Fréttablaðið - 31.10.2008, Side 54
34 31. október 2008 FÖSTUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
KREPPAN
LÁRÉTT
2. steintegund, 6. ógrynni, 8. gegn-
sær, 9. kóf, 11. voði, 12. hólf, 14. mat-
arsamtíningur, 16. klafi, 17. atvikast,
18. fát, 20. tveir, 21. þjappaði.
LÓÐRÉTT
1. tónlistarstíll, 3. ólæti, 4. fugl, 5.
knæpa, 7. svikull, 10. fúadý, 13.
framkoma, 15. afgangur, 16. tíðum,
19. svörð.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. kalk, 6. of, 8. tær, 9. kaf,
11. vá, 12. klefi, 14. snarl, 16. ok, 17.
ske, 18. fum, 20. ii, 21. tróð.
LÓÐRÉTT: 1. rokk, 3. at, 4. lævirki, 5.
krá, 7. falskur, 10. fen, 13. fas, 15. leif,
16. oft, 19. mó.
„Ég hef aldrei sótt lífshamingju
mína í mammon enda lítinn
þátt tekið í græðgissamfé-
lagi síðustu ára. Ég tók strax
ákvörðun um að horfa áfram á
bjartari hliðar tilverunnar, því
vinátta, hlýja og kærleikur eru
margfalt dýrmætari en dem-
antar!“
Hermann Gunnarsson útvarpsmaður.
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8.
1 Frá Rússlandi.
2 Pálmi Haraldsson og
Jóhannes Kristinsson.
3 Guðjón Valur Sigurðsson.
Vefútgáfa danska dagblaðsins
Extrabladet heldur áfram að fjalla
um efnahagshrun Íslendinga. Með
sínu nefi. Mörgum fannst heldur
grátt gaman hjá vefsjónvarpi
blaðsins þegar tveir blaðamenn
hófu að safna peningum fyrir
Íslendinga í söfnunarbauk. En nú
er ljóst að danska þjóðin er smám
saman að missa þolinmæðina
gagnvart íslensku athafnamönnun-
um sem lögðu undir sig mörg af
þekktustu vörumerkjum Dana.
Blaðamaðurinn Fredrik Bjerre
Andersen lætur þannig að því
liggja í nýrri umfjöllun vefsjón-
varpsins að nú eigi danskir
neytendur hreinlega að planta sér
fyrir utan aðrar verslanir sem hafi
íslenska tengingu og bíða eftir
rýmingarsölunni. Því þess sé ekki
langt að vænta að þær fari sömu
leið og Merlin. Andersen leggst
síðan niður fyrir framan Illum og
Magasin du Nord með miða sem á
stendur: „Bíð eftir næstu rýming-
arsölu.“ Til að stytta sér stundir
drekkur Andersen síðan Royal-
bjórinn sem er einnig að hluta til í
eigu Íslendinga.
Lesendur geta síðan tekið þátt í
könnun á vegum blaðsins. Og
niðurstöðurnar gefa það glöggt til
kynna að Dönum er hreinlega heitt
í hamsi. Meira en helmingur telur
að eigur Íslendinga í Danmörku
hafi glatað hinum danska sjarma
og verði því að redda sér sjálfar.
Helmingur dönsku þjóðarinnar
trúir því ekki að Sterling verði
endurreist og þegar spurt er hvaða
„íslenska“ fyrirtæki fari næst á
hausinn í Danmörku stendur ekki á
svörunum. 46 prósent spá því að
Magasin Du Nord fari fyrst en
aðeins einn af hverjum tíu telja að
Illum verði næsta fórnarlamb
íslensku efnahagslægðarinnar. - fgg
Danir bíða eftir gjaldþrotum Íslendinga
Rúmlega 1.500 manns hafa séð á
síðunni Youtube myndband þar
sem gert er grín að umfjöllun
sjónvarpsþáttarins Kompáss um
handrukkara.
Mennirnir á bak við mynd-
bandið eru þeir Helgi Jean Claess-
en og Hjálmar Jóhannsson, sem
gáfu fyrir síðustu jól út bókina
Konur eru aldrei hamingjusamar
því þær eru með svo litlan heila,
þar sem gert var grín að bók Þor-
gríms Þráinssonar, Hvernig ger-
irðu konuna þína hamingjusama?
„Við fórum að hugsa þetta eftir
að við sáum samtölin í þættinum
inni á Vísir.is.,“ segir Helgi og líkir
Kompás-þættinum við senu í bíó-
mynd. „Þetta var svo flott atriði að
það hefði getað verið í hvaða bíó-
mynd sem er. Það var flott upp-
bygging á þessu og flott hvernig
stemningin var búin til. Þetta leit
rosalega bíómyndalega út og við
ákváðum að gera smá grín að
því.“
Helgi segir myndbandið hafa
fengið mjög góð viðbrögð en vonar
um leið að allir þeir aðilar sem
komu nálægt Kompásþættinum
séu sáttir. „Þetta er fyrsta skrefið
á þessum vettvangi. Við eigum
eftir að koma með eitthvað fleira.“
Áhugasamir geta séð myndbandið
á slóðinni http://www.youtube.
com/watch?v=m1Muq_fb460. - fb
Gerðu grín að þætti Kompáss
GRÍNISTAR Félagarnir Hjálmar Jóhanns-
son (til vinstri) og Helgi Jean Claessen
gerðu í myndbandi sínu grín að umfjöll-
un Kompáss um handrukkara.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Stepp ehf Ármúla 32 Sími 533 5060 www.stepp.is stepp@stepp.is
G
ra
fí
k
a
2
0
0
8
GÓLFEFNI ÞEKKING ÞJÓNUSTA
TEPPI Á STIGAGANGINN
250
ÓKEYPIS
KROSSGÁTUR
NÝ GÁTA
Í HVERRI VIKU
w
w
w
.t
h
is
.i
s
/k
ro
s
s
g
a
tu
r
w
w
w
.t
h
is
.i
s
/k
ro
s
s
g
a
tu
r
Auglýsingasími
– Mest lesið
„Já, þetta er nokkuð gott. Og hlýt-
ur að vera mikið gleðiefni hvernig
gengið hefur með þessar bækur
mínar um allan heim: Þýskalandi,
Frakklandi, Svíþjóð, Noregi, Hol-
landi og svo í 36 útgáfulöndum
öðrum,“ segir Arnaldur Indriða-
son metsöluhöfundur.
Arnaldur hefur nú náð þeim ein-
stæða áfanga að rjúfa fimm millj-
óna múrinn. Það er: Hann hefur
selt fleiri eintök bóka sinna en
fimm milljónir á heimsvísu. Eng-
inn núlifandi rithöfundur íslensk-
ur kemst með tærnar þar sem Arn-
aldur hefur hælana í þessu
sambandi. Talið er að bækur Hall-
dórs Laxness hafi farið í viðlíka
eintakafjölda og hugsanlega
Nonna-bækur séra Jóns Sveins-
sonar en engar ábyggilegar upp-
lýsingar eru fyrirliggjandi þar um.
Af þessum fimm milljónum hafa
þrjár milljónir selst í Þýskalandi.
Arnaldur segist svo sem ekki hafa
neinar skýringar á því nema ef
vera kynni að þeim Þjóðverjum
þyki Erlendur, helsta söguhetja
bóka Arnaldar, svona skemmtileg-
ur. „Og svo er náttúrlega rótgróinn
áhugi á Íslandi þar. Kannski að
þetta tvennt ráði þessu,“ segir
Arnaldur. Hann segir bærilega
hafa gengið með útgáfu bóka sinna
á Bandaríkjamarkaði, sem er gríð-
arlega stór, en þar er mjög erfitt
fyrir nýja höfunda að komast að.
Á laugardaginn kemur út ný bók
eftir Arnald – Myrká – sem verður
frumprentuð í stærra upplagi en
áður hefur þekkst á Íslandi eða í
uppundir þrjátíu þúsund eintök-
um. Plastið verður rifið af bóka-
brettinu með viðhöfn í Eymunds-
son við söng Lögreglukórsins auk
þess sem upplesari Íslands, Hjalti
Rögnvaldsson leikari, mun lesa
upp úr bókinni. Aðspurður hvort
ekki gæti spennu hjá höfundi í
tengslum við þetta segir Arnaldur:
„Þetta er nú tólfta bókin á jafn
mörgum árum. Maður er farinn að
taka því aðeins rólegar en auðvitað
er alltaf spenningur.“
Egill Örn Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Forlagsins, er að
vonum ánægður með árangurinn:
„Þjóðverjar elska Arnald. Það er
ljóst. Frábær árangur hjá Arnaldi
að vera búinn að selja þrjár mill-
ljónir eintaka í Þýskalandi einu.
Ekki eru til nákvæmar tölur um
hversu mörg eintök bóka Arnaldar
hafa selst á Íslandi en slá má á að
þau séu rúmlega 300 þúsund sem
þýðir eitt eintak á hvern íbúa. Sem
hlýtur að teljast tækt í heimsmeta-
bók Guinness,“ segir Egill.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins mun Myrká koma lesend-
um á óvart burtséð frá þeim glæp
sem um ræðir en sjálfur Erlendur
kemur nánast ekkert við sögu
heldur virðist hann týndur á fjöll-
um. Yfirgefinn bílaleigubíll hans
finnst við kirkjugarð austur á
fjörðum og er það því Elínborg
sem leiðir málið. Og fá lesendur
meðal annars að kynnast betur
matargerðaráhuga hennar sem má
heita tilbreyting frá fábreyttri
fæðu sem Erlendur lögreglufor-
ingi leggur sér til munns.
jakob@frettabladid.is
EGILL ÖRN: ÞJÓÐVERJAR ELSKA ERLEND LÖGREGLUFORINGJA
Arnaldur Indriðason rýfur
fimm milljóna múrinn
DANIR HALDA ÁFRAM Lesendur
Ekstrablaðsins spá því að Magasin
verði næsta fyrirtækið í Danmörku
sem fari á hausinn vegna efna-
hagsþrenginganna á Íslandi.
Skáldin leggja eitt af
öðru eitthvað til mál-
anna í kreppunni. Nú
er komið að Óttari
M. Norðfjörð,
en hans innlegg,
teiknimynda-
sagan Tíu
litlir bankastrákar er væntanleg.
Í bókinni tapa níu bankastrákar
tölunni og fyrstur til að fara er
Hannes Smárason. Í lokin er bara
Davíð Oddsson eftir. Þá stendur
í bókinni: „Hann sótti handjárnin
og hjakkaðist á píu og fyrr en varði
urðu bankastrákarnir aftur tíu.“ Í
fyrra gaf Óttar út teiknimyndabók-
ina Jón Ásgeir og afmælisveislan,
sem fjallaði um góðærið.
Glænýtt myndband
við lagið Kate Bush
á væntanlegri plötu
Hauks Magnús-
sonar og félaga í
rokksveitinni Reykjavík!
er komið á netið.
Myndbandið
fer varla í mikla
spilun á Skífu TV enda hvorki
sætar stelpur í því né sætir strákar
að spila á hljóðfæri. Í staðinn er
þysjað inn og út á eina af risa-
byggingunum í Höfðatorgi, eins
konar draugagangur góðærisins, vill
sveitin meina. Á heimasíðu Höfða-
torgs segir hins vegar að Reykjavík
„iði af orku og athafnagleði” og að
„mannlífið blómstri og menningin
dafni”. Alllangt er síðan heimasíðan
var uppfærð.
Kolfinna Baldvinsdóttir og
félagar hennar í baráttusamtökun-
um Nýjum tímum hafa kynnt nýja
útgáfu af fána samtakanna. Frétta-
blaðið sagði í gær frá óánægju
með fyrri fána samtakanna, en
Dóra Ísleifsdóttir sagði hann
nasistalegan í samtali við blaðið.
Samtökin virðast hafa tekið gagn-
rýni Dóru alvarlega. Um miðjan dag
í gær hafði rauður litur fánans verið
tónaður mikið niður á heimasíðu
samtakanna. Síðdegis í gær kom
svo nýi fáninn inn
á síðuna. Hann
er byggður á
grunni íslenska
fánans, sem
er einmitt
hugmynd
sem téð
Dóra vildi fá
fram.
- drg, hdm
FRÉTTIR AF FÓLKI
ARNALDUR IND-
RIÐASON Hefur nú
náð þeim einstæða
árangri að selja
yfir fimm milljónir
eintaka bóka sinna -
þar af þrjár milljónir
í Þýskalandi.