Tíminn - 23.02.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.02.1982, Blaðsíða 4
4 ÞTÍÖjuddgur.23. febtúdr Í982 FUJIKfl ömmuhillur byggjast á einingum (hillum og renndum keflum) sem hægt er að setja saman á ýmsa vegu. Fást i 90. sm. lengdum og ýmsum breiddum. Verð: 20sm. br. kr. 116.00 25sm. br. kr. 148.00 30sm. br. kr. 194.00 40sm. br. kr. 217.00 milli-kefli 27 sm. 42.00 lappir 12 sm. 30.00 hnúðar 12sm. 17.00 Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er. STEINOLIU- OFNAR AFAR HAGST7ETT VERÐ Skeljungsbúðin Suöurlandsbraut 4 sm 38125 Heildsölubirgðir: Skeljungur hf. Smavorudeild - Síöumúla33 sími 81722 Furuhúsið h.f. Suðurlandsbr. 30 — simi 86605. kastdreifarar A AMAZONI • Tvær dreifiskífur dreifa iafnt á báðar hliðar Stærðir: 400 litra •600 litra 800 litra 1000 litra • AAikiI afköst, nákvæm og jöfn dreifing • Lág bygging og auðveldari áfylling • Áburðartrekt m/tveim þvælurum. ÞÓRf ÁRMÚLA11 PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar aö ráða Loftskeytamann/ Símritara til starfa i Vestmannaeyjum. Nánari upplýsingar verða veittar hjá starfsmannadeild og stöðvarstjóranum i Vestmannaeyjum. Umboðsmenn Tímans Vesturland Staður: Nafn og heimili: Simi: Akranes: Guömundur Björnsson, 93- 1771 Jaðarsbraut 9, Borgarnes: Unnur Bergsveinsdóttir, 93-7211 Þórólfsgötu 12 Rif: Snædis Kristinsdóttir, Háarifi 49 Ólafsvik: Stefán Jóhann Sigurðsson, Engihlið 8 93-6234 Grundarfjöröur: Jóhanna Gústafsdóttir, Fagurhólstúni 15, Stykkishólmur: Esther Hansen, Silfurgötu 17 93-8115 ■ Kúnaðarþing að störfum i gær. Jónas Jónasson, búnaðarmálastjóri, i ræðustóli, en við hlið hans situr Ásgeir Bjarnason, formaður Búnaðarféiagsins. TimamyndiHóbert Ásgeir Bjarnason við setningu Búnaðarþings: „LANDBÚNAÐARAFURÐIR 6.5% AF ÚTFLUTNINGI” ■ ,,Að fortið skal hyggja, er framtið skal byggja”. Þessi orð hvarfla að mér nú, vegna þess að i ár er m innst margra merkra at- burða i sögu islensku þjóðarinn- ar”,sagði Asgeir Bjarnason, for- maður Búnaðarfélags íslands í upphafi ræðu sinnar við setningu Búnaðarþings i gærmorgun. Meöal þessara merku atburða nefndi AsgeirlOOára afmælielsta kaupfélags landsins. „Það þótti lika merkur atburður, sem skeði fyrir eitt hundrað árum þegar annar bændaskólinn i landinu var stofnaður að Hólum i Hjaltadal árið 1982, þegar ekkert sumar kom á Norðurlandi i þess orðs merkingu. Hólaskóli hefur nú starfaö lengur á sama stað en nokkur annars skóli i sveithér á landi. 145 ára afmæli Búnaðarfélags íslands Einnig vil ég minna á 145 ára afmæli Búnaðarfélags Islands, elsta búnaöarfélag landsins. Upp- haf þess var stofnun HUs- og bú- stjórnarfélags Suðuramtsins 1837... Ariö 1899 nær félagið fyrst yfir allt landið. Þær merku stofnanir, sem ég hef nefnt. Þessir þrir meginþætt- ir, menntun, viðtæk félagsstarf- semi og barátta fyrir framförum á sviði atvinnulifs og i viöskipta- málum hafa reynst islensku þjóðinni traustir hornsteinar og haldgóöur grunnur þvi vel- megunarþjóðfélagi sem við lifum i”. Ásgeir vék siðan að því að land- búnaöurinn eigi nú við talsverðan vanda að etja ,,eins og raunar aðrir atvinnuvegir, sem byggja á landsins gögnum og gæðum”... ,,Þótt hlutur landbúnaðar i út- fiutningi sé ekki mikill saman- borið við heildarútflutning lands- manna, þá hefur hann samt tals- verða þýðingu fyrir þjóð sem berst i bökkum gjaldeyrislega. Arið sem leiö voru fluttar út land- búnaöarafurðir unnar og óunnar fyrir 421,6 milljónir króna og er það sem næst 6,5% af heildarút- flutningi”... Enginn vidun- andi markaður fyrir dilkakjöt Asgeir vék siðan aö búvöru- framleiðslunni og kvað nú al- mennt talið að mjolkurfram- leiðslan sé nokkurnveginn i sam- ræmi við þarfir innanlands, þótt færa þurfi framleiðsluna meira yfir á vetrarmánuðina. „ööru máli gegnir með fram- leiðslu á kindakjöti þar eru meiri vandamál en menn hugðu. Flytja þarf úr landi hartnær þriðjung dilkakjötsframleiðslunnar nú eins og verið hefur. Besti markaðurinn sem var i Noregi, nær 3.000 tonn fyrir nokkrum ár- um, er fallinn niður i 600 tonn og verður sennilega enginn, þvi Norðmenn eru orðnir sjálfum sér nógir á þessu sviði og hyggja jafnvel á útflutning dilkakjöts. Enginn nýr umtalsverður markaður hefur fundist, sem gef- ur það verð sem hægt er að telja viðunandi... Þessa þróun hafa bændur og samtök þeirra séð fyrir lengi og rættum það, hvernig best væri að leysa vandamál þessi”. Asgeir rifjaði í þvi sambandi upp fyrri ályktanir Búnaðarþings svo og markvisst starf Stéttarsam- bandsins og Framleiðsluráðs að skipulagningu á framleiðslu bú- vara Ut frá lagaheimildum er Al- þingi samþykkti 1979-1980. t framhaldi af þvi kom hann inn á breytingar jarðræktarlaganna 1979, sem beindu framlögum til annarra þátta landbúnaðarins. Sagði Ásgeir það hafa sýnt sig á undanförnum árum, að þessir fjármunir hafi komið að góðum notum í sambandi við nýjar bú- greinar og bætta aðstööu hjá mörgum bændum. „Þegar er farið að fitja upp á nýjum búgreinum, t.d. refa- og minkarækt. Ræktun og veiði ferskvatnsfiska i stærri stil en áður, aukin og bætt nýting hlunn- inda og enn þá er það svo sums staðar i landinu, að auka mætti nokkuð framleiðslu eggja og svinakjöts, aö þvi ógleymdu að viða vantar afurðir gróðurhúsa. Kornrækt er hafin i veðursæl- um sveitum og sömuleiðis skóg- rækt. Allt getur þetta hjálpað skapað tekjur og komið i staðinn fyrir hefðbundnar búgreinar. Hagrædingarféd minnkar sífellt Þvi miður lita þessi mál ekki eins vel út og áður, vegna þess að hagræðingarféð smá minnkar með sifelldum niðurskurði fjár- laga. Þaö fólust fyrirheit í jarð- ræktarlagabreytingunni 1979. Menn gerðu sér vonir og hófust handa, byrjuðu á nýjum búgrein- um og hagræddu öörum. Með niðurskurði fjárlaga erkippt und- an einu stoðinni sem opinberir aðilar, Alþingi, taldi sér fært að veita til að ná settum mark- miðum i framleiðslumálum land- búnaðarins”. Asgeir vék þvi næst að nauðsyn á færslu búreikninga og aö i ráði sé að auka þjónustu i þvi sam- bandi. Búreikningar enn þarfari en ádur „Búreikningar gefa glögga mynd af þvi' hvernig búrekstur gengur. Reikningarnir eiga að geta gefiö mynd af þvi sem miður fer og má i ljósi þess leita lag- færinga... Skýrslur nautgripa- ræktarfélaganna árið 1981 sýna að meðalnyt árskúnna er 3.710kg, sem er 81 kg. minna en árið 1978. Kjarnfóöurgjöf er árið 1981 144 kg. minni á árskú en árið 1978. Þannig virðist nú nokkuð hafa verið dregið Ur hlut aðkeypta fóðursins — kjarnfóðursins — i mjólkurframleiðslunni. Eftir hverja vetrarfóðraða á fengust um 23 kg. af dilkakjöti árið 1980 i fjárræktarfélögunum”. Asgeir undirstrikaði siðan að nú sé enn meiri þörf en áður fyrir bændur aö færa búreikninga. Staða Bjargráðasjóðs bágborin Asgeir vék að málum Bjarg- ráðasjóös. Á s.l. ári kvað hann sjóðinn hafa lánað 8 milljónir kr. með Byggðasjóðsvöxtum þeim er uröu fyrir miklu tjóni vegna óveðurs er gekk yfir landið 16. og 17. febrúar 1981. „Málefni Bjargráðasjóðs standa þannig, að sjóðurinn skuldar 25 millj. kr. vegna lana er hann varö að taka er harðindin geisuðu 1979 og fokveðurs i fyrra. Nú vantar sjóðinn 15 millj. kr. til að lána vegna heyskorts, upp- skerubrests og haröinda frá siðastliönu ári. Þetta er erfið staöa og óhugsandi til fram- búðar”. Asgeir kvaö þörf á að skoöa þau tvenn lög sem varöa stórtjón — þ.e. Viðlagatrygg- ingarsjóð og Bjargráöasjóð — i samhengi og gera báðum kleift að standa við sitt. t lokaorðum ræðu sinnar sagði Ásgeir m.a.: „Aukinn iðnaður i sveitum á meiri framb'ð fyrirsér nú en áður, siöan vegakerfið batnaði og raforkan náði til flestra byggðarlaga landsins. En nauðsynlegt er aö jafna raforku- verðiðsem er mjög misjafnt það léttir undir með bæði upphitun húsa og auknum iðnaöi. Matvæla- iðnaður úr kjöti og sláturafurðum þykir nú nauðsynlegur. Hann á ekki siður að geta tekist vel hjá þeim sláturleyfishöfum, sem hafa góða aðstöðu til þess úti á lands- byggöinni en smjör og ostagerð hefur tekist hjá mjólkurbúum landsins. Sé rétt á málum haldið getur allt þetta veitt björg i bú á komandi timum”. —HEl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.