Tíminn - 02.03.1982, Blaðsíða 24

Tíminn - 02.03.1982, Blaðsíða 24
VARAHLUTIR Mikiö úrval Sendum um land allt Kaupum nýlega Opið virka daga bíla til niðurrifs 9 19 ,írauf“r Sími (91) 7-75-51, (91) 7-80-30. daga 10 16 HEDD HF. SkeK„paUvVo1i 20 HEDD HF, Gagnkvæmt tryggingaféJag labnel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Armiila 24 Sfmi 36510 ■ Sævar Bjarnasoir hefur ekki látið deigan siga að undanförnu á sviði skáklistarinnar og auðséð að hann fyllir flokk þeirra ungu skákmanna sem stööugt eru að sækja sig um þetta leyti. Hann varð sigurvegari á Skákþingi Reykjavikur nú fyrir skömmu, meöal þeirra efstu af fs- lendingunum á Reykjavikurskák- mótinu og á landsliðakeppni Is- landsog Sviþjóðar i Vighólaskóla nú um helgina voru það engir nema hann og náfrændi hans, Haukur Angantýsson, sem unnu báðar skákir sinar. Islendingar unnu Svia 9-7. ,,Já, viö Haukur erum náfrænd- ur,” segir Sævar, þegar við litum inn hjá honum i gær. „Við erum vist þeir einu i ættinni sem hafa tekiöskáklistina svona alvarlega, byrjuðum báöir snemma á þessu. Jú, ég byrjaði sjálfur snemma. Ég byrjaði á mótum 14 ára, 1968, og hef teflt nokkuð stöðugt siðan. Ætli minn fyrsti umtalsverði árangur hafi ekki verið þegar ég varö unglingameistari Norður- landa 1971. Upp úr þvi teíldi ég á ýmsum unglingamótum og stund- um með góðum árangri. T.d. komst ég i úrslit á „Evrópu- meistaramóti unglinga um ára- mótin 1973-74. bá hef ég fjórum sinnum unnið á Boösmóti T.R. JSLAND ER PARADfS skAkustarinnarI segir Sævar Bjarnason sem stóð sig meö ágætum nú um helgina á landsliöamótinu Skákmeistari T.R. varð ég 1978. Ætli þetta sé ekki svona það helsta á afrekaskránni. Hvenær ég hef teflt mest? Ég hef teflt mikið tvö til þrjú siðustu árin, hef til dæmis notað öll min sumarfri til þess að sækja skák- móterlendis. Við Margeir höfum fariðtvivegis á mót til Bandarikj- anna saman og einu sinni til býskalands. I sumar býst ég við að fara aftur til Bandarikjanna, ásamt nokkrum góðum islensk- um skákmönnum. Nei, enn hef ég ekki náð i titil alþjóðlegs meistara, en var kom- inn nærri þvi á Reykjavikurmót- inu, en þar vantaði mig aðeins hálfan vinning. Enn hef ég aðeins FIDE meistaratitil. Kannske næst hinn i sumar, en best er þó að spá sem minnstu. Ég held aö árið 1981 hafi verið eitt hið allra besta i islenskri skáksögu. 011 félagsstarfsemi var svo gróskumikil og ég vil einkum nefna gildi helgarskákmótanna, sem hann Jóhann bórir gekkst fyrir. bar tóku margir skákmenn risastökk áfram, eins og þeir Helgi Ólafsson, Elvar og Karl borsteinsson. barna var teflt og stúdérað og lært. Menn höföu geysilega mikið gott af þessu. Ég er þeirrar skoðunar að hvergi, þar meðtalið i Sovétrikj- unum, séu skákmönnum boðin slik tækifæri sem hérna. beir sjóðir sem hér hafa verið stofnað- ir, laun sem menn hafa fengið o.fl. bað er geysilega mikið gert fyrir skákmenn hérna, — þetta er paradis skákmanna. Nei, samt held ég ekki að ég vildi gerast atvinnumaður, þótt mér gæfist kostur á þvi. Mér hef- ur þótt þetta ágætt eins og það hefur verið og mundi ekki kæra mig um að breyta til. — AM ■ Sævar Bjarnason stóð sig með miklum ágætum i landsiiöskeppninni um helgina. Hann bað okkur að skila þakklæti til Skáksambandsins fyrir undirbúning Reykjavíkurmótsins og landsliöamótsins núna, sem hann sagði hafa verið afbragð. (Timamynd Róbert). briöjudagur 2. mars 1982 fréttir Sa mkeppnis- nefnd ekki borist nein kæra ■ „betta mál hefur ekki komið til kasta samkeppnisnef ndar, ’ ’ sagði Georg ólafsson, verölagsstjóri, þegar blaöamaöur Timans spuröi hann i gær hvort samkeppnis- nefnd hefði fjallaö um tilboð Samvinnu- feröa/Landsýnar, til farþega utan aö landi, sem feröast til ann-' arra landa meö feröa- skrifstofunni, en eins og kom fram i Timan- um sl. föstudag, þá telur Ingólfur Guð- brandsson, forstjóri Útsýnar, aö þetta til- boö sé brot á sam- keppnisreglunum. Georg sagði aö eng- in kæra heföi borist vegna þessa máls, en þó sagöi hann aö ekki þyrfti endilega að koma til kæra frá samkeppnisaöila til þess aö mál væru at- huguö i samkeppnis- nefnd. — AB Frá og meö 1. mars varö hækkun á sölu- og auglýsingaverði Tim- ans. Timinn kostar nú i áskrift 110 krónur á mánuöi. Lausasölu- verð er 7 krónur virka daga og 9 krónur um helgar. Auglýsinga- verö blaösins er 66 krónur fyrir hvern dálkasentimetra. dropar Hormóna- kórinn ■ Læknanemar við Há- skólann héldu árshátið sina fyrir skömmu, sem út^af fyrir sig er ekki I frásögur færandi. Á hinn bóginn þótti okkur nafn það, scm þeir gáfu árs- hátiöarkórnum sinum, vel við hæfi: Hormóna- kórinn (nema hvað). Af aðhaldi ■ Úr viðtali DV við for- mann barnaverndar- nefndar fyrir austan fjall: „Hann er ekkert verri en hún. Ég veit ekkert misjafnt um manninn, hann hefur aö visu eitt- hvaö slegið til barnanna, en þurfa ekki öll börn að- hald?” Af Laxness- viðtölum ■ i viðtali við Ilalldór Laxness, sem birtist I Mogganum um helgina, var skáldið spurt hvers- konar lesendahóp það hefði haft I huga „þegar þú skrifaöir þessar löngu greinar, analýsur, sem ég nefndi, — öðru nafni „dálkar””. Og Halldóri var ekki svars vant: „Ja það er nú það. Anna Lisa, öðru nafni Analysis, er yfirleitt góð stúlka. Hún getur staðið ein. Ég skrifaði þvi miður aldrei neitt sérstaklega fyrir pokapresta. Ég skrifaði samkvæmt lútersku formúlunni: hér stend ég osfrv. Keppikefli mitt var leingi vel að láta uppi skoðanir á mikils- verðum málum sam- kvæmt minni kristilegu samvisku þá og þá, eftir þvi hvernig lesið stóð”. 1 sambandi við Lax- ness-viðtöl má svo rifja það upp þegar tiltekinn blaðamaður Islenskur geröi sér ferð upp að Gljúfrasteini I þvi skyni aöeiga viötal viö skáldið. betta mun hafa veriö I febrúar eða mars, — snjór var yfir öllu og frost. Eins og stundum gerist þegar rætt er viö mikils háttar andans menn lenti umræddur blaðamaður I dálitlum vandræðum meö spurn- ingarnar sinar og þótti þær ekki nógu gáfulegar. bar kemur að blaða- maðurinn setti upp upp- skrúfaöan kúltursvip og spurði: „Og hvernig lýst skáid- inu svo á vorið?” Skáldiö horfði stundar- korn i forundran á blaða- manninn en svaraði siðan: „Ég cr hræddur um að þér hafið farið húsavillt, — þér hafiö sennilega ætl- að á Veðurstofuna”. Krummi ... sá grein eftir Ellert Schram I DV, sem ber nafnið „Samkeppnin lengi lifi”. Þaö varð nú heldur brátt um hana á siðdegisblaðamarkaðn- um...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.