Tíminn - 14.02.1982, Blaðsíða 13
Sunnudagur 14. febrúar 1982
13
ég. Hvað mætti gera við þá
peninga? Það er nefnilega margt
að gera. Það þarf að setja þessum
blessuðum listamannalaunum
reglur og þvi ólikari sem þær eru
núgildandi reglum þvi betra.
Starfslaun listamanna eru annar
handleggur og ekki visinn eins og
þessi — þar eru veittar sæmilegar
summur eftir umsóknum þar sem
listamennirnir hljóta að tilgreina
til hvers þeir ætla að nota pening-
ana og hvort þeir þurfa yfirleitt á
þeim að halda. Setjum nú svo að
peningunum væri skipt niður i tiu
staði en ekki 134. Þá fengi hver
listamaður 111 þúsund og fimm
hundruð krónur — það eru
skikkanleg árslaun og mætti
skapa margt gott listaverkið á þvi
einaárisem listamaöurinn þyrfti
ekki að hafa áhyggjur af
brauðstriti. Þó fénu væri skipt
niður i tuttugu staði væri upp-
hæðin samt umtalsverö: 55 þús-
und 750 krónur. Eitthvað mætti
komast á þvi.
Og ansi er ég hræddur um að
nefnd sem skipuð er á þann hátt
sem nú er gert yrði til trafala.
Djöfulinn vita stjórnmála-
flokkarnir um listir? Ekki par —
þótt auðvitað séu einstaklingar
innan þeirra sem eitthvað vita i
hausinn á sér. Burtséð frá þeim
mönnum sem nú og áður hafa
skipað ntfndina þá er það ekki
hlutverk stjórnmálaflokka að
veita listamannalaun og/eða
listaviðurkenningar. Við ná-
kvæma skoðun á listanum mætti
lika sjá fingraför pólitiskraflokka
á ótrúlegustu stöðum en ég held
ég láti það kyrrt liggja — að sinni
að minnsta kosti. Nú er eins og ég
hef minnst á áður eins vist að
mennirnir sex i nefndinni séu að
flestu leyti til fyrirmyndar, en
það kann ekki góðri lukku að
stýra þegar þeir vita að þeir eru
fulltrúar stjórnmálaflokka og
hegða sér eftir þvi. Náttúrlega
gengur þeim gott eitt til og svo
sem ekki við þá að sakast — það
er bara bráðnauðsynlegt að
breyta þessu sýstemi.
Satt að segja get ég alls ekki
imyndað mér hverjum þetta
skipulag er til góðs. Er það ekki
hálfgerð hneisa fyrir alla raun-
verulega listamenn að þiggja
smotteri af rikinu til einhvers
konar staðfestingar þvi að þeir
eru miklir og mætir á sinu sviði?
Einum man ég eftir sem hefur af-
þakkaðþennan „heiður”, Þorgeir
Þorgeirsson og fleiri hafa brúkað
munn. En „viðurkenningin”
virðist vega þungt.
Til skammar fyrir alla
aðila
Othlutun listamannalaun hefur
•oft verið umdeild og undanfarin
ár hefur gagnrýnisröddum
fjölgað — ekki sist meðal lista-
manna sjálfra. Ekki er betur
farið með aumingjans skatt-
borgarann, teknar af honum 1.115
þúsund krónur (ath. að i þessari
tölu eru heiðurslaunin ekki inni-
falin), skipt niður i 134 staði og út-
býtt til listamanna sem hafa
kannski eitthvað við féð að gera
en geta altént ekki notað það til að
skapa listaverk handa skatt-
borgaranum svo hann fái eitthvað
fyrir sinn snúð.
Úthlutinin i ár hlýtur að verða
til þess að eitthvað verði gert i
málinu. Þetta gengur alls ekki
lengur og er til skammar fyrir
alla aðila. Háborinnar skammar.
Undir hvern heyra þessi mál?
—‘j
P.S. Eitt gerði úthlutunar-
nefndin sem ég vil fá að hrósa
henni fyrir. Hún veitti engum
„poppara” lágmarkslaun að
þessu sinni sem er gott. Með
þessu er ég hreint ekki að segja
að popp-tónlistarmenn eigi ekki
skilið sumir hverjir, að flokkast
með listamönnum en undanfarin
ár hefur eitt stykki poppari fengið
þessi laun í neðri flokki og hefur
verið sterkur hræsnikeimur af
þeirri úthlutun. „Popparar” eiga
skilið að hljóta sina viðurkenn-
inguog ef til vill styrk til að gera
eitthvað af viti en það var ekki
gert með þessum hætti. Kannski
þetta sé spor i áttina. Hvernig
væri aðsleppa rithöfundum næst,
siðan myndlistarmönnum, tón-
listarmönnum og svo framvegis
uns cnginn er eftir. Þá mætti nota
peningana i eitthvaö af viti. al-
mennilegan sjóð sem kæmi að
raunverulegu gagni.
Offset-skeyting
Óskum eftir að ráða vanan skeytingar-
mann
Prentsmiðjan Edda h.f.
Smiðjuvegi 3
simi 45000
Staða forstöðumanns
Dalbæjar,heimilis aldraðra Dalvik er laus
til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 15. mars n.k.
í umsókn skal greint frá aldri,menntun og
fyrri störfum umsækjenda.
Nánari upplýsingar um starfið veitir for-
maður stjórnar óskar Jónsson simi 96-
61444.
Útboð-Jarðvinna
Stjórn Verkamannabústaða i Reykjavlk
óskar eftir tilboðum i jarðvinnu við Eiðs-
granda.
Útboðsgögn verða afhent á Skrifstofu V.B.
Suðurlandsbraut 30 frá og með mánu-
deginUm 15. febr. gegn 500 kr. skilatrygg-
ingu.
Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 23.
febr. n.k. kl. 14 á sama stað.
Stjórn Verkamannabústaða i Reykjavik.
ÞREFAT T
TIL FTÓRFAT T
FÉí HÖNDUM
EFTIR UMSAMINN SPARNAÐ
/ Útvegsbankanum býöst þér nú aö semja um lán
sem þrefaldar handbært fé þitt, jafnvel fjórfaldar þaö.
Þú safnar einhverri umsaminni upphæö inn á viöskiptareikning
á umsömdum tíma og bankinn bætir láni viö
hana til útborgunar aö söfnunartíma liönum,
auk þeirra vaxta sem þú hefur áunniö þér.
Þessi nýi lánaflokkurheitir Þlúslán, því lániö bætist viö
þaö fésem þú safnaöir.
Unnt eraö semja um Þlúslán á öllum afgreiöslustööum bankans.
Jafnframt liggja þar frammi bæklingar
sem veita nánari upplýsingar.
Öllum er frjálst aö opna Þlúslánareikning
hvort sem þeir hafa skipt viö Útvegsbankann hingaö til eöa ekki
og Þlúslán hafa engin áhrifá aöra fyrirgreiöslu
sem lántaki kann aö njóta íbankanum.
Erekki Útvegsbankinn einmitt bankinn fyrirþig?
ÚTVEGSBANKANS
RJ SAFNAR OG BANKINN BÆTIR VIÐ