Fréttablaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 4
4 20. nóvember 2008 FIMMTUDAGUR VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 19° 12° 7° 9° 8° 7° 11° 8° 9° 8° 21° 14° 4° 21° 1° 12° 17° 1° -4 -4 -4 -3 -5 1 0 3 2 0 -8 5 3 1 3 3 3 5 8 6 8 5 -3 -5 -5 -6Á MORGUN 8-13 m/s allra austast annars mun hægari LAUGARDAGUR 8-15 m/s V-og NV-til annars hægari 1 5 3 -2 39 HLÝNAR Á LAUGARDAG Kalt verður í veðri í dag og á morgun en á laugardag kemur lægð með hlýindum og vætu upp að landinu. Úrkomulítið verður framan af degi austast en síðan má búast við slyddu- kenndri úrkomu und- ir kvöld. Á sunnudag hallar hann sér á ný í norðanátt með snjó- eða slydduéljum nyrðra. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur VIÐSKIPTI Listaverkasöfn viðskipta- bankanna komust í eigu ríkisins þegar bankarnir voru yfirteknir. Í söfnunum eru um það bil 4.080 listaverk. Lögmaður segir að meta verði verkin og gera upp við þrota- bú bankanna. „Verðmæti þessara verka er að minnsta kosti milljarður króna, það hlýtur að vera,“ segir Tryggvi Páll Friðriksson, listmunasali og upp- boðshaldari. „Sum verkanna eru einfaldlega ómetanleg.“ Það er mat Tryggva að um fjórð- ungur sé mjög góð verk sem ættu heima í söfnum. Fjórðungur til við- bótar sé sæmileg verk, en ekki jafn merkileg. Helmingur sé svo minna merkilegur. Sigurður Tómas Magnússon, sér- fræðingur við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir ekkert athuga- vert við að listaverk í eigu við- skiptabankanna hafi fylgt með fast- eignum og öðrum eignum bankanna í nýju félögin sem stofnuð voru um rekstur þeirra. Hann segir kröfuhafa í væntan- leg þrotabú bankanna ekki tapa á þeim gjörningi, frekar en þeir tapi á því að fasteignir, húsbúnaður og aðrar eignir hafi færst í nýju fyrir- tækin. Ekkert af þessu verði fært í nýju fyrirtækin án endurgjalds, sem verði metið þegar uppgjör bankanna fari fram. Allir viðskiptabankarnir eiga gott safn málverka og annarra lista- verka eftir íslenska höfunda. Sýnu veglegast er safn Landsbankans. Í því eru um 1.800 verk, segir Hauk- ur Þór Hallsson, framkvæmda- stjóri eignadeildar hjá bankanum. Bankinn á mikið af verkum eftir Jóhannes Kjarval, þar á meðal er verkið Hvítasunnudagur. Það verk keypti bankinn fyrir metverð á uppboði í Kaupmannahöfn í febrú- ar 2007. Verkið var slegið á 1,3 milljónir danskra króna, sem voru um 15,3 milljónir á gengi þess tíma. Með kostnaði uppboðshaldara komst upphæðin í um 19,3 milljónir króna. Þá átti eftir að flytja verkið til Íslands og greiða virðisauka- skatt. Um 1.080 myndir eru í listaverka- safni Glitnis, sem færðist með öðrum eignum yfir í nýja bankann, segir Már Másson, forstöðumaður kynningarmála hjá bankanum. Hann segir verkin að meginstofni komin frá forverum Glitnis, Útvegsbankanum, Verzlunarbank- anum, Iðnaðarbankanum og Alþýðubankanum. Kaupþing á um 1.200 listaverk, segir Klara Stephensen, sem vann að skráningu verkanna fyrir bank- ann. Klara segir afar erfitt að áætla verðmæti safnsins í krónum talið, en menningarverðmætin séu aug- ljóst. Í safni Kaupþings eru verk eftir alla helstu listamenn þjóðarinnar, en á undanförnum árum hefur áhersla verið lögð á samtímalist. brjann@frettabladid.is Listaverk bankanna metin á yfir milljarð Viðskiptabankarnir þrír eiga rúmlega 4.000 listaverk, þar á meðal fjölda verka eftir virtustu listamenn þjóðarinnar. Uppboðshaldari segir augljóst að verkin séu virði í það minnsta eins milljarðs króna. Sum séu hreinlega ómetanleg. DÝRAST Málverkið Hvítasunnudagur er trúlega dýrasta einstaka verk íslensku viðskiptabankanna. Landsbankinn keypti verkið fyrir 15,3 millj- ónir króna í febrúar 2007. TRYGGVI PÁLL FRIÐRIKSSONSIGURÐUR TÓMAS MAGNÚSSON EFNAHAGSMÁL „Fjármálaráðherra hefur upplýst mig um að hann hafi ekki vitað um hlutabréfaeign Bald- urs [Guðlaugssonar, ráðuneytis- stjóra fjármálaráðuneytisins],“ segir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar. Helgi hefur kallað eftir svörum um viðskipti Baldurs með hlutabréf í Lands- bankanum og hvatt hann til að end- urskoða söluna. Baldur seldi hlutabréf sem hann átti í Landsbankanum skömmu áður en Fjármálaeftirlitið yfirtók rekstur bankans. Hann hélt því svo í fyrstu fram að hann hefði ekki haft neinar upplýsingar um stöðu bankans sem ekki lægju fyrir á markaði. Síðar kom í ljós að tveir breskir sérfræðingar höfðu gefið út skýrslu um laka stöðu Lands- bankans og kynnt snemma á þessu ári. En þar fyrir utan er vitað að í byrjun september sat Baldur fund ásamt Björgvini G. Sigurðssyni viðskiptaráðherra og Alistair Dar- ling, fjármálaráðherra Bretlands, þar sem farið var yfir Icesave-inn- lánsreikninga Landsbankans. Helgi segist hafa rætt við Baldur að undanförnu um þessa sölu, minnt hann á eftirlitshlutverk Alþingis með framkvæmdavaldinu og hvatt hann til að endurskoða afstöðu sína. Spurningarnar sem hann vill fá svör við eru hvaða dag salan á bréfunum fór fram, hve umfangsmikil viðskiptin voru og hvort þau voru á vegum félags. Spurningunum neitar Baldur að gefa svör við að sögn Helga. Ekki fengust svör frá Fjármála- eftirlitinu um hvort málið væri þar til rannsóknar. Forstjóri Kauphall- arinnar vildi ekki tjá sig um hvort hann teldi að þarna hefði verið um innherjaviðskipti að ræða og Bald- ur sjálfur sagðist ekki þurfa að bæta neinu við það sem hann hefur áður haldið fram í fjölmiðlum. Helgi segir að allt þetta veki spurningar um hæfi. Um óvenju- lega gróft dæmi sé að ræða og óhjákvæmilegt sé að ræða málið áfram. Ráðuneytisstjóri í fjármála- ráðuneyti þurfi umfram aðra að sýna grandvarleika þar sem hann er gæslumaður yfir fjármálum rík- isins. - kdk Stjórnarþingmaður hvetur ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins til að svara fyrir hlutabréfasölu sína: Árni kveðst ekki hafa vitað um hlutabréf Baldurs HELGI HJÖRVAR BALDUR GUÐLAUGSSON NOREGUR Norska sementsflutn- ingaskipið Creta Cement, sem er skráð á Bahamaeyjum, sigldi í strand í Óslóarfirði við Noreg og sökk til hálfs í gærmorgun. Um borð í skipinu eru 5.000 tonn af sementi, en einnig eru í skipinu 115 tonn af þungolíu auk 14 tonna af dísilolíu. Óttast var að þungolían gæti lekið út, en mikill viðbúnaður var á staðnum til að bregðast við því. Skipið sigldi fyrst í strand við eyjuna Aspond og urðu skemmdir töluverðar, en þá var reynt að sigla því í höfn skammt frá, sem þó tókst ekki. Lekinn var það mikill að áhöfnin varð að yfirgefa skipið. Skipstjórinn er rússneskur og áhöfnin frá Króatíu, Litháen, Póllandi og Indónesíu. Lögregla ræddi við áhöfn skipsins í gær, til að fá útskýringar á því sem úrskeiðis fór. - gb Strand í Óslóarfirði: Flutningaskip sökk við Noreg FÓLK Sonur séra Péturs Þórarins- sonar heitins í Laufási hefur fengið endurnýjaðan frest til að fara burt með hús sem hann setti niður á jörðinni á meðan faðir hans lifði. Þórarinn Pétursson og fjölskylda hans hafa rekið 600 kinda bú í Laufási og ekki viljað fara. Nærri allir íbúar Grýtu- bakkahrepps sendu biskupi á sínum tíma ákall um að fjölskyld- an fengi að vera áfram. Af hálfu prestssetrasjóðs kemur það ekki til greina. Lokafrestur Þórarins til að fara með húsið rann út 15. nóvember síðastliðinn. Fresturinn er nú framlengdur til 1. mars á næsta ári. Fjölskyldan má að auki stunda búskap á jörðinni í fjögur ár. - gar Fjölskyldan í Laufási: Húsið fær að vera fram á vor Í LAUFÁSI Prestssetrasjóður vill endur- heimta jörðina. SAMGÖNGUR Vestmannaeyingar eru afar vonsviknir með þá ákvörðun samgönguráðuneytisins að ganga ekki að þýsku tilboði um smíði nýrrar Vestmannaeyja- ferju. Bæjarráð Vestmannaeyja minnir á að ríkið hafi sagst mundu standa vörð um grunn- þjónustu og til hennar teljist samgöngur. Bilanir í Vestmanna- eyjaferjunni Herjólfi valdi bæði töfum og óþægindum. Þess utan hafi flug á Bakka lagst af. Bæjarráð hvetur til að smíði skipsins verði boðin út aftur. Í ljósi efnahagsástandsins verði leitað allra leiða til að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að bjóða í nýsmíðina. Þá verði einnig að halda áfram með framkvæmdir í Landeyjahöfn. - gar Frestun á ferjusmíði: Eyjamenn eru afar vonsviknir Enginn makrílkvóti Í blaðinu í gær var ranghermt að Íslendingar hefðu veitt umfram kvóta af makríl. Hið rétta er að enginn kvóti er á makríl í íslenskri lögsögu. LEIÐRÉTTING Skipt um fulltrúa í nefndum Friðrik Dagur Arnarsson tekur sæti Þorleifs Gunnlaugssonar í umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkur fyrir hönd Vinstri grænna. Þorleifur tekur sæti áheyrnarfulltrúa í forsætisnefnd af Svandísi Svavarsdóttur. NÝR FULLTRÚI VG GENGIÐ 19.11.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 236,1288 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 139,03 139,69 209,19 210,21 175,51 176,49 23,559 23,697 19,686 19,802 17,268 17,37 1,4347 1,4431 205,03 206,25 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.