Tíminn - 23.02.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.02.1982, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 23. febrúar 1982 IMiw utgefandi: Framsóknarflokkúrinn Framkværtidastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjori: Sig- urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jóns- son. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Mógnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir), Skafti Jónsson. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf- arkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteins- dóttir. Ritstjórn, skrifs.'ofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjivik. Simi: 86300. Aualýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu •6.00. Askriftarqjald á mánuöi: kr. 100.00—Prentun: Blaðaprent hf. Samvinnuhugsjónin og fslenskt þjóðfélag ■ í tilefni af 100 ára afmæli samvinnuhreyfingar- innar áíslandi birti Timinn itarlegt viðtal við Val Arnþórsson, stjórnarformann Sambands is- lenskra samvinnufélaga, fyrir heigina. Þar sagði Valur m.a.: ,,Égheldað fullyrða megi með allri sanngirni, að samvinnuhreyfingin hafi haft veruleg áhrif á þ.ióðlffið allt, bæði efnahagslega, félagslega og menningarlega. Sannleikurinn er sá, að sam- vinnuhugs.iónin hefur haft afgerandi áhrif á þró- un og mótun þ.ióðfélagsins alls og þá tvimæla- laust langt út fyrir hinar eiginlegu raðir sam- vinnuhreyfingar. Segia má að ailt þ.ióðfélagið og þar með flestir stiórnmálaflokkarnir séu meir eða minna mótaðir af lýðræðislegri samvinnu og samh.iálp. Mörg meiriháttar samtök i atvinnu- og efnahagslifi eru uppbyggð á samvinnugrundvelli. Má þar t.d. nefna sölukerfi s.iávarafurða, bæði að þvi er varðar freðfisk, skreið og ýmsar aðrar afurðir. Tel.ia má byggðastefnuna afsprengi samvinnu- hugs.iónarinnar, þannig að boðun hennar hefur vissulega markað afgerandi spor i þ.ióðlifinu öllu, tvimælalaust islenskri þ.jóð til aukinnar farsæld- ar. Með viðtækri fræðslustarfsemi sinni hefur sam- vinnuhreyfingin að s.iálfsögðu haft veruleg áhrif, bæði félagsleg og menningarleg”. Valur óskaði iafnframt samvinnuhreyfingunni þess ,,að félagsíeg þátttaka i starfi hennar megi verða sem allra mest og að hið efnalega umhverfi megi verða þannig á hver.ium tima, að reksturs- grundvöllur hennar veröi sem traustastur og að hún geti þannig sem allra best gegnt hlutverki sinu til áframhaldandi eflingar félagslegrar og efnalegrar velferðar Islendinga”. Allir samvinnumenn? ■,,Gildi samvinnuhreyfingarinnar er auðvitað geysilega mikið fyrir islenskt þ.ióðlif. Þegar við litum til baka yfir þetta hundrað ára skeið dylst engum að samvinnuhreyfingin hefur átt einna drýgstan þátt i þvi að skapa það þ.ióðfélag iöfnuð- ar og velsældar, sem við búum við i dag.” Þetta sagði Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, i viðtali við Timann, Athyglisvert var að talsmenn annarra flokka viðurkenndu einnig gildi hreyfingarinnar, þótt stundum hafi kveðið við kaldan tón úr sumum þeim herbúðum til samvinnumanna. „Samvinnu- hreyfingin hefur ásamt verkalýðshreyfingunni, en þetta eru sambærilegar félagsmálahreyfing- ar, lyft Grettistaki i islensku þ.ióðlifi” sagbi for- maður þingflokks Alþýðuflokksins. „Enginn vafi leikur á þvi, að samvinnuhreyfingin hefur mark- að djúp spor i islenskt þjóðlif á þeirri öld, sem nú er minnst”, sagði formaður Alþýðubandalagsins. Og jafnvel formaður Sjálfstæðisflokksins sagði: „Ég tel samvinnuhreyfinguna afar mikilvæga fyrir islenskt þjóðlif”. Það er þvi ekki annað að heyra, en að allir séu nú samvinnumenn. Megi sá skilningur á gildi samvinnuhreyfingarinnar haldast um ókomna framtið. — ESJ. á vettvangi dagsins Landvernd landspjöll eftir Guðmund P. Valgeirsson, Bæ ■ Landvernd er stórt orð, sem ýmsir menn taka sér i munn við ýms tækifæri og á hátiðastund- um. Verða þá innfjálgir og fyllast andagift og umhyggju fyrir gróðri og umgengni landsins. Eru þá horfnar kynslóðir bornar sök- um fyrir ógætilega umgengni sina við landið. Þeir stiga þá á stokk og strengja heit um yfirbót og tala um varnarbaráttuhug sinn og hvetja bændur og búalið til að sýna árvekni i þeim efnum og vera virkir þátt- takendur i þeirri varnarbar- áttu. — Oft eru bændur dspart sakaðir, af óvildarmönnum sinum, um að fara illa með land sitt, beita það hlifðarlaust og með þvf ganga á gróðurlendi þess. Einkum er sauðfjáreign bænda litin óhýru auga i' þessu sambandi. Um þúsundir hrossa i eigu kaupstaðarbúa, vittum land, er minna talað. Þó þurfa þau haga að bita sér til viðurværis engu sfður en aðrar skepnur. — Oftmá sjá og heyraþungar ásak- anir i garð þeirra angurgapa sem gera sér leik að þvi' að þeytast á bilum sinum um fjöll og fyrnindi og skaða með þvi viðkvæman há- fjallagróður landsins, sem ára- tuga og alda friðun megniekki að bæta. Oft eru þessum mönnum valin hin hörðustu orð og þeir kallaðir landniðingar. Enginn mælir þessum mönnum bót, enda athæfi þeirra stór-vitavert. Oft munu þó hér eiga hlut að máli ungir menn, sem ekki gera sér grein fyrir afleiðingunum af gá- leysi sinu. — Allar þessar um- vandanireru góðra gjalda verðar ogseint mun of brýnt fyrir ungum sem öldnum að gjalda varhuga við öllu þvi sem spillt getur gróðurfari landsins og torti'mt náttúru auðævum þess, til óbæt- anlegs tjónsfyrir alda og óborna, og sjálfum sér til vansa. En þvi er verr, að hér fer sem oftar, að mikið skilur milli orða og athafna, en horfa þess i milli hlutlausum augum á aö unnin séu stórfelld landspjöll næstum að þarflausu og friða svo samvisku sina með „kaupum á einskonar syndakvittun og „aflátsbréf- um” á aldarfresti með ein- hverri þjóðargjöf. — Það er ekki sæmandi, að finir menn vanvirði forfeður sina og horfnar kynslóð- ir, og aðrir api það eftir þeim, fyrir landspjöll og landniðslu, eins og það er nefnt, i lifsglimu þeirra við óblið náttúruöfl, hafís og hverskonar óáran. Þeir áttu ekki annarra kosta völ, ef þjóðin átti ekki að verða útdauða i sinu eigin landi, likt og varð hlutskipti islensku landnemanna i Græn- landi. Við, sem nú lifum og búum við allsnægtir og ofgnóttir á öll- um sviðum, eigum okkur enga slika afsökun, ef við látum okkur vitandi vits henda hið sama eða annað verra. Hversu harður mætti ekki dómurinn yfir okkar kynslóð vera ef við yrðum felldir undir sömu sök, með allri okkar þekkingu á lögmálum náttúr- unnar og möguleikum? Tekist á um tvennt Því rek ég þetta, að nú hin siðustu ár hefur staðið deila, og stendur enn, um fyrirhugaöa ein- hverja þámestu landeyöingu sem hugsast getur. Þar sem raun- verulega er tekist á um þetta tvennt: gróður- og landvernd annarsvegar og landeyðingu hinsvegar, i' sinni nöturlegustu mynd. — A ég þar við deiluna um tilhögun Blönduvirkjunar. Sú deila virðist nú vera komin á lokastig. Hún sker úr um af- stöðuna til þessarra gagnstæðu þátta og hvað menn meina með tali sinu um gróður- og land- vernd. Þegar farið var að svipast um eftir virkjanlegum vatnsföllum að lokinni Búrfells- og Þjórsár- virkjun.beindustaugu virkjunar- aðila, Landsvirkjunar, að Blöndu i Húnaþingi. Verkfræðingar og reiknimeistarar komust að þeirri niðurstöðu, með mælitækjum sinum og reiknistokk, að virkjun Blöndu væri mjög hagkvæm og þar mundi ódýrasta raforku að fá að þvi tilskyldu að Auðkúluheiði og Eyvindarstaðaheiði að hluta. sem hafa verið sumarhagar meginhluta sauðfjár og hrossa Húnvetninga og Skagfirðinga að nokkru, yrði sökkt undir uppi- stöðulón virkjunarinnar. Talið er að þar sé um að ræða 60 fer. km. lands, sem er að mestu gróið land og hefur verið gullkista hún- vetnskra og skagfirskra bænda um allaraldir, og stærsta gróður- svæði á hálendi Islands og á viss- an hátt náttúru perla. Þetta var dýr kostur fyrir heimamenn. ÞjóðhoDum landvarnarmönnum I heimahéraði, sem hér áttu hluta að máD, leist ekki á blikuna og snérust til varnar, undir forustu Páls bónda og alþingismanns á Höllustöðum, gegn þessu fyrir- hugaða „Dauðahafi” virkjunar- aðila. Hafa þeir haldið uppi drengilegri vörn gegn þessari landeyðingu, en átt i' vök að verjast. í fyrstu kom það fram hjá for- svarsmönnum landsvirkjana, að um engan annan valkost væri að ræða en þann, sem hér hefur verið getið og kallaður hefur verið, Virkjunarleið 1 (eitt). En fyrir andstöðu áðurgreindra heimamanna urðu reiknimeistar- arnirað setjastniður og reiknaút annan valkost, sem hefði minni landeyöingu i för með sér. — Það var gert. Stóru landssvæði var hægt að hífa við eyðileggingu, en að sögn þeirra manna yrði virkjunin eitthvað dýrari. Hefur sá mismunur ekki verið skil- greindur svo aö á almenningsvit- orði sé. Hefur það verið kölluð virkjunarleið 2 (tvö). Um þessar tvær virkjunarleiðir hefur deilan staðið með stöðugum blaðaskrif- um, með og móti, og undir þrýstingi f rá stjórnvöldum um að virkjað yrði með þetta „Dauða- haf” (Ath. Nafngiftin er komin frá Helga Hannessyni frá Rauða- læk.) að grundvelli. Einstæd landníðsla Ætla mætti að heimamenn, allir sem einn, hefðu snúist til varnar gegn svo gífurlegri landeyðingu i heimahögum þeirra, en það varð á annan veg. Þó ótrúlegt kunni að þykja. Þar hafa menn risið upp og krafist þess að Blanda yrði virkj- uð eftir virkjunarleið eitt og þar með gengið i lið með þeim virkjunaraðilum, sem litinn eða engan skilning hafa sýnt á þvi að hlifa landi sinu við óþörfum spjöllum og eyðileggingu stórra gróðursvæða. Þeir hafa jafnvel gengiö svo langt að krefjast þess að landið væri tekið eignarnámi til að koma sinu fram. Margir, sem utan við þessa deilu hafa staðið og ekki átt þar beinan hlut að, hafa fylgst með þessum málum með kviðafullum áhuga, án þess að blanda sér i hana, enda ekki svo auðvelt þar sem málsatvik liggja misjafnlega ljóst fyrir. En það er víst, að fylgst er með þessum málatil- búnaði öllum og þá eigi sist þeirra manna, sem fastast hafa tekið undir kröfur um svo einstæða landniðslu, og hald ið uppi áróðri fyrir henni. — hér spilar eflaust margt inni sem óviðkomandi mepn eiga ó- hægt með að skilja. Vissulega kann mönnum að vera metnað- armál að fá stórvirkjun heima i sitt hérað og hugsi gott til þeirra’r glóðar, án þess að gera sér grein fyrir þeirri félagslegu, menningarlegu og atvinnulegu röskun, sem svo stórfelld umsvif hafa iför með sér og orðið hafa til vandræða i þeim héröðum sem það hafa reynt. Dómsorð eitt getur verið vafasamt. Hún- vetningar eru sagðir deilugjarnir innbyrðis, og hafa sjálfir haldið þvi á lofti, að þeir deili sér g jarn- an til gamans. Vera má að sá þáttur spili hér eitthvað inn i, en hér er um of stórt mál að ræða til þess að réttlætanlegt sé að deila um það i gamni og á þann hátt, sem gert hefur verið. Eflaust eiga stjórnmál og togstreita um þau rikan þátt i þessum deilum. Af þeim toga mun suðurganga hóps húnvetninga um hávetur, fyrir um það bil ári siðan, i misyndis veðri og færð á ýmiskonar farar- tækjum, að þvi er sagt var, alla leið suður á Alþing hafa verið,þar sem þeir voru myndaðir eins og glópar með stórletruðum slagorð- um i bak og fyrir, að hippa sið. Mun sú ferð hafa verið hugsuð sem pólitiskt herbragð i þeim til- gangi að ganga af Páli á Höllu- stöðum, pólitískt, dauðum. En það fór á annan veg. Sendimenn urðu sér til háðungar, en Páll mun aldrei hafa staðið, pólitiskt, styrkari fótum en eftir þá „Sauðafellsför”. Einnig mitt land og þitt Auðkúlu- og Eyvindarstaða- heiöar eru eignar og nytjalönd húnvetnskra og skagfirskra bænda. Eyöilegging þeirra er þvi fyrst og fremst þeirra hagsmuna- og tDfinningamál. En þær eru einnig mitt land, sem bý þeim fjarri, norður á Ströndum, og einnig þitt land, samlandi minn, hvar sem þú ert búsettur á land- inu og kemur mér og þér við, þó við beitum ekki búpeningi okkar á þær, eða njótum yndis þeirra og gæða á sama háttog þeir. Þvi eru þærokkur viðkomandiog við get- um ekki horft hlutlausum augum á algera eyðileggingu þessarar paradisar búfénaðar þeirra og byggðarmanna. — Jafnvel Alto byggðin i Noregi snertir mann þegar troðið er á helgustu tilfinningum ibúa þeirrar byggðar i' imyndaðri gróðavon. Mig hefur lengi undrað afstaða ýmissa heimamanna í þeim héröðum, sem þar eiga hlut að máli og þá ekki siður þau rök, sem þeir hafa borið fram þessari landeyðingu til stuðnings. Ekki veröa neinir þessara manna nafngreindir af mér i þessum lin- um minum. Þvi mun ég hér ræða um samnefnara þeirra og kalla þá, landeyðingarmenn, þó það kunni að hitta einhvern ómak- lega, en hina til aðgreiningar, landvarnarmenn. —Sumir þess-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.