Fréttablaðið - 14.11.2008, Page 62

Fréttablaðið - 14.11.2008, Page 62
 42 14. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. jurt, 6. bókstafur, 8. stykki, 9. loga, 11. hætta, 12. hluti, 14. dá, 16. frú, 17. kvk nafn, 18. umfram, 20. tveir eins, 21. tútta. LÓÐRÉTT 1. aða, 3. í röð, 4. stafs, 5. hallandi, 7. áritun, 10. inngangur, 13. þvottur, 15. drulla, 16. framkoma, 19. mun. LAUSN LÁRÉTT: 2. gras, 6. ká, 8. stk, 9. eld, 11. vá, 12. leyti, 14. trans, 16. fr, 17. una, 18. auk, 20. uu, 21. snuð. LÓÐRÉTT: 1. skel, 3. rs, 4. atvinnu, 5. ská, 7. áletrun, 10. dyr, 13. tau, 15. saur, 16. fas, 19. ku. MORGUNMATURINN „Ég var vanur að teyga ananas- safa en núna er það heil skál af vínberjum. Það er smá nýtt hjá mér að taka vínberin og hvíla ananassafann.“ Arnviður Snorrason plötusnúður. Í dag verður tilkynnt hver verður jóla- gjöfin í ár. Rannsóknarsetur verslunar- innar á Bifröst hefur staðið fyrir þessu undanfarin þrjú ár og hefur dómnefndin setið sveitt við að rýna í sölutölur og tíðarandann. Að sögn Emils B. Karlssonar, forstöðu- manns setursins, er þetta ágætisvís- bending um hvernig tíðarandinn verður þessi jól; sem verða eflaust hálf-skrýt- inn í ljósi alls þess sem á undan er geng- ið. „Þetta er náttúrulega mest til gamans gert. En þetta segir okkur líka sitthvað um hvernig ástandið er þjóðfélaginu,“ segir Emil. Svíar hafa líka haft þennan háttinn á undanfarin ár og þeir eru búnir að velja sína jólagjöf. „Þeir kusu „oplevelse“ sem jólagjöfina í ár,“ segir Emil og viðurkennir að það sé svolítið óræð jólagjöf. Getur þýtt ansi margt. „Í mínum huga gæti jólagjöf Sví- anna alveg eins verið DVD-diskur eða bara næturgisting á hóteli.“ Emil þver- tók ekki fyrir að jólagjöf Íslendinga í ár væri eitthvað í svipuðum dúr. „Ekki kannski alveg eins, en jú, eitthvað á þessum nótum.“ Og það kæmi engum á óvart ef Íslend- ingar fetuðu í fótspor Svía þetta árið. Í fyrra völdu þjóðirnar sömu jólagjöf; GPS-tæki. Árið þar á undan, eða 2006, voru það ávaxta- og grænmetispress- ur og 2005 var lófatölvan valin jóla- gjöf ársins. Hins vegar mætti ætla, miðað við fréttaflutning síðustu daga, að jólagjöf ársins 2008 yrði hin sígilda blanda: kerti og spil. - fgg Jólagjöfin í ár tekur mið af kreppunni SAFAPRESSUR Árið 2006 voru nefndarmenn þess handvissir að ávaxta- og grænmet- ispressur yrðu efstar á gjafalistanum. Þær gætu hugsanlega orðið Soda Stream-tæki góðærisins þegar fram líða stundir. ENGIN TÝNIST GPS- tækin komu sterk inn í fyrra og voru valin jólagjöf ársins. Ekki liggur þó fyrir hvernig þau seldust það ár. Þýska fyrirtækið A Number of Small Things, sem selur plötur á heimasíðunni anost.net, ætlar að koma Íslendingum til bjargar með því að selja í tonnatali plötur frá íslenska útgáfufyrirtækinu Kimi Records. Í fréttabréfi sínu hvetur fyrir- tækið viðskiptavini sína til að kaupa plötur frá Kimi, þar á meðal með hljómsveitunum Hjaltalín og Benna Hemm Hemm: „Kæru vinir. Eins og þið vitið er Ísland á barmi gjaldþrots. Nú er tími til að sýna náungakærleikann í verki. Við höfum bætt nýju útgáfufyrirtæki á lista okkar, Kimi Records. Hjálp- ið okkur að bjarga Íslandi!,“ segir í fréttabréfinu. Baldvin Esra Einarsson hjá Kimi Records segir að stjórnandi síðunnar sé samstarfsaðili Kimi. „Ég hef alltaf sent þeim plöturnar mínar til að eiga og selja og kynna í Þýskalandi fyrir fólki sem hefur áhuga á íslenskri tónlist. Það hefur verið upp og ofan hvort þetta hefur komið inn á síðuna,“ segir Baldvin. „Það er svo gríðarleg umræða örugglega í þýsku miðl- unum um ástandið á Íslandi að hann hefur greinilega tekið upp á sitt einsdæmi að auglýsa íslenska tónlist til sölu til að rétta okkur hjálparhönd,“ segir hann og játar að þetta hafi komið sér skemmti- lega á óvart. „Þetta var svolítið fyndið en þetta var svo sem alveg honum líkt svona sprell. Þetta er gaman því maður fær aðra sýn á viðhorf útlendinga til Íslands. Það er svo rosalega sterkt í umræð- unni að við séum algjörir drullu- halar en það er ekkert alltaf þannig.“ - fb Þjóðverjar veita hjálparhönd BALDVIN ESRA EINARSSON Segir að uppátæki þýsks kollega síns hafi komið skemmtilega á óvart. MYND/HEIÐA.IS JÓLIN 2005 Lófatölvur á borð við PSP frá Playstation voru sagðar eiga að rata í jólapakka lands- manna fyrir þremur árum. Söngkonan Lay Low hefur ákveðið að taka samningstilboði Nett- werk Music Group, sem er eitt stærsta umboðs- og útgáfufyrirtæki heims. Samkvæmt samningnum, sem verður fullklárað- ur á næstu vikum, mun Lay Low gefa út þrjár plötur hjá fyrirtækinu, þar á meðal þá nýjustu, Farewell Good Night´s Sleep. Eins og Frétta- blaðið hefur sagt frá voru önnur útgáfufyrirtæki á höttunum eftir Lay Low en þau urðu að lúta í lægra haldi eftir æsilegt kapphlaup. Að sögn Kára Sturlusonar, umboðs- manns Lay Low, þótti það góður kostur við Nettwerk að fyrirtækið er þekkt fyrir gott samstarf við söng- konur á borð við Sara McLachlan og Martha Wainwright. Og meira af Nettwerk Music Group því starfs- menn fyrirtækisins í London fá tækifæri til að sjá Lay Low í fyrsta sinn á tónleikum á klúbbnum Metro 29. nóvember. Klúbburinn tekur um 250 manns og þar mun Lay Low spila ein með kassagítarinn í hálftíma fyrir framan væntanlega vinnuveitendur sína. Miðað við einlægni hennar og hispursleysi eiga þeir án efa eftir að heillast upp úr skónum af þessari næstu stjörnu Íslands á alþjóðavísu. Heimir Már Pétursson er einn þeirra fjölmörgu blaðamanna sem fékk uppsagnarbréf á dögunum. Heimir Már heldur þó ótrauður sínu striki og væntanleg er ljóðabók frá honum. Titillinn er „Nakinn” en þó heyrist að Heimir sé ekki til í að sitja fyrir á mynd sem rímar við titil ljóðabókar sinnar og vitnar í hendingu ættaða frá Stuðmönnum beri slíkt á góma: Ég geri hvað sem er fyrir frægðina nema koma nakinn fram. - fb, jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „Það má vera að þessi ágæti ein- fari sjái hlutina svona í sínum eigin heimi en þetta er auðvitað alveg rosalega lágkúrulegt,“ segir Bubbi Morthens tónlistarmaður. Ummæli Óskars Bergssonar, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, á Vísi í gær, um samstöðutónleika Bubba, hleyptu illu blóði í þá tónlistar- menn sem þar koma fram. Sam- kvæmt Óskari eru samstöðutón- leikarnir í reynd útgáfutónleikar og Reykjavíkurborg geti ekki styrkt alla þá sem koma saman í tilefni þess að þeir séu að gefa út plötu. Óskar lét ummælin falla í sam- tali við Vísi í gærmorgun þegar ljóst var að Reykjavíkurborg myndi ekki styrkja tónleikana með fjárframlagi. Reykjavíkurborg hyggst hins vegar gefa eftir leigu Laugardalshallarinnar. „Þessir tón- leikar [eru] að einhverju leyti útgáfutónleikar þeirra aðila sem þarna koma fram og ef Reykjavík- urborg ætlar að fara að taka upp á því að styrkja alla þá sem sýna frumkvæði í því að koma saman í tilefni þess að þeir eru að gefa út plötu held ég að við séum komin út í umhverfi sem við ráðum tæp- lega við,“ lét Óskar hafa eftir sér. Tónleikahaldarinn Bubbi Morthens var ákaflega reiður og undrandi á þessum ummælum þegar Fréttablaðið bar þau undir hann. „Ég sætti mig alveg við að Óskar Bergsson segi nei. En að ætla okkur að þetta séu einhverjir útgáfutónleikar er bara fásinna. Okkur finnst skipta máli að peppa þjóðina aðeins upp, gera eitthvað skemmti- legt þegar þjóðin rambar á barmi gjaldþrots,“ segir Bubbi en bætir því við að honum komi ekki á óvart úr hvaða átt ummælin kæmu. Hann bætir því hins vegar við að tón- leikarnir verði haldnir á laugar- dagskvöld. Enda hafi fjöldi fyrir- tækja sýnt þessu framtaki mikinn áhuga. Bubbi bendir jafnframt á að synjun Reykjavíkurborgar um styrk skjóti nokkuð skökku við því fyrr á árinu hafi borgin styrkt tón- leika Bjarkar og Sigur Rósar sem haldnir voru í Laugardal. Óskar Bergsson sagðist í samtali við Fréttablaðið ekki sjá neitt athugavert við ummæli sín. „Ég vona bara að tónleikahaldararnir misvirði ekki þann styrk sem Reykjavíkurborg leggur til,“ segir Óskar og vísar þar til gjaldfrjálsr- ar notkunar á Laugardalshöll en leigan af henni er metin á rúma eina milljón króna undir atburði á borð við þennan. Hann segir jafn- framt að Reykjavíkurborg hafi í mörg önnur horn að líta en að styrkja tónleika á borð við þessa með fjárframlögum og að horft sé á eftir hverri krónu um þessar mundir. freyrgigja@frettabladid.is ÓSKAR BERGSSON: REYKJAVÍKURBORG STYRKIR EKKI ÚTGÁFUTÓNLEIKA Bubbi Morthens og formað- ur borgarráðs í hár saman STENDUR VIÐ STÓRU ORÐIN Óskar Bergsson sér ekkert athugavert við ummæli sín og vonar að tónleikahald- ararnir misvirði ekki styrk Reykjavíkurborgar. VONSVIKNIR POPPARAR Samstöðutónleikar Bubba voru kynntir á blaðamannafundi í byrjun vikunnar og voru popparar landsins þá fullir bjartsýni. Í gær var þeim synjað um styrk frá Reykjavíkurborg. Bubbi Morthens segir orð Óskars fyrir neðan beltisstað. Það kom honum hins vegar ekkert á óvart úr hvaða horni þau kæmu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Njósnarinn sneri þá heim og tjáði Haraldi konungi að ekki væri hægt að ráðast inn í Ísland. Framhald næstu daga. Vertu með!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.