Fréttablaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 20. nóvember 2008 11 VIÐSKIPTI Ekkert hefur heyrst af útgáfu bókarinnar Ísmaðurinn kemur, sem fjalla átti um Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarfor- mann Baugs UK Ltd. Jonathan Edwards, annar tveggja breskra blaðamanna sem skrifaði bókina, segir að viðræður við útgefanda séu enn í gangi. Edwards vildi ekki segja hvað hafi orðið til þess að fresta útgáfu bókarinnar, sem átti upphaflega að koma út í nóvember í fyrra. Aðspurður neitaði Edwards því að Baugur Group eða Jón Ásgeir hafi með einhverjum hætti reynt að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar. Hann segist svart- sýnni um að bókin verði gefin út eftir því sem tíminn líði, enda þurfi að uppfæra hana ef af útgáfu eigi að verða. - bj Bók um Jón Ásgeir í uppnámi: Ísmaður hvergi sjáanlegur ÍSMAÐURINN KEMUR Bókin um Jón Ásgeir átti upphaflega að bera titilinn Kynlíf, lygar og stórmarkaðir. KONGÓ, AP Liðhlaupum fjölgar jafnt og þétt úr stjórnarher Kongó og vopnasveitir hliðhollar stjórninni eru farnar að berjast innbyrðis. Uppreisnarsveitir hafa þó dregið sig frá helstu vígstöðv- unum til þess að gefa færi á viðræðum. Uppreisnarsveitir undir forystu Laurents Nkunda hafa verið sigursælar, en ástandið í stjórnar- hernum er svo slæmt að Joseph Kabila forseti hefur rekið yfirmann hersins. Átökin í austanverðu landinu hófust í ágúst síðastliðnum og hafa hrakið 250 þúsund manns að heiman. - gb Átökin í Kongó: Vonir bundnar við viðræður ÚTFÖR Í FLÓTTAMANNABÚÐUM Um 250 þúsund manns hafa hrakist að heiman. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BANDARÍKIN, AP Ted Stevens, öldungadeildarþingmaður frá Alaska, tapaði naumlega þingsæti sínu í kosningunum 4. nóvember. Stevens er 85 ára og hefur setið lengur á þingi en nokkur annar repúblikani, eða allt frá dögum Lyndons B. Johnson forseta fyrir nærri fjörutíu árum. Talning dróst á langinn vegna þess hve mjótt var á mununum milli hans og demókratans Marks Begich. Það var ekki fyrr en á þriðjudag sem ljóst var að Stevens hafi látið í minni pokann fyrir Begich, sem þar með verður fyrsti demókratinn frá Alaska sem situr í öldungadeildinni í þrjátíu ár. - gb Síðbúin kosningaúrslit: Stevens tapaði naumlega DÓMSMÁL Forráðamaður stílista- námskeiðs, sem haldið var hér á landi, hefur verið dæmdur í Hér- aðsdómi Reykjavíkur til að greiða nítján nemendum nær sjö millj- ónir króna samtals. Námið sem um ræðir var aug- lýst í blöðum sem alþjóðlegur skóli, The Academy of Colour and Style, sem kenndi útlitsráðgjöf. Í auglýsingunni birtist mynd af Önnu F. Gunnarsdóttur, eiganda og framkvæmdastjóra Fágunar ehf., og hún kynnti einnig nám- skeiðið í fjölmiðlum. Dómurinn taldi það koma skýrlega fram í auglýsingunni að erlent fyrir- tæki, The Academy of Colour and Style, væri að bjóða upp á þetta námskeið. Ekkert hefði gefið til kynna að Anna ætti og hefði rekið fyrirtækið í mörg ár. Þá hafi verið eðlilegt að gera ráð fyrir því að hún hefði einhverja sérfræði- kunnáttu á þessu sviði. Fyrir liggi, að hún hafi lokið 150 klukku- tíma fjarnámi frá Regent Acad- emy í „Successful Interior Design“ og kostaði það nám 315 pund. Nemendurnir nítján kröfðust skaðabóta vegna þess að námið hefði ekki verið í samræmi við fyrirheit og dómurinn féllst á það sjónarmið. - jss Forráðamaður stílistanámskeiðs dæmdur til að greiða nemendum bætur: Milljónabætur vegna náms HÉRAÐSDÓMUR Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. SAMGÖNGUR Innleiða á vistvænar samgöngur í starfsemi borgarinn- ar samkvæmt nýrri samgöngu- stefnu sem samþykkt var í borgarstjórn á þriðjudag. Reiðhjól og visthæfir bílar munu standa starfsmönnum til boða vegna vinnuferða. Samgöngustefnunni er ætlað að draga úr bílastæðaþörf og umferðarmyndun á háannatíma. Borgin ætlar sér að ganga á undan með góðu fordæmi og í því skyni gera samgöngusamninga við nýja starfsmenn í stað aksturssamn- inga. Þeir stuðli að því að auka hlut vistvænna ferðamáta í vinnuferð- um á vegum borgarinnar. - kóp Samgöngustefna í Reykjavík: Vistvænar sam- göngur efldar Í dag: Ísafjörður, Edinborgarhúsið – kl. 20.00 Staðir: Akureyri , Sjallinn – 24. nóvember kl. 17.15 Egilsstaðir, Hótel Hérað – 25. nóvember kl. 20.00 Selfoss, Hótel Selfoss – 26. nóvember kl. 18.00 Reykjavík – Útifundur á Ingólfstorgi – 27. nóvember kl. 17.00 Dagskrá: Áfram Ísland – fyrir hag heimilanna. Hvert skal halda? Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ Pallborð: Formenn landssambanda og stærstu félaga ASÍ sitja fyrir svörum Tónlistaratriði, skipulagt í samvinnu við FÍH Forystumaður stéttarfélags í heimabyggð kynnir drög að ályktun fundarins Í lokin verður boðið upp á kaffispjall ÁFRAM ÍSLAND – fyrir hag heimilanna Fundarherferð ASÍ um landið í samstarfi við aðildarfélögin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.