Fréttablaðið - 14.11.2008, Page 34

Fréttablaðið - 14.11.2008, Page 34
8 föstudagur 14. nóvember ✽ fylltu frystikistuna KERTI ERU KÓSÍ Nú þegar skammdegið er skollið á af full- um þunga jafnast fátt á við kertaljós til að skapa notalega stemningu heima fyrir. Það kostar ekki mikið að kaupa nokkur kerti, koma þeim fallega fyrir, kveikja og sjá, heimilið tekur stakkaskiptum. heima Pottar, pönnur, geymslubox, krukkur, bökunarform og ýmis eldhúsáhöld er á meðal þess sem rýkur út um þessar mundir í Ikea. Svanborg Kjartansdóttir í smávörudeildinni þar segir nóg að gera og líkt og að fólk hamist við að baka og hamstra í frysti- kistuna ef marka má kaupin í deildinni. „Svo seljum við metra- vöru í miklu meira mæli en fyrr,“ segir Svanborg sem telur það vísbendingu um að Íslendingar sitji nú og saumi jólagjafir enda ekki seinna vænna en að fara að huga að jólagjöfum eigi þær að vera heimatilbúnar eins og verð- ur örugglega vinsælt í ár. JÓLI KAUPIR INN Jólasveinninn hefur hafið inn- kaup að því er verslunarmenn Tiger herma. Það sem mest selst í búðinni, sem státar af því að flestar vörur kosta nokkra hundrað kalla, eru hlutir sem henta vel fyrir jólasveina að setja í skóinn. Starfsmenn búð- arinnar segja mikið að gera og lítill samdráttur enda kannski mikið leitað í ódýrustu búðirnar þegar þrengir að hjá fólki. Hvað selst í kreppunni? Kökuform og krukkur rjúka út S eiðandi krydd frá Norð-ur-Afríku eiga sérstak- lega vel við á þessum árs- tíma. Kanelstangir og neg- ulnaglar gæða mat frá Marokkó mjúkum og næst- um jólalegum keim og hefð- bundnar „tagine“-kássur eru einmitt tilvalinn matur á köldum nóvemberkvöld- um. Uppistaðan í slíkum rétti er oftast lambakjöt eða kjúklingur ásamt græn- meti og kryddi sem borið er fram með couscous-grjón- um. Eftirfarandi réttur er stórsniðugur að því leyti að hann getur mallað í stórum potti allan daginn á meðan maður tekur til eða tekur sig til. - amb Eldað um helgina... MAROKKÓSKT LAMBA-„TAGINE“ Lokkandi lamba-„tagine“ frá Marokkó er kósí í skammdeginu. 800 grömm lambakjöt skorið í teninga Ein og hálf matskeið ólífuolía 1 stór laukur, niðurskorinn 2 stór hvítlauksrif 1 tsk. kanill 1 og hálf teskeið cumin 1 teskeið engifer Saffran á hnífsoddi Ein dós af kjúklingabaunum Ein dós af niðursoðnum tómötum 200 grömm couscous 450 ml lambakjötskraftur Handfylli af kóríander Handfylli af myntu Einn kúrbítur Salt og pipar. Brúnið lambið á háum hita í olíunni og setjið það svo til hliðar. Brúnið laukinn og bætið svo kryddinu við (ekki þeim fersku). Setjið kjötið ofan í pottinn ásamt grænmetinu og soðinu. Látið suðuna koma upp en látið svo malla á vægum hita í klukkustund. Bætið svo við fersku kryddjurtunum, salti og pipar. Berið fram með couscous. Einnig er gott að bragð- bæta réttinn með döðlum. SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is NÝJAR BÆ KUR GAMALT V ERÐ! Opinskáar og einlægar frásagnir átján kvenna þar sem þær segja frá örlagaríkum atburðum og upplifunum sem í mörgum tilvikum hafa reynst vendipunktur í lífi þeirra. Óður til steinsins er áleitin og áhrifamikil bók þar sem dregnar eru upp sterkar og oft átakanlegar myndir úr lífi íslenskra kvenna. Ógleymanleg bók. Berorð og krassandi ævisaga eins umdeildasta listamanns Íslendinga á 20. öld. Dagur var lengstum utan garðs. Kjaftfor, drykkfelldur alþýðusinni og bóhem sem gaf stjórnvöldum jafnan langt nef. Gott á pakkið er mögnuð ævisaga um mann sem svo sannarlega batt bagga sína öðrum hnútum en flestir aðrir. Skemmtilegt væri að bjóða upp á myntute eftir matinn að marokkósk- um sið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.