Tíminn - 23.02.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.02.1982, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 23. febrúar 1982 9 „Mun sú ferð hafa verið hugsuð sem póli- tiskt herbragð i þeim tilgangi að ganga af Páli á Höllustöðum pólitiskt dauðum. En það fór á annan veg. Sendimenn urðu sér til háðungar, en Páll mun aldrei hafa staðið, pólitiskt, styrkari fótum en eftir þá Sauðafellsför”. ara manna, jafnvelíhópibænda, hafa lagt sig fram um að gera eins litið úr þvi landi, sem hér er um að ræða og hægt er. 1 þvi sam- bandi hafa þeir reiknað Ut verð þess og notagildi i einskisveröum örfáum merargildum. Lengra gátu þeir ekki komist i að iysa lit- ilsvirðingu sinni á þvi. — NU hefði margur mátt ætla að merar væru i nokkru gildi meðal húnvetninga svo hestelskir sem þeir hafa verið. Haft var eftir Asgeiri á Þingeyrum að húnvetningar væru mestir af merum sinum. Liklega er þetta orðið breytt og þeir feng- iö annað sér til ágætis. En af þessu og öðru virðist að land þeirra sé orðið þeim harla li'tils- virði. Engu er likara en þeir séu komnir á mála hjá þeim hug- sjónarmönnum (!), sem telja helsta brjargráð þjóðarinnar vera, að þrengja sem mest aö bændum landsins og, jafnvel fórna með einhverjum hætti a.m.k. helmingi þeirra. — Slikir menn eru skammsýnir og þröng- ur þeirra sjónhringur. Þeir virö- ast stara stjörfum augum á það gull, sem hin nýja „Gróttar- kvörn” virkjana og stóriðju á að mala þeim, en hirða ekki um þó gengið sé i skrokk á þeirri „móður” sem hefur alið þá og nært og veitt þeim allsnægtir, og þannig frá henni gengið eins og hún hefði lent i vargakjöftum. Þeir skilja ekki, að mennirnir með reiknistokkinn og stórgróða sjónarmiðin geta, verið einhverj- ir þeir varhugaverðustu menn, sem við komumst i snertingu við. Að selja þeim sjálfdæmi er stór athugavert og getur leitt til glöt- unar. — Þeirra visindi eru á góðum vegi með að eyða lífs- möguleikum mannkynsins. Aðrir mina lærðir menn verða oft að háfa vit fyrir þeim, ef ekki á illa að fara. Landvemdarmenn hafa fallist á að virkjunarleið 2 kæmi vel til greina. Hafa samningaumleitanir um það farið fram, en samkomu- lag ekki tekist. Eftir langt þref og streð kvað iðnaðarmálaráðherra uppúr um það i desember, að hann væri búinn að leggja niður fyrir sér hvernig hagað skyldi virkjunartilhögun i landinu á næstu árum. Kom þar fram að Blönduvirkjun skyldi sitja i fyrir- rúmi i áframhaldandi virkjana- keðju. Enn sem fyrr fylgdi það skilyrði, að heiðalöndin skyldu færð undir vatn eins og i fyrstu var áformað. Hér var stórum bita að kyngja fyrir þá, sem staðið höfðu f vörn um heiðalöndin. Margir þeirra gátu ekki sætt sig við þetta þó aðrir hafi, sem fyrr, beygt sig i auðmýkt með þakklæti fyrir rausnarlegt tilboð. En samt þurfti að fá landvarnarmenn til að láta af andspyrnu sinni, svo samstaða næðist i orði kveðnu. Siðan hafa verið stöðugir fundir með heimamönnum. Sendinefnd- ir hafa setið fyrir norðan til að knýja fram uppgjöf landvarnar- manna. Enn sem komið er virðast þær ekki hafa haft árangur sem erfiði. Landvarnarmenn verða að verjast gegn ásökn úr tveim átt- um. Þumalskrúfan hefur verið hert. — Af siöustu fréttum er helst að heyra, að ráðamenn fyrir sunnan telji sig sjá hilla undir uppgjöf þeirrar andspyrnu, sem veitt hefur verið. Mun mörgum (þar) óviðkomandi þykja illt til þess að vita, en fá ekki að gert. Afstaða náttúruverndar* samtaka Undir þessum kringumstæðum munu þær spurningar vakna i hugum margra hver séafstaða náttúruverndarsamtaka landsins til þessara mála. Eðlilegt og sjálfsagt virðist, að þau létu frá, sérheyra svoeftir þvi væri tekið, hvert sé álit þeirra á þeim stór- felldu landspjöllum, sem þarna eru fyrirhuguð, næstum að þarf- lausu. Þó þau hafi, ef til vill ekki úrskurðarvald um málið þá mundi álit þeirra og dómur vega þungt á þessum metaskálum, landverndar og landeyðingar. Og hvað um þá, sem fara með gróðurverndarmál. Láta þeir mál eins og þetta ekki til sin taka? — Ef þessir aðilar sofa nú og láta eins og þeir viti ekki hverju fram fer, þá er þess ekki að vænta að þeirbregði blundi sinum i annan tima. Vi'st þurfum við að virkja vatnsföll landsins til að tryggja orkuþörf landsmanna svo orku- skortur standi þjóðinni ekki fyrir þrifum. En það verður að gera með fuDri gát og forðast aö troða önnur jafn mikilsverð þjóðarverðmæti niður i svaðið. Fyrrverandi forseti Islands, Kristján Eldjárn, vakti eittsinn I áramótaboðskap sinum til þjóðarinnar, sérstaka athygli á þrem lifbeltum tslands og þýð- ingu þeirra hvers um sig fyrir þjóðlifið og framtið þess. Þessi lifbelti voru hafið kringum landið með sfnum gjöfulu fiskimiðum, gróðurmoldin með lifgróðri sin- um og auðlindir fallvatna og jarð- varma. Sérstaka athygli og á- herslu lagði hann á, að samræmi þessara lifbelta mætti ekki raska af ásettu ráði, ef ekki ætti illa aö fara. — En þvi skyldu þeir sem haldnireru „Klondyke” hug- sjóninni og sjá i hugljómun gull erlendrar stóriðju glóa i lúkum sér, hlusta á eða leggja sér á minni varnaðarorð þessa mæta manns eða annarra með líkum hugsunarhætti? Bak við Blönduvirkjun eitt( 1 )og aðrar stórvirkjanir, sem i sjón- máli eru, er gifurleg spenna og kapphlaup milli landshluta og einstakra héraöa um að verða fyrstur i þeirri keppni. Þar er slegist um þau auðsuppgrip, sem virkjunarframkvæmdirnar eiga að færa viðkomandi byggðarlög- um á silfurfati. En i baksýn er draumurinn um erlenda stóriðju i heimabyggðumsinum.Um þetta rikir einskonar hernaðarástand mflli þeirra, sem telja sig eiga löndum og héröðum að ráða. Hér er þvi um stórpólitisk hrossakaup aö ræða þar sem pólitisk framtið vissra manna er lögð að veði. Svo hart er slegist um þessi hrossa- kaup, að lif rikisstjórnarinnar getur verið undir þvi komið hvernig þessi mál þróast. — Hér virðist þvi geta verið einskonar nýtt „Gervasoni ástamál” i upp- siglingu, ef viðkomandi deiluað- ilar fá ekki þrá sinni og metnaði fullnægt. — Nokkrir tugir ferkm. gróins lands verða litilsvirði þegar um svo stórt er barist! Varhugaverð og óhagstæð Hjörleifur Guttormsson, iðnaöar- og raforkumálaráð- herra, hefur fá tækifæri látið ó- notuð til að sýna landsmönnum fram á hversu varhugaverð og ó- hagstæð erlend stóriðja sé islenskum þjóðarhagsmunum, enda fengið að sjá og reyna það I viðskiptum sinum við óskabarn stærsta stjórnmálaflokks lands- ins og annarra hugsjónabræðra hans, Alveriði Straumsvik.hversu auðveld slik fyrirtæki eru i' við- skiptum, þrátt fyrir þær fórnir sem þvi' hafa verið færðar á kostnað annarra landsmanna með raforku á gjafverði. Um þau viðhorf er ég og stór hluti isl. þjóðarinnar honum sammála. Mörgum mundi þvi þykja það ömurleg endalok á varnaðarorð- um hans, efhann lætur það verða sitt hlutskipti, að fórna jafn miklu svæði gróins lands i hyldjúpt „Dauðahaf” og gert verður með Blönduvirkjun 1, á altari hug- sjónarinnar um erlenda stóriðju. — Ég trúi þviekki fyrr en ég tek á. Að lokum: Sunnlenskar byggðir hafa um áraraðir búið að nálægð og blessun virkjanaathafnanna. Þær hafa þvi, eins og i ævintýr- inu, fengið sina óskakvörn, sem malaö hefur þeim bæði malt og salt. Astæða væri til að svipast eftir hvað eftir stendur af varan- legum lifsgæðum að þvi' verki loknu. Hvort þar hefur verið lagð- ur grundvöllur i heimabyggðum að betra og blómlegra lifi i fram- tiðinni? — Ég dæmi ekki um það. En nær er mér aö halda, að sú ævintýrakvörn hafi ekki malað þeim, sem skyldi, — i' Drottins nafni. — Vel gæti svipað gerst annarsstaðar. Bæ, 13. febrúar 1982 Guðmundur P. Valgeirsson. þingfréttir El Salvador: ísland beiti sér fyrir pólitfskri lausn deilumála ■ Þingmenn Alþýöuflokksins hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um málefni E1 Salvador. Er hún svohljóð- andi: „Alþingi ályktar að lýsa yfir samúð íslendinga með þjóð- inni i E1 Salvador i þeim hörmungum ógnarstjórnar, ofbeldis og kúgunar sem hún má þola og beinir þvi jafn- framt til utanrikisráðherra að Island beiti áhrifum sinum eftir megni fyrir pólitiskri iausn deilumála i landinu og þá sérstaklega fyrir þvi' að Bandarikjastjórn láti af hernaðarstuöningi sinum við rikisstjórn landsins sem situr i skjóli hervalds”. 1 greinargerö er fjallað um ógnarstjórnina i landinu og fullyrt að herforingjastjórnin sé eingöngu við völd vegna stuðnings Bandarikjanna, og er lögð áhersla á að Island beiti sér hvarvetna eftir mætti fyrir póhtiskri lausn deilu- mála E1 Salvador, og sérstak- lega beiti áhrifum sinum til þess að hvetja Bandarikja- stjórn til að láta af hernaöar- stuöningi við rikisstjómina I E1 Salvador. Kirkjan sjái sjálf um efl- ingu kristni ■ Neöri deild hefur afgreiH til efri deildar frumvarp um samstarfsnefnd Alþingis og þjóðki rkjunnar. í meðferð málsins var felltút ákvæði um að nefndin ynni m.a. að efl- ingu kristni og auknum trúar- og menningaráhrifum þjóð- kirkjunnar. Breytingin var gerð i menntamálanefnd n.d., en hún hafði áður leitað umsagnar biskups og Prestafélags Is- lands um frumvarpið. Frumvarpið er þvi svona: l.gr. Starfa skal samstarfsnefnd Alþingis og þjóðkirkjunnar. Tilgangur hennar er að vinna að auknum skilningi i lög- gjafarstarfi á vandamálum og verkefnum kirkjunnar. 2. gr. Samstarfsnefndina skipa af hálfu Alþingis forseti sam- einaðs þings og einn fulltrúi tilnefndur af hverjum þing- flokki en af hálfu þjóð- kirkjunnar kirkjuráð. Forseti sameinaðs þings og biskup landsins fara með for- mennsku nefndarinnar sitt árið hvor. 3. gr. Samstarfsnefndin getur annars vegar sent ályktanir og tillögur til Alþingis eða ein- stakra nefnda þess, en hins vegar til kirkjuþings. 4. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Tollar af hjálpar- tækjum felldir nidur ■ Stjórnarfrumvarp um aö fella niður tolla af hjálpar- tækjum til sjón- og heyrnar- skerta hefur verið lagt fram. Er breytingarákvæðið svo- hljóðandi: „37. tl. 3. gr. laganna oröist svo: Að fella niður eða endur- greiða gjöld af segulbands- tækjum og segulböndum fyrir sjónskertfólk svoogaf stöfum, úrum og öðrum öryggis- og hjáþartækjum sem sérstak- lega eru gerð með tilliti til þarfa sjón- og/heyrnar- skertra. Fjármálaráðuneytið setur nánari reglur um fram- kvæmd heimildarákvæöis þess i samráöi viö augndeild Landakotsspitala og Trygg- ingastofnun rikisins sé um tæki fyrir sjónskerta, að ræöa og Heyrnar- og talmeinastöð lslands, sé um tæki fyrir heyrnarskerta að ræða”. Trillukarlar fá líka ellillfeyri frá 60 ára aldri ■ „Nú hefur sjómaður stundað sjómennsku i 25 ár eða lengur, að hluta eða að öllu leyti á opnum báti eða þil- farsbáti undir 12 brúttólest- um, eða af öðrum ástæöum ekki borið skylda til lögskrán- ingar og er þá heimilt að úr- skurða honum ellilifeyri frá og með 60 ára aldri, enda sé sannað að sú sjómennska hafi verið aðalstarf viökomandi meðan á henni stóð”. Þetta er frumvarp um breytingu á lagagrein um al- mannatryggingar sem lagt hefur verið fram, sem á að tryggja að sjómenn sem stundað hafa starf sitt á opn- um bátum — eöa einhverra hluta vegna hafa ekki boriö skylda til lögskráninga, fái ellilifeyri til jafns við aöra sjó- menn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.