Tíminn - 02.03.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.03.1982, Blaðsíða 11
Þriöjudagur 2. mars 1982 ■ Jósep Rósinkarsson — Við litum öðruvisi á hann þegar viö erum búnir að króa hann af inn i búri heldur en úti i náttúrunni. Þetta eruheldursnot- ur dýr, blárefirnir og fallegri en þeir islensku og mér finnst miklu frekar skemmtilegt að umgang- ast þau heldur en hitt. Reynsla min af að hirða hann er að visu ekki löng ennþá, og heldur ekki komið að vandasömustu timun- um i þessu, og þvi kannski of snemmt að segja til um hvernig manni liki við þennan búskap. — Þurfa menn ekki að fara og kynna sér svona nýjar greinar al- veg sérstaklega? — Viðhöfum haft samráð við þá sem komnir eru vel af stað auk þess að reyna að lesa okkur til sem kostur er hér heima. Auk þess erum við svo heppnir að ráðunauturinn okkar i Stranda- sýslu hefur kynnt sér þetta tölu- vert bæði i Skotlandi og Noregi. Ég tel þvi að við Strandamenn stöndum nokkuð vel að vigi að fara út i þessa búgrein. Auk þess má nefna að Skagfirðingar voru nýlega með námskeið sem við sottum, sem var okkur tvimæla- laust gagnlegt. Áburðarnotkun hefur aukið súrnun jarðvegs á Ströndum — Ef við snúum okkur þá að Búnaðarþingi. Hvaða mál þar berð þú einna helst fyrir brjósti? — Maður er nú litið farinn að yfirlita þau ennþá núna á öðrum degi. Ég veit þó að þar er a.m.k. eitt mál sem við Strandamenn höfum töluverðan áhuga fyrir og varðar okkur nokkru. Það er um kalkvinnslu úr þörungum i Húna- flóa. Takist að koma þessu máli áfram kann það að hafa mikla þýðingu fyrir Strandamenn. Þar er mikið um kalkskort i jörð og væri þvi mjög þýðingarmikið ef hægt verður að ná kalki þar nærri sem yrði þá miklu ódýrara fyrir bændur að nota en ella. Það yrði væntanlega til þess að þeir myndu nota kalk i nægilegum mæli til að afsýra tún sin sem eru allt of súr. Aburöarnotkun nú undanfarin ár hefur orkað i þá áttað auka þennan vanda fremur en að minnka hann. Það er litið um notkun áburðar með miklu kalkinnihaldi sem hefur þýttþað, sérstaklega á kaldari svæðum landsins að þetta vandamál hefur fariðvaxandi og þörfinfyrir kölk- un jarðvegs þar af leiðandi orðin áberandi mikil i Strandasýslu. — Hvernig lýsir slikt sér? — Fyrst byrjar það sern lakari uppskera,kalhætta eykst og verði land of súrt kemur að þvi að vaxtarskilyrði túngrasanna hverfa smám saman og hálfgert illgresi nær yfirhöndinni og endar með hálfgerðri órækt.Takist hins vegar að bæta kalkástand tún- anna gæti það þýtt að mun auðveldara yrði um grasrækt á Ströndum, sem verið hefur tölu- vert vandamál i kaldari árunum. Þetta er okkur þvi mjög mikil- vægt. —HEI Nokkrar athugasemdir og ábendingar ■ ! dag barst mér af tilviljun i hendur, eintak af Borgar- blaðinu, málgagni jafnaðar- manna i Reykjavik. Þar er grein eftir Bjarna Guönason prófessor, sem hann nefnir „Skattleysi bænda”. Furðulegt finnst mér aö maöur sem kennir sig viö ,,al- þýðu, er starfandi við aöal- menntastofnun þjóðarinnar, hefur setið á Alþingi bæði sem aðal og varamaöur og þó liklega taliö sig hafa mannkosti til að sitja þar miklu lengur, skuli tala af jafn mikilli vanþekkingu um núverandi skattalög. — Hins- vegar þarf vist fáum að koma á óvart hugarfar hans og annara kratabrodda til islenskrar bændastéttar, þvi það er löngu þjóðfrægt orðið. Þó finnst mér ■ Arið 1930 var Kaupfélag Ar- nesinga stofnað af bændum i Ar- nesþingi. Þá var Selfoss lftiö þorp aðeins örfá hús. Egill Thorarensen var þá farinn að versla þar aðallega meö bygg- ingarvörur. Hann fékk vörurnar til Eyrarbakka beint frá útlönd- um, sem þá var hagstæöara en að fá þær frá Reykjavik. Arnesingar sáu það fljótlega að Egill var úrræðagóður og fljótur að hugsa og kunni að hæna að sér menn og sáu að þarna var foringjaefni á ferðinni. Nú var það svo aö kaupfélagið nýstofnaða vantaði hvort tveggja: aðstöðu til verslunar og duglegan mann til forystu. Verslun Egils var á besta stað i þorpinu og á kross- götum. Agúst I Birtingaholti, Gisli á Reykjum o.fl. gerðust forystumenn að stofnun kaup- félagsins. Lika kom Jónas frá Hriflu þar nærri með sin ráð. Jónas hafði jafnan gott auga fyrir efnilegum mönnum. A þessum árum var Jónas frá Hriflu valdamikill foringi og framsýnn. Hann eggjaði stjórn kaupfélagsins á að ráða Egil til sin sem kaupfélagsstjóra. Niðurstaöan varö svo sú að Egill seldi kaupfélaginu hús og vörulager var siðan sjálfur ráöinn sem fyrsti kaupfélags- stjóri þess. Egill var glæsi- menni og kunni vel aö ná tökum á forystumönnum héraðsins. A þesssum árum var ég starfsmaður á Laugarvatni og vel kunnugur Jónasi. Ég vissi að ■ Ég hef lengi haft mætur á manni, þótt ég hafi hvorki hitt hann né séð. Mér finnst hann skrifa skemmtilega — og að lfk- indum vera nokkuð greindur. Heitir sá Björn Egilsson bóndi fyrrum á Sveinsstöðum i Tungusveit. Fám dögum eftir áramót, flutti „Timinn” fyrir Björn stutta grein: „Um virkjun Blöndu”. Við lestur hennar brá mér leiðinlega. Meginmáli greinar sinnar, ver Björn til að hnjóða i gamlan sveitunga sinn — og eftirmann i oddvitasæti Lýtingsstaðahrepps: Marinó Sigurðsson á Alfgeirsvöllum. En sá hefur unnið þaö til saka, að vilja forða frá gjöreyðingu sex þúsund hektara gróðurlendi á heiðum norður, báðu megin Blöndu. Þvi kjarnlendi vilja, sem kunnugt er, ýmsir álóðir reykviskir gróðurniðingar sökkva fyrir alla framtið i háskalegu tilbúnu Dauðahafi. En glámskyggn fjöldi norðlenskra flóna fylgir þeim fast að málum. 1 þann þussa flokk hefur vesalings Björn minn skipað.sér á gamalsaldri. — Og er svo óður og ófyrirleit- inn, að hann vill hrifsa landið með valdi, vilji eigendur eigi með góðu fórna þvi fyrir álið. Grátlega fáum Islendingum sýnist fullljós sú stóra staðreynd, að gróðurlendið hef- að hinir svokölluðu mennta- menn ættu aö reyna að dylja betur en þeir gera þá rótgrónu litilsviröingu og illvilja i garð bænda og að þvi er virðist stundum, meðfæddu löngun til að niöast á þeim sem minnst mega sin, annað sæmir þeim varla. En þar sem i umræddri grein koma fram miklar mis- sagnir og jafnvel rangfærslur svo ekki sé meira sagt, langar mig til að gera nokkrar athuga- semdir við hana. Og vil ég þvi biðja dagblaðið Timann fyrir örfáar linur og ábendingar til þessa málglaða prófessors. ! grein þinni, Bjarni, kemur fram, að 59. reglan sem þú kall- ar svo, (hér muntu meina 59. gr. núgildandi skattalaga) hafi verið numin úr gildi á þessu ári. Jónas var þess mjög hvetjandi að Egill yrði ráöinn til kaup- félagsins og var þaö vel ráðið. Ég sagði við Jónas, þegar kaupin á verslun Egils voru gerð og Egill ráðinn að kaup- félaginu, að samvinnumenn hefðu keypt of dýrt af Agli, kaupverðiö hefði verið 30 þús- und krónum of hátt, en þetta hafði ég heyrt sagt á Selfossi og fleiri stööum. Jónas svaraði þvi strax: „Það getur veriö en við þurftum að fá manninn sem kaupfélagsstjóra — við höfðum engan jafnsnjall- an ”. Það gat ég viðurkennt — eins og siöar kom á daginn. Kaupfélag Árnesinga dafnaði jafnt og þétt undir stjórn Egils, meðan hans naut við. Rek ég þá sögu ekki lengra,það hefur verið gert. Það var fyrir mörgum árum, er ég var staddur á Selfossi i verslunarerindum, að ég sé hvar Chevrolet-bill rennur upp aö Kaupfélaginu og út úr honum snarast hár og grannur maöur snar i hreyfingum og fer inn til Egils. Þessi maöur vakti athygli mina og vildi ég vita hver hann væri. Var mér þá sagt að þetta væri Oddur kaupfélagsstjóri i Vik. Arin liða og Oddur hætti störfum hjá Kaupfélagi Skaft- fellinga og fluttist til Reykjavfk- ur til starfa hjá SIS. Eftir lát Egils tók Grimur Thorarensen viö stjórn kaup- félagsins. Hann starfaöi þar þó skamman tima og vantaði þá duglegan mann i hans stað enda ur verið, er og verður undir- staða mannlifs hér á landi! — Er og verður ágætasti þjóðar- arfur vor frá kyni til kyns. — Og þrátt fyrir eignarhald einstak- linga á afréttum og jöröum: Þjóðareign, sem aldrei má skerða — nema i ýtrustu neyð. — Menn láta eins og þeir viti ekki, að þessi ágæta þjóðlifs- trygging hefur minnkað meira en um helming siðan á land- námsöld — og heldur áfram enn, að minnka og rýrna: fyrir hamfarir náttúruafla, ofbeit og aöra ániðslu fákænna manna. Menn láta eins og þeir viti ekki, að þrir fjórðu hlutar Islands eru öræfi og eyöisandar. — Og aðeins einn fjórði partur landsins, — að flatarmáli eigi nema þreföld stærð Vatnajökuls — er enn grasi gróinn og þakinn nokkurri gróðurmold. — Og mikið af þvi landi er nauða magurt. Menn láta eins og þeir viti ekki, að íslendingum fjölgar ár frá ári: Voru aðeins 77 þúsund fyrir 80 árum. Eru nú 231 þúsund, eða þrefalt fleiri. — Þótt fjölgun i framtið yrði aðeins 1% á ári, verða íslend- ingar orðnir 280 þúsund eftir 20 ár, — um 500 þúsund eftir 100 ár — og nokkuð á aðra milljón manna, eftir 200 ár! — Nema græðgi nútimamanna steypi yf- ir niðja þeirra: hörmung og hungurdauða! (átt sjálfsagt við s.l. ár 1981) og það hafi veriö gert vegna kröfu bændasamtakanna og þess gifurlega valds sem álitur þau hafarbæði innan Alþingis og ut- an. Þetta er hinn mesti mis- skilningur, 59. greinin er enn á sinum staö.á henni voru aöeins gerðar smálagfæringar og ýms fyrirmæli gerð ákveönari. — Það er að vísu satt, að frá ýms- um bændasamtökum höfðu komið háværar raddir um niöurfellingu þessarar greinar, og lágu aðallega til þess tvær á- stæöur. Sú fyrri aö yfir landiö hafði gengið eitt mesta harðæri á þessari öld, árið 1979. Haröæri, sem hefði valdiö fjárfelli og manndauöa fyrir nokkrum ára- steöjuðu þá erfiöleikar aö félag- inu. — Var það svo áriö 1966 að Oddur var ráðinn kaupfélags- stjóri KA. Nokkrum árum síðar lét Odd- ur byggja bila- og járnsmiða- verkstæði mjög rúmgott og full- komið. 1 ágúst eða september 1979 hófst svo bygging nýs verslunarhúss, sem tekið var i notkun 15. nóvember s.l. Er þetta eitt stærsta og glæsileg- asta verslunarhús landsins og hiö fullkomnasta aö öllum búnaði. Verslunin hefur aukist til muna enda „allt á sama staö” eins og hjá Agli Vil- hjálmssyni! Verðlag i nýju búðinni er til muna lægra á mörgum vörutegundum heldur en i Reykjavik. Nú er það skylda okkar samvinnumanna — hvar i flokki sem við stöndum — að versla i þessari nýju búð KA þvi þaö er sómi samvinnu- manna að versla við sitt eigið fyrirtæki. Einsætt er að KA hefur dafnað vel undir stjóm Odds. Þrátt fyrir alls kyns óárán og erfiö- leika i verslun og viöskiptum hefur honum tekist að byggja þetta nýja verslunarhús á ótrú- lega skömmum tima og það án aöstoðar peningaprentsmiöju! Er fyllsta ástæða til þess að óska Oddi til hamingju með verk hans og árna honum og Kaupfélagi Arnesinga alls hins besta i framtiðinni. Þrátt fyrir það sem framar segir, hafa tiu ráðherrar nýlega samþykkt að sökkva á næstu árum, 120 ferkilómetrum af kjarngóðu graslendi norðan og austanlands. Sú gróurlands- eyðing samsvarar þvi, að Danir sökktueynni Mön (218ferkilóm.) og Bandarikjamenn á að giska, 50 þús. ferkilóm. af gróður- lendi sinu. Engir ráðherrar þeirra þjóða gætu látið sér koma i hug, að fremja slika fólsku — Islendingar einir geta það!! Þessu dýrmæta gróðurlendi, vilja islenskir þjóðmálaglópar fórna fyrir tvær álbræðslur, sem enga þjóö i öllum heimi vantar i náinni framtið — Islendinga sist af öllum þjóðum! Fyrir munn milljóna ófæddra lslendinga, mótmæli ég þvi af öllum kröftum, að nokkurs staöar hér á landi verði meiru en ferkilómetra gróins lands sökkt i þágu stórvirkjana! — En verði heiðunum eigi að siður sökkt i Dauðahöf álglópalda, mæli ég um og legg ég á, að: Þcim sem slika fóisku fremja, flónsku sina ekki hemja — hefnist fyrir það hér i heimi — hæfilega, svo fáir gleymi. Þessi álög gilda i hundrað ár. Ritaði janúar 1982 Helgi Hannesson. tugum siðan. Nú hafði okkur bændum tekist með nútfma tækni og litilsháttar samhjálp að standa af okkur þessa miklu raun og það litt sárum flestum. En vegna haröærisins voru nettó tekjur okkar af búum mjög lakar þetta ár. Og þegar það bættist svo ofaná og þaö er siöari ástæðan að skattyfirvöld beittu fulikomnu tillitsleysí vib útfærslu 59. greinar skattalag- anna, og ekkerttillit var tekiö til hins mikla kostnaðar sem harö- ærið olli, var ekki óeölilegt, þó greinin yröi ekki vinsæl. Eöa heldur þú aö þiö Háskóla- menntaöir menn heföuö tekiö þvi þegjandi og hljóðalaust ef ykkur heföi veriö ætlaö aö borga skatta af launum sem þib heföuö sannanlega aldrei fengiö eöa haft möguleika á að fá. Ég held ekki og lái ykkur þaö hver sem vill. Ég held lika ab þaö sé mik- ill misskilningur hjá þér, aö 59. greinin hafi fyrst og fremst verib sett til höfuðs bændum. Þar sem ég þekki best til hér i Þingeyjarsýslu, telja bændur yfirleitt mjög vel fram, enda fá þeir mestar tekjur sinar uppgefnar á afurðamiöum svipað og launamenn á launa- miðum. En hitt er staöreynd aö bændur sem heild eru lang lægst launaða stétt þjóöfélagsins i dag. Þó ekki sé nú tekiö tillit til þess hvað þeir fá laun sin seint og iila borguð. Eða hefbu meb- limir B.H.M. tekib þvi meö jafnaðargeði ef þeir fengju laun sin ekki greidd, fyrr en 1-2 árum eftir aö þeir heföu unniö fyrir þeim? En þvi minnist þú ekki á 53. gr. núgildandi skattalaga, verö- breytingafærsluna. Hún er þó einn aöalbölvaldur islenskra skattalaga og órétt- lætis i dag. Er þaö e.t.v. af þvi aö hún lögverndar skatt- ivilnanir þeirra sem betur eru settir i þjóbfélaginu á kostnab hinna sem höllum fæti standa? Auövitaö njóta þeir bændur sem vel eru stæöir og ekki standa i neinum framkvæmd- um, ivilnunar vegna þessarar greinar eins og abrir atvinnu- rekendur en i minna mæli þó vegna þess hvaö flestir þeirra eru smáir. En þeir sem eru aö hefja búskap eöa abra atvinnu- starfsemi eru fyrirfram dæmdir til tortimingar fjárhagslega. Og meö þessari gr. er aö mestu skoriö fyrir vaxtarbrodd is- lensks atvinnulifs og uppbygg- ingar. Þú minnist heldur ekki á skattfriðindi sjómanna sem fjölmiðlar hafa loks haft mann- dóm til aö draga fram i dags- ljósið. Og ekki minnist þú á skattfrelsi innvaxta og spari- fjár. Er þaö e.t.v. af þvi aö þar eiga þeir riku hlut aö? Fer þaö vel saman við alþýðunafniö og jafnaðarhugsjónina að vanviröa þá sem minni máttar eru? Viltu nú ekki Bjarni minn taka þig til og reyna að setja þig inn i skattalögin og helstu mein- semdir þeirra og beina svo hin- um beitta geiri þinum, til ab sniöa verstu agnúana af þeim. Ef þér þætti það nokkurs vert, skyldi ég standa þar aö baki þér eins og Björn að baki Kára forö- um. Að minum dómi er 53. greinin og mörg lögvernduöskattfriöind1 eða réttara sagt lögvernduö skattsvik sem byrja þarf á ab leiðrétta. Að lokum Bjarni, Þaö sæmir varla þér, né öðrum svoköll- uðum menntamönnum þjóðar- innar, að vera si og æ að ausa okkur bændur auri, það stefnir hvort sem er flest að þvi að eyða islenskum sveitum sem fyrst og leggja þær undir útlenda auð- hringi. En trúaö gæti ég samt aö um það bil sem ibúum og unnendum islenskra sveita væri eytt aö þá yrði islenskri menningu ein- hversstaðar þröngt fyrir dyrum ekki siöur en ef Guömundi rika hefði tekist að fá lslendinga til að afhenda Noregskonungi Grimsey forðum. Grænavatni 18. febrúar 1982 Siguröur Þórisson Efling Kaupfélags Árnesinga Grimur ögmundsson EYÐILEGGING 12 ÞÚSUND HEKTARA GRÓÐURLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.