Tíminn - 02.03.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.03.1982, Blaðsíða 4
4 Laust starf Starf vélgæslumanns við Laxárvirkjun er laust til umsóknar. Einnig verður ráðinn vélgæsiumaður til eins árs. Umsóknar- frestur er til 15. mars. Umsóknir sendist til framkvæmdarstjóra Laxárvirkjunar Geislagötu 9 Akureyri simi 96-21000 og veitir hann nánari upp- lýsingar. Laxárvirkjun. HOMELITE ke&jusagir □ ö ÁRMÚLA11 PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN t ÚTBOÐ Tilboð óskast i smiði 3. hæðar tækjahúss Pósts- og sima á Akureyri Utboðsgagna má vitja á skrifstofu Um- sýsludeildar, Landsimahúsinu i Reykja- vik og á skrifstofu umdæmisstjóra Pósts- og sima á Akureyri gegn skilatryggingu kr. 1.000.00 Tilboð verða opnuö á skrifstofu Umsýslu- deildar þriðjudaginn 16. mars kl. 11.00. Póst- og simamálastofnunin Lögtök Eftir kröfu Tollstjórans i Reykjavik og að undangengum úrskurði verða lögtök látin fram fara án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda en ábyrgð rikissjóðs að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar aug- lýsingar fyrir eftirtöldum gjöldum: Söluskatti fyrir okt., nóv. og des. 1981, svo og söluskattshækkunum, álögðum 17. nóv. 1981 — 23. febr. 1982: vörugjaldi af inn- lendri framleiðslu fyrir okt., nóv. og des. 1981: skipulagsgjaldi af nýbyggingum, gjaldíöllnu 1981: þungaskatti af disilbif- reiðum fyrir áriö 1982 og skoðunargjaldi bifreiða og vátryggingariðgjaldi öku- manna íyrir árið 1982 Borgarfógetaembættið i Reykjavik 23. febrúar 1982 Til sölu dráttarvél Universal 445 árg. 1979, 50 ha. Upplýsingar gefur Björn Pétursson, Stóruborg V. Hún. Simi um Hvamms- tanga. \ i i\[ • Þriöjudagur 2. mars 1982 ■ Geröur Steinþórsdóttir, formaöur félagsmálaráös Reykjavíkurborgar, flytur ræöu á fundi sem hald- inn var i Ægisborg til kynningar á dagvistarstofnunum sem teknar hafa veriö I notkun i vetur. Þrjú ný dagvistar- heimili tekin í notkun í vetur ■ Þrjú ný dagvistar- heimili hafa verið tekin í notkun i Reykjavik á þessum vetri. skóladag- heimili við Suðurhóla. færanleg leikskóladeild við Hólaborg og Ægis- borg við Ægissíðu. Færanleg leikskóladeild við Hólaborg var tekin inotkun i des- ember siðast liðnum. Leikskóla- deildin er i timburhúsi sem reist er á steinsteyptum súlum og er færanleg með litlum fyrirvara ef þörf krefur þ.e. ef breyting verðurá barnafjölda i hverfinu og vöntun á leikskóla annars staöar. Adeildinni verða 18börn fyrirhá- degi og 20 börn eftir hádegi. Þau hafa aðstöðu til útileikja i garði Hólaborgar. Skóladagheimili við Suðurhóla er 134 fermetrar að stærð og er ein skóladagheimilisdeild i húsinu með plássi fyrir 20 börn. Skóladagheimilisdeildin flutti úr húsnæöi i dagheimilinu viö Suöur- borg idesember siðastliðnum og er nú starfrækt dagheimilisdeild fyrir tuttugu börn i þvi húsnæði. Ægisborg, 428 fermetra leik- skóli og dagheimili, var tekin i notkun í janúar siöast iiðnum. Á heimilinu er ein aldursblönduð dagheimilisdeild fyrir 17 börn, frá eins til sex ára, sem geta dvaliö þar allt aö tiu stundum daglega. A tveimur tviskiptum leikskóladeildum verða samtals 72 börn á aldrinum tveggja til sex ára, sem geta dvalið 5 stundir daglega, 34 börn fyrir hádegi og 38 eftir hádegi. Það kom fram i ræðu Gerðar Stei nþórs dóttur, formanns félagsmálaráðs Reykjavikur- borgar, sem hún hélt þegar blaðamönnum voru kynnt þessi heimili, að með þeim bætast við 37 pláss á dagheimilum og 110 pláss á leikskólum og er þá pláss fyrir 996 börn á dagheimilum og 2055 börn á leikskólum eða sam- tals 3051 barn, sem er 39% barna yngri en sex ára i Reykjavik. Ennfremur kom fram i ræðu Gerðar að á yfirstandandi kjör- timabili hafa 12 ný dagvistar- heimili veriö sett á stofn i Reykjavik, með plássum fyrir hátt á sjötta hundrað barna. —Sjó. ■ Hér er fóstran aö spila viö börnin i Ægisborg. ■ Þaö er ýmislegt sem hægt er aö dunda sér viö á skóladagheimilim viö Suöurhóla. ■ Þessi voru aðklæöa sig i gallann áöur en þau fóru út aö leika sér. Timamyndir Ella.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.