Fréttablaðið - 11.11.2008, Page 20
11. NÓVEMBER 2008 ÞRIÐJUDAGUR
Danskur jólamatur er víðfræg-
ur enda hafa Íslendingar sótt í
hann í stórum stíl yfir sundið.
Danskt yfirbragð á slíkum mat
er samt ekki langt undan því
á Jómfrúnni í Lækjargötu er
jafnan stílað upp á það.
„Við erum ekki með hlaðborð
heldur berum matinn á borð fyrir
hvern og einn og bjóðum upp á
jólamatseðil frá nóvemberlok-
um,“ segir Jakob Jakobsson, veit-
ingamaður á Jómfrúnni. „Það sem
er mjög vinsælt hjá okkur er svo-
kallaður jólaplatti sem er sjö rétta
diskur. Það er komin hefð á hann.
Þar er meðal annars síld og ostur.
Jólamáltíð að dönskum hætti byrj-
ar alltaf á síld og endar alltaf á
osti. Á diskinum erum við meðal
annars með reykta önd, pörusteik,
humarsalat og kalkún og íslenski
hlutinn er hreindýrapaté. Svo er
Riz à l´amande áttundi rétturinn.“
Auk jólaplattans segir Jakob
fjöldann allan af öðrum jólarétt-
um í boði og nefnir hamborgar-
hrygg, andabrjóst og pörusteik.
Einnig úrval síldarrétta. Fagfólk-
ið þar verkar síldina sjálft og öll
dressing er heimalöguð. „Við vilj-
um ekki að okkar viðskiptavin-
ir geti keypt sams konar síld úti í
búð og við erum með á borðum,“
segir Jakob. „Því er allt saman
gert á staðnum, eftir íslenskum og
skandinavískum aðferðum.“
Jakob lærði matargerð í Dan-
mörku og skýrir það að nokkru
leyti hinar dönsku áherslur á Jóm-
frúnni sem hann og hans maður,
Guðmundur Guðjónsson, hafa
rekið frá 1996. Fræg eru djass-
kvöldin sem þeir efna til á sumrin
en yfir jólamatnum skemmtir fólk
hvert öðru. „Það er svo gaman
þannig,“ segir Jakob. „Við vilj-
um ekkert vera að grobba okkur
en það er ákveðin stemning hér
á Jómfrúnni sem fólk sækir í.“
Hann segir jafnan fullbókað fyrir
jólin og á því er engin undantekn-
ing nú. „Sjaldan hefur verið eins
mikið pantað,“ segir hann. „Ég
býst við að fólk fari síður til Dan-
merkur eða annarra landa nú fyrir
jólin en áður. Þá er um að gera að
heimsækja íslensk veitingahús og
gleðjast hvert með öðru í aðdrag-
anda jóla.“
Jólamatseðillinn á Jómfrúnni
verður tekinn í notkun 28. nóv-
ember og þá verður líka byrjað
að hafa opið til tíu um helgar og
þegar nær dregur jólum öll kvöld
vikunnar. - gun
Byrja á síld og enda á osti
„Við viljum ekkert vera að grobba okkur en það er viss stemning hér á Jómfrúnni sem fólk sækir í,“ segir Jakob. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Skammturinn er vel útilátinn á Jóm-
frúnni. MYND/KRISTJÁN
Gleðin við völd yfir góðum mat.
MYND/KRISTJÁN
Skíðaskálinn í Hveradölum er
rómaður fyrir glæsilegt jólahlað-
borð og verður engin undantekn-
ing þessi jól þar sem boðið verður
upp á alls kyns gómsæta rétti.
„Má þar meðal annars nefna
hreindýrapaté og graflax í for-
rétt, pörusteik, hangikjöt og ham-
borgarhrygg í aðalrétt og dýrind-
is eftir rétti að hætti matreiðslu-
mannsins kvöld hvert,“ nefnir
Vignir Guðmundsson hjá Skíða-
skálanum í Hveradölum. Að hans
sögn verður boðið upp á jólahlað-
borð allar helgar frá 15. nóvem-
ber til 21. desember. Fimmtudag-
ar eru innifaldir.
„Við bjóðum upp á mat, skemmti-
atriði og dansleik eftir mat, þar
sem hljómsveit leikur fyrir dansi,
og svo rútuferðir til og frá Hvera-
dölum á föstudags- og laugardags-
kvöldum á 7.900 krónur. Jólahlað-
borðið kostar síðan 5.900 krónur á
fimmtudags- og sunnudagskvöld-
um en ekki er boðið upp á dansleik
þau kvöld.“
Vignir bætir við að frítt sé
fyrir börn tólf ára og yngri í fylgd
með fullorðnum á sunnudögum.
„Sunnudagskvöldin eru fjölskyldu-
kvöld en þá kemur jólasveinninn
meðal annars í heimsókn. Þess má
líka geta að þótt hljómsveitin spili
aðeins á föstudags- og laugardags-
kvöldum, þá spilar harmóníkuleik-
ari öll jólahlaðborðskvöld.“
Vignir segir að þegar sé tölu-
vert búið að bóka, en þó sé eitt-
hvað laust í nóvember og desem-
ber. Hægt er að panta sæti við jóla-
hlaðborð Skíðaskálans með því að
hafa samband í síma 567 2020 eða
senda póst á skidaskali@skida-
skali.is. - aóv
Jólakræsingar í Skíðaskálanum
Jólasveinninn mætir í Hveradali á sunnudögum með glaðning handa börnunum.
MYND/SKÍÐASKÁLINN HVERADÖLUM