Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.10.2008, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 31.10.2008, Qupperneq 50
 31. október 2008 FÖSTUDAGUR Undankeppni EM 2009 Ísland-Írland 3-0 (4-1 samanlagt) 1-0 Dóra María Lárusdóttir (23.), 2-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (60.), 3-0 Dóra María (69.) Lið Íslands: María Björg Ágústsdóttir - Ásta Árnadóttir, 8 Katrín Jónsdóttir, Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir - Dóra Stefánsdóttir, Edda Garðarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir (84. Katrín Ómarsdóttir) - Dóra María Lárusdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir. Ísland, Ítalía, Rússland, Úkraína og Holland kom ust í úrslitakeppnina í gegnum umspilið. EM fer fram í Finnlandi 23. ágúst til 10. september á næsta ári. Það verður dregið í þrjá fjögurra liða riðla í Helsinki 18. nóvember næstkomandi. Auk fyrr nefndra liða munu Finnland, Þýskaland, Svíþjóð, Danmörk. England, Frakkland og Noregur vera í pottinum. Ísland er í neðstra styrkleikaflokki Iceland Express-deild karla: Tindastóll-Stjarnan 84-78 (40-31) Stig Tindastóls: Ben Luber 26 (15 frák.), Darrel Flake 17 (6 stoðs.), Svavar Birgisson 14, Helgi Rafn Viggósson 8, Hreinn Birgisson 7, Ísak Ein arssn 6, Sören Flæng 6. Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 26, Jovan Zdra vevski 22, Fannar Freyr Helgason 16 (13 frák.), Birkir Guðplaugsson 4, Guðjón Lárusson 4, Hjörleifur Sumarliðason 3, Hilmar Geirsson 2, Ólafur Sigurðsson 1. ÍR-Njarðvík 69-73 Þór Akureyri-FSu 99-89 ÚRSLIT TM styður kvennaknattspyrnu Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson var eðlilega í skýjunum með sannfærandi sigur gegn Írlandi í gærkvöld þegar íslensku stelpurnar tryggðu sér þátttökurétt á lokakeppni EM 2009 sem fram fer í Finnlandi. „Stelpurnar stóðu sig eins og hetjur, bæði þær sem voru inni á vellinum og þær sem sátu á bekknum,“ segir Sigurður Ragnar. Sigurður Ragnar tók við landliðsþjálf- arastöðunni í byrjun árs árið 2007 og markaði liðinu strax þá stefnu að komast á lokakeppni EM 2009. Markmið sem virkaði ef til vill fjarlægt þá, en er nú orðið að veruleika. „Þessi tæpu tvö ár sem við höfum verið saman hafa verið meiri háttar. Þessi hópur er frábær og allir þeir sem hafa komið nálægt liðinu hafa unnið stórkostlega vinnu og við erum að upp- skera samkvæmt því. Það er sannar- lega mikill heiður að fá að taka þátt í þessu,“ segir Sigurð- ur Ragnar stoltur. Nú getur íslenska liðið farið að hlakka til þess að spila á lokakeppni EM í Finnlandi á næsta ári en er lands- liðsþjálfarinn strax farinn að láta hugann reika um undirbúning fyrir átökin þar? „Nei, nei, það er nægur tími til undirbúnings fyrir lokakeppn- ina. Nú er bara frí og tími til þess að fagna vel og innilega. Við plönum bara undirbúning- inn fyrir Finnland í rólegheitunum,“ sagði Sigurður Ragnar sigurreifur í leikslok í gær- kvöld. SIGURÐUR RAGNAR EYJÓLFSSON: HRÓSAÐI ÍSLENSKA LIÐINU Í HÁSTERT Í GÆRKVÖLD Stelpurnar stóðu sig eins og hetjur FÓTBOLTI Markaskorararnir Dóra María Lárusdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir voru gríðarlega ánægðar í leikslok í gær eftir frækinn sigur. „Það er eiginlega ekkert hægt að útskýra hvernig mér líður, þetta er bara ólýsanleg tilfinning. Stemningin í liðinu var frábær og að fá svona stuðning og ná mark- miði okkar við þessar aðstæður er náttúrlega bara yndislegt,“ segir Dóra María sem átti hreint út sagt magnaðan leik í gærkvöld og skor- aði tvö mörk og lagði upp eitt. Margrét Lára tók undir með Dóru Maríu og hrósaði liðsheild- inni fyrir frábæran sigur. „Þetta var yndislegt. Þetta er bara eins og að vera heimsmeist- ari, maður getur ekkert lýst þessu. Við erum að brjóta blað í sögu íslenskrar knattspyrnu og erum bara að gera þetta íþróttaár á Íslandi enn betra og fallegra,“ segir Margrét Lára glöð. Margrét Lára skoraði annað mark Íslands og lagði upp þriðja mark Dóru Maríu í gærkvöld. En fagnið hennar í öðru markinu var einkar skemmtilegt þar sem hún stoppaði við, klappaði frosnum vellinum og gaf merki, „þumal upp“, um að vallaraðstæður væru ekkert svo slæmar. „Mér fannst ég verða að fagna með þessum hætti, bæði til þess að hrósa því góða fólki sem lagði nótt við dag til þess að gera völl- inn eins góðan og mögulegt var og síðan líka út af því að írsku stelp- urnar voru eitthvað að grenja yfir vallaraðstæðunum. Við vorum vorum alla vega ekkert að pirra okkur á vallaraðstæðunum og létum það ekkert stoppa okkur,“ segir Margrét Lára kát. - óþ Dóra María og Margrét voru í skýjunum í leikslok: Ólýsanleg tilfinning KOMNAR YFIR Stepurnar fagna fyrra marki Dóru Maríu Lárusdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Knattspyrnusaga Íslands var endurskrifuð við íslenskar aðstæður á Laugardalsvellinum þegar stelpurnar okkar tryggðu sér sæti í lokakeppni EM í Finn- landi á næsta ári með því að vinna öruggan 3-0 sigur á Írum. Íslenska kvennalandsliðið vann því saman- lagt 4-1 og er því fyrsta A-landslið karla eða kvenna í fótbolta sem kemst alla leið í úrslitakeppni stórmóts. Aðstæður á Laugardalsvellinum í gær voru í raun ekki boðlegar fyrir eins mikilvægan leik og þetta. Írarnir létu víst vel í sér heyra og heimtuðu að þýski dóm- arinn flautaði leikinn af og það er kannski mögulegt að dómari sunn- ar í Evrópu hefði aldrei látið leik- inn fara fram á frosnu grasinu. Sem betur fer þrjóskaðist sú þýska við og kláraði leikinn. Íslensku stelpurnar byrjuðu vel og pressaði írska liðið frá fyrstu mínútu. Íslenska liðið reyndi mikið af stungusendingum fram á upphafskafla leiksins en það var hins vegar þegar þær spiluðu bolt- anum laglega upp hægri kantinn á 23. mínútu að þær náðu að skora fyrsta markið. Eftir laglega sókn upp hægri kantinn hrökk fyrirgjöf Ástu Árnadóttur út til Dóru Maríu Lárusdóttur sem var ekkert að hika heldur lagði boltann á snyrti- legan hátt upp í bláhornið. Fallegt og mikilvægt mark. Íslenska liðið var meira með boltann og átti hættulegri sóknir en það var alltaf hætta á mistök- um á gaddfreðnum vellinum og því var ekkert öruggt í hendi fyrr en stelpurnar næðu að bæta við marki. Það mark kom eftir korter í seinni hálfleik og eftirleikurinn var draumur að rætast fyrir stelp- urnar okkar. Það var við hæfi að Margrét Lára Viðarsdóttir skyldi koma íslenska liðinu í 2-0 enda búin að fara fyrir uppkomu kvennalandsliðsins síð- ustu ár. Markið skoraði hún með flottum skalla úr markteig eftir frábæra fyrirgjöf Dóru Maríu Lár- usdóttur. Þetta var tólfta mark Margrétar í undankeppninni. Maður leiksins, Dóra María Lár- usdóttir, gerði hins vegar út um leikinn á 69 mínútum þegar hún skaut íslenska liðinu endanlega til Finnlands. Dóra María afgreiddi þá boltann í netið eftir að hafa fengið glæsilega stungusendingu Margrétar Láru inn fyrir vörnina. Dóra María virtist kunna vel við sig á frosnum vellinum. Það sem eftir lifði leiks var íslenska liðið með góð tök á leikn- um, miðjan vann vel fyrir liðið og öll varnarlínan var mjög traust. Allir leikmenn liðsins voru jafnt einbeittir og skynsamir í sínum aðgerðum og það var að sjá að þarna færu stelpur sem kunna að stilla spennustigið sitt rétt þegar mest við liggur. Árangur íslenska kvennalands- liðsins undir stjórn Sigurðar Ragn- ars Eyjólfssonar er stórkostlegur. Nú tekur við annað ævintýri – að takast á við bestu þjóðir Evrópu í Finnlandi næsta haust. ooj@frettabladid.is Stelpurnar okkar á EM Írar réðu ekki við leikni Dóru Maríu Lárusdóttur sem skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 3-0 sigri íslenska kvennalandsliðsins í seinni umspilsleiknum við Íra. GULLTRYGGT Dóra María Lárusdóttir átti frábæran leik og hér skorar hún seinna mark sitt og gulltryggir Íslandi sætið á EM í Finnlandi á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.