Fréttablaðið - 31.10.2008, Síða 43

Fréttablaðið - 31.10.2008, Síða 43
FÖSTUDAGUR 31. október 2008 23 Út er komin hjá Bjarti samfélags-lýsingin Gómorra - Mafían í Nap- olí eftir Roberto Saviano í þýðingu Árna Óskarssonar. Höfundurinn vakti heimsathygli fyrir verkið sem rekur þræði glæpa- starfseminnar sem gegnsýrir allt samfélagið á heimaslóðum hans á sunn- anverðri Ítalíu. Skipulögð glæpa- starfsemi hefur haldið borgum og bæjum í grennd við Napolí í heljargreipum um langt skeið. Glæpasamtökin Camorra hafa alþjóð- leg tengsl og láta mikið að sér kveða í byggingarstarfsemi, tískuiðnaði, eitur- lyfjasölu og förgun eiturefna. Til þess að kynnast glæpastarfseminni innan frá vann Saviano sem aðstoðarmaður hjá kínverskum fataframleiðanda, starfaði sem byggingaverkamaður og sem þjónn í brúðkaupi innan raða glæpasamtakanna. Ljósaskipti, skáldsaga Stephenie Meyer er komin út hjá Forlaginu. Magnea J. Mattíasdóttir þýddi. Sagan var og er á metsölulista New York Times; á lista Publishers Weekly yfir bestu bækur ársins; útnefnd besta bók áratugar- ins hingað til hjá Amazon; á úrvalslista Teen People. Isabella Swan flytur til smábæjarins Forks þar sem hún kynnist Edward Cullen, dularfullum og gullfallegum pilti, og leyndardómsfullri fjölskyldu hans. Þau Edward verða innilega ástfangin en málin flækjast þegar á daginn kemur að Edward er vampíra. Bella þráir ekkert heitar en að vera með Edward, sama hvað það kann að kosta hana, en hún sér ekki fyrir hætturnar sem steðja að henni og öllum sem henni eru kærir. Fluga á vegg - Sönn lygasaga - eftir Ólaf Hauk Símonarson er komin út hjá Skruddu. Fluga á vegg er bók sem lýsir uppvaxtarárum ungs drengs í Vesturbæ Reykjavíkur um miðja síðustu öld. Skrautlegar per- sónur, tíðarandi, viðburðir, vinir, óvinir, myndir sem greipast í hugann. Segir forlagið í tilkynn- ingu: „Eins og við er að búast frá hendi Ólafs Hauks Símonarsonar, bók full af gamansemi, dramatík, átökum og hugljúfum stemningum.“ Út er komin bókin ÉG ef mig skyldi kalla – seinþroskasaga eftir Þráin Bertelsson. Bókin er sjálfstætt fram- hald metsölubók- arinnar Einhvers konar ég. „Hér talar Þráinn opin- skátt um líf sitt af hinni alkunnu snilld,“ segir í tilkynningu frá forlaginu. Horfist í augu við sjálfan sig ungan og rifjar upp atvik úr fortíðinni. Þetta er þroskasaga mann- eskju. Seinþroskasaga. Útgefandi er Sögur útgáfa. NÝJAR BÆKUR Bókatíðindi ársins 2008 eru nú í prentun, á áætlun og líður því að því að þau verði borin út á öll heimili. Fyrirfram hafði verið búist við fækkun titla. Niðurstaðan er að um 40 færri titlar eru í Bóka- tíðindum í ár en árið 2007, eða 759 alls. Þetta eru því önnur stærstu Bókatíðindi til þessa. Árið 2006 var fjöldi titla 677. Árið 1998 voru þeir 418. Fækkunin er mest í flokknum Þýddar barnabæk- ur, en þar virðist sem erlent samprent verði fyrir barðinu á erfiðleikum við eðlileg viðskipti við útlönd. „Fregnir berast af því að bækur séu stopp á hafnarbökkum Aust- urlanda fjær,“ segir Kristján B. Jónasson for- maður Félags bókaútgefenda sem stendur fyrir útgáfunni. Athygli vekur að sumir flokk- ar vaxa. Í ár eru skráðir 53 titlar í ljóðaflokkn- um en voru 45 í fyrra, voru 28 árið 1998 (sem var annars gott ár í bókaútgáfu). Einnig hand- bækur, þær eru 59 í ár en voru 53 í fyrra, 33 árið 1998. Þýdd skáldverk eru líka fleiri og þar kemur kiljuútgáfan sterk inn, í ár eru 84 titlar en voru 79 í fyrra, voru 66 árið 2006 og 71 árið 2005, 44 árið 1998. Með öðrum orðum: Aldrei hafa jafn margar þýðingar á erlendum skál- verkum verið skráðar til leiks í Bókatíðindum og nú, en jafnan eru allflestar slíkar þýðingar skráðar í Bókatíðindi. Fækkun í öðrum flokkum er lítil svo munar 2-5 titlum og er ekki mikil m.v. t.d. árin 2006 og 2005. Frumsamdar barnabækur eru 76 í ár, voru 51 árið 2006 og 39 árið 2005, 49 árið 1998. Frumsamin ísl. skáldverk eru nú 72, voru 79 í fyrra, 63 árið 2006 og 67 árið 2005, 49 árið 1998. Ævisögur eru 40 í ár, voru 44 í fyrra, 33 árið 2006 og 36 árið 2005, 24 árið 1998. Einn stærsti flokkurinn er Fræði og bækur almenns efnis. Hann er nánast jafn stór og í fyrra, var þá 204 en er nú 202, sem er rosafjölgun frá 2006 (156) og 2005 (162) og 124 árið 1998. Mjög stór hluti þýðinganna er nú þegar kom- inn út sem og mikið af fræðibókunum. Hitt fer allt inn á jólamarkaðinn. Það verður mikið úrval af bókum þessi jólin. Enginn þarf að kvíða vöruskorti þar. Aldrei hafa komið út jafn margar ljóðabæk- ur. Ævisögur, skáldverk, ísl. barnabækur og fræði eru í sögulegum hápunkti. Bókatíðindi væntanleg BÆKUR Kristján B. Jónasson, formaður Félags bókaútgefenda.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.