Fréttablaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.11.2008, Blaðsíða 8
 20. nóvember 2008 FIMMTUDAGUR Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar Í FJÖLBRAUTASKÓLA GARÐABÆJAR LAUGARDAGINN 22. NÓVEMBER KL. 12.30 Nánari upplýsingar á www.samfylking.is Allir velkomnir! Dagskrá: , formanns Samfylkingarinnar EFNAHAGSMÁL Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að falast eftir 5,8 milljarða láni. Það verður nýtt til framkvæmda en gert er ráð fyrir framkvæmdum fyrir 7 milljarða króna á næsta ári. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri segir lánsheimildina vera í fullu samræmi við aðgerða- áætlun Reykjavíkurborgar þar sem áherslan er á að standa vörð um grunnþjónustuna, störfin og gjaldskrána. Hún ítrekar að þetta sé ekki rekstrarlán heldur ætlað til framkvæmda. „Það er mikil pólitísk sátt um málið og þetta er liður í því að reyna að halda úti mannaflsfrek- um framkvæmdum á næsta ári,“ segir Hanna Birna. „Skuldastaða borgarinnar við núverandi aðstæð- ur er ásættanleg. Borgarsjóður skuldaði um áramót tæpa fimm milljarða og það er mikilvægt að þetta lán fari í framkvæmdir.“ Óskar Bergsson, formaður borg- arráðs, segir að markmiðið með lántökunni sé að fara í fram- kvæmdir á næsta ári til að halda uppi atvinnustigi í borginni. „Verð- ur þá sérstaklega horft til mann- aflsfrekra framkvæmda svo sem viðhalds,“ segir Óskar. Hann segir lánsheimildina vera lið í aðgerðar- áætlun sem borgarstjórn sam- þykkti samhljóða í haust. Samkvæmt henni er áformað að fjárfesta í samgöngumannvirkj- um og fasteignum fyrir rúmlega sjö milljarða króna. Óskar segir hluta af því verða greiddan af eigin fé borgarinnar. Hann segir það muni koma í ljós við fjárhags- áætlun í hvaða framkvæmdir verður farið. „Við erum ekki endilega að horfa til einstakra stórra fram- kvæmda, heldur lítum við heilt yfir sviðið. Mannaflsfrekar aðgerðir eru til að mynda við- haldsverk. Þar fer oft 70 prósent af kostnaði í mannafl en 30 pró- sent í efni. Í sumum framkvæmd- um er hlutfallið akkúrat öfugt. Við munum þannig skoða þetta heild- stætt og meta hvaða framkvæmd- ir verður farið í.“ Óskar kallar eftir því að fleiri grípi til sambærilegra aðgerða og Reykjavíkurborg. Það eigi sér- staklega við um ríkisvaldið, en einnig önnur sveitarfélög. Lánið verður til 25 ára og verð- ur aflað með skuldabréfaútboði með tryggingu í tekjum sveitar- félagsins. Fjármálastjóri semur um lánið fyrir hönd borgarstjórn- ar, sem samþykkir endanlega nið- urstöðu. Lánsheimildin var samþykkt samhljóða í borgarstjórn. Ólafur F. Magnússon sat hjá. kolbeinn@frettabladid.is Atvinnustigi haldið uppi með lántöku Borgarstjórn hefur samþykkt lánsheimild að upp- hæð 5,8 milljarðar króna til framkvæmda. Liður í að komast hjá uppsögnum. Formaður borgarráðs kallar eftir því að ríkisvaldið og önnur sveitarfélög grípi til sambærilegra aðgerða. BORGARSTJÓRN Samþykkt var heimild til 5,8 milljarða láns á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Lánið verður nýtt til framkvæmda og með því er vonast til að ekki þurfi að segja upp fólki, skera grunnþjónustu niður eða hækka gjaldskrár. ÓSKAR BERGSSONHANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR LÖGFRÆÐI Hæstaréttarlögmaður- inn Ragnar H. Hall telur ný lög sem fela meðal annars í sér bann við lögsókn gegn fjármálastofnun- um í greiðslustöðvun vera gróft brot á stjórnarskrá Íslands. Þetta kom fram í viðtali við Ragnar á Stöð 2 í fyrrakvöld. Lögin sem um ræðir voru samþykkt á Alþingi í síðustu viku. Ragnar sagði lögin inngrip í þann rétt hvers manns að geta borið réttarágreining undir óháðan og sjálfstæðan dómstól án ástæðulausrar tafar. Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, sagði í samtali við visir.is að flokkurinn hefði árangurlaust varað forseta Alþingis við lagafrumvarpinu. Lög- festing þess væri hneyksli. - gar Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður: Telur bankalög vera brot á stjórnarskrá RAGNAR H. HALL Ekki hægt að banna lögsókn gegn bönkum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.