Tíminn - 23.02.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.02.1982, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 23. febrúar 1982 3 Skilti - Nafnnælur - Ljósrit Nafnskilti á póstkassa og úti- og innihurðir úr plastefni. Ýmsir litir i stærðum allt að 10x20 cm. Nafnnælur i ýmsum stærðum og litum. Ljósritum, pappirsstærð: A4, A5, B4. Skilti og Ljósrit Hverfisgötu 41. — Simi 23520 fréttir Vörn gegn kulda Kuldagallinn frá Finnlandi Hlýr - sterkur - loðfóðraður ilpMk I. ;f I í: Sérkjarasamningur Starfsmannafélags ríkisstofnana til kjaranefndar: OKKUR BOÐIÐ 0,5 TIL 1% upp í 15-20% kjararýrnun,” segir Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Starfsmannafélags ríkisstofnana ■ Sérkjarasamningar Starfs- mannafélags rikisstofnana og fjármálaráðuneytisins hafa staðið yfir að undanförnu en i gærmorgun var þeim visað til kjaranefndar, án þess að sam- komulag næðist og á kjaranefnd að kveða upp úrskurð sinn innan 45 daga. „Ég veit ekkert um það hvort samningaviðræður verða áfram i gangi, nú eftir að málið er komið til kjaranefndar”, sagði Gunnar Gunnarsson framkvæmdastjóri Starfsmannafélags rikisstofnana i viðtali við Timann i gær. „Viö höfum ekki haft sérstakan áhuga áþvi”, sagði Gunnar, ,,en það er ákvæði i samningum okkar frá 1980, að það eigi á samningstima- bilinu að fara fram kjarakönnun og ef niðurstaða hennar bendir til þess að mismunur sé á milli okk- ar og hins almenna launa- markaðar þá eigi það að leið- rétta. Sú niðurstaða liggur nú fyrir — það er gifurlegur munur þar á, en fulltrúar fjármálaráð- herra hafa aðeins boðið okkur 0.5 til 1% upp i' þá kjararýrnun ,sem við teljum vera á bilinu 15 til 20%. Við höfum svo sem aldrei sett vonir okkar mikiö á þessa kjara- nefnd, en það er helviti hartrekið tryppi, þegar við förum að leita réttlætis hjá henni sem við höfum raunar afhröpað sem gjörsam- lega ómögulegt apparat árum saman. Við teljum þó að við eig- um frekar von á réttlæti þar en hjá fjármálaráðherra”, sagði Gunnar, ,,og þá er það helviti langt gengið!” Gunnar sagði að eitt af þvi sem réttlætti þessa afstöðu hjá Starfs- mannafélagi rikisstofnana væri hvað samningstiminn væri stutt- ur, en honum lýkur i ágúst og þá væri hægt að byrja á nýjan leik. —AB JOPCO hf. Vatnagörðum 14 Símar 39130 39140 arnir stýrðu sínu liði best” segir Friðrik Ólafsson, forseti FIDE, um Reykjavfkurskákmótið ■ ,,Ég álft að mótið hafi tekist vel og að sigurvegararnir hafi verið vel að sigrinum komnir og að þeir hafi stýrt sinu liöi best á þessu móti”, sagði Friðrik Ólafs- son forseti FIDE, þegar við rædd- um við hann um úrslit Reykja- vikurmótsins sem lauk á sunnu- dagskvöldið. Friðrik kvaðst álita að þetta nýja keppnisform, sem nú var teflt eftir, heföi reynst vel og að það mundi verða skáklistinni til meiri framdráttar en lokuð mót, þótt segja mætti að gestirnir t.d. amerikumennirnir hefðu haft mári reynslu af þessu kerfien ts- lendingarnir. „Eins og alltaf gekk mönnum misjafnlega”, sagði Friðrik ,,og margir náðu ekki þeim árangri sem þeir höfðu vonað og tala ég þareinnig fyrir mig persónulega. Hins vegar komu úrslitin ekki mjög á óvart. Þrfrefstu mennim- ir, Alburt, Abramovic og Gurevic voru i fremstu röð allan timann og voru vel að sigrinum komnir einsog ég áður sagði. Hvað okkar menn varðar,þá stóð Guðmundur Sigurjónsson nú vel fyrir sinu og það er mjög gleðilegt að hann skuli á ný sýna sina gömlu getu efúr all langa lægð. Við hefðum vonað aö aðrir okkar manna hefðu komist hærra á blað en raun varð á, en þá er að minnast þess aðþetta var geysijöfn keppni og menn margir þéttir fyrir og ekki hlaupið að þvi að ná góðum árangri. Til þess þarf góðan undirbúning menn verða að bita i skjaldarrendur og tefla af mikilli hörku”. —AM ■ Þá er tónlistarhátiðin i Reykjavik i tilefni af 50 ára afmæli FIH. hafin og i gær- kvöldi rifjuðu islenskir tón- listarmenn upp sögu áranna 1972-1982 á Broadway meðan Big Band tónlistarskóla FÍH lék á jazztónleikum að Hótel Sögu. A fyrrnefnda staðnum komu m.a. fram niu hljóm- sveitir og á þeim siðarnefnda skemmtu Pétur östlund og félagar, Kvartett Reynis Sigurðsson og Trió Guö- mundar Ingólfssomir. Hátiöin hófst meö tónleik- um Lúðrasveitarinnar Svan- ur á Lækjartorgi og má sjá þá félaga þeyta hornin á myndinni hér meö. —AM Flótti endaði á Ijósastaur ■ Allharður árekstur varð milli tveggja bi'la á gatnamótum Laugavegs og Nóatúns á öðrum timanum aðfaranótt súnnudags- ins. Að sögn lögreglunnar i Reykja- vik hurfu báðir bilarnir af vett- vangi eftir að áreksturinn átti sér stað. ökumaður annars bilsins ók rakleitt á lögreglustöðina og kærði áreksturinn en hinn lagði á flótta og hafnaði örfáum minút- um siðar á ljósastaur við Hólsveg i Reykjavik. Sá er grunaður um ölvun. Talsverðar skemmdir urðu á bilunum en ökumenn sluppu báðir við meiðsli. —Sjó MERKJASALA Á ÖSKUDAG Reyk.javikurdeild RKí afhendir merki á neðantÖldum stöðum frá kl. í):30 á öskudag 24. febr. Bömin fá 15% sölulaun og þrjú söluhæstu börnin fá sérstök árituð bókaverðlaun. Skristofa Reykiavikurdeildar RKI öldugötu Melaskólinn v/Furumel Skriístofa RKI Nóatúni 21 Hliðaskóli v/Harmahlíð Álftamýrarskóli Hvassaleitisskóli Fossvogsskóli Laugamesskóli Langholtsskóli Vogaskóli Arbæjarskóli Breiðholtsskóli Fellaskóli Hólabrekkuskóli ölduselsskóli Bændur - Hestamenn Framleiði: Heyvagna — Gripavagna Jeppakerrur — Fólksbilakerrur Geri upp gamia vagna Allir vagnar á fjöðrum. Hafið samband sem fyrst og tryggið ykkur vagn fyrir vorið. Upplýsingar i sima 99-6367 eða Klængsseli, Gaulverjabæ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.