Fréttablaðið - 14.11.2008, Side 8

Fréttablaðið - 14.11.2008, Side 8
8 14. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR OLÍS ÁLFHEIMUM, OLÍS GULLINBRÚ, HOLTAGÖRÐUM, OLÍS MJÓDD, OLÍS NORÐLINGAHOLTI, NÝBÝLAVEGI, SUÐURLANDSBRAUT, OLÍS AKRANESI, OLÍS AKUREYRI, OLÍS BORGARNESI, OLÍS KEFLAVÍK, OLÍS REYÐARFIRÐI 12 STAÐIR Íslenska er okkar mál www. jonas.ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -2 3 1 9 VINNUMARKAÐUR Atvinnutilboðun- um hefur rignt yfir Íslendinga frá Noregi og Danmörku eftir bankahrunið. Valdimar Ólafsson, Eures-ráðgjafi hjá Vinnumála- stofnun, segir atvinnutilboðin „streyma yfir okkur frá Noregi.“ Sérstaklega vanti fólk í sunnan- og vestanverðum Noregi. Kristine Kopperud Timberlid, ráðgjafi hjá NAV Sogn og Fjor- dane, segir að mikið framboð sé á störfum í sveitarfélaginu Sogn og Fjordane, sem er rétt norðan við Björgvin. Þar segir hún að vanti fólk af báðum kynjum í flestar starfs- greinar en þó sérstaklega fólk í ferðageirann, kokka, tækni- menn og verk- fræðinga en síst í byggingargeir- ann. Kristine segir að nóg sé að kunna ensku til að byrja með og jafnvel bankamenn sem kunni skandinavísku eigi möguleika á að fá starf. Kristine segir að mikil eftir- spurn sé eftir Íslendingum. Fjár- málakreppan hafi ekki komið jafnilla við Norðmenn og Íslend- inga og því hafi Norðmenn enn talsverð atvinnutækifæri að bjóða. Norskir vinnuveitendur horfi gjarnan til Norðurlanda þegar þeir ætli að ráða fólk enda vinnumenningin lík í löndunum. „Mest eftirspurn er eftir fólki með menntun og reynslu og af báðum kynjum,“ segir Kristine, einna mest matreiðslumönnum og kokkum. „Við höfum ekki menntað nóg af kokkum í Noregi en höfum verið að byggja mikið af hótelum og þess vegna er þörfin enn meiri,“ segir hún. Þá eru þrjú norsk fyrirtæki að auglýsa tíu toppstöður sem tengj- ast olíuiðnaði hjá job.is. Kolbeinn Pálsson framkvæmdastjóri seg- ist hafa fengið fleiri fyrirspurnir að utan og nú bíði hann bara eftir svörum frá þeim. Fulltrúar erlendra vinnumiðl- ana og fyrirtækja eru á leið hing- að til lands um aðra helgi til að kynna atvinnumöguleika, taka við ferilskrám og hugsanlega ráða í laus störf. Valdimar Ólafsson, Eures-ráðgjafi hjá Vinnumála- stofnun, segir að kollegar sínir komi frá átta löndum, þar á meðal Noregi og Danmörku, til að gefa ráð um atvinnuleit og upplýsa um aðstæður í þessum löndum. „Auk þess koma hingað fjögur fyrirtæki, flest úr byggingargeir- anum, til að taka á móti umsókn- um og kynna störf. Þessi fyrir- tæki eru frá Hollandi og Belgíu og svo er eitt norskt-danskt-þýskt byggingarfyrirtæki sem aðallega starfar í Danmörku og Noregi. Auk þessa kemur ein vinnumiðl- un sem þjónustar byggingar- iðnaðinn.“ ghs@frettabladid.is VALDIMAR ÓLAFSSON NÓG AF STÖRFUM Kristine Kopperud Timberlid atvinnuráðgjafi segir nóg af störfum fyrir Íslendinga í sveitarfélaginu Sogn og Fjordane norðan við Björgvin í Noregi. Norsk atvinnutilboð streyma til landsins Atvinnutilboðin streyma inn á Eures-vinnumiðlunina við Engjateig í Reykjavík, fyrst og fremst frá Noregi en líka Danmörku. Í Noregi vantar fólk í nánast alla geira en þó síst í byggingariðnað. Norskt fyrirtæki vantar fólk í tíu toppstöður. Við höfum ekki menntað nóg af kokkum í Noregi. KRISTINE KOPPERUD TIMBERLID ATVINNURÁÐGJAFI Í NOREGI AFGANISTAN, AP Nærri tíu manns fórust og meira en sjö- tíu særðust í gær þegar sjálfsvígsárásarmaður ók bif- reið með sprengjum inn í bílalest bandaríska hersins. Nánast allir hinna látnu og særðu voru almennir borgarar, en einn bandarískur hermaður féll. Árásin var gerð í Nangarhar-héraði í austanverðu Afganistan, þegar bandaríska bílalestin var stödd rétt við markaðstorg þar sem fjöldi fólks var að versla með búfénað. Hinir særðu voru fluttir á þrjú sjúkrahús í borginni Jalalabad, sem er höfuðstaður héraðsins. Enginn hafði lýst yfir ábyrgð á árásinni, en fullvíst þykir að talibanar eða aðrir uppreisnarhópar hafi stað- ið að henni. Herskáir talibanar notast oft við bílsprengj- ur og sjálfsvígsárásarmenn til að ráðast gegn jafnt afgönskum sem erlendum hermönnum í landinu. Flest fórnarlömb þeirra árása eru þó saklausir heimamenn. Í gær voru einnig tveir breskir hermenn drepnir í sprengjuárás í Kandahar, sunnan til í landinu. Á sjötta þúsund manns hafa látist í átökum eða árás- um tengdum talibönum og öðrum uppreisnarhópum það sem af er þessu ári. Nærri þúsund þeirra voru óbreyttir borgarar. - gb Mannskæð sjálfsvígsárás á bandaríska bílalest í austanverðu Afganistan: Blóðbað á markaðstorgi SKELFILEG AÐKOMA Bandarískur hermaður kannar bifreið sem notuð var til sjálfsvígsárásar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP EFNAHAGSMÁL Formaður og fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins lögðu á það áherslu í gær á fundi samtakanna að hefja aðilar- viðræður við Evrópusambandið. „Ríkisstjórnin þarf að vinna af krafti í hagsmunamati í tegnslum við mögulega inngöngu okkar í Evrópusambandið,“ sagði Þór Sig- fússon, formaður Samtaka atvinnu- lífsins, í ræðu sinni. „Hvatt verður til þess að þessar viðræður geti hafist sem fyrst og málinu verði flýtt eins og kostur er.“ Krónan er ekki samkeppnishæf- ur gjaldmiðill, sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins. Evran væri hins vegar mikið hagsmunamál fyrir atvinnulífið. Vilhjálmur sagði peningastefnuna, sem fylgt hefur verið undanfarin ár, hafa grafið undan krónunni. Með þetta í huga þurfi að fara fram endurmat á aðild að Evrópusambandinu. „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um endurmat innan samtakanna,“ segir Vilhjálmur, hins vegar sé Evrópusambandsaðild til umræðu innan þeirra. „Það er afgerandi meirihluti innan Samtaka atvinnu- lífsins fylgjandi aðild,“ segir Vil- hjálmur. Það sé hins vegar í verka- hring stjórnar samtakanna en ekki hans sem framkvæmdastjóra að breyta stefnu þeirra. - ss Formaður og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins á fundi samtakanna: Hvatt til aðildarviðræðna við ESB VILHJÁLMUR EGILSSON Framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins segir upp- töku evru hagsmunamál fyrir atvinnulíf- ið á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.