Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.11.2008, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 14.11.2008, Qupperneq 12
12 14. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is Áttu ömmubarn, frænku, frænda eða vin sem þú vilt gleðja með skemmtilegu lesefni í hverjum mánuði? Gjafaáskrift að vönduðum myndasögublöðum eða bókum frá Disney er þroskandi gjöf sem lifir lengi. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Einu sinni hugðist Haraldur Gormsson Danakonungur ráðast á Ísland. Réð hann göldröttan mann til að kanna aðstæður og hvar best væri fyrir innrásarherinn að komast í land... Framhald á bls. 16 Berglind Guðjónsdóttir fór með vinkonu sinni á kaffihúsið Café Milanó í Faxafeni, eins og vinkonur gera. Þær voru ekkert sérlega svangar og ákváðu að ein súkkulaði- kökusneið skipt í tvennt myndi duga þeim með kaffinu. „Verð kökusneiðarinnar er 890 kr,“ skrifar Berglind, „en þegar við svo ætlum að greiða reikninginn er okkur sagt að hálf sneið sé á 630 kr! Er þá heil sneið komin í 1.240 krónur! Daginn eftir hringdi ég og fékk að tala við yfir- mann. Svarið sem ég fékk var að við værum að greiða aukalega þjón- ustugjald upp á 350 kr., því það þurfti að láta okkur hafa aukadisk og aukaskeið og síðan væri auka- uppþvottur! Okkur fannst við hreinlega teknar í bakaríið þarna.“ Gengilbeina hjá Café Milanó, sem vill ekki láta nafns síns getið, útskýrir málið: „Hér er einhver misskilningur á ferðinni því að sjálfsögðu rukkum við ekki fyrir að skera köku til helminga,“ segir hún. „Hjá okkur kostar heil kökusneið 890 kr., en ef fólk hefur ekki lyst á nema hálfri kostar hálf sneið 630 kr. Komi tveir og vilji skipta heilli í tvær hálfar kostar það að sjálfsögðu bara 890 samtals og fólk fær auðvitað tvo diska, tvo gaffla og rjóma á báða diskana ef það vill!“ Neytendur: Saga af súkkulaðiköku hjá Café Milanó Um hálfar sneiðar og heilar SAMFÉLAGSMÁL „Við finnum fyrir því að það er aukin spenna hjá ungum börnum, einkum í nýjum hverfum borgarinnar. Þá verðum við vör við að það er meiri óróleiki eftir því sem börnin eru eldri.“ Þetta segir Ragnar Þorsteins- son, fræðslustjóri í Reykjavík og formaður viðbragðsteymis sem hefur verið sett á stofn til að halda utan um börnin í borginni á krepputímum. „Í þessum hverfum er fólk með allt sitt undir í húsbyggingum. Hlutirnir eru ekki endilega að ganga samkvæmt áætlun,“ segir Ragnar. „Þá eru innviðir hverfis- ins ekki komnir í fast form. Við erum þó ekki farin að finna neitt sérstakt erfitt ástand. En vitan- lega er spenna hjá fjölskyldum sem eru að missa fjárhæðir og foreldrar vinnu. Við kannski búumst við því verra, þannig að við erum í viðbragði.“ Að sögn Ragnars var teymið sett á laggirnar fyrir mánuði að frumkvæði borgarstjóra. Það starfar undir heitinu „Börnin í borginni.“ Hlutverk þess er að standa vaktina og fylgjast með líðan barna í leikskólum, grunn- skólum og frístundastarfi, til að mynda hvort dregur úr nestis- og matarkaupum foreldra grunn- skólabarna. Jafnframt hvort van- skil aukast þegar kemur að hádegismat og leikskólagjöldum. „Teymið á að leita leiða til að minnka áhrif vegna álags og streitu sem fylgir þessu ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu,“ útskýrir Ragnar. Þeir sem eiga sæti í teyminu eru fulltrúar menntasviðs, leik- skólasviðs, velferðarsviðs, íþrótta- og tómstundasviðs, mann- réttindaskrifstofu og menningar- og ferðamálasviðs. Einnig full- trúar skólastjóra leik- og grunnskóla, fulltrúar Kennara- félags Reykjavíkur, svo og SAM- FOKS. „Við fundum á hverjum föstu- degi og þar berum við saman stöðuna sem þessir fulltrúar koma með úr sínum baklöndum og hvernig við sjáum þessa þróun verða,“ segir Ragnar. Fari að bera á einkennum hjá börnum sem rekja má til kreppu- ástands er formlegt viðbragð Reykjavíkurborgar í gegnum vel- ferðarsviðið og þjónustumið- stöðvarnar úti í hverfunum, þar sem fá má ráðgjöf og aðstoð. Þá er teymið í góðum tengslum við Landlæknisembættið og Rauða krossinn. jss@frettabladid.is Hlúð að skólabörnum í kreppunni Viðbragðsteymi er nú starfandi til að halda utan um börn í borginni í því erfiða ástandi sem er í þjóðfélaginu í dag. Formaður teymisins segir aukna spennu hjá börnum í nýju hverfunum. GRUNNSKÓLABÖRN Í MAT Hlutverk teymisins er að fylgjast með líðan barna í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi, til að mynda hvort dregur úr nestis- og matarkaupum foreldra grunnskólabarna. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. DÓMSMÁL Héraðsdómur Vest- fjarða dæmdi í gær 26 ára karlmann í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir kynferðisbrot í gær. Maðurinn skoðaði og afritaði myndir úr einkatölvu konu án heimildar, en myndirnar sýndu hana ýmist nakta að hluta eða fáklædda. Hann afhenti einnig öðrum manni myndirnar, allt í lostugum tilgangi sem særði blygðunarkennd konunnar, að því er fram kemur í dóminum. - þeb Dæmdur í 30 daga fangelsi: Skoðaði og stal nektarmyndum Tap og sigur í fyrstu umferð Ísland tapaði naumlega fyrir Banda- ríkjunum í fyrstu umferð Ólympíu- skákmótsins í Dresden, 1½-2½. Í kvennaflokki vann Ísland stórsigur á Japan, 3½-½. ÓLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.