Fréttablaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 52
40 20. nóvember 2008 FIMMTUDAGUR maturogvin@frettabladid.is > BÚÐU TIL EIGIN SÓSU Ef þú ert orðin leið á að nota sömu pasta- eða pitsusósuna úr krukku eða dós er um að gera að búa til eigin sósu. Notaðu nokkra vel þroskaða tóm- ata, eða heila tóm- ata úr niður- suðudós, skerðu lauk og hvít- lauk fínt, bættu út í tómatþykkni, ólívuolíu, óregan- ói, salti og pipar eftir smekk. Láttu sjóða í potti í tvær mínútur og sósan er tilbúin. „Mig langaði til að opna lítið og þægilegt kaffihús,“ segir Jón Valgeir Gunnarson, eigandi Muffin bakery sem opnaði í Hamraborginni í Kópavogi fyrir þremur vikum. Jón hefur unnið á Hard Rock café á Íslandi, London og í Höfðaborg í Suður-Afríku á síðustu árum, en ákvað að kúpla sig út úr því og opna eigin stað. „Þó að við köllum okkur Muffin bakery bökum við einnig ostakökur og brownies. Svo erum við með matseðil þar sem við bjóðum upp á súpur, salöt, pasta, samlokur, kjúkling og fisk,“ útskýrir Jón og segir verðinu stillt í hóf á þessum síðustu og verstu tímum. „Það eru nú þegar komnir fastagestir sem koma mörgum sinnum í viku til að fá sér muffin og kaffi. Við erum með nokkrar fastar bragðtegundir, svo sem epla- og kanil-, bláberja-, gulrótar-, súkkulaði- bombu- og svo mangómuffins, sem eru sérstaklega vinsæl. Það eru nokkrar tegundir í þróun og nú þegar farið er að nálgast jólin bjóðum við upp á piparkökumuffins. Innan skamms verðum við svo með Sachertertu, en bakarinn okkar er austurrískur og lærður í sínu heimalandi svo hún verður alveg ekta,“ útskýrir Jón sem er ánægður með þær góðu viðtökur sem staðurinn hefur fengið. „Við erum með opið fram á kvöld alla daga vikunnar nema sunnu- daga og höfum fengið sérstakt hrós fyrir hvað staðurinn er notalegur, enda á þetta að vera staður þar sem fólk getur komið og virkilega slakað á,“ segir Jón. - ag Nýbakaðar muffins og kaffi ÞÆGILEGT KAFFIHÚS Á Muffin bakery er boðið upp á nýbak- aðar muffins, brownies og ostaköku, auk spennandi rétta af matseðli. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Útvarpskonan Sigríður Lund er meira fyrir að baka en elda. Hún býður les- endum uppskrift af skons- um sem hún segir henta frábærlega á sunnudags- morgnum. „Ég tel sjálfa mig ekki vera mik- inn kokk, en þegar ég tek mig til þykir mér gaman að elda,“ segir Sigríður Lund Hermannsdóttir dagskrárgerðar- og útvarpskona. „Ég elska aftur á móti að baka og er mun betri í því en eldamennsk- unni. Þegar Elí Þór sonur minn var lítill elskaði ég að halda afmælisveislur fyrir hann og baka kökur. Nú er Elí Þór að verða tví- tugur og hefur nýlega fengið áhuga á eldamennsku svo nú er það frekar hann sem eldar á okkar heimili. Hann er farinn að stúdera kokkabækur og bjóða mömmu sinni upp á dýrindis máltíðir, sem hittir mig náttúrulega beint í hjartastað.“ útskýrir Sigríður sem hefur verið í heilsuræktarátaki með samstarfsmönnum sínum í útvarpsþættinum Zúúber á FM 95.7 undanfarnar vikur. „Við erum búin að vera í cross- fit í fimm vikur og það gengur rosalega vel. Ég finn fyrir mikilli breytingu, bæði minnkandi ummáli og þolið er að aukast. Við borðum sex máltíðir á dag á þriggja tíma fresti og ég borða holl- ari fæðu en ég var vön,“ segir Sigríður. „Mér finnst omme- lettur með miklum osti rosalega góðar, en núna geri ég þær holl- ari með því að nota færri eggjarauður og bæta við kotasælu. Svo fæ ég mér frekar sólkjarnabrauð en venjulegt brauð og meira grænmeti og fisk,“ bætir hún við, en viðurkennir að erfiðast hafi verið að sleppa gosdrykkjum. „Þar sem ég er enginn megakokk- ur ætla ég að bjóða lesendum upp á skonsur sem hafa fylgt mér í mörg herrans ár og eru mjög vinsælar innan fjölskyldunnar. Ég hef bakað skonsur í þó nokkurn tíma og það er eitt af þessu fáa sem klikkar aldrei hjá mér þegar kemur að eldamennskunni. Ég og Elí Þór fáum okkur iðulega skonsur á sunnudagsmorgnum, nýbakaðar beint af pönnunni með smjöri og osti og drekkum svo ískalda mjólk með,“ segir Sigríður og bros- ir. alma@frettabladid.is Skonsur á sunnudögum LJÚFFENGAR Sigríður Lund bakar gjarnan skonsur á sunnudagsmorgnum og ber þær fram nýbakaðar með smjöri og osti. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR SKONSUR 2 egg 2 bollar hveiti 2 tsk. lyftiduft 1 ½ bolli mjólk ½ bolli sykur 1. Setjið eggin í skál og þeytið létt með handþeytara (pískur dugar líka alveg). 2. Setjið sykurinn og lyftiduftið út í ásamt einum bolla af mjólk. 3. Bætið hveitinu smátt og smátt út í. 4. Þegar deigið er farið að þykkna er afgangnum af mjólkinni hellt út í. Hrærið þar til deigið verður létt og ljóst. 5. Bakist á vægum hita á pönnukökupönnu. Hvaða matar gætirðu síst verið án? Grjóna- grauts, því honum fylgir heil stórfjölskylda. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Ein eftir- minnilegasta máltíð sem ég hef fengið var í ævintýralegri teppabúð í Marokkó þar sem ég var 17 ára ásamt Álfrúnu vinkonu, Örnólfi föður hennar og bróður. Örnólfur þekkti eigandann sem bauð okkur til hádegisverð- ar. Þetta var litríkasti og ljúffengasti matur sem ég hafði nokkurn tíma borðað, margir réttir og allir snæddir með höndunum ásamt ávaxtalegustu ávöxtum sem ég hef smakkað. Mennirnir sem báru þetta í okkur stóðu svo bara hjá líkt og vitni til að undirstrika mikil- vægi máltíðarinnar. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Ég er enn að reyna að þroskast gagnvart lambalifur. Leyndarmál úr eldhússkápnum: Faðir minn á heiðurinn að stórkostlegu leyndarmáli, en ég má eiginlega ekkert segja nema að þetta hefur með harðfisk að gera. Alveg ný leið við að borða harðfisk. Þetta er eitthvað sem verður afhjúpað síðar þegar við erum tilbúin og mun þá líklega breyta munnsvip Íslend- inga, til hins betra að sjálfsögðu. Meira get ég bara því miður ekki upplýst að svo stöddu. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Sælgæti og svo nóg af vatni til að láta mér líða betur eftir allt sælgætið. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? SÓL appelsínusafa. Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvað tækirðu með þér? Ég myndi læra utanbókar uppskrift að jógúrt áður en ég færi. Mér skilst að jógúrt sé búin til úr sjálfri sér og þar skipti því öllu að skilja alltaf eftir eina skeið, því með henni get ég búið til meira og þannig koll af kolli. Ég myndi svo finna upp alls kyns ólíkar jógúrtbragðtegundir úr hráefninu á eyjunni. Sem minnir mig á að það er ekki til rabbarbarajógúrt á Íslandi. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Sjór. En ég borðaði hann kannski ekki þó ég hafi gleypt hann. Ég hef borðað froskalappir en hugmyndin er skrítnari en lappirnar sjálfar. Ostrur þóttu mér hins vegar skrítnar en mjög góðar. Næsta verkefni er að borða auga úr sviða- haus. Það hefur mér ekki enn tekist. Maður þarf að passa sig að ná ekki augnsambandi áður því þá er mómentið horfið. MATGÆÐINGURINN MARGRÉT BJARNADÓTTIR DANSARI Borðaði ævintýralega máltíð í Marokkó Skin care for beautiful festivities! * Gildir ekki af öðrum tilboðum. 20 % afsláttur af Guinot snyrtivörum í dag og á morgun.* Frábær jólatilboð fyrir dömur og herra. Snyrtifræðingar okkar veita þér faglega ráðgjöf. Snyrtistofan Gyðjan Snyrtistofan Ágústa Skipholti 50d, s. 553-5044 Hafnarstræti 5, s. 552-9070 Snyrtistofan Hrund Snyrtistofan Ársól Grænatúni, s. 554-4025 Grímsbæ, s. 553-1262 Þema snyrtistofa Guinot-MC stofan Dalshrauni 11, s. 555-2215 Grensásvegi 50, s. 568-9916 Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.