Fréttablaðið - 14.11.2008, Side 25

Fréttablaðið - 14.11.2008, Side 25
FÖSTUDAGUR 14. nóvember 2008 3 Caritas-samtökin á Íslandi standa fyrir styrktartónleikum í þágu ADHD-samtakanna á sunnudaginn. Tónleikarnir fara fram í Krists- kirkju við Landakot klukkan 16. Meginmarkmið Caritas-samtak- anna er að stuðla að félagslegu rétt- læti í heiminum og styðja við bakið á þeim sem minna mega sín. „Kristján Jóhannsson tenór verð- ur með okkur en hann var svo elskulegur að gefa okkur alla sína vinnu og á hann þakkir skilið. Hann flaug meðasl annars hingað frá Ítalíu með lágfargjaldaflugi til að halda öllum kostnaði niðri,“ segir Sigríður Ingvarsdóttir, formaður Caritas á Íslandi. Sigríður segir hljómburðinn í Kristkirkju með því besta sem þekkist hérlendis. „Það er því tilhlökkunarefni að hlusta á hann syngja þar.“ Þetta er fimmtánda árið í röð sem Caritas-samtökin á Íslandi standa fyrir styrktartónleikum í þágu góðgerðarmála og fjórða skiptið sem þau styðja við ADHD- samtökin. ADHD-samtökin halda utan um börn sem greinst hafa með taugaraskanir sem koma meðal annars fram í ofvirkni, athyglis- bresti og hvatvísi. „Þessi börn eiga oft erfitt upp- dráttar í skólakerfinu og sjálfsmat þeirra er lágt. Allur ágóði tónleik- anna rennur óskiptur til samtak- anna en þau hafa búið við fjárskort og við hjá Caritas viljum leggja þeim lið. Það er ekki síst á þessum erfiðu tímum sem einmitt þessi börn verða út undan.“ Margir helstu listamenn þjóðar- innar leggja málefninu lið. Meðal þeirra sem fram koma auk Kristj- áns Jóhannssonar eru Hulda Björk Garðarsdótir sópran, Eyjólfur Eyj- ólfsson tenór, Guðný Guðmunds- dóttir konsertmeistari og Hulda Jónsdóttir á fiðlu, svo einhverjir séu nefndir. Auk þess koma fram Vox Femine, undir stjórn Margrét- ar Pálmadóttur og strengjakvartett spilar undir með Kristjáni. „Þarna verður flutt tónlist allt frá endurreisnartímanum til dags- ins í dag. Fyrir marga marka Carit- as-tónleikarnir upphafið á aðvent- unni og margt fólk sem kemur ár eftir ár til að njóta og leggja góðu málefni lið. Tónlistin er nærandi fyrir sálina og mikill friður sem hefur fylgt þessum tónleikum,“ segir Sigríður og lofar gestum mikilli upplifun. „Ég hlustaði sjálf á Kristján fyrir nokkrum árum í Metropolitan-óper- unni, í Grímudansleiknum eftir Verdi, og þar ætlaði allt vitlaust að verða af hrifningu. Í öllum sam- skiptum við okkur í Caritas sam- tökunum hefur hann verið yndis- legur og er mjög umhugað um málefnið.“ Forsala miða er í Pennanum Eymundsson í Austurstræti og hjá ADHD-samtökunum en einnig verða miðar seldir við innganginn. heida@frettabladid.is Tónlist til styrktar ADHD Fimmtánda árið í röð halda Caritas-samtökin á Íslandi tónleika til styrktar góðgerðamálum. Fyrir marga marka tónleikarnir upphaf aðventunnar og í ár fara þeir fram í Kristskirkju við Landakot. „Kristján hefur frábæra rödd, er sviðs- vanur og kann öll þau litlu smáatriði sem skipta máli fyrir góðan óperu- söngvara,“ segir Sigríður. MYND/ÞÖK FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Sigríður Ingvarsdóttir, formaður Caritas-sam- takanna, segir tónleikana marka byrjun aðventunnar fyrir marga. Dvöl opið hús alla laugardaga Reynihvammi 43 // Kópavogi // sími 554 1260// dvol@redcross.is // www.redcross.is/dvol Markmið með starfsemi Dvalar er að rjúfa félagslega einangrun, auka lífsgæði og efla andlega, líkamlega og félagslega vellíðan. Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar bjóða gesti velkomna í Dvöl á laugardögum, boðið er upp á léttan hádegisverð. Hægt er að kynna sér starfsemi Dvalar, spila, mála, slaka á eða tala saman. Dvöl er samstarfsverkefni Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands, Kópavogsbæjar og Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Reykjanesi. Almenn starfsemi fer fram í húsinu alla virka daga kl. 9-16 (10-16 á fimmtudögum) Auglýsingasími – Mest lesið Alla laugardaga Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.