Tíminn - 02.03.1982, Blaðsíða 15

Tíminn - 02.03.1982, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 2. mars 1982 15 Iþróttir Enska knattspyrnan: Ipswich lá fyrir Wolves — Wayne Clarke skoraði bædi mörkin í 2-1 sigri Úlfanna — „Dýrlingarnir” með fjögurra stiga forystu í 1. deild ■ Southampton heldur enn forystunni i 1. deildinni ensku, á laugardaginn sigruðu þeir Birmingham 3-1. Southampton hefur nú hlotið 53 stig i 28 leik.i- um og Swansea skaust upp i annað sæti eftir 0- 2 sigur yfir Arsenal. Swansea hefur 49 stig og Man. United hefur 47 stig en United gerði 1-1 jafntefli við Man. City. Óvæntustu úrslitin i 1. deild- inni i Englandi á laugardaginn urðu I leik Wolves og Ipswich. Úlfarnir sigruöu 2-1, Wayne Clarke var hetja Úlfanna en hann skoraði bæöi mörkin. Clarke skoraði fyrra mark sitt á 4min leiksins með skoti af löngu færiog Clarke var siðan aftur á feröinni á 19. min. Eric Gates minnkaði muninn fyrir Ipswich tveimur miniítum siðar er hann skoraöi eftir að Mich Dávray hafði átt skalla i slána. Keegan kom ..Dýrling- unum” á bragðið:: Kevin Keegan kom „Dyrling- unum” á bragðið er hann skor- Úrslit l.deild Arsenal-Svansea....... ó:2 Aston Villa-Coventry .... 2:1 Brighton-W.B.A......... 2:2 Everton-West Ham .....o o Leeds-Liverpool ....... 0:2 Man.Utd.-Man.City .... i:i Nottm.For.-Middlesb. .. i:i Southampton-Birmingh.. 3:1 Stoke-Tottenham ....... 0:2 Sunderl.-NottsCounty ... i;i Wolves-Ipswich...... 2:1 2. deild Barnsley-Blackburn .. Cambridge-Grimsby .... Cardiff-Sheff. Wed.... Charlton-Shrewsbury . Derby County-Newcastlt Leicester-Bolton .... Luton-Oldham ...... Norwich-Q.P.R...... Orient-Watford .... Rotherh.-Cr. Palace Wrexham-Chelsea .. 1. deild 0:1 2:2 0:2 1:0 2:2 1:0 2:0 0:1 1:3 2:0 1:0. South.ton .28 16 5 7 52:39 53 Swansea ..27 15 4 8 40:34 49 Man. Utd.. 26 13 8 5 39:20 47 Liverpool .25 13 6 6 46:22 45 Arsenal .. 26 12 6 7 22:18 45 Ipswich ... 23 14 2 7 44:34 44 Tottenhan.23 13 4 6 38:22 43 Man.City. 27 12 7 8 41:31 43 Brighton ..26 911 6 31:27 38 Nott. For. 26 10 8 8 28:31 38 Everton. „27 9 10 8 34:31 37 NottsCo . 26 9 6 11 40:40 33 A. Vilia .. 27 8 9 10 30:34 33 West Ham 25 7 11 7 41:35 32 Stoke .... 27 9 5 13 30:36 32 W.B.A... . 22 7 8 7 28:25 29 Birmingh 25 5 9 11 36:41 24 Coventry. 27 6 6 15 36:51 24 Leeds .... 23 6 6 11 20:37 24 Wolves... 27 6 5 16 17:45 23 Sunderl. 26 4 7 15 18:40 19 Midd.boro 25 2 9 14 18:37 15 aði fyrir þá úr vitaspymu á 17. min i' leiknum gegn Birming- ham. Frank Worthington jafn- aöi metin fimm min. fyrir lok fyrri hálfleiks einnig úr vita- spyrnu. Graham Baker bætti sfðan tveimur mörkum viö i seinni hálfleik fyrir Southampton. Birmingham hefur ekki tekist að sigra á Utivelli i 16 mánuöi og Rush með mark... þessi leikur var engin undan- tekning þar á. Mark Kevins Keegans var hans 23. mark á keppnistimabilinu þar af 19 deildarmörk. A undravtrðan hátt tókst Man. City aö halda öðru stiginu i viðureigninni við Man. United á Old Trafford. City sem lék án Trevor Francis sem er meiddur átti i vök aö verjast svo til allan leikinn. United sótti nær stans- laust allan timann og þauvoru teljandi þau skipti sem City komst i sókn. Kevin Reeves tók forystuna fyrir City I fyrri hálfleik, er 18 min voru liönar af leiknunij meö skalla. Stuttu siöar jafnaöi KevinMoran metin fyrir United er hann skallaöi boltann i markið eftir fyrirgjöf frá John Gidman. United tók siðan öll völd i seinni hálfleik en Joe Corrican markvörður City reyndist þeim erfiður. Forest heppið: Middlesboro sem ekki hefur unnið sigur á Utivelli siöan i nóvember 1980 tók forystuna i fyrri hálfleik i leiknum gegn Nottingham Forest meö marki frá David Hodgson. Þaö var ekki fyrr en komið var framyfir venjulegan leiktima sem Forest tókst að jafna metin og þaö var Stuart Gray sem var þar að verki. Ian McCulloch framherji Notts County kom i veg fyrir aö Sunderland tækist aö sigra og hirða öll þrjú stigin er þessi félög áttust viö á heimavelli Sunderland. McCulloch skoraði jöfnunarmarkið aðeins fimm min. fyrir leikslok. Alan Brown hafði tekið forystuna fyrir Sunderland i seinni hálfleik. Góður sigurhjá Swan- sea: Það er ekki á færi hvaða félagssem er að ná sigriá High- bury, heimavelli Arsenal. Arsenal þykir ákaflega erfitt heim að sækja. En Swansea lék góða knatt- spyrnu og þeir uppskáru sann- gjarnan sigur 0-2. Ray Kennedy fyrrum leikmaöur með Arsenal ogLiverpoolskoraðifyrra mark Swansea á 16. min leiksins. Robbie James innsiglaöi siöan sigur Swansea 1 seinni hálfleik er hann skoraði Ur vltaspyrnu eftirað brotið haföi veriö á Alan Curtis. Varamaöurinn Nicky Cross bjargaöi ööru stiginu fyrir West Bromwic Albion i leiknum gegn Brighton. A 10 min kafla i seinni hálfleik skoraöi hann fyrir Albion og hann áttiallan heiöur- inn af marki Martyn Bennets jöfnunarmarkinu. Andy Ritchie 14 min og Mike Robinson 60 mín skoruðu mörkBirghtonen Cross geröi þessa forystu að engu. Graeme Souness miðvallar- spilarinn snjalli hjá Liverpool kom þeim á bragöiö i leiknum gegn Leeds á Elland Road er hann skoraði glæsilegt mark af 25 m etra færi i fyrri hálfleik. Ian Rush innsiglaöi sanngjarnan sigur Liverpool er hann skoraði á 76 min leiksins, hans 22. mark á keppnisti'mabilinu. Garth Crooks var hetja Tottenham i leiknum gegn Stoke, Crooks skoraöi bæöi mörk Tottenham i 0-2 sigri þeirra. Tottenham hefur nú leikið 14 leiki án taps! brátt fyrir 19 hornspyrnur þá tókstleikmönnum Everton ekki að fylgja þeim eftir og skora i leiknum gegn West Ham. Leik- menn West Ham féllu oft i rang- stöðutaktik varnarmanna Ever- ton nánast f hvert einasta skipti sem þeir sóttu fram. Garry Thompson var heldur betur i' sviösljósinu er Aston Villa og Coventry léku á Villa park. Thompson tók forystuna fyrir Coventry er hann skoraði eftir tveggja min. leik. En i seinni hálfleik var hann rekinn af velli fyrir aö sparka i Allan Evans. Gordon Cowans jafnaöi metin á 5 min úr vitaspyrnu og Gary Shaw skoraöi sigurmark Villa á 19 min. Aston Villa að- eins farnir að naga sig upp töfl- una, komnir úr fallhættu I bili. Úrslitin i 2. deild voru nokkum veginn eftir bókinni ef svo er hægt aö komast aö orði. Efstu félögin Luton og Watford unnu sina leiki. Luton sigraöi Oldham 2-0 með mörkum David Moss og sjálfsmarki McDon- ald. Blisset skoraði tvö mörk i 3-1 sigri Watford yfir Orient. Luton er i efsta sæti i 2. deild með 53 stig en Watford hefur 49 stig. röp-. Keegan kom Southampton á bragöiö... Crooks skoraöi tvö.. Souness heilinn á bak viö leik Liverpool... 2. deild I Luton 24 16 5 3 52:26 53 | Watford. .. 26 14 7 5 44:28 49 lOldham ■ •• 29 12 10 7 38:30 46 | Rotherham 28 14 3 11 41:34 45 Blackburn 29 12 9 8 33:26 45 Sheff.Wed 28 13 6 9 37:36 45 Q.P.R 27 13 5 9 3 4:23 44 Charlton .. 29 11 9 9 39:38 4 2 Newcastle 26 12 5 9 35:26 41 Barnsley .. 27 11 6 10 36:26 39 1 Chelsea .. . 26 11 6 9 35:35 39 | Norwich . 28 11 4 13 34:39 37 | Leicester .23 9 8 6 30:23 35 1 Cambridge 26 9 5 12 29:32 32 | Derby Co.. 27 8 6 13 35:50 30 1 Orient .... 26 8 5 13 22:32 29 | Bolton .... 27 8 4 15 23:37 28 Sh. bury... 24 7 6 11 22:34 27 C. Palace . 23 7 5 11 16:20 26 Cardiff.... 26 7 4 15 24:38 25 Wrexham . 25 6 4 15 22:36 22 1 Grimsby .. 22 4 8 10 25:38 20 |

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.