Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.11.2008, Qupperneq 15

Fréttablaðið - 14.11.2008, Qupperneq 15
FÖSTUDAGUR 14. nóvember 2008 15 MENNING „Þetta hefur verið hrikalega skemmtilegt. Við finnum vel fyrir því að samfélagið er mjög opið fyrir erindi okkar þessa dagana. Það á sér stað mikil endurskoðun á ákveðnum gildum, þannig að þetta er góður tími,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari, sem ásamt Árna Heimi Ingólfssyni, tónlistarstjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands, hefur ferðast milli framhalds- og háskóla í vikunni með tónleika og fyrirlestur um sígilda tónlist. Síðusta heimsókn þeirra félaga verður í Háskóla Íslands í dag. Í vikunni komu þeir fram fyrir nemendur og starfsfólk MR, MH, Flensborg og Háskólans í Reykjavík. Víkingur segir hugmyndina hafa kviknað í sjónvarpsviðtali við Evu Maríu Jónsdóttur í vor. „Í myndverinu var flygill og Eva bað mig um að útskýra fyrir sér hvað tónlist væri fyrir mér og hvers vegna ég væri að þessu. Við þessum einföldu útskýringum og dæmum fékk ég sterk viðbrögð í þjóðfélaginu. Mun sterkari en ég átti von á.“ Víkingur og Árni voru með þeim fyrstu til að hljóta styrk úr tónlistar- sjóðnum Kraumi í vor. Var sá styrkur eyrnamerktur því verkefni að flytja og ræða um verk eftir Beethoven, Bach og Chopin í framhalds- og háskólum. „Oft setur fólk sig í sérstakar stellingar þegar það hugsar um klassískar listir. Við reynum að losa þessar stellingar og vekja athygli á því að best sé að upplifa tónlistina á sínum eigin forsendum. Það hefur gengið vel upp og orkan úr salnum er mjög góð,“ segir Víkingur Heiðar. - kg Píanóleikari og tónlistarstjóri ferðast milli skóla með tónleika og fyrirlestra um sígilda tónlist: Upplifa tónlistina á eigin forsendum SÍGILT STUÐ Góður rómur var gerður að fyrirlestri og tónleikum þeirra Víkings Heiðars og Árna fyrir nemendur og starfsfólk HR í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR EGYPTALAND, AP Egypsk stjórnvöld sýna flóttafólki, sem laumar sér yfir landamærin frá Ísrael eða Súdan, fulla hörku. Síðan 2007 hafa að minnsta kosti 33 verið skotnir til bana, þar á meðal barnshafandi kona og sjö ára gömul stúlka. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch gagnrýna þetta framferði í nýrri skýrslu. Auk hinna látnu hafa fjölmarg- ir flóttamenn særst, en svo virðist sem Egyptar séu með þessu að bregðast við alþjóðlegri gagnrýni um að þeir standi sig ekki í að halda landamærunum lokuðum. - gb Flóttamenn í Egyptalandi: Skotnir við landamærin „Það var stór dagur hjá okkur í vinnunni á miðvikudaginn var,“ segir Algirdas en hann vinnur hjá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. „Við fögnuðum 30 ára afmæli en jafnframt afhentum við fyrsta bátinn úr nýju verksmiðjunni okkar. Það voru náttúrlega mikil hátíðarhöld í tilefni dags- ins. Það var boðið upp á léttar veitingar og vín. Ég held að það hafi verið um 150 manns þarna þegar mest var og á meðal þeirra voru Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, og Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra.“ Algirdas hefur unnið í Trefjum í 10 ár eða síðan hann flutti til Íslands og segist hæstánægður með lífið þar. Algirdas Slapikas: Tímamót á vinnustaðnum „Síðastliðinn miðvikudag var Loykatong, sem er trúarhátíð okkar Taílend- inga,“ segir Junphen en þessi hátíð á rætur sínar að rekja til þakkargjörðar manna til gyðju vatnsins til forna. „Þá er hefð að búa til eins konar skraut úr bananahýði, setja í það brot af nögl eða mynt og fleygja því síðan í fljót. Trúa menn því að þá hafi hið illa verið kvatt. Hér munu landar mínir hins vegar láta nægja að koma saman í Búddahofinu okkar í Kópavogi hinn 29. næstkomandi en svo illa vill til að þá er einmitt árshátíð Fjarðarkaupa og ég vil síður missa af henni svo ég tek ekki þátt í hátíðarhöldunum í hofinu þetta árið.“ Junpehn Sriyoha: Fór á árshátíð Fjarðarkaupa „Miriam Makeba lést í vikunni og mér þykir það leiðinlegt þar sem ég hef lengi verið mikill aðdáandi hennar,“ segir Charlotte sem bjó um tíma í Afríku. „Ég hef líka verið að lesa mikið um átökin í Kongó sem eru auðvitað mjög alvarleg en vegna fjármálakrís- unnar er ekki nóg fjallað um það ástand. Ég heyrði BBC segja frá því að fjármálakreppan færi versnandi vegna neikvæðrar umfjöllunar fjölmiðla. Fólk heldur því að ástandið sé enn verra en það er í raun og veru. Ég reyni því frekar að vera jákvæð og hugsa um jólahátíðina. Ég ætla til dæmis að reyna að spara peninga með því að búa sjálf til jólakort. Svo er ég nýbyrjuð á dansæfingum sem er gott fyrir sálina.“ Charlotte Ólöf Jónsdóttir Ferrier: Syrgir Miriam MakebaSTJÓRNMÁL Verkefni þriggja stofnana heilbrigðisráðuneytisins eru í athugun í ráðuneytinu til að styrkja eftirlits- og gæðahlutverk þeirra. Greint var frá því í Fréttablað- inu í gær að ráðuneytið hefði til skoðunar verkaskiptingu og jafnvel samein- ingu Landlæknis- embættisins, Lyfjastofnunar og Lýðheilsustöðvar. „Það er mikilvægt að nýta stofnanirnar eins vel og hægt er,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra. Við vinnu ráðuneytisins sé lögð áhersla á mikilvægi gæða- og eftirlitsmála auk forvarna. - bþs Stofnanir heilbrigðisráðuneytis: Styrkja á gæða- og eftirlitsmál GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON VIKA 39 DAGBÓK NÝRRA ÍSLENDINGA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.