Fréttablaðið - 14.11.2008, Page 26

Fréttablaðið - 14.11.2008, Page 26
FÍNMALAÐ KAFFI er ágætt að geyma í frystihólfinu. Ef kaffið er geymt of lengi við stofuhita getur nefnilega komið leiðinlegur keimur af því, sérstaklega ef kaffipokinn er opinn. „Mig langaði að opna fallegan stað fyrir þá sem kjósa notalegt and- rúmsloft, rólegheit, góðan viður- gjörning og úrvals þjónustu, á þessu sjarmerandi torgi við Austurvöll sem býður útsýn yfir á tignarlega Dómkirkjuna og Alþingishús okkar Íslendinga,“ segir Jón G. Bjarnason veitinga- maður á Kaffi Central, sem opnaði í Pósthússtræti 13 í byrjun nóvem- ber. Jón rak áður hinn rómaða veitingastað Café Bleu í Kringlunni um árabil, en seldi hann í vor. „Þá hafði ég fengið þessa fínu sumarvinnu sem ég vonaði að yrði framhald á, en þegar kreppan skall á varð ekkert meira úr því. Á sama tíma leit út fyrir að margir í fjölskyldunni myndu missa vinn- unna svo ég ákvað, þar sem ég átti enn nokkurt fé eftir söluna á Café Bleu, að taka sénsinn og skapa sjálfum mér og fjölskyldunni atvinnu,“ segir Jón og bætir við að mörgum þyki hann djarfur að opna veitinga- og kaffihús á tímum sem þessum, en segist bjartsýnn að eðlisfari og búa yfir ríkulegri sjálfsbjargarviðleitni. „Það var annaðhvort að hrökkva eða stökkva, því ég hef fyrir fjöl- skyldu að sjá og það þýðir ekki að leggjast í kör. Öll él styttir upp um síðir, og ef allt um þrýtur hætti ég í það minnsta sem stoltur maður. Ég er ungur og hraustur; á lífið fram undan og undir sjálfum mér komið hvernig til tekst,“ segir Jón brosmildur og víst að gestir hans eiga von á góðu í mat, drykk, and- rúmslofti og þjónustu, sé miðað við alkunnar veitingar og atlæti á Café Bleu undir hans stjórn. „Café Bleu gekk ljómandi vel, en þá var konan í eldhúsinu, börn- in í uppvaskinu og ég í slagnum frammi,“ segir Jón, sem einnig var veitingastjóri á Café París í áratug. „Við höfum alltaf lagt áherslu á að vanda okkur og þá láta góðar viðtökur ekki á sér standa. Við leggjum mikið upp úr fegurð og notalegheitum innan- stokks, bjóðum blandaða, létta og ódýra rétti og stöndum ávallt vakt- ina með vandvirkni að vopni.“ Kaffi Central er opið daglega frá 10 til 24, og til 1 um helgar. thordis@frettabladid.is Alúðlegt atlæti og krásir Við Austurvöll ræður rómantíkin ríkjum, í skjóli sögulegra bygginga og ekta reykvísks andrúmslofts. Þar hefur nú verið opnað kaffihús sem býður ilmandi krásir, friðsælt athvarf og stimamjúka þjónustu. Jón G. Bjarnason, veitingamaður á Kaffi Central, við barborðið á nýopnuðu kaffihúsi sínu við Austurvöll. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.