Tíminn - 23.02.1982, Blaðsíða 22

Tíminn - 23.02.1982, Blaðsíða 22
22 Þriöjudagur' 23: febrúar 1982 Kvíkmyndir og leikhús kvikmyndahornið ■ Yfirheyrslur i þinginu: Joe Tynan (t.v.) og Birney gamli (th) leiknir af Alan Alda og Mclvyn Douglas. Stjórnmálin og fjölskyldulífid TÆLING JOE TYNAN (Thc Seduction of Joe Tynan). Leikstjóri: Jerry Schatzberg. Aðalhlutverk: Alan Alda (Joe Tynan), Barbara Harris (Ellie Tynan), Meryl Streep (Karen Tragnor). Ilandrit: Alan Alda. Framlcidd fyrir Universal 1979. ■ Joe Tynan er ungur banda- riskur öldungardeildar- þing- maður. Hann hefur verið kvæntur Ellie i nær tvo ára- tugi og eiga þau hjónin tvö börn, unglingsstúlku og pilt nokkru yngri. Joe er löngum stundum i Washinton að gegna þingstörfum, og fjallar mynd- in reyndar að verulegu leyti um reiptogið á milfi þeirra krafna, sem vaxandi frama- vonir þingmannsins gera til hans annars vegar, og fjöl- skyldan hins vegar. Tynan telst til frjálslyndra þingmanna. Hann er formað- ur undirnefndar einnar. Og sem slikur tekst honum að koma máli, sem veitir atvinnu nokkrum hópi atvinnuleys- ingja, i gegnum þingið, og vekur það athygiiá honum . Þegar fo seti Bandarikjanna tilnefnir Anderson, Suöur- rikjamann, sem hefur vaía- sama fortið i kynþáttamálum, sem hæstaréttardómara, snúa talsmenn mannréttindasam- taka sér til Tynans og fara þess á leit, að hann veiti for- ystu andstöðu gegn þvi aö Anderson veröi staðfestur af þinginu. Meðal þeirra er ung- ur lögfræðingur, Karen, og vinna þau mikið saman að gagnaöilun. Svo fer, að þau verðá elskendur, og Joe Tynan fjarlægist þar af leiöandi enn meira konu sina og börn. Dótt- ir hans gerir loks uppreisn gegn honum, og þegar eigin- konan fréttir af ástarsam- bandi Joe og Karen, bregst hún einnig reið við. En á meðan fjölskyldumálin ganga brösótt hlýtur Joe enn frekari frama i stjórnmálun- um. Forsetinn verður, vegna frammistöðu Joe Tynans við yfir heyrslur i þinginu aö draga til baka tilnefningu sina á Suðurrikjamanninum til Hæstaréttar, og eftir þann sig- ur er Joe boðið að flytja mikil- væga ræðu á þingi ílokks sins. Joe reynir að halda fjölskyld- unni saman og segir þvi skiliö við ástkonuna. Þegar á flokksþingið er komið kemur i ljós, að dóttir Joes neitaði að mæta þar, og eiginkonan heimtar skilnað. En þegar Joe heldur i ræðustólinn á flokksþinginu, og fjöldinn æpir nafn hans hvað eftir annað, virðist aðdá- un fólksins hafa nokkur áhrif á eiginkonuna, sem gefur Joe loks eftir langa mæðu örlitið bros. Eiginlega má segja, aö þessi hamingjuendir sé þaö óraunverulegasta i myndinni, sem oft á tiðum lýsir ágætlega ungum manni á uppleið i bandariskum stjórnmálum. Joe Tynan er ungur og myndarlegur og góð söluvara, eins og frambjóðendur þar vestra þurfa að vera ef þeir eiga að komas). til valda. Andrúmsloftinu i þinginu er einnig lýst skemmtilega, og Melvin Douglas fer frábær- lega með hlutverk gamals leiðtoga i þinginu, Birney, sem þráast við að draga sig i hlé þótt ellin sé farin að leika hann illa. Samband eða sambands- leysi Joe við konuna og börnin vegna anna við stjórnmála- störf er einnig sýnt með raun- sönnum hætti. Það eru fyrst og fremst endalok myndarinnar, sem ég er ekki sáttur við: flokksþingið virðist svo aug- ljóslega sviðsett og hamingju- endir er i litlu samræmi við það, sem á undan hefur farið. —ESJ. Elias Snæland Jónsson skrifar ★ ★ Tæling Joe Tynan ★ ★ Fljótt, fljótt ★ Hver kálar kokkunum? ★ ★ Private Benjamin Stjörnugjöf Tímans ★ ★ ★ ★ frábær ■ ★ ★ ★ mjttg gött ■ ★ ★ gótt ■ ★ sæmileg ■ O léleg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.