Fréttablaðið - 14.11.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 14.11.2008, Blaðsíða 16
 14. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR FRÉTTAVIÐTAL: Framtíð stjórnmálaflokkanna FRÉTTAVIÐTAL BJÖRN ÞÓR SIGBJÖRNSSON bjorn@frettabladid.is Framhald á bls. 22 Njósnarinn brá sér í hvalslíki og lagði af stað. En er hann kom til landsins sá hann að fjöll öll og hólar voru full af landvættum, sumum stórum en öðrum smærri... föt skór geisladiskar leikföng handmáluð kerti hreingerningavörur prjónavörur útsaumur náttúruvörur Dagur íslenskrar tungu á sunnudaginn. Upplestur úr bókum í Rangárhöllinni Gaddstaðaflötum við Hellu helgina 15. -16. nóv. frá kl. 12:00 - 17:00 (báða dagana) Tónlistaratriði kl. 13:00,14:00,15:00 og 16:00 ábrestir kökubasar antikvörur uppstoppuð dýr glerlistavörur skartgripir gjafavörumarkaður kompudót andlitsmálun o.m.fl. Frábær fjölskyldusamkoma Myndlistasýning og kaffisala í anddyri RISAMARKAÐUR Sv ar tli st - H el lu Auk heiðarlegs uppgjörs á orsökum fjármálahruns- ins og nýrri framtíðarsýn fyrir Ísland þarf að ráðast í uppstokkun í stjórn- málunum að mati Dags B. Eggertssonar, oddvita borgarstjórnarflokks Sam- fylkingarinnar. Hvernig geta stjórnmálaflokk- arnir tekist á við framtíðina? Fyrst þarf að horfast í augu við að mjög margt hrundi með fjár- málakerfinu. Goðsögnin um góða efnahags- og fjármálastjórn Sjálfstæðisflokksins hrundi með braki. Vinnubrögðin og leyndar- hyggjan sem voru of ráðandi í íslenskri pólitík hrundu, trúin á lykilstofnunum hrundi sem og trúin á stjórnmálin sem aðferð til að leiða til umbóta og góðra breytinga. Stjórnmálaflokkarnir þurfa að axla ábyrgð og endur- reisa þessa trú með því að endur- hugsa sig og vinnubrögð sín. Samfylkingin hefur að mínu mati gert merkilegar tilraunir með framtíðarhópi sem kallaði til mjög marga flokksmenn sem og sérfræðinga og hagsmunaaðila og ég held að hægt sé að byggja á þeim grunni. Nú þarf að ganga lengra og flokkarnir þurfa að opna allar gáttir og kalla fólk að borðinu. Þar verður spurt í hvern- ig samfélagi við viljum búa, hverjir eru styrkleikarnir, hverj- ir eru veikleikarnir, hverju þarf að breyta og hvert ætlum við að stefna. Ef við setjum ekki fram- tíðina á dagskrá og leggjum fram sannfærandi sýn sem fólk og fyr- irtæki fær trú á þá brestur á með flótta sem mér sýnist reyndar að sé þegar hafinn. Er trúverðugt og eðlilegt í núver- andi ástandi að stjórnmálaflokk- arnir fáist við framtíðina? Ég hugsaði mikið um þetta áður en ég steig inn í stjórnmálin vegna þess að ég tilheyrði stór- um hópi og kannski heilli kynslóð fólks sem hafði mikinn vara á sér gagnvart stjórnmálaflokkum sem stofnunum. Mér fannst þeir trénaðir og standa fyrir hluti sem pössuðu ekki við mína sýn á hvernig samfélagið ætti að virka. En eftir mikla íhugun, og núna nokkra reynslu, hef ég komist að því að stjórnmálaflokkar eru ekki eitthvað eitt og þurfa ekki að vera staðnað fyrirbæri. Í besta falli geta þeir verið mjög upp- byggileg umbótaöfl sem þrýsta á um breytingar og hvort sem okkur líkar það betur eða ver tekur pólitíkin margar mikil- vægar ákvarðanir sem er eins gott að verði vel tekið. Margir hafa gengið til liðs við Samfylk- inguna, og líklega aðra stjórn- málaflokka, á undanförnum árum ekki vegna þess að þeir hafa fall- ið fyrir því hvernig stjórnmála- flokkarnir starfa heldur einmitt vegna þess að þeir eru tæki til að vinna að umbótum. Eftir að bankakerfið er meira eða minna í fangi ríkisins og ráða þarf fjöl- mörgum lykilspurningum til lykta á hinum pólitíska vettvangi eru stjórnmálin mikilvæg sem aldrei fyrr. Því þarf að kalla að ákvörðunum alla þá bestu þekk- ingu sem býr í samfélaginu og hún er svo sannanlega ekki bara fyrir hendi innan flokkanna. Hvaða breytingar telurðu líkleg- ar að verði á stjórnmálaflokkun- um og þurfa núverandi forystu- menn að rýma sviðið? Ég get ekki spáð fyrir um hvern- ig flokkarnir breytast en það þarf að stokka upp. Nú er ögurstund í samfélaginu og það er ögurstund í lífi ríkisstjórnarinnar. Hún þarf að horfast í augu við að ef hún hefur ekki afl til að setja Evrópu á dagskrá og endurskoða einfalda hluti eins og eftirlaunalögin og gera hreint í Seðlabankanum þá fjarar undan trúnaði hennar gagnvart þjóðinni á örskömmum tíma. Evrópa segirðu, er Evrópusam- bandsaðild forsenda þess að hér birti til á ný? Mér finnst það blasa við og er til- búinn að taka þá rökræðu á hvaða götuhorni eða kaffistofu sem er. Kostnaður okkar af krónunni í núverandi þrengingum er geig- vænlegur og við þurfum að hætta að láta umræðuna um Evrópu- sambandið snúast um sambandið sjálft. Málið snýst um matarkörf- una, húsnæðislánin, vextina, stöð- ugleika í atvinnu- og efnahagslífi og trúna sem fólk og fyrirtæki þurfa að hafa til að sjá framtíð sína á Íslandi. Og fyrir alla muni þarf að hætta að tala um málið á forsendum þess hvort einstakir stjórnmálaflokkar klofni vegna þess. Það er nánast ekki áhuga- verð spurning í þeirri stöðu sem við erum í. Með öðrum orðum má þetta ekki snúast um hagsmuni Sjálfstæðis- flokksins. Nei, það kemur bara ekki til greina. Það er meira í húfi en svo og samfélagið hefur ekki efni á að horfa til innanflokkshagsmuna einstakra flokka. Hvernig finnast þér ráðherrar Samfylkingarinnar hafa staðið sig síðustu daga og vikur? Þeir hafa staðið sig að mörgu leyti afburðavel í verkefni sem enginn gat búið sig undir. Ég held að það hafi skipt ótrúlega miklu máli á síðustu vikum að Samfylk- ingin er í ríkisstjórn því annars hefði verið hætta á að gamla helmingaskiptareglan hefði verið dregin upp og atvinnulífinu skipt upp eftir flokkspólitískum línum. En nú er komið að kaflaskilum. Samhliða því að halda áfram því sem hefur verið kallað björgun- arstörf á strandstað þarf að sjá til lands og sjá framtíðina. Þar þurfa ekki bara ráðherrar og þingmenn Samfylkingarinnar að standa á prinsippunum heldur Samfylkingin í heild. Í raun sitj- um við uppi með ábyrgð á að hafa ekki gert Evrópumálin að úrslita- atriði en veruleikinn hefur nú verið sá að við höfum ekki haft samstarfsflokk sem hefur verið tilbúinn að fara í þennan leiðang- ur með okkur. Hinir flokkarnir verða að horfast í augu við að þeir hafa ekki í langan tíma farið í gegnum nauðsynlega endur- skoðun. Margir vilja nýjar kosningar sem allra fyrst, sumir segja strax. Væri það rétt að þínu mati? Ég óttast að ef við hlaupum beint í kosningar fáum við ekki bara sömu flokka heldur sömu for- ystumenn og sömu stefnu. Það verður að gefa flokkunum færi á að stokka sig upp og endurskoða afstöðu sína áður en boðað er til kosninga. En krafan um kosning- ar er bæði skiljanleg og réttlát því vald í pólitík er sótt til fólks- ins. Og ef sú krafa er vond hug- mynd stendur það upp á flokkana að bregðast við henni á annan hátt. Þeir þurfa að leiða þessa krafta inn á sinn vettvang og nýta þá í þágu uppbyggingarinnar. Þó að ég telji kosningar ótíma- bærar núna finnst mér blasa við að þær verði á næsta ári. Alla vega fyrr en síðar ef ríkisstjórn- inni tekst ekki að endurreisa traust og setja fram framtíðar- sýn sem ekki bara báðir flokk- arnir trúa á heldur sem samfé- lagið trúir á. Það traust er ekki fyrir hendi núna. Það dugir ekki að Samfylkingin hafi áttað sig heldur þurfa aðrir að sýna á spilin. Uppstokkun nauðsynleg DAGUR B. EGGERTSSON segir pólitíkina mikilvæga sem aldrei fyrr og nauðsynlegt sé að kalla að ákvörðunum alla þá bestu þekkingu sem býr í samfélaginu. Hana þurfi að sækja út fyrir stjórnmálaflokkana. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.