Tíminn - 23.02.1982, Blaðsíða 7
OÍ.O* . •» ->.1 /,» » *
Þriðjudagur 23. febrúar 1982
erlent yfirlit
■ Charles Haughey i heimsókn hjá Helmut Schmidt.
Haughey hefur
líklega sigrað
En stjórn hans verður völt í sessi
■ ÚRSLIT þingkosninganna, sem
fóru fram i trlandi siðastliðinn
fimmtudag, urðu á svipaða leið
og úrslit þingkosninganna, sem
fóru þar fram fyrir átta mánuð-
um. Það verður á valdi smá-
flokka og óháðra þingmanna að
ákveða hver næsti forsætisráð-
herra Irlands verður, en valið
stendur milli Charles J. Haughey,
foringja Fianna Fail, og Garrets
FitzGerald, foringja Fine Gael.
t kosningunum, sem fóru fram
siðastliðið sumar, missti Fianna
Fail meirihluta sinn á þingi.
Flokkurinn fékk 78 þingmenn
kjörna, en Fine Gail og Verka-
mannaflokkurinn fengu saman-
lagt 80 þingsæti, en þessir flokkar
sömdu eftir kosningarnar um að
mynda stjórn saman. Úrslita-
valdið var þvi i höndum 8 þing-
manna, sem ýmist voru óháðir
eða kjörnir af smáflokkum. Alls
eru þingmenn 166.
Stjórnarmyndun fer þannig
fram i irska þinginu, að þingið
kýs forsætisráðherra, en hann
myndar siðan stjórn. Atkvæða-
greiðsla fór þannig fram i fyrra,
að fyrst vrou greidd atkvæði um
Haughey og fékk hann 79 atkvæði
en 81 voru á móti. Hann var þá úr
sögunni. Atkvæðagreiðsla fór þá
fram um FitzGerald og fékk hann
81 atkvæði, en 79 voru á móti.
FitzGerald náði því lögmætri
kosningu og myndaði rfkisstjórn.
ÞAÐ sést á þessu, að stjórn
FitzGeralds studdist aldrei við
meirhluta. Samt gerði hann sér
vonir um að fá fjárlög afgreidd,
enda þótt gert væri ráð fyrir
miklum skattahækkunum. Sú von
brást, þvi að fjárlagafrumvarpið
var fellt með 82 atkvæðum gegn
8i: FitzGerald rauf þá þingið.
Úrslit kosninganna nú urðu
þau, aö Fianna Fail bætti fylgi
sitt nokkuð og fékk 81 þingmann
kjörinn. Stjórnarflokkarnir fengu
78 þingmenn kjörna. Litill só-
sialiskur flokkur fékk 3 þingsæti
og fjórir þingmenn eru óháðir.
Það eru þessir sjö þingmenn,
sem munu ráða þvi, hvort
Haughey eða FitzGerald mynda
stjórn.
Þær tölur, sem hér eru greind-
ar, geta breytzt um 1-2 þingsæti,
en verði breyting, er liklegt að
hún verði Fianna Fail i vil.
Haughey mun þannig ekki
vanta nema 2-4 atkvæði til þess að
ná hreinum meirihluta. Vafasamt
þykir, að honum muni takast það.
Hjáseta óháðra þingmanna gæti
samt orðið til þess að tryggja
honum kosningu.
■ Garret FitzGerald.
Þingið kemur ekki saman fyrr
en 7. marz og mun þangað til fara
fram miklar samningaviðræður
bak við tjöldin. Sennilegast þykir
þó, að Haughey hljóti hnossið að
þessu sinni.
Það studdi að ávinningi Fianna
Fail, að irskir þjóðernissinnar
fengu minna fylgi nú en i kosning-
unum i fyrra. Þá fengu þeir tvo
menn kosna, en engan nú.
Vafalaust hefur það dregið úr
fylgi stjórnarflokkanna, og t.d.
styrkthinn nýja sósialiska flokk,
að fjárlagafrumvarpið gerði ráð
fyrir hækkun virðisaukaskatts á
neyzluvörum, m.a. fatnaði, sem
var undanþegipn þessum skatti
áður. Það hefur hins vegar dregið
úr tapi þeirra, að FitzGerald naut
persónulega meiri vinsælda en
Haugey.
Fréttaskýrendur telja, að ekki
sé neinn verulegur munur á
stefnu Fianna Fail og Fine Gail.
Agreiningur þeirra rekur að
verulegu leyti rætur til fyrri tima.
Fianna Fail er hinn gamli sjálf-
stæöisflokkur Ira. Fine Gail varð
til við klofning hans. Leiðtogar
Fine Gail sömdu við Breta um
stofnun irska rikisins og skiptingu
Irlands. Fianna Fail hefur beitt
sér ákveðið fyrir sameiningu tr-
lands, en i seinni tið hefur þó þessi
ágreiningur flokkanna farið
minnkandi.
FITZGERALD lét svo ummælt
skömmu eftir stjórnarskiptin i
fyrra, að efnahagsástandið hefði
verið enn verra en hann hafði gert
sér hugmynd um fyrir
kosningarnar. Af þeim ástæðum
gæti hann ekki efnt loforð, sem
hann hafði gefið um lækkun
tekjuskattsins. Hann hafði heitið
þvi, að tekjuskattur yrðu
lækkaður sem næmi hækkun
virðisaukaskattsins.
Þótt Haughey ætti þátt i þvi að
fella fjárlagafrumvarpið vegna
hækkunarinnar á virðisauka-
skattinum, tók hann það orðið
skýrt fram i lok kosningabarátt-
unnar, að hann gæti ekki gefið lof-
orð um lægri skatta en fjárlaga-
frumvarpið hefði gert ráð fyrir.
Þvert á móti kynni að þurfa að
hækka skattana. Svo mjög hefði
ástandið versnað i hinni stuttu
stjórnartið FitzGeralds.
Atvinnuleysi er nú mikið i öll-
um löndum Efnahagsbandalags
Evrópu, en langmest i Irlandi og
Belgiu. 1 Irlandi eru nú taldir um
150 þúsund atvinnuleysingjar, eða
12% af vinnufæru fólki. Raun-
verulega er atvinnuleysið talið
mun meira, þvi að konur eru
taldar tregari til að skrá sig i tr-
landi en i örðum löndum Efna-
hagsbandalagsins.
trar hafa safnað miklum skuld-
um erlendis á siðari árum og eru
hlutfallslega mun skuldugri en
Pólverjar og þykir þá langt tii
jafnað.
Mikill halli hefur verið á rikis-
rekstrinum siðustu árin og var
það eitt meginmarkmið fjárlaga-
frumvarps FitzGeralds að snúa
þessu við.
Dýrtið var um 25% i Irlandi i
lok siðasta árs og er það mun
meira en hjá flestum þjóðum,
sem Irar þurfa að keppa við.
Þórarinn Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar
erlendar fréttir
Gengisfellingar
í Efnahags-
bandalagsrikjum
■ Fjármálaráðherrar Efna-
hagsbandalagslandanna
heimiluðu i gærmorgun rikis-
stjórn Belgiu að fella gengi
belgiska frankans um 8.5% og
Dönum að fella dönsku krón-
una um 3% gagnvart gjald-
miðlum annarra aðildarrikja
Efnahagsbandalagsins.
Gjaldmiðill Luxemburgar
fellur einnig um 8.5% þar sem
hann er sá sami og i Belgiu og
eru stjórnvöld i Luxemburg
siður en svo ánægð með þessa
háu gengisfellingu, þar sem
efnahagslif Luxemburgar
stendur með miklum blóma.
Belgiska stjórnin hafði gert
sér vonir um að fá að fella
frankann um 12%
Stjórnin ákvað i fyrra-
dag að banna allar launa- oe
verðhækkanir til 31. mai og
eftir þann tima hækka laun
ekki sjálfkrafa þótt vöruverð
fari hækkandi. Verða launa-
hækkanir minni en nemur
verðbólgu eftir 31. mai til þess
að halda framleiðsluverði
niðri. Þá hefur stjórn Belgiu
ákveðið að lækka orkuverð til
iðnaðar um 9%, auk þess sem
bæta á lánakjör til útflutnings-
atvinnuveganna. Auk þessa
hefur stjórnin uppi plön um að
útvega þeim 40 þúsund manns
i Belgiu sem nú eru atvinnu-
lausir atvinnu en atvinnuleysi
þar er nú rúm 13%.
Danir höfðu gert sér vonir
um að fá að fella gengi dönsku
krónunnar um 7% en aðeins
fékkst samþykki fyrir 3%
gengislækkun.
Þingað í Delhi
■ Fulltrúar 44 þróunarlanda
sem nú funda i Delhi hlýddu i
gær á ávarp forsætisráöherra
Indlands, Indiru Ghandi þar
sem hún skoraði á þjóðir
heims að samþykkja sam-
starfsreglur, til þess að koma
mætti á efnahagssamvinnu
um heim allan.
Gandhi flutti opnunarræðu
þessa þriöja heimsþings þró-
unarþjóða og sagði hún að þörf
væri á viðræðum milli rikra og
fátækra þjóða þegar i stað til
þess að koma á heilbrigöu
jafnvægi i efnahagsmálum.
Sagði Gandhi að þriðji
heimurinn hefði miklar
áhyggjur af þvi að augljóslega
hefði efnahagi þriöja heiinsins
hrakað siðan á heimsþingi
þróunar- og þróaöra landa i
Mexikó i októbermánuöi sl.
Gandhi nefndi nokkur atriði
sem draga mættu úr þessari
þróun ss. aukna matvæla-
framleiðslu þróunarlandanna,
aðstoð við þau lönd sem hvað
verst hefðu orðið úti vegna
hækkandi oliuverðs og aukinn
fjárstuðning viö rannsóknir á
orkulindum i þróunarlöndun-
um. Um fram allt fór Gandhi
fram á það að hver þjóð
treysti á sinn eigin mátt og
megin.
Tveir Sovétmenn
reknir frá Singapore
■ Tveimur opinberum,
sovéskum starfsmönnum var i
gær visað frá Singapore. Ann-
ar þessara manna er var
sendiráðsstarfsmaður i Singa-
pore. Stjórnvöld i Singapore
ráku þessa menn úr landi og
gáfu þeim aö sök að hafa reynt
að njósna fyrir Sovétrikin.
Að sögn stjórnvalda i Singa-
pore þá þóttist sendiráðs-
starfsmaðurinn vera sænskur
blaðamaður og bauð hann
yfirmanni i her Singapore
peningagreiðslur fyrir
hernaðarlegar upplýsingar.
Foringinn kærði Sovétmann-
inn þegar i stað til stjórn-
valda.
Aðgerðir stjórnvalda i
Singapore koma i kjölfar
brottrekstra á sovéskum
diplómötum frá tveimur
öðrum Asiulöndum, Malasiu
og Indónesiu.
Sprengja drap
15 í Teheran
■ Kraftmikil sprengja
sprakk i gærmorgun fyrir utan
hermannaskála i Teheran
höfuðborg Iran með þeim af-
leiðingum að 15 manns létu lif-
ið og yfir 60 særðust. A meðal
hinna látnu voru tvö skólabörn
og tveir byltingarverðir sem
gættu heimilis þingsmanns i
grennd við hermannaskálann.
Flestir þeirra sem særðust
voru almennir borgarar.
Sprengjan var falin i skýli hjá
skálanum, og auk þess sem 15
létust og yfir 60 særðust þá
voru skemmdir á bilum og
húsum geysimiklar.
PÓLLAND: Tribuna Lutu, málgagn Pólska kommúnistaflokks-
ins hefur varað við erfiðleikaástandinu i landinu og sagt að Pól-
land verði i framtiðinni að hafa náin samskipti við Sovétrikin og
önnur lönd Varsjárbandalagsins. Aðstoðarforsætisráöherra Pól-
lands sagði i gær að blóð hefði flætt um Pólland ef herlög hefðu
ekki verið sett á i landinu i desember sl. Sagði hann að þá hefði
brotist út borgarastyrjöld i Póllandi og herir Varsjárbandalags-
ins skorist i leikinn. Hann ásakaöi leiðtoga Einingar fyrir aö
fylla verkamennina i Póllandi af óraunhæfum hugmyndum um
frelsi.
BRETLAND: Frá þvi var greint i Neðri deild Breska þingsins i
gær, að erlendir ferðamenn á Bretlandi þyrftu i framtiðinni að
greiða fyrir læknishjálp þá sem þeir myndu hugsanlega fá á
meðan á dvöl þeirra á Bretlandseyjum stæði en hingað til hefur
slik þjónusta veriðókeypis. Fyrirkomulag þetta verður i gildi frá
og með 1. október.
BRETLAND: Bandariski auðjöfurinn Murdoch sem á breska
dagblaðið Times, hafði veitt frest til gærdagsins að starfsfólk
dagblaðsins fækkaði sjálfviljugt i starfsliði blaðsins um 600
manns þannig aö starfsmennirnir yrðu 2000 i stað 2600 áður,
Hann ákvaö i fyrrakvöld að íramlengja þennan frest um 24
klukkustundir óg sagði hann að ef eitthvað miðaði á þessum
sólarhring i viðræðum hans við breska verkalýösleiðtoga gæti
fariðsvo aðhann framlengdi frestinn um aðrar 24 stundir.