Tíminn - 23.02.1982, Blaðsíða 23

Tíminn - 23.02.1982, Blaðsíða 23
Þriöjudagur 23. febrúar 1982 flokksstarfid ^ Húsavik Framsóknarfélag Húsavikur efnir til skoöanakönnunar um röðun á framboðslista Framsóknarflokksins i næstu bæjarstjórnarkosningum. Skoðanakönnunin fer fram um helgina 6.-7. mars n.k. Væntanlegir frambjóðendur gefi sig fram á flokksskrif- stofunni Garðar sem verður opin kl. 20.30-22.00 dagana 22,- 26. febr. Þar munu reglur um þátttöku og framboð liggja frammi. Nánari upplýsingar gefa Tryggvi Finnsson, Hreiöar Karlsson og Finnur Kristjánsson. Framsóknarfélag Hveragerðis og Ölfuss heldur aðalíund þriöjudaginn 2. mars n .k. kl. 20.30 að Blá- skógum 2. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. Alþingismennirnir Þorarinn Sigurjónsson og Jón Helgason veröa til viðtals og ræða landsmálin i barnaskólanum á Laugar- vatni miðvikudagskvöldið 24. febrúar kl. 21.00. Allir velkomnir. Grindvíkingar Framsóknarfélag Grindavíkur auglýsir hér með eftir framboðum i væntanlegt pröfkjör sem fram fer sunnudag- inn 14. mars n.k. Framboðum skal skilað til uppstillinganefndar eigi sfðar en föstudaginn 5. mars. 1 uppstillinganefnd eru: Svavar Svavarsson Guðmundur Karl Tómasson Gisli Jónsson Halldór Ingvarsson og Ragnheiður Bergundsdóttir. Rorgarnes nærsveitir Spilum félagsvist i Hótel Borgarnes föstudaginn 26. þ.m. kl. 20.30 Framsóknarfélag Borgarnes f " 1 .......\ Sísildar siafir 103 Daviðs-sálinur. Lofa þú Drottin. sála mín. <>g alt. scin i mér er. hans hciLaga nafn ; lofa þú Drottiu. sála uiin. "g glevtn eigi lu-iuum velgjörðunt hans, BIBLÍAN OG Sálmabókin Fást íbókaverslunumog hjá kristilegu félögunum. HIÐÍSL. BIBLÍUFÉLAG (Puöbmnbööíofu Hallgrimskirkja Reykjavik simi 17805 opiÖ3-5e.h. VIDE0- markaðurihm HAMRABÖRG10 K€ípSMSS#zf Höfum VHS myndóooo og original spólur i VHS. Opið frá kl. 9 til 21 alla virka daga, laugardaga frá kl. 14—18 og sunnudaga frá kl. 14—18. SLEPPIR ÞÚ BENSÍNGJÖFINNi VIÐ MÆTINGAR Á MALARVEGUM? /fíh^ Lestunar- áætlun Goole: Arnarfell . .9/3 Arnarfell .22/3 Arnarfell ..5/4 Rotterdam: Arnarfell .26/2 Arnarfell . 11/3 Arnarfeli .24/3 Arnarfell ..7/4 Antwerpen: Arnarfell .27/2 Arnarfell . 12/3 Arnarfell . 25/3 Arnarfell ..8/4 Mamborg: Helgafell . 11/3 Helgafell .31/3 Helgafell . 19/4 Larvik: Hvassafell . .9/3 Hvassafell .22/3 Hvassafell ..5/4 Helsinki/Hangö: „Skip” ca ..8/3 Disarfell . 15/4 Gautaborg: Hvassafell .25/2 Hvassafell . 10/3 Hvassafell. .23/3 Itvassafell ..6/4 Kaupmannahöfn: Itvassafell 26/2 Hvassafell 11/3 Hvassafell 24/3 Hvassafell .7/4 Svendborg: Hvassafell ,27/2 Hvassafell . 12/3 Helgafell , 13/3 Hvassafell .25/3 Helgafell .31/3 Gloucester, Mass.: Skaftafell . 12/3 Skaftafell , 12/4 Halifax, Canada: Skaftafell . 15/3 Skaftafell . 15/4 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 Einhe lll vandaöar vörur | 23 eftir helgina íslensk úr- ræði ÍOO ára ■ Veörið um helgina var einkar milt og þaö var blóð- ilmur af jörðunni ofanviö bæ- inn. Rétteins og vorið væri að koma og þeir á Suðurláglend- inu hleyptu fénu út og kindurnar röltu stirðlega um og voru eins og ullarballar á að lita úr fjarlægö. Þær voru svo að segja samlitar landinu, eins og leysingavatniö, er lék vorlög i giljum og skorning- um. baö haföi greinilega rignt mikiö, og nú þykir ábyrgum mönnum á tslandi vænt um regnið, þvf votviðri gjörir vatnsreikninga höfuöborgar- innar og rikisins rétta. Þóris- vatn hækkar, og lika annar vatnsforöi rikis og bæjar. bótt lón haldi illa vatni og migi undir, þá er nú hægt að sjá ál- verinu, áburðarverksmiöjunni og málmblendinu fyrir nægri raforku, þannig að unnt er að vinna með góðum afköstum. öryggi fæst hins vegar ekki, fyrr en búið er að virkja Sultartanga, og helst þyrfti aö flytja orkuverið Kröflu og setja niður á nýtt háhitasvæði, t.d. i Hengli, en auðvitað eru þessar túrbinur færanlegar og geta verið hvar sem er, nema þar sem þær eru núna. Aðalviöburður helgarinnar var auðvitað aldarafmæli Samvinnuhreyfingarinnar. Ekki svo að skilja að allt mannlif i landinu hafi staöið i hátiðahöldum, fremur er þaö hitt, aö þessi timamót vekja til sérstakrar umhugsunar um þaö, hvernig heimspeki i sveitum fyrir noröan, getur orðið aö sérstökum, áþreifan- legum veruleika og nýjum lifsmáta. Það mun hafa verið á Þverá i Laxárdal sem nokkrir bænd- ur settu fund i baðstofunni 20. febrúar árið 1882 til að stofna félag um vörukaup. Nokkru siöar var sendur út pöntunar- seðill með 90 vörutegundum. Seöillinn var handskrifaöur og linur voru dregnar með blý- anti, að þvi er sagt er, og tekið var fram, að óvist var hvort hagur væri i að panta sumt, sem boðið var. Þeir menn er nú tala um hallæri geta hugsað um ástandið i landinu, þegar Kaupfélag Þingeyinga var stofnað. Arið 1881 snjóaði i hverri viku allt sumarið, og menn þreifuðu sig gegnum bylinn til að verka hey. Hafis lá fyrir landi og mislingar gengu yfir landið, þannig að fólkið dó unnvörpum. Og veturinn eftir var einnig einn sá harðasti, er gengið hafði yf- ir lengi. 1 bréfi er Benedikt á Auðn- um skrifaði, lýsir hann ástandinu m.a. meö svofelld- um orðum: ... þú hefðir átt að ganga með okkur einn dag frá morgni til kvelds við lambféö i vor, i kafaldsbyl, tina upp lambsskrokkana og heyra veinið i mæðrunum og hafa ekkert að likna þeim með og sjálfur litið aö éta. Og svo þeg- ar loks að átti aö myndast við sumarstörfin, þá hefðir þú átt að koma hérna á einhvern bæ- inn i noröan krapahrið, hálf- þurrar lambgotur voru að snöltra i krapinu á litt litkuö- um engjunum eða jafnvel tún- inu, óhreinsuöu, enginn var til að passa þær og kannski ekki til þess að toga i hálfþurra og kalda spenana, þvi nú lágu mennirnir hjálparlausir i rúminu, veinandi, ein kelling eða karl eldri en 36 ára var máske á fótum og gat litið hjúkrað. Faöir og móðir dauö- veik og börnin veinandi. Orfiö og hrifan lágu úti i horni en norðanstormurinn öskraöi úti ... Og svo kom haustið. Mátt- vana karlar og skjögrandi griðkur náfölar skreiddust út til þess að heyja!! en grasið var — ckkert! Bóndinn gekk niðurlútur og blés mæðilega, þvi máske voru bæöi kona og börn komin undir gráa torfu, en væru þau lifandi vissi hann litt hvar brauö skyldi taka handa þeim.” Og baö var við þessar að- stæöur, sem Samvinnu- hreyfingin varð til. Að visu eru þeir menn til, sem i alvöru halda að þarna hafi verið stofnað glæpafélag. En allir vitibornir menn skilja að þarna voru glöggir og greindir bændur að reyna ný úrræöi, til aö halda lifi. Og sem merkara er, þá er hug- myndafræði þeirra heima- fengin, þótt eldri hliðstæðu sé að finna i Englandi. betta voru þvi islensk úrræði. Það má deila um, hver örlög þjóöarinnar heföu orðið, ef kaupfélög heföu aldrei verið stofnuð á tslandi. En hitt er jafnvist, aö ástand mála i verslun, iðnaði og þjónustu væri öðruvisi, ef hinir þing- eysku bændur heföu ekki hafið samvinnu um sin mál. Jónas Guðmundsson, rithöfundur, skrifar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.