli tónlistin verði ekki aðeins draugalegri. Við setjum ekkert aldurstakmark á staðinn um kvöldið en hins vegar býst ég við að foreldrar fari heim með börnin og mæti síðan barn- laus aftur í gleðskapinn,“ segir Glenn og hlær. Tilboð verða á drykkjum á barnum og mælir Glenn sérstaklega með snafsi kvöldsins. „Við bjuggum til heila- snafs sem við verðum með fyrir fullorðna fólkið,“ segir Glenn, og bætir við: „Snafsinn er þannig útbúinn að það lítur út fyrir að það sé heili í glasinu.“ agnesosk@frettabladid.is Ógnvekjandi Kaffi Babalú Beinagrindur og heilar úr kindum er ekki algengt skraut á veggjum veitingastaða borgarinnar en má þó sjá á Kaffi Babalú þessa helgi þegar andi hrekkjavökunnar sest þar að. Það er orðið draugalegt um að litast á Babalú. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Jólahlaðborð Villibráð Jólahlaðborð Villibráð / Jólahlaðborð Frá 14.11.2008 til 20.12.2008 Bjóðum við uppá skemmti legar og matarmiklar helgar með Villi bráðarhlaðborði föstudaga og Jólahlaðborði laugardaga. Einnig er lifandi tónlist og ball báða dagana. Verð fyrir alla helgina 15.900 kr. Verð föstudag m/gistingu 10.900 kr á mann.Verð án gistingar 5.900 kr. Verð laugardag m/gistingu 9.900 kr. Verð án gistingar 4.900 kr. Hlíðarvegur 7 | 860 Hvolsvöl lur | s : +354 487 8050 | fax: +354 487 8058 | hotelhvolsvol lur@simnet. is | www.hotelhvolsvol lur . is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.