Tíminn - 23.02.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 23.02.1982, Blaðsíða 24
VARAHLUTIR Mikið úrval Sendum um land allt Kaupum nýleffa Opið virka daga bíla til niðurnfs ® 19 Sími (91) 7-75-51, (91) 7-80-30. daga 10 16 vyx*vyti i SkfniniuvfCi 20 ___. , ». ____ HEDP HF. Kópavogi HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingaféJag labnel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Arnnila 24 Simi 36510 „EF ÞAD VÆRU YKKAR EIGIN BÖRN.... Fulltrúi samtakanna ANC í S-Afríku í heimsókn ■ ,Við óskum eítir stuðningi fjöl- miðla og stjórnvalda á Islandi við málstað ANC, en þó t'yrst og fremst stuðningi islensku þjóðar- innar,” sagöi Lindiwe Mabuza, fulltrúi stærstu frelsisbaráttu- samtaka suður-afriskra blökku- manna, (African National Congress), sem nú er stödd hér á landi. Frú Mabuza ræddi við blaða- menn á Hótel Heklu i gærdag og sagði i sem fæstum orðum frá störfum samlakanna og ástandi i heimalandi sinu. Samtökin eru stofnuð 1912 og hin elstu af baráttusamtökum blökkumanna. Haía þau jafnan leitast við að heyja baráttu sina án vopna, þar til fyrir nokkrum árum að vopn- aður armur var settur á laggirnar innan þeirra og sagði fulltrúinn að reynslan af fasimanum i Evrópu á sinum tima sannaði að stundum getur ekkert dugað nema oíbeldi. Hreyfingin er þó si- minnug oröa leiðtoga sins, Nel- sons Mandela, sem lrá þvi á sjö- unda áralugnum hefur setið i fangelsi á líobin eyju, að hreyf- ingin berjist ekki aöeins fyrir hluta ibúa landsins, heldur alla: „Við erum ekki aö berjast gegn hluta borgaranna, heldur gegn kerfinu. Ég hef barist gegn hvit- um yfirráðum og ég mundi einnig berjast gegn svörtum.” Frú Mabuza kemur hingaö frá aðalstöövum ANC i Stokkhólmi, en þar er Norðurlandadeild sam- takanna. Er þetta fyrsta heim- sókn hennar til lslands. Hún er bókmenntafræðingur að mennt og sjálf ágætt ljóðskáld, að þvi er okkur var sagt á fundinum. Um ástandiö i heimalandi sinu sagði hún að menn gætu best gert sér það i hugarlund með þvi að hugsa sér að það væru þeirra eig- in börn, sem yrðu að taka til fót- anna undan stæðilegum mönnum með riffla i höndum, sem hrektu þautil og frá eins og hunda. örlit- ið brot af þeim kostnaði sem fer til skólahalds hvitra barna og unglinga er veitt svörtum, enda hefur menntamálaráðherra S- Afriku sagt að ekki skuli mennta svört börn nema aö þvi marki að þau geti unniö íábrotin og litt launuð störf. Engin skólaskylda er fyrir svarta og verða foreldrar að kosta skólagönguna af lágum launum. efnaðir hvitir foreldrar dropar ■ Krú Mabut/.a gerir fréttamönnum grein fyrir frelsisbaráttu biökkumanna i S-Afriku og starfi ANC. (Timamynd Hóbert). 'eru hins vegar studdir með ráð- um og dáð, til þess að mennta börnsin. ANC hefur nú komiö upp skólum t.d. i Tansaniu til þess aö mennta börn og ungt fólk i þeim tilgangi að þau geti orðiö fær um að taka að sér ábyrgöarstöf, þeg- ar kúgunarstjórnin er farin frá. Andstaða gegn apartheit-stefn- unni er veruleg meðal hvita minnihlulans og minntist frú Mabuza á kirkjuráöið, stúdenta- öfl innan hersins ofl. ,,En barátta okkar er erliðari en gömlu ný- lendanna”, sagði hún," þar sem óvinarins er að leita i landi okkar sjálíu, en ekki utan þess.” ANC hefurstarfaö viða um lönd að þvi að vinna málstað sinum fylgi, en sem fyrr segir er þetta elsta frelsishreyfingin og um leið sú sem mestu íylgi á að fagna, skv. skoðanakönnunum. Hreyf- ingin er nú bönnuö, en starfar þvi ötullegar leynilega. S-Afriku- stjórn beitir ofsóknum og mann- drápum vægðarlaust i baráttunni gegn hreyfingunni, ,,en fyrir hvern einn sem fellur koma tugir nýrra,” sagði frú Mabuza. Fyrir skömmu var svartur málafærslu- maður einn myrtur, er setið var fyrir honum og hann skorinn á háls og misþyrmt á fleiri vegu. Tugir þúsunda söfnuðust að við jaröarför hans og höfð voru uppi mótmæli. ANC leggur áherslu á að fá sem flest lönd til þess að þrengja kost S-Afrikustjórnar með viðskipta- bönnum og á annan hátt, en undirtektirnar eru misjafnar og ráða viðskiptahagsmunir þar mestu um, einkum meðal ýmissa stærri þjóða. Sagði frú Mabuza að þótt Islendingar væru ekki fjöl- mennir, væri rödd þeirra þvi sterkari og S-Afrikustjórn legði vel við eyrun, þegar um andmæli gegn stefnu hennar væri að ræða á alþjóðavettvangi. Þannig gætu menn hérlendis orðið hinni hrjáðu þjóð S-Afriku, sem aðeins hefur til umráða 13% af landi sinu, þótt fjöldinn sé fimmfaldur á við þá hvitu, að ómetanlegu gagni. —AM Sigurjón klappaður upp ■ Undanfarin ár hefur það vcrið venja ;.ð for- niaður Bæjarútgerðar Reykjavikur heldi ræðu á árshátið fyrirtækisins. Björgvin Guðmundsson hefur þá orðið þess heiðurs aðnjótandi en þó. við blandnar undirtektir þeirra sem undir sitja þvi ræður hans hafa fremur líkst kosningaræðum en nokkru öðru. S.i. föstudag fór hátíðin fram I Breiðstrætinu I Breiðhoiti. Nú hafa veður skipast i lofti frá siðasta ári. Björgvin sestur i for- stjórastól og Eggert G. Þorsteinsson tekinn við sem forniaður. Starfs- fólkið hugsaði gott til glóðarinnar þegar fréttist að nýi formaðurinn yrði erlendis þegar hófið færi fram enda nóg komið af misjöfnum ræðuhöldum krata. En Adam var ekki lengi i Paradis, þvi varafor- maður útgerðarráðs, Sigurjón Pétursson, for- scti borgarstjórnar gerði tilkall til ræðunnar i for- föllum vinar sins. Að- standrndur hátiðarinnar tóku ekki vel i ósk vara- forni annsins og tjáðu honuni að starfsfólk hefði fcngið sig fullsatt af ræðuliöldum i gegnum ár- in. En bættu þvi við að hann mætti syngja ef hann vildi. Sigurjón tók þá á orðinu. Siðan var undir- leikara reddað og vara- formaðurinn tróð upp með söng á árshátiðinni. Byrjaði hann á þvi að syngja þrjú lög. Skipti það enguni togum, að eftir aldcilis frábíera frammistöðu var hann klappaður upp og þurfti að taka aukalag. Var það mál hútiöargesta að söngurinn væri góð skipti á ræðuhöldunum, jafn- framt þvi sem ljóst er að nú væri varaformaðurinn loksins koininn á rétta hillu. Auglýsingar í bundnu máli ■ Hcr áður fyrr voru auglýsingar verslana oft á tíðum mun skemmti- lcgri en nú er, og brá þar jafnvel fyrir skáldlegum tilþrifum. „Vikurblaðið” á Húsa- Þriðjudagur 23. febrúar 1982 fréttir Ingvi efstur á Selfossi ■ Ingvi Ebenhards- son varö efstur i próf- kjöri framsóknar- manna á Selfossi sem fram fór um helgina. Hlaut hann 92 atkvæöi i fyrsta sætið. i öðru sæti varð Hafsteinn Þorvaldsson sem hlaut samtals 147 at- kvæði i 1. til 2. sætið. Guðmundur Kr. Jóns- son hafnaöi i þriðja sæti með 118 atkvæði i 1.-3. sæti. Heiðdís Gunnarsdóttir hlaut 126 atkvæði i 1.-4. sæti en Grétar Jónsson hlaut 118 atkvæði i 1.-5. sæti. Framsókn fékk flest atkvæðin ■ Framsóknar- flokkurinn fékk flest atkvæði i sameigin- legu prófkjöri Fram- sóknarflokks, Sjálf- stæðisfiokks og Al- þýðubandalagsins fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar á Egils- stöðum i vor. Alls tóku 328 þátt i próf- kjörinu. Hlaut B-listi 154 atkvæði, D-listi 88 atkvæði og G-listi 81 atkvæði. Sveinn Þórarinsson og Vigdis Sveinbjörns- dóttir höfnuðu i efstu sætum á prófkjörslista Framsóknarflokksins. Ragnar Steinarsson og Helgi Halldórsson urðu efstir á lista Sjálfstæðisflokksins, en Björn Agústsson og Þorsteinn Gunnarsson hjá Alþýðubandalagi. vik birti á dögunum aug- lýsingar, sem eitt sinn voru birtar i bundnu máli i Boðbera.riti kaupfélags- ins á Ilúsavik og mátti þai' lesa eftirfarandi aug- lýsingu um ávexti: „Eplin þrýtur óðum hér. Agæt vinber dvina. Senn á förum sýnist mér sérhver appelsina”. Hvernig væri að starfs- fólk auglýsingastofanna færi aö yrkja? Krummi ... ...ræður það af frétt i Dagblaðinu i gær, að litið þýddi að skrifa bréf til forseta islands ef is- lenska lögreglan tæki upp vinnuaðferðir Scotland Yard!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.