Tíminn - 23.02.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.02.1982, Blaðsíða 1
Landvernd eða landeyðing — bls. 8-9 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐÍ Þriðjudagur 23. febrúar 1982 42. tbl. 66 árg. - Pósthólf370 Reykjavík — Ritstjórn 86300 — Auglýsingar 18300 — Afgreiðsla og áskrift86300— Kvöldsímar 86387 og 863 Landbúnaðarráðherra um þrengingarnar á Noregsmarkaðinum: Aldarafmælið: * : ? Fjölmenni í hóff um — bls. 13 Búnadar- þingið — bls. 4-5 Sonur Lennons — bls. 2 ^_ Reykjavíkur- skákmótið — bls. 6 ENGAR BREYTINGAR A FRAMLEIÐSLUSTEFNU ¦ „Þrátt fyrir þrengingar okk- ar á Noregsmarkaöi tel ég enn ekki forsendur fyrir þvi aö hverfa frá þeirri framleiöslu- stefnu sem viö höfum fylgt siðustu tvö árin", (þ.e. aö mjólkurframleiöslan væri sem næst vio hæfi innlenda markaðarins, en sauöfjárfram- ieiðslan i svipuðu horfi og verið hefur) sagði Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra i ræðu sinni við setningu Búnaðarþings i gær. En áður haföi hann minnst á að Norðmenn kaupi nú aðeins 600 tonn af dilkakjöti i staö 2.400 til 2.800 tonna oft áður. ftg tel einnig timabært að taka til athugunar hvort ekki megi létta eitthvað þá 9-10 kostnaðar- liði sem nú leggjast á útflutn- inginn. Það er vafasamt að greiða svokallað neytendagjald til Stofnlánadeildar af útflutn- ingi þegar útflutningsbæturnar hrökkva ekki til. Það er einnig vafasamt aö sláturleyfishafar fái greiddan 3,5% aukakostnað vegna útflutnings, ef ekki er um sérstaka vinnslu á kjótinu að ræða fyrir neytendamarkað er- lendis sagði Pálmi. „Þá getur einnig verið álita- mál hvort heildsölukostnaður á útfluttu dilkakjöti á að vera jafn þvi, sem selt er á innlendum markaði og hvort ekki sé rétt- mætt, að heildsöluaðili beri nokkra áhættu af þvi hvernig til tekst við sölu", sagði Pálmi. —HEI ¦ Tvennt var flutt á Slysadeild eftir árekstur tveggja bfla s.l. laugardagskvöld. Areksturinn varft meft þeim hætti að bfll er kom sunnan úr Lækjargötu ók inn i hlift annars er kom úr Hafnarstræti á leift inn llverfisgötu. Fullorftin kona og drengur er voru farþegar hvort I sinum bilnum voru flutt á slysadeiid en meiðsli þeirra munu ekki hafa verið talin mjög alvarleg. i Sæmundsson fann lítid af loðnu: JAFNVEL MINNA EN GERT VAR RAÐ FYRIR 77 ¦ „Vift byrjuðum á miftunum fyrir vestan og niðurstaðan varð sú aö þaöan væri ekki aft vænta gangna af hrygningarloðnu á þessu ári. Slftan fórum vift suftur fyrir land — aft beiftni ráðherra — til að ganga úr skugga um það hvort ástandift væri virkilega eins slæmt óg vift höfftum áftur mælt. En þótt það sé að vfsu mjög erfitt aft mæla á þvf svæfti af ýmsum ástæðum, var þó sjáanlegt aft mjög litift var af hrygningarloönu á þessu svæði og jafnvel minna en við höfðum gert ráft fyrir", sagfti Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræftingur, sem kom úr loftnuleitarleiöangri meft Bjarna Sæmundssyni nú um helgina. Tilganginn með þessum leiðangrr sagði hann hafa verið tviþættan. Auk leitar og mælinga á hrygningarloönu t var leiðangurinn gerður til að leita að og mæla hve mikið væri af ókynþroska smáloðnu, þ.e. loðnu sem veiðarnar á næsta veiðitimabili verða að byggjast á og hrygningin voriö 1983. „Aö þvi er varðar smáloðn- una olli það vonbrigðum að við urðum vart varir við neitt af henni út af Vestfjörðum og Norðurlandi en eingöngu út af Austfjörðum. Við höfðum áður aflað okkur gagna sem bentu til frekar versnandi ástands á hæsta veiðitimabili en verið hefur og hefur þótt nógu illt. Og það kom ekkert fram núna sem bendir til þess að ástandið sé betra en gert hefur verið ráð fyrir", sagði Hjálmar. Hvort taka eigi það sem endanlegan dóm, sagði hann þó annað mál. —HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.