Tíminn - 23.02.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 23.02.1982, Blaðsíða 11
Þri&judagur 23. febriiar 1982 11 ■ 4. jantiar 1982. á 75 ára afmæli Núpsskóla. Guöný Gilsdóttir og Ingimar Jóhannesson. í Núpsskóla skólahald gæti byrjaö fyrren eftir áramótin. Ingimar segist ekki muna til að hann haf i nokkru sinni orðið glað- ari en þegar móðir hans sagði honum einhverntima á jólaföst- unni 1906 að hún væri búin að sækja um skólann fyrir hann. Fyrsta skóladaginn 4. janúar var kalsaveður, austanátt og rigning. Ingimar hafði þá bókapúlt sitt á baki sér undir regnkápunni á leið til skólans. I upphafi var ráðgert að þetta væri tveggja vetra skóli. Því var annað námsefni i sögu, landa- fræði og náttúrufræði ákveðið næsta vetur svo að farið væri yfir það allt á tveimumr vetrum. Ingi- marvari skólanum veturinn eftir en Guðny ekki. Ég spuröi hana um frekari skólagöngu sina. — Þvi'er fljótsvarað, segir hún. Ég hef ekki verið á skólabekk nemaþessa þrjá mánuði. Raunar fór ég til Reykjavikur eitt haust- ið,aðleita mér lækninga við liða- gigt. Ég held það hafi verið 1911. Það bar nú litinn árangur en konan sem ég var hjá kom mér i starf hjá klæðskera. Þar var ég um veturinn, á þvi lærði ég. Svo gerði hann ekki endasleppt við mig klæðskerinn, en sagði við mig undir vorið: Jæja, Guðný. Þú verður núað læra aö taka mál svo þú getir notað þér það sem þú hefur lært. Svo kenndi hann mér það. Og þá er fullsagt frá minni skólagögnu. Ungmennaskólinn var kvöld- skóli þennan fyrsta vetur. Kennslutimi var frá kl. 3-8. Það var af þvi að framan af degi var barnakennsla i húsinu. Séra Sig- tryggur var einn um kennsluna. Nemendur sátu við langborð, fjórir við hvert, á einföldum tré- bekkjum. Eitt borð var aftast við vegg og siðan tvöhvoru megin, en kennari stóð i kvinni sem myndaðist milli þeirra. Þeim Guönýju og Ingimar kemur saman um að árangur þeirra þriggja mánaða kennslu sem var þennan vetur hafi verið undra mikill. Okkur langaði öll til að læra. Þau minnasl einstakra atriða og atvika frá þessum skólatima. Guðný segist ekki oft hafa séð sr. Sigtrygg með gáskasvip þennan vetur. En einhvern tima i kennslustund var hann að kenna þeim bragfræði, stuðla og höfuð- stafi. Þegar kom út úr kennslu- stolunni heyrði hann að strákarn- ir voru að reyna að hnoða ein- hverju saman. Þá leyndi sér ekki að hann naut þessara tilrauna. Ingimar segist aldrei hafa komið saman óskakkri visu fyrr en hann var i námi á Núpi. Svo heyri ég að Guðný fer með i lágum hljóðum, erindi sem ég kannast ekki við. Hvað er þetta? segi ég. Þetta er frá Arnarnesi, svarar hún. Þaö er eftir þig sjálfa, segir Ingimar. Láttu mig heyra þetta aftur, segi ég. A ég að gera það, segir Guðný og endurtekur siðan: Ljáðu mér á lifsins kveldi ljóssins Guð i þinu veldi ljós af þínum lifsins eldi að lýsa siðasta áfangann. Svo heim ég rati i himnarann Lát mig þar um eilifð alla elska þig og hlýða. Veitmér þetta, vinur allra lýða. Þau rifja upp skólaminningar og Ingimar minnist á hve sr. Sig- tryggur var áhugasamur um náttúrufræði almennt og ekki si'st grasafræði, sem mér leiddist þá enda þekkti ég fáar jurtir. En sumarið eftir var hann nokkuð með sr. Sigtryggi við ræktunar- störf og lærði þá að þekkja jurtir. Siðan hefur honum þótt grasa- fræðin flestu skemmtilegri og naut þess á Hvanneyri. Svo kemur það i tali þeirra, að Ingimar segir: Það var nú löngu seinna sem við vorum trúlofuð. Nú legg ég við hlustir, því þó ég teldi mig vita ýnislegt um þau, haföi ég aldrei heyrt neitt um aukatrúlofanir. Þau segja mér þá að eftir að Ingimar var á Hvanneyri var hann við barnakennslu i Mýra- hreppi. Stúkan Gyöa lék þá Borg- ir Jóns Trausta og mun sr. Sig- tryggur hafa snúið sögunni ileik- búning. Þeir gátu allt, segir Guðný. Ingimar lék séra Gisla en Guðný Þórdísi unnustu hans. Þegar sr. Gi'sli kemur heim úr kaupstaönum eftir fundinn mikla og alllanga dvöl á undan honum, biður Þórdis hans, og leikur sorgarlag á harmonium. — Viö áttum að heilsast meö kossi.það var lokaatriðiö. En það varð einhver dráttur á að tjöldin drægjust fyrir svo við uröum að kyssast lengur þess vegna, sagði Ingimar. En Guðný hefur skýringu til- tæka. Það var bölvuö striðni úr hon- um Torfa og ekkert annaö. Og þegarviðskömmuðum hann fyrir þetta sagði hann bara: — Leið ykkur nokkuö illa? Þetta gerðist á Flateyri þegar leikurinn var sýndur þar. Og Ingimar segir að Kristján As- geirsson verslunarstjóri hafi sagt að kveðjustundin hafi verið svo sönn og trúverðug að slikt sýni engir nema sannir elskendur. Þau segja mér fleira af Borgr um. Guðný segist alltaf hafa dáðst af þvi hve vel Kristinn á Núpi lék sr. Torfa og Björn Guðmundsson Pramma, hval- veiðimanninn norska. Og þaö kemur f ljós aðhún kann sitthlut- verkenn, a.m.k. lokaatriðið. Séra Gisli spyr hvort pabbi hennar sé kominn heim. — Já, hann er kominn. Veðriö var vont, en honum var samt heitara en þér. Og hún sýnir mér hvernig hún vermir kalda hendi unnustans. Enda þótt þetta snerti ekki skóla sr. Sigtryggs beinlinis felli ég það ekki undan hér. Það er vitnisburður um það menningar- lif sem var umhverfis skólann. Svo neita ég mér heldur ekki um að segja hér smásögu sem Ingimar spurði mig hvort ég kynni. Þegar Guðný var lyftuvörður í Hallgrimskirkju kom sóknar- prestur hennar einhverntima með kvennahóp — prestkonur tókst mér eftir — og segir við Guðnýju að þessar konur fái nú fria ferð upp i turninn. —Nei.segirGuðný. Þær munar ekkert um þetta gjald hverja eina, en kirkjuna munar um það þegar það kemur saman. — Þú veist nú, Guðný min, aö það stendur i Bibliunniaö sælla sé að gefa en þiggja, segir prestur, en konurnar fara að taka til lyftu- gjaldiö. — Veit ég það, segir Guðný, en ég hef aldrei fundið i Bibliunni neitt um það, að maður eigi að gefa það sem maður á ekki. Ingimar minnir mig á að unglingaskólar hafi starfað á ýmsum stöðum kringum alda- mótin. Hann nefnir Ljósavatn, Heydalsá, Hjarðarhoit og Hvitár- bakka. Núpur hefur verið skóla- setur frá þvi að söfnuðurinn hóf þar skólakennslu 4. janúar 1907. H. Kr landfari Málefni sjómanna ■ Þann 9. febrúar s.l. birtist á þriðju siðu dagblaðsins Timanum, athyglisverð greinagerð um skattafriðindi sjómanna frá sjálfum for- sætisráðherra Gunnari Thor- oddsen, en hann útvaldi sér- staka spekinga til þess að vinna þetta verk. Vonandi gef- ur þessi nefnd Gunnars upp laun þau sem hún fékk fyrir verkið til skatts, en það er nefnilega núna þessa dagana, sem menn berjast á hæl og hnakka við það að stela sem mestu undan skatti til rikis- sjóðs. Það verkefni hefði Gunnar fremur átt að láta gera úttekt á, en sá stuldur nemur væntanlega mörgum 55 milljónum króna, sem annars ættu að hafna i rikissjóði, og geröi kleyft að lækka skatta landsmanna um 20 til 30% ef leiðrétt væri. Er hugmynd forsætisráð- herra að ráðast á sjómenn og fella niður sjómannafrádrátt- inn??? sem þýddi að leggja sjómannástéttina i rúst hér á landi, svo sjómenn færu úr landi, en erlendis hafa sjó- menn margfalt hærri laun en hér. Það er augljóst, að lagapró- fessorinn, doktorinn og for- sætisráðherran hefur ekki hundsvit á sjómennsku, frekar en Reykjavikurmaðurinn sem hugðist fara að gera út bát og fór inni veiðarfæraverslun i Reykjavik og spurði hvort hann gæti fengiö keyptar gæft- ir. Það vita auðvitað allir að góöar gæftir eru forsenda fyr- ir þvi að fiska. Og ég vil benda Gunnari á það, að þýðingar- mesta og um leið grundvallar- forsenda fyrir þvi að byggja upp góða sjómenn er aö greiða þeim góð laun, hjá þvi verður ekki komist og á þvi byggjast skattaivilnanirnar. Skipstjóri fiskar ekki mikið með tóma ónytjunga um borð, frekar en ef forsætisráðherra færi að gera út bát meö skrifstofulið sitt úr ráðuneytinu. Nei, það þarf enginn að láta sér til hug- ar koma að sjómenn eigi nokkurn þátt i efnahagsvanda þjóðarinnar, þótt forsætisráð- herra láti sér detta slika fáránlega vitleysu i hug. Þjóð- inni skal stjórnaö með réttlæti en engri slægvisku. Arásir for- sætisráðherra á sjómenn, þræla hafsins.er sama og fall hans eigin rikisstjórnar, það þarf engan speking til þess að sjá það. Forsætisráðherra, sem er og formaður stjórnarskrár- nefndar ætti að vaka yfir þvi, að stjórnarskrá lýðveldisins sé virt af stjórnendum þessa dvergrikis, en ekki brotin meö lagasetningum eins og gert er. Vik ég að þvi hér á eftir. Það er staðreynd aö skatta- löggjöfin viröist i megin efn- um vera byggð upp gagngert til þess að allir sem hafa ein- hvern rekstur með höndum, sé gefinn ómældur réttur til þess að stela peningum, sem ella ættu að fara i rikissjóö, þar liggur eitt aðal meinið að efnahagsvandanum, þó ég minnist ekki á allt brjálæöið i fjármálabruöli i kringum stjórnun þess litla eylands. Okkur ætti t.d. að nægja fimm ráðherrar og 30 þing- menn????. Ég kem hér þá að stjórnar- skrár-broti gagnvart islensk- um sjómönnum, sem forsætis- ráðherra Gunnari Thoroddsen væri réttara aö leiðrétta frek- ar en huga aö árásum á sjó- menn. Sjómenn, aðall islensku þjóðarinnar, er beittur fjár- kúgun meö lögum, sem brjóta i bága við stjórnarskrána, með þvi að krefja sjómenn til þess að borga 10% af sinum launum til að borga fiskiskip- in. Meö lögum skal land byggja, en ólögum eyöa. Það er nefnilega með ólögum sem landi er eytt, og er engin goðgá að telja það stefnu stjórn- valda, þegar svona er staðið að málum. 67. gr. stjórnar- skrárinnar hljóöar svo: Eignarétturinn er friðhelgur. Engan má skylda til aö láta af hendi eign sina, nema al- menningsþörf krefji: þarf tii þess lagafyrirmæli og komi fullt verð fyrir, fer ekki milli mála að sjómennirnir eiga og eignast hluta og sumir aö fullu fiskibátana, með þvi að greiða af launum sinum til greiðslu bátanna, og á þvi hver einasti sjómaður kröfu til þess að fá sinn eignarhlut endurgreidd- ann þegar viðkomandi hættir störfum og skilyrðislaust þeg- ar fiskiskip er selt, þvi annars hirðir skráður eigandi and- virði bátsins, en skráður eig- andi getur aldrei átt bátinn sem sjómennirnir hafa borg- að. Hér er og hefur verið látin viðgangast grófleg aöför að mannréttindum, sem sjómenn krefjast leiðréttingar á. Ekki er að efa að sjómenn munu höfða mál til þess að endur- heimta eignarhlut sinn i við- komandi skipum. Læt hér staðar numið að sinni. Magnús Guömundsson, sjóm. Strandgötu 3, 450 Patreksfiröi. Byrgjum brunninn ■ Að undanförnu hafa stjórn- málaflokkarnir undirbúið framboðslista sina fyrir kom- andi sveitarstjórnarkosning- ar. Ýmsar aðgeröir eru við- hafðar i þvi sambandi, en þó viröast prófkjör sem bundin eru við þátttöku flokksbundins fólks vera vinsælasta ákvörðunaraðferöin. Alþýðuflokkurinn reiö að nokkru leyti á vaðið i próf- kjörsmálum þ.e. fyrir kosn- ingarnar 1978 þótt vissulega hafi prófkjörum verið beitt litillega áöur m.a. af Fram- sóknarflokknum. Alþýöu- flokkurinn hefur státað sig af svokölluðum opnum prófkjör- um þar sem nánast allir geta kosið. Þannig hefur hinsvegar skapast sú hætta að menn úr öðrum flokkum gela haft áhrif á skipan framboðslista við- komandi flokks. Ég tel að reynsian hafi sýnt að opin prófkjör eru stórgölluð m.a. af þeirri ástæðu aö hætta er á að framboöslisti sýni oft á tiðum ekki vilja hins raunverulega flokksmanns á skipan efstu sæta. Siöast en ekki sist er hætta á þvi að opin prófkjör leiði af sér innri baráttu milli frambjóðenda i prófkjöri sem birtist m.a. i smölun fólks á kjörstaö. Allt slikt er þvi til að ala á sundurlyndi og átökum innan viðkomandi flokks. Þetta tel ég að glöggt megi sjá hjá Alþýðuflokknum, þar sem stöðug innri barátta virðist eiga sér stað. Ég hef þá skoð- un að prófkjör séu ágæt svo framarlega sem þess er gætt að þau sýni vilja þess fólks sem er flokksbundiö innan viðkomandi flokks. En þaö er ekki nóg að þátttakendur séu flokksbundnir, það þarf lika að koma i veg fyrir að menn gangi i flokkana um leið og þeir greiöa atkvæði i próf- kjöri, og gangi siöan úr flokknum daginn eftir. Slikt er auövitaö alveg fráleitt, en hef- ur eigi aö siður gerst aö ég hygg. Til þess að koma i veg fyrir aö prófkjör séu misnotuö þá þarf að minu mati að gæta sérstaklega aö eftirtöldum atriðum. 1) Reglur um framkvæmd prófkjörs þurfa að vera skýrar hvaö varðar fram- kvæmd prófkjörsins. 2) Skýrt þarf að vera kveöiö á um hverjir séu gjaldgengir til þátttöku t.d. aldur og bú- seta. 3) Félagaskrár þurfa að vera i lagi t.d. hvaö varöar hvort menn hafi greitt árgjöld sín ef um slikt er aö ræða. 4) Miöa ætti við að menn hafi veriö flokksbundnir i við- komandi flokk i einhvern lágmarks tima t.d. 8 mán, og iullnægi öllum þeim skilyrðum að teljast reglu- legur félagi. Fyrrgreind atriði tel ég að séu frumskilyrði þess að prófkjör geti á einhvern hátt sýnt raun- hæfa mynd af óskum hins raunverulega flokksmanns á það hverjir skipi efstu sæti á lista flokks þeirra, en ekki hverjar veikar sálir sem smalað og heíur verið saman eins og tryppum á afrétti til þátttöku i prófkjöri og kveðja siöan flokkinn meö simtali daginn eftir. Arnar Bjarnason (0448-5017) frá Þykkvabæ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.