Fréttablaðið - 20.11.2008, Síða 8

Fréttablaðið - 20.11.2008, Síða 8
 20. nóvember 2008 FIMMTUDAGUR Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar Í FJÖLBRAUTASKÓLA GARÐABÆJAR LAUGARDAGINN 22. NÓVEMBER KL. 12.30 Nánari upplýsingar á www.samfylking.is Allir velkomnir! Dagskrá: , formanns Samfylkingarinnar EFNAHAGSMÁL Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að falast eftir 5,8 milljarða láni. Það verður nýtt til framkvæmda en gert er ráð fyrir framkvæmdum fyrir 7 milljarða króna á næsta ári. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri segir lánsheimildina vera í fullu samræmi við aðgerða- áætlun Reykjavíkurborgar þar sem áherslan er á að standa vörð um grunnþjónustuna, störfin og gjaldskrána. Hún ítrekar að þetta sé ekki rekstrarlán heldur ætlað til framkvæmda. „Það er mikil pólitísk sátt um málið og þetta er liður í því að reyna að halda úti mannaflsfrek- um framkvæmdum á næsta ári,“ segir Hanna Birna. „Skuldastaða borgarinnar við núverandi aðstæð- ur er ásættanleg. Borgarsjóður skuldaði um áramót tæpa fimm milljarða og það er mikilvægt að þetta lán fari í framkvæmdir.“ Óskar Bergsson, formaður borg- arráðs, segir að markmiðið með lántökunni sé að fara í fram- kvæmdir á næsta ári til að halda uppi atvinnustigi í borginni. „Verð- ur þá sérstaklega horft til mann- aflsfrekra framkvæmda svo sem viðhalds,“ segir Óskar. Hann segir lánsheimildina vera lið í aðgerðar- áætlun sem borgarstjórn sam- þykkti samhljóða í haust. Samkvæmt henni er áformað að fjárfesta í samgöngumannvirkj- um og fasteignum fyrir rúmlega sjö milljarða króna. Óskar segir hluta af því verða greiddan af eigin fé borgarinnar. Hann segir það muni koma í ljós við fjárhags- áætlun í hvaða framkvæmdir verður farið. „Við erum ekki endilega að horfa til einstakra stórra fram- kvæmda, heldur lítum við heilt yfir sviðið. Mannaflsfrekar aðgerðir eru til að mynda við- haldsverk. Þar fer oft 70 prósent af kostnaði í mannafl en 30 pró- sent í efni. Í sumum framkvæmd- um er hlutfallið akkúrat öfugt. Við munum þannig skoða þetta heild- stætt og meta hvaða framkvæmd- ir verður farið í.“ Óskar kallar eftir því að fleiri grípi til sambærilegra aðgerða og Reykjavíkurborg. Það eigi sér- staklega við um ríkisvaldið, en einnig önnur sveitarfélög. Lánið verður til 25 ára og verð- ur aflað með skuldabréfaútboði með tryggingu í tekjum sveitar- félagsins. Fjármálastjóri semur um lánið fyrir hönd borgarstjórn- ar, sem samþykkir endanlega nið- urstöðu. Lánsheimildin var samþykkt samhljóða í borgarstjórn. Ólafur F. Magnússon sat hjá. kolbeinn@frettabladid.is Atvinnustigi haldið uppi með lántöku Borgarstjórn hefur samþykkt lánsheimild að upp- hæð 5,8 milljarðar króna til framkvæmda. Liður í að komast hjá uppsögnum. Formaður borgarráðs kallar eftir því að ríkisvaldið og önnur sveitarfélög grípi til sambærilegra aðgerða. BORGARSTJÓRN Samþykkt var heimild til 5,8 milljarða láns á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Lánið verður nýtt til framkvæmda og með því er vonast til að ekki þurfi að segja upp fólki, skera grunnþjónustu niður eða hækka gjaldskrár. ÓSKAR BERGSSONHANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR LÖGFRÆÐI Hæstaréttarlögmaður- inn Ragnar H. Hall telur ný lög sem fela meðal annars í sér bann við lögsókn gegn fjármálastofnun- um í greiðslustöðvun vera gróft brot á stjórnarskrá Íslands. Þetta kom fram í viðtali við Ragnar á Stöð 2 í fyrrakvöld. Lögin sem um ræðir voru samþykkt á Alþingi í síðustu viku. Ragnar sagði lögin inngrip í þann rétt hvers manns að geta borið réttarágreining undir óháðan og sjálfstæðan dómstól án ástæðulausrar tafar. Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, sagði í samtali við visir.is að flokkurinn hefði árangurlaust varað forseta Alþingis við lagafrumvarpinu. Lög- festing þess væri hneyksli. - gar Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður: Telur bankalög vera brot á stjórnarskrá RAGNAR H. HALL Ekki hægt að banna lögsókn gegn bönkum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.