Fréttablaðið - 14.11.2008, Side 24

Fréttablaðið - 14.11.2008, Side 24
SPRENGJUHÖLLIN OG HJALTALÍN spila í Kirkju- og menningarmiðstöð Fjarðabyggðar á Eskifirði í kvöld og hefjast tón- leikarnir klukkan 20. Annað kvöld, laugardagskvöldið 15. nóvember, leika hljómsveitirnar svo á Hótel Valaskjálfi frá klukkan 23. „Næsta laugardag, 15. nóvember, ætlum við að rifja upp gamla tíma þegar fólk gerði sér ferð í miðbæ- inn til að sjá jólasveinana og fá sér kakó,“ segir Bryndís Sigurð- ardóttir, verslunarstjóri Ramma- gerðarinnar. Gestum og gangandi verður boðið að kynna sér íslenskt handverk á handverksdegi í Rammagerðinni þar sem færir listamenn sýna verk sín og vinnu- lag og einnig verður boðið upp á heitt kakó, kleinur og piparkökur. „Aldís Bára Einarsdóttir, einn færasti leirkerasmiður Íslands, kemur með heilan rennibekk og ætlar að renna og leyfa fólki að prófa. Síðan kemur Örn Sigurðs- son, rennismiður og útskurðar- maður, líka með rennibekkinn sinn og hann ætlar að sýna hvern- ig hann sker út gestabækur auk þess sem hann sýnir fleiri muni. Lind Hilmarsdóttir skartgripa- smiður mun einnig sýna hand- verk úr náttúrulegum steinum og veita ráðleggingar um skartgripa- smíði. Svo bættist í hópinn kaffi- listamaðurinn Bergur Thorberg sem málar myndir með kaffi. Hér verða líka prjónakonur sem veita ráðleggingar en þær munu prjóna vesti og lopapeysur,“ segir Bryndís ánægð. Opnað verður klukkan tíu um morguninn og verður dagskrá til sex um kvöldið. „Aldís mætir fyrst manna klukkan tíu en um tvöleytið verða allir hinir komnir á svæðið,“ segir Bryndís spennt. Sú hefð hefur lengi verið að setja jólasveina í glugga Ramma- gerðarinnar 1. nóvember og áður fyrr var Rammagerðin alltaf fyrst með jólin. „Í gamla daga þegar Haukur Gunnarsson var fram- kvæmdastjóri var Rammagerðin alltaf með svo flotta glugga um jólin og þetta höfum við haldið í. Ein jólin átti eitthvað að fara að breyta og það varð bara eiginlega lögreglumál. Ég var tekin á beinið og spurð hvar jólasveinarnir væru,“ segir Bryndís og hlær. Bryndís finnur fyrir miklum áhuga á íslenskri framleiðslu sem og áhuga á að framkvæma. „Þeir Íslendingar sem voru lagstir í leti eru allir risnir upp og vilja fara að gera eitthvað!“ segir hún bros- andi. „Í öllu baslinu þá höfum við þó haft gott af. Allir eru að vakna til lífsins og vilja bjarga sér og framleiða hér heima.“ hrefna@frettabladid.is Jólin í Rammagerðinni Jólin koma oftast snemma í Rammagerðinni þegar jólasveinarnir eru settir út í glugga 1. nóvember. Á laugardaginn verða rifjaðir upp gamlir tímar og boðið upp á íslenskt handverk, kakó og kleinur. Jólasveinarnir í gluggum Rammagerðarinnar mæta á svæðið 1. nóvember ár hvert og hafa gert lengi, mörgum til mikillar gleði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Lind Hilmarsdóttir skartgripahönnuður og Bryndís Sigurðardóttir, verslunarstjóri Rammagerðarinnar, hlakka til handverksdagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Opið 10-16 laugardaga Amethyst - mjög glæsilegur “push up” haldari í BCD skálum á kr. 6.990,-” Vetrarstígvél Auglýsingasími – Mest lesið Alla mmtudaga

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.