Fréttablaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 6
6 20. nóvember 2008 FIMMTUDAGUR ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is SÓMALÍA, AP Íbúar á sjóræningja- slóðum í Sómalíu er margir hverj- ir býsna ánægðir með velsældina sem sjóránin veita íbúum lands- ins. Sjóræningjarnir, sem oftast eru ungir menn, hafa sívaxandi tekjur af glæpaverkum sínum. Þeir lifa hátt og aðrir landsmenn hafa ó- spart fengið að njóta afraksturs- ins. Erlendis eykst hins vegar þrýst- ingur á að gripið verði til alþjóð- legra aðgerða gegn sjóránum sem eru vaxandi plága fyrir sjófarend- ur á hafinu í kringum Sómalíu. David Miliband, utanríkisráð- herra Bretlands, sagðist í gær ætla að hafa forystu fyrir því að Evrópusambandið grípi til ráð- stafana gegn sjóræningjum. Hinir sádiarabísku eigendur olíuflutningaskipsins Sirius Star, sem rænt var um helgina, hafa átt í samningaviðræðum við ræn- ingjana um lausnargjald. Á þessu ári hafa sómalísku sjó- ræningjarnir rænt meira en átta hundruð skipum og fengið lausn- argjald fyrir rúmlega þrjú hundr- uð þeirra. Indverski herinn er farinn að veita indverskum flutningaskip- um vernd á siglingaleiðum á Ind- landshafi og stundum verða ræn- ingjarnir að lúta í lægra haldi. Þannig tókst indversku herskipi að granda skipi sjóræningja á Adenflóa í gær, skammt undan ströndum Sómalíu. - gb Vaxandi þrýstingur á alþjóðlegar aðgerðir gegn sjóræningjum: Sjórán færa velsældina heim NÝTUR HERVERNDAR Indverskt herskip sést fylgja indversku flutningaskipi skammt undan ströndum Sómalíu. NORDICPHOTOS/AFP Áfengisskattur hækkaður Finnsk stjórnvöld hafa ákveðið að hækka áfengisskatt um tíu pró- sent frá og með næstu áramótum í þeirri von að draga úr drykkju landsmanna. Þetta er í annað sinn á rúmu ári sem skatturinn er hækkaður. FINNLAND Fótboltamöstur í fluglínu Þar sem ljósamöstur á svæði KA á Akureyri ganga upp fyrir hindranaflöt Akureyrarflugvallar verður að setja á þau rauð hindranaljós sem verða að loga allan sólarhringinn og vera þannig tengd að ekki verði slökkt á þeim af vangá. AKUREYRI VIÐSKIPTI Elín Sigfúsdóttir, bankastjóri Landsbankans, er nýr formaður Samtaka fjármálafyrir- tækja. Var hún kjörin formaður á stjórnarfundi á fimmtudag. Elín settist í stjórnina ásamt Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Glitnis og Finni Svein- björnssyni, bankastjóra Kaupþings. Tóku þau þrjú sæti forvera sinna í bönkunum í stjórninni. Varaformaður Samtaka fjár- málafyrirtækja er Sigurður Viðarsson, forstjóri TM. - bþs Samtök fjármálafyrirtækja: Elín formaður ELÍN SIGFÚSDÓTTIR Eins og hér kom fram á þriðjudaginn er forvarnarskoðun á tönnum barna þriggja og tólf ára í boði ríkisins til áramóta. „Fleiri börn á þessum aldri skiluðu sér í tanneftirlit með tilkomu samningsins, en þó er enn ákveðinn hópur sem á eftir að nýta sér skoðunina,“ skrifar Hólmfríður Guðmundsdóttir hjá Lýðheilsustöð. Hún segir allt óljóst um framtíðina í þessum málum. „Í aðgerðaráætlun ríkisstjórnar átti að beita sér fyrir markvissum aðgerðum í þágu barna og barnafjölskyldna, meðal annars með gjaldfrjálsu tanneftirliti, forvarnaraðgerðum og auknum niður- greiðslum á tannviðgerðum. Umræddur samningur var fyrsta skrefið í stærri áætlun. Allt er hins vegar mjög óljóst eins og staðan er í dag.“ Árni Gunnarsson leggur orð í belg. „Í kreppu er líklegt að fólk spari við sig ferðir til tannlækna, enda reikningar þeirra með ólíkindum. Þetta er hreint afleitt þegar vitað er að tannheilsa Íslendinga er lakari en í hinum norrænu löndunum. Auðvitað ætti ríkið, fyrir löngu, að hafa tekið upp greiðslur fyrir börn og unglinga að 17 ára aldri. Það er einfaldlega hluti af forvörnum og getur dregið úr kostnaði heilbrigðiskerf- isins á öðrum sviðum.“ Neytendur: Tannheilsa Íslendinga lakari en annarra Norðurlandabúa Enn um tennur í krepputíð Er mikið álag í vinnunni? LGG+ er fyrirbyggjandi vörn! Oft koma fyrstu einkenni streitu fram sem stöðug þreyta og óþægindi í maganum og ónæmiskerfið starfar af minni krafti en áður. Rannsóknir sýna að LGG+ vinnur gegn þessum neikvæðu áhrifum og dagleg neysla þess tryggir fulla virkni. H V Í T A H Ú S IÐ / S ÍA EFNAHAGSMÁL Íslenski bankageir- inn stóð andspænis verulegum og margvíslegum áhættuþáttum í sumar, að mati Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. Formlegt mat þess efnis kom fram í áliti sendinefndar sjóðsins sem heimsótti Ísland dagana 24. júní til 4. júlí. Í álitinu var íslenska hagkerfið metið auðugt og sveigjanlegt en það sagt standa á erfiðum og óvissum tímamótum. Stjórnvöld hefðu þá þegar gripið til aðgerða til að efla traust og voru hækkun stýrivaxta, víkkun lausafjár- ákvæða í lánveitingum og gjald- eyrisskiptasamningar nefnd í því til staðfestingar. Þá sagði að þegar horft væri fram á veg hefðu stjórn- völd það erfiða verkefni að greiða fyrir aðlögun hagkerfisins og draga úr áhættu til að auka tiltrú á hagkerfið. Afar brýnt væri að stefnan í peningamálum og ríkis- fjármálum væri samstillt sem og aðgerðir til að leysa veikleika í fjármálakerfinu. Í álitinu sagði að halda ætti áfram af krafti framkvæmd stefnuúrræða til að draga úr áhættuþáttum bankageirans. Fjár- málaeftirlitið og Seðlabankinn voru sögð hafa unnið að því undan- farin ár með auknu eftirliti, grein- ingu og álagsprófum varðandi lausafé, útlán og markaðsáhættu. Lagt var til að eigið fé bankanna yrði aukið, þanþol lausafjárstöðu endurskoðað og almennt gegnsæi varðandi aðgerðir til að draga úr viðskiptum milli tengdra aðila aukið. Þá var sagt að yfirvöld ættu að styrkja viðlagaundirbúning og við- bragðsáætlanir enn frekar, sam- eina bæri öll stig viðbragðsáætl- ana í eina heildstæða rammaáætlun og efla viðbragðsáætlun vegna bankanna með því að veita Fjár- málaeftirlitinu auknar laga- heimildir. bjorn@frettabladid.is IMF benti á áhættu bankanna í sumar Bankarnir stóðu andspænis verulegum áhættuþáttum í sumar, að mati Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Fjármögnunarþörf, lán til tengdra aðila, sókn á nýja markaði og óvissa um fjárhagslegan styrk hluthafa var meðal þess sem sjóðurinn benti á. Í kafla álitsins um fjármálastöðugleika er fjallað um þá áhættuþætti sem bankarnir stóðu frammi fyrir. Lausafjár- og fjármögnunaráhætta tengist háu hlutfalli markaðsfjár- mögnunar í fjármögnun bankanna, umtalsverðri fjármögnunarþörf næstu tvö árin og erfiðleikum við öflun viðunandi lausafjár á lánamörkuðum. Útlána- og markaðsáhætta, er tengist gjaldmiðlaáhættu og hárri skuld- setningu einkageirans, auk lána til tengdra aðila og stórum einstökum lántakendum (einkum í tengslum við eignarhaldsfélög). Rekstraráhætta vegna örrar stækkunar bankanna á undanförnum árum, m.a. sókn á nýja markaði og ný viðskiptasvið, sem gæti reynt á áhættu- stjórnun og innra eftirlit. Önnur áhætta í tengslum við flókið eignarhald, meint veruleg lán til tengdra aðila, óvissu varðandi fjárhagslegan styrk hluthafa og áhrif þessara þátta á gæði eiginfjár. ÁHÆTTUÞÆTTIR BANKAGEIRANS KJÖRKASSINN Er eftirsjá að Guðna Ágústssyni úr stjórnmálum? Já 60,7% Nei 39,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Komast stelpurnar okkar upp úr dauðariðlinum á EM í knatt- spyrnu í sumar? Segðu skoðun þína á Vísir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.