Fréttablaðið - 14.11.2008, Side 14

Fréttablaðið - 14.11.2008, Side 14
14 14. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR BANDARÍKIN, AP Íraksstríðinu lýkur með brotthvarfi bandaríska hers- ins. Sameinuðu þjóðirnar sam- þykkja allsherjar vopnabann. Condoleezza Rice biðst afsökunar á lygum stjórnarinnar um gjör- eyðingarvopn í Írak og George W. Bush ákærður fyrir landráð. Þetta eru aðeins nokkrar af helstu fréttum dagblaðsins New York Times, sem dreift var ókeyp- is í 1,2 milljónum eintaka víðs vegar í Bandaríkjunum í gær. Blaðið er reyndar dagsett 4. júlí árið 2009, og er bara plat. Útgef- endurnir segjast vilja leggja sitt af mörkum til að hvetja Barack Obama, nýkjörinn Bandaríkjafor- seta, til að standa við loforð sín. Meðal annarra góðra frétta í blaðinu má nefna hámarkslaun stjórnarformanna stórfyrirtækja og innköllun allra bensínbifreiða. Auk þess verður hafist handa við að byggja upp heilbrigt efnahags- líf. Þá er í blaðinu einkaviðtal við George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem segist ætla að helga tíma sinn leitinni að Osama bin Laden. Einnig er skýrt frá því að Bandaríkjamenn bjóða tveimur milljónum flóttamanna frá Írak hæli. Útgáfan er einkaframtak nokk- urra blaðamanna, kennara og kvikmyndagerðarmanna, sem öfl- uðu sér fjár að hluta með frjálsum framlögum á Netinu. - gb Ríflega milljón eintaka af platútgáfu eins virtasta dagblaðs Bandaríkjanna dreift: Góðar fréttir í gerviútgáfu New York Times DAGSETT 4. JÚLÍ ÁRIÐ 2009 Gerviútgáfa dagblaðsins New York Times flytur draumafréttir úr framtíðinni. NORDICPHOTOS/AFP SAMFÉLAGSMÁL „Ég þrjóskaðist lengi vel við að tengja síaukna aðsókn hjá okkur efnahags- ástandinu. En nú er ljóst að við verðum að horfast í augu við að það er tenging þarna á milli,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, fræðslu- og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Það sem af er ári hafa 115 konur komið í dvöl hjá Kvennaat- hvarfinu. Það er mikil aukning frá því í fyrra þegar um hundrað konur dvöldu í athvarfinu yfir allt árið. Viðtölum hefur einnig fjölgað til muna. Tæplega tvö hundruð konur hafa komið í viðtal það sem af er ári. Það eru álíka margar konur og allt árið í fyrra. Starfsemin er þó enn ekki farin að þrengja að konunum í athvarf- inu. Nýverið var aðstaðan stækk- uð og betrumbætt. Nýju svefn- herbergi hefur verið komið fyrir, bað- og snyrtiaðstaða bætt og eld- húsið stækkað. Þegar þörf krefur er svo stofum og fundarherbergj- um breytt í svefnaðstöðu. Sigþrúður segir engar sérstak- ar ráðstafanir hafa verið gerðar í athvarfinu til að mæta breyttum efnahagsaðstæðum. Sem fyrr standi starfskonurnar klárar á vaktinni, hvenær sólarhrings sem er. - hhs Annríki í Kvennaathvarfinu eykst í takti við slæmt efnahagsástand: Aldrei fleiri í Kvennaathvarfið SIGÞRÚÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Fram- kvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir að almennt megi gera ráð fyrir að ofbeldi á heimilum aukist með verra efnahags- ástandi. FRÉTTABLAÐIÐ / PJETUR BÆNDUR MÓTMÆLA Franskir sauðfjár- bændur tóku með sér kindahjörð til Parísar og stilltu sér upp við Eiffel- turninn til að mótmæla lækkandi tekjum bænda í efnahagsþrengingum þjóðarinnar. NORDICPHOTOS/AFP Opið 10–18 virka daga | Opið 12–16 laugardaga Kletthálsi sími 590 5044 www.heklanotadirbilar.is notadirbilar@hekla.is FRÁBÆRT TILBOÐ Á BÍLALEIGUBÍLUM Nú bjóðum við vel með farna bílaleigubíla á kjörum sem bjóðast ekki annars staðar: Allir bílaleigubílar með 5 ára ábyrgð frá skráningardegi. Við erum í samninga- skapi um frábært verð á næstum nýjum notuðum bílum. Komdu á Klettháls og kynntu þér vandaða og vel með farna notaða bíla af ýmsum gerðum. Við erum í samningaskapi! MENNTUN Tillögur Íslenskrar málnefndar að íslenskri mál- stefnu verða afhentar mennta- málaráðherra á sunnudag, degi íslenskrar tungu. Í tilkynningu kemur fram að í tillögum nefndarinnar sé lögð megináhersla á að treysta stöðu íslenskrar tungu í samfélaginu, enda verði framtíð tungunnar best tryggð með því að nota hana á öllum sviðum íslensks samfé- lags. Meðal annars er lagt til að fundin verði skynsamleg leið til að treysta lagalega stöðu íslenskr- ar tungu í samfélaginu. Einnig að hlutdeild móðurmálskennslu í skólakerfinu verði aukin. - kg Íslensk málnefnd: Tillögur af- hentar ráðherra FINNLAND Fjórum átján ára Finnlands-Svíum, sem töluðu sænsku sín á milli og við lögregl- una, var hent í fangaklefa í Esbo í Finnlandi um helgina án þess að nokkrar skýringar væru gefnar. Ungu mennirnir voru í afmælis- veislu þegar lögreglan kom og leysti upp samkvæmið, að sögn Hufvudstadsbladet. Á sektarmiða frá lögreglunni segir að ungu mennirnir hafi ekki hlýtt en sjálfir segjast þeir hafa spurt á sænsku hvað væri í gangi. Einn þeirra er frá Álandseyjum og hefur aldrei lært finnsku. Ungu mennirnir segjast hafa farið að tala sænsku við lögregluna og þá hafi lögreglumennirnir þrjóskast við og talað finnsku við Álandsey- inginn. Í Finnlandi eru tvö opinber mál með jafnháa réttarstöðu, finnska og sænska. - ghs Finnlands-Svíar í klandri: Í fangelsi fyrir að tala sænsku

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.