Tíminn - 23.02.1982, Blaðsíða 14

Tíminn - 23.02.1982, Blaðsíða 14
Þriðjudagur 23. febrúar 1982 14__________________________________Wmmm heimilistíminn Umsjón A.K.B. ■ Jökull Jóhannesson, verslunarstjóri. A borðinu við hliðina á honuni cr það sem til þarf i sprengidagsmatinn, saltkjöt, gular baunir, flcsk, rófur og laukur. Timamynd: Anna r > 'J P .f 9iJ pJ- ( \ Z' f >' : ' J -p- liJa b 1 | v’ i r ilíl L;>. : .: ’: r J/ ; . ■ i dag cr sprengidagurog þá horða vist flestir saltkjöt og baunir samkvæmt þeim gamla góða sið. Vcrslanir kcppasl við að auglýsa gott sallkjöt, góðar rófur og gular baunir. ()g hvað skyldi svo verðið vcra á sprcngidags- inatnum árið 1982? Kg af salt- kjöti kostar kr. 45,30. (íular baunir kosta 8,70 pakkinn. Kleskið kostar 116,30 kg sé það keypt i lieilu stykki, en 159,90 kg sé það keypl niðursneitt, pakkað i loftþéttar umbúðir. Itófur kosta kr. 16,20 kg og laukur 8,80 krónur kilóið. Og kartöflur eru náttúrlega ómissandi með saltkjötinu og 2 1/2 kg poki kostar kr. 10,60, en 5 kg poki kr. 20,55. Gulrætur kosla 19,90 kr. kilóið. Við seljuni mjög mikið af saltkjöti yfirleitt, sagði Jökull Jóhannesson, vcrslunarstjóri i KKON við Alfhólsveg, er ég leit þar inn i sfðustu viku. — Kn mest seljum viö samt fyrir sprengidaginn. Venjulcga salta ég i tvo 50-60 kg stampa vikulega, cn núna saltaði ég í 8 stampa. Kjötið cr um viku að verkast, cn verkun hjá mér fer þannig fram, að ég saga niður kjötið i bita og læt þá þiðna vcl. Siðan læt ég kjötið liggja eina nótt bara i salti. Næst læt ég á það pækil og farg og læt það standa við stofuhita i 2 sólarhringa. Þá set ég þaö i kæli og þá stöövast verkunin. Kg nola ekki saltpétur i kjötið og nitrítsall aðeins að mjög litlu leyti. ■ Þær Lilja Dóra Karisdóttir og Inga Sæmundsdóttir með fulla bakka af girnilcgu saltkjöti. Myndin er tekin I verslun KRON við Alfhólsveg i Kópavogi. Timamynd Anna ■ Stálhúsgagnagerð Steinars h.f. hefur nýlega gert samning við danska fyrirtækið Labofa AS um framleiöslu og sölu á islenskum stól, sem Pétur Lúthersson hefur hannað, viða um heim. Stóllinn kallast Stacco-stóll og er þróaður hjá Stálhúsgagnagerð Steinars h.f. Stóllinn var á s.l. ári kynntur á alþjóðlegum sýningum og vakti þá strax mikla athygli. Hefur verið mikið um stólinn fjallað i fagtimaritum og nú þegar hefur Stálhúsgagnagerð Steinars h.f. flutt út talsvert magn stóla til Bandarikjanna, Hollands og Norðurlandanna. Vegna tilkomu hins nýgerða samnings við La- bofa, sem er þriðja stærsta fyrir- tæki sinnar tegundar i Evrópu og hið stærsta á Norðurlöndum, ger- ir Stálhúsgagnagerð Steinars ráð fyrir framleiðslu hundraö þúsund stóla á næstu þremur árum, sem m.a. verða seldir á útsölustöðum Labofa i Tokyo og Suður-Ame- riku. Stacco-stóllinn er einkum hannaður fyrir ráðstefnu- og fyrirlestrarsali, skóla, félags- heimili og aðra þá staði, þar sem þörf er á mörgum stólum. Stacco stóllinn hefur verið kallaður „nakti stóllinn”, þvi hægt er aö klæöa hann upp til margvislegra nota. T.d. má með einu handtaki festa á hann arma og skrifplötu og auðvelt er að krækja stólunum saman og mynda þannig sætarað- ir. Þægilegt er að stafla Stacco stólum til geymslu og '40 stóla stafli er aöeins 1 metri á hæð. Einnig eru framleiddir Stacco- stólavagnar og auðvelda þeir geymslu og uppröðun enn frekar. Einnig eru fáanleg Stacco-borð með losanlegum borðfótum. Strax i upphafi voru vonir bundnar við framleiðslu og sölu Stacco á erlendum markaði. Oflugt kynningarstarf hefur nú skilað ánægjulegum árangri og 40 stóla stafli aðeins rúmlega metri á hæð óhætt er að fullyrða að hér sé um að ræða árangursrikustu markaðsöflun erlendis fyrir is- lenska húsgagnahönnun. 1 samningum við Labofa er danska fyrirtækinu heimiluð framleiðsla i Danmörku og sala i öllum löndum heims utan Skandi- naviu og Bandarikjanna, en Stál- húsgagnagerð Steinars mun áfram framleiða og flytja út stóla fyrir þá markaði. Stacco-stóllinn hefur m.a. verið kynntur á Skandinavisku hús- gagnasýningunni i Bella Center I mai ’81, Necon-húsgagnasýning- unni i Chicago i júni ’81, sem er mesta stofnana-húsgagnasýning sem um getur, og á alþjóðlegri sýningu i Utrecht i Hollandi i september ’8l. Vakti Stacco þar mikla athygli og hlaut m.a. mjög lofsamlega umfjöllun i ýmsum timaritum. Möndlu- eplakaka 150 g hveiti, 100 g smjör, 2 matsk. sykur, 4 matsk. kalt vatn. Fylling: 100 g marsipan, 3-4 epli, 100 g sykur, 100 g smjör, 2 eggjahvitur (stór egg) Smjör, sykur, hveiti og kalt vatn er hnoðað saman og sett á kaldan staö. Deigið er siðan flatt út og sett innan i eldfast mót. Siðan er stungiö i deigið með gaffli og marsipanið er svo rifið yfir. Smjör og sykur er siöan hrært saman og eplin (skræld og skorin niður) sett út i og að siðustu stif- þeyttar eggjahviturnar, sem blandað er varlega i. Blandan er siðan sett yfir marsipanið. Af- gangur af deiginu er siðan lagður Penslað með eggi og bakað neðst i yfir i um cm breiðum lengjum. ofni við 225 gráðu hita i 35-40 min.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.