Tíminn - 02.03.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.03.1982, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 2. mars 1982 fréttir „ENGIN ÞORF FYRIR KIARNORKU- V VOPN A (SiANDI — segir Eugene J. Carroll, jr. annar forstjóri Center for defense information John Lellenburg. ■ Það vakti þjóðarathygli á tslandi fyrir nokkrum árum, er bandariskur sérfræðingur á sviði hernaðar- og afvopnunarmála, sagði í viðtali við islenska fjöl- miðla, að allar likur væru á að kjarnorkuvopn væru geymd i her- stöðinni i Keflavik. Sagöi sér- fræðingurinn, Barry Schneider, að allar öryggisráðstafanir bandariska flotans i Keflavik, bentu til þess að þar gætu verið slik vopn. Ekki varö umræöan sem fylgdi í kjölfar þessara tpp- lýsinga frjó, en hið hefðbundna hnútukast frá hægri til vinstri og visntri til hægri, þeim mun meira. En hvað segja sérfræðingarnir i dag? Ti'minn hefur verið i Washington og rætt við nokkra þeirra. Ekki náðist i Barry Schn- eider, þar sem hann er hættur störfum hjá Center for defense in- formation i Washington og fluttur annað, en fyrrverandi yfirmaður hans, Eugene J. Carroll jr., annar forstjóri CDI, hefur þetta um málið að segja: — ,,Ég held ekki að Barry Schneider hafi nokkurn timann sagt, né trúað þvi að það væru kjarnorkuvopn á Islandi. Þessi tilgáta um kjarnorkuvopnin i Keflavik, held ég að sé komin frá manni að nafni William Arkin sem einu sinni vann hjá þessari stofnun. Heimsmet i getgátum Arkin komst að þvi að sömu öryggisreglur voru viðhafðar á ýmsum stööum i herstöðinni i Keflavik og þar sem allir vita að kjarnorkuvopn eru geymd. Af þessu dró Arkin svo þá ályktun að kjarnorkuvopn hlytu að vera i Kefla vik og setti þar með að minu viti heimsmet i getgátum sem siðar leiddu til rangrar niður- stöðu. Staðreyndinernefnilega sú að bandariski flotinn hagar öryggisaðgerðum sinum i sam- ræmi við ákveðna handbók, sem er inotkun úti um allan heim þar sem flotinn er á verði. Þessi handbók er þvi i notkun á stöðum þar sem kjarnorkuvopn eru geymd og einnig á þeim stöðum þar sem kjarnorkuvopn hafa aldrei komið og koma vonandi aldrei.” 30. þing Norðurlandaráðs sett í gær: Nordsat og eiturlyfja> vandamálið meðal helstu mála þingsins Frá Friðrik Indriðasyni, blaða- manni Timans i Helsinki. ■ „Það er mér mikil ánægja að bjóða þingfulltrúa velkomna bingað til Finnlands og Bikis- dagsins, en þetta er i 6. sinn sem Rikisdagurinn býður nú fram húsakynni sin undir þing Norður- landaráðs,” sagði Elsi Hepe- mSki-Olander, nýkjörinn forseti Norðurlandaráðs, i ræðu sinni, eftiraðfráfarandi forseti ráðsins, Ib Stetter hafði formlega sett 30. þing Norðurlandaráðs, sem að þessu sinni er haldið i Helsinki. Fyrsti dagur þingsins fór undir almennar umræður og tóku m.a. til máls Islendingarnir, Matthias A. Mathiesen, Gunnar Thorodd- sen, Svavar Gestsson, Friðjón Þórðarson og Hjörleifur Guttormsson. Um kvöldið var svo 30 ára afmælisveisla ráðsins, þar sem bókmennta- og listaverðlaun þess voru afhent. Aðalmál þingsins að þessu sinni verða væntanlega utanrikismál, Nordsat, eiturlyfjavandamálið, stofnun norræns rannsóknarráðs, atvinnuleysi og samnorrænn vinnumarkaður og loks sam- norrænnfjárfestingasjóður. Þessi umræðuefni voru einna mest á- berandi i ræðum manna fyrsta dag þingsins. Á undanförnum ár- um hafa utanrikismál skipaö æ stærri sess i umræðum manna á þingum Norðurlandaráðs, og virðist þetta þing ekki ætla aö verða undantekning i þeim efn- um. Hvað Nordsat varðar, varð mönnum tiðrætt um það mál, en nú liggur fyrir þinginu tillaga þess efnis að fjögur Norðurland- anna haldi áfram starfi að Nord- sat, en Danmörk er eins og kunnugt er út úr myndinni i þvi máli. Hvað eiturlyf javandamáliö varðar, þá er ljóst, að uppákoma hins danska þingmanns, ef af henni veröur, mun valda þvi að það verði eitt af aðalmálum þingsins nú. —AB ff Haegrr’og „vinstri” hjá Norðurlandaráði Frá Friðrik Indriðasyni, biaða- manni Timans i Helsinki: ■ Ákveðið hefur verið að i fyrsta sinn skuli kosið i 24 mikilvægustu embættin innan Norðurlandaráðs eftir pólitiskum linum. Eftir styrkleikahlutföllum falla þannig 13 af þessum embættum i hlut hægri manna og 11 i hlut vinstri manna. Flokkarnir innan Norðurlanda- ráðs hafa skipt sér i fjóra hópa: sósial-demókrata (sem fá 9 sæti) ihaldsama (sem fá 6 sæti), miðju- menn(7sæti) ogvinstri sósialista — kommúnista (sem fá 2 sæti). Siöastnefndi hópuninn fær nú i fyrsta sinn aðgang að þessum mikilvægustu embættum Norður- landaráðs. Ekki er tekið tillit til landfræði- legra þátta i þessum kosningum, samkvæmt úrskurði forseta. —AB ..Tilgangslaust starf” Eugene J. Carroll jr., er fyrr- verandi varaflotaforingi og með 37 ára reynslu að baki i banda- riska sjóhemum. Hann hætti i sjóhernum fyrirtveim árum, einu og hálfu ári áður en hann komstá eftirlaun, vegna þess að ,4iann haföi ekki lengur ánægju af þessu tilgangslausa starfi”, eins og hann sjálfur komst að oröi. Carr- oll jr. réðst til starfa hjá Center fw defense information á siðasta ári og hyggst i framtiðinni helga afvopnunarmálum krafta sina. En hvað heldur Carroll jr. svo sjálfur um herstöðina i Keflavik: ,,Min skoðun er sú að engin kjarnorkuvopn séu á Islandi. Það er engin þörf fyrir þessi vopn, hvorki í Keflavik né annars stað- ar á tslandi og ég hef ekki trú á að mennséu svo vitlausiraö stofna hinu góða sambandi við Island i hættu með þvi að reyna aö koma kjarnorkuvopnum þar fyrir. Ef ég væri yfirstjórnandi þessara mála þá myndi ég a.m.k. aldrei taka þá áhættu.” ..Fljúga ekki um með kjamorkuvpn” — Hvað með flugsveitimar i Keflavik. Geta þessar vélar boriö flugskeyti meö kjarnaoddum? „Vissulega geta þær það, en ég veit ekki um eitt einasta land i heiminum, aö meðtöldum Sovét- rikjunum, sem láta orrustuvélar fljúga um með kjarnorkuvopn. Við gerðum þetta fýrr á árum, en þaö er jafnframt aöalástæðan fyrir stórum hluta þeirra 32 alvarlegu kjarnorkuóhappa sem orðið hafa. Það þarf ekki að springa nema einn hjólbarði i lendingu til þess að viðkomandi flugvél springi i loft upp á braut- Dregur seltumagn sjávar úr fsmyndun? ■ Kortið sýnir staðsetningu is- jaðarins um mánaðamótin febrúar/mars. Vindáttir hafa verið hagstæðar undanfarin mánuð, þannig að isjaðarinn norðvestur og norður af landinu er nú i meðallagi. Hafisjaðar- inn er skammt innan við miðlin- una milli íslands og Grænlands og liggur þar frá suðvestri til norðausturs i um 125 kilómetra fjarlægð frá tslandi. Dæmt er eftir veðurtung lamyndum siðarihluta febrúarmánaðar, en flugveður iiefur ekki gefist til is- könnunar nú um mánaðamótin. Sjór er tiltölulega kaldur norður af landinu, líkt og verið hefur undanfarna mánuði, en ýmislegt bendir tii að seltu- magni sjávar sé þannig háttað, að það komi i veg fyrir mikla is- myndun jafnvel þótt vindáttir yllu kælingu og stuðluðu aö is- myndun. Innan skamms verður þó úr þessu skorið, en hafrann- sóknarskipið Bjarni Sæmunds- son er um þessar mundir i ár- legum leiðangri sem geröur er út til að kanna miðsvetrará- stand i sjónum fyrir norðan og norðaustan land. Eugcne J. Carroll, jr. inni og þar með hið góða samband sem við höfum við viðkomandi lönd.” ..óhætt að treysta skoð- unum okkar’* — Þannigað kjamorkuvopn eru ekki lengur fluttmeð flugvélum? „Ekki með orrustuflugvélum, en það segir sig vissulega sjálft að á meðan Bandarikjamenn hafa 6000 kjarnorkuvopn i Evrópu, að þá verður að flytja þessi vopn með einhverjum hætti á milli. Þessir flutningar fara bæöi fram meö skipum og flutningaflugvélum.” — I bandaríska utanrikisráöu- neytinu er þvi haldiö fram að ekki sé hægt aö treysta einu einasta orði sem frá Center for defense information kemur? — Það kemur mér ekki á óvart að þeir skuli segja það, en ég held að þér ætti að vera óhætt að treysta skoðun okkar á þessum málum. Skoðanafrelsi er jú einn af hornsteinum bandariska þjóð- félagsins eins og þú veist,” segir Eugene J. Carroll, jr. forstjóri CDI. Allh* sammála Flestir þeir sérfræðingar aðrir sem Timinn ræddi viö i Washing- ton voru sömu skoðunar og Eugene J. Carroll, varðandi her- stöðina i Keflavik. Nokkrir þeirra treystu sér þó ekki til að segja af eða á og aörir vissu ekkert um málið. 1 bandaríska utanrikis- ráðuneytinu fékk Timinn þær upplýsingar að utanrikisráöu- neytið hvorki neitaði né játaði þvi að kjarnorkuvopn væruá Islandi. „Við ræðum þessi mál aldrei,” sagði heimildarmaður Timans og benti á aö starfsmenn utanrikis- ráðuneytisins og varnarmála- ráöuneytisins (Pentagon), væru bundnir þagnarskyldu. 1 Pentagon svaraði John Lell- enburg, einn helsti sérfræðingur Bandarikjanna 1 málefnum NATO og yfirmaöur Norður- Atlantshafsdeildar Pentagon, þó spurningu Timans neitandi. Engin kjarnorkuvopn væru i Keflavik og benti Lellenburg undirrituðum á aðræða þessi mál við islensku rikisstjórnina. — „Við myndum aldrei gera neitt sem henni mislikaði”, sagði Lellenburg. —ESE/Washington. Bændur - Hestamenn Framleiði: Heyvagna — Gripavagna Jeppakerrur — Fólksbilakerrur Geri upp gamla vagna Ailir vagnar á fjöðrum. Hafið samband sem fyrst og tryggið ykkur vagn fyrir vorið. Upplýsingar i sima 99-6367 eða Klængsseli, Gaulverjabæ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.