Fréttablaðið - 31.10.2008, Side 42

Fréttablaðið - 31.10.2008, Side 42
22 31. október 2008 FÖSTUDAGUR ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott ■ Pondus Eftir Frode Øverli Úff... þetta hefur verið sárt! Ertu búinn að fá eitt- hvað nýtt? Neibb! Þú veist að ég sel bara gamalt dót! Jújú, en eitt- hvað myrkt og merkilegt? Tjaa... er þetta nógu myrkt fyrir þig? Rosaleg! STRUMPAR SATANS Bestu lögin Þarna finnurðu meðal annars rosalega strumpa- útgáfu af „Stóð ég úti í tunglsljósi“! Ég er búinn að leita að þessu í mörg ár! Take it away! Please! Viltu leggja á borðið Palli? Gerðu það sjálf! Ha? Ég sagði ekki neitt. Ég má ekki hugsa svona upphátt. Þessi horn- steinn var lagður af forsætis- ráðherra Mig langar að skrifa fallega bók um allt það sem maður getur lært af kettinum sínum. Kannski ég sleppi því. Jæja, Hannes. Við náðum ofurlíminu af nefinu á þér. Gott! Ég vona að þú hafir lært eitthvað af þessu. Heldur betur! Nákvæmlega! Ég lærði eitt mikilvægt! Núna lærði ég sko svo sannarlega eitthvað! Minntu mig á það seinna hvað það var. Við iðkun þess nördalega áhugamáls míns að skoða ævaforn dagblöð á vefnum rifjaðist upp fyrir mér að þegar ég var ungur og myndarlegur (nú er ég bara ungur) var hart tekist á um hvort leyfa ætti hundahald í borginni. Sá grunur læddist að mér að meðlimir þess fjölmenna hóps sem taldi, og telur vonandi enn, að hundahald sé fásinna í borgarumhverfi hafi lent í álíka áfallastreituheilkennisvaldandi reynslu og ég upplifði fyrir stuttu. Frönsku pulsurnar í pulsuvagnin- um hjá Laugardalslauginni eru munaður sem ég leyfi mér einungis á tyllidögum. Eftir sigurleik Liverpool gegn Manchester United á dögunum fannst mér kjörið að fagna með tveimur frönskum pulsum með aukasósu, og ákvað að leyfa fjölskyld- unni að njóta veiganna með mér. Það voru því fjórar pulsur sem ég rogaðist með, með erfiðismunum, að bílnum eftir innkaupin, ásamt tveimur glösum af kók og fernu af Trópí. Skipti þá engum togum að undan nálægum bíl stökk forljótur hundur og hljóp beint að mér, geltandi og froðufellandi með brjálæðisheift í augum. Eðlilega krossbrá mér og missti öll herleg- heitin á götuna. Allt út um allt og pulsurnar og kókið ónýtt. Trópífernan slapp. Konan sem bar ábyrgð á hundinum og rétt náði að hóa í skepnuna áður en hún át mig með húð og hári, sagði að sér þætti þetta „ósköp leiðinlegt“ og hún hefði sko keypt handa mér nýja pulsu ef hún hefði ekki „skilið debetkortið eftir heima“. Gamla trixið. Ég pungaði því út fyrir nýjum pulsum og hélt heim á leið, þunglyndur, spældur, beiskur og bældur í huga. Hver skyldi svo hafa verið að rífa í sig pulsurnar með bestu lyst í þann mund sem ég beygði út af bílastæðinu? Hundkvikindið! Þar fór góður biti í hundskjaft NOKKUR ORÐ Kjartan Guð- mundsson MYNDLISTARDEILD / KENNARANÁM LAUGARNESVEGUR 91 KL. 11-18 HÖNNUNAR - OG ARKITEKTÚRDEILD SKIPHOLT 1 KL. 11-18 LEIKLISTARDEILD / TÓNLISTARDEILD SÖLVHÓLSGATA 13 KL. 14-18 NÁNARI UPPLÝSINGAR Á WWW.LHI.IS FÖSTUDAGINN 31. OKTÓBER 2008 Skilaboðaskjóðan Þorvaldur Þorsteinsson og Jóhann G. Jóhannsson sun. 2/11 örfá sæti laus Macbeth William Shakespeare fim. 30/10, fös 31/10, sun 2/11 Síðustu sýningar Klókur ertu, Einar Áskell Bernd Ogrodnik Heillandi og krúttleg brúðusýning sun. 2/11 örfá sæti laus, sýningum fer fækkandi www.leikhusid.is ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Utan gátta Sigurður Pálsson Snarskemmtileg sýning í Kassanum fös. 31/10, lau. 1/11 örfá sæti laus Hart í bak Jökull Jakobsson Ástsælt verk sem hittir okkur öll í hjartastað fös. 31/10 uppselt, þri. 4/11 kl. 14 uppselt Ástin er diskó, lífið er pönk Hallgrímur Helgason lau. 1/11, örfá sæti laus Þrjár sýningar eftir Sá ljóti Marius von Mayenburg Fimm sýningar á Smíðaverkstæðinu í nóvember. Tryggið ykkur sæti í tíma Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.