Fréttablaðið - 31.10.2008, Page 29

Fréttablaðið - 31.10.2008, Page 29
31. október föstudagur 7 Stykkið Dansaðu við mig eftir Þórdísi Elvu Bach- mann var frumsýnt í Iðnó síðastliðið föstudags- kvöld. Þrúður Vilhjálmsdóttir og Höskuldur Sæ- mundsson fara með aðalhlutverkin en leikstjórn er í höndum Jóns Gunnars Þórðarsonar. Þórdís Elva var ákaflega ánægð með frumsýninguna. „Við fengum rosalega góð viðbrögð og það er mjög ánægjulegt því við vorum ekki með neina fjárhagslega bakhjarla og þurftum því að leggja mikið á okkur sjálf til að láta hlutina ganga upp,“ segir hún. Spurð um næstu verkefni segist hún vera að vinna að bók sem muni líklega koma út í mars. „Ég var að ná útgáfusamn- ingi um mína fyrstu bók og núna er ég að vinna náið með ritstjóranum mínum. Þetta er ekki skáld- saga heldur bók um ofbeldismál. Ég byrjaði á því að skrifa aðsenda grein í blöðin en þegar ég var komin upp í 18 síður sá ég að það væri eitthvað meira í þessu. Þess vegna má segja að þetta verkefni hafði fæðst að sjálfu sér enda heimsótti þetta verkefni mig á allt annan hátt en önnur,“ segir hún. - mmj Þórdís Elva Bachmann var glæsileg á frumsýningu Dansaðu við mig Með bók í smíðum Í hátíðarskapi Gunnar Andri Þórisson, sölu- maður og eig- andi leikhus. is, er hér ásamt Margréti Jónu Margeirsdóttur. Leikstjórinn Jón Gunnar Þórðarson er hér ásamt Mekkín Ragnarsdóttur. F R É T TA B L A Ð IÐ /V A L L I Í versluninni Ilse Jacobsen er að finna ýmislegt fínerí frá samnefndu merki en sportjakkinn hefur vakið mikla lukku. Helga Ólafsdóttir fata- hönnuðurinn hannaði jakkann fyrir Ilse Jacobsen. Hún segir að með jakkanum hafi hún reynt að búa til skvísulegan útivistarjakka. „Konur eiga að geta verið fínar þótt þær séu að fara út að labba,“ segir Helga. Vetrarlínan frá Ilse Jacobsen er fögur Skvísulegur jakki Helga Ólafsdóttir. Vindkápan Er hönnun Helgu Ólafsdóttur. M Y N D /V A L L I Glæsileg Þórdís Elva Bachmann, höfundur verksins, er hér ásamt Sveini Kjartanssyni, mat- reiðslumanni í Fylgifiskum, og Viðari Eggerts- syni leikstjóra. REYKJAVIK STORE LAUGAVEGUR 86 -94, S: 511-2007 OPERATED BY V8 EHF Opið Föstudag 11-18:30 Og laugardag 11-17:00 Innri friður og sálarró skiptir máli

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.