Tíminn - 02.03.1982, Blaðsíða 17

Tíminn - 02.03.1982, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 2. mars 1982 17 íþróttir Lárus skor- aði mark — Lárus Gudmundsson skoradi þriðja mark Waterschei í 3-1 sigri þeirra yfir Lierse í belgísku Bikarkeppninni ■ Lárus Guðmundsson lands- liðsmaður i knattspyrnu sem leik- ur með belgiska félaginu Water- schei skoraði eitt mark i 3-1 sigri þeirra yfirLierse i 8-liða lirslitum bikarkeppninnar i Belgiu. Þetta var fyrri leikur liðanna og var leikið á heimavelli Waterschei. „Þaö hafa verið liönar svona 15 min af seinni háflleik er ég fékk boltann fyrir utan vitateiginn hjá þeim, tók hann niður á bringuna og lék á einn varnarmann þeirra og renndi boltanum framhjá markverðinum. Þeir skoruðu sitt mark þegar 1 min var til leiksloka og við eigum góöa möguleika á að komast i undanúrslit”. Lokeren félagiö sem Arnór Guðjohnsen leikur með lék gegn Beveren á heimavelli Beveren i 5liða úrslitunum og sigraði Beveren i leiknum 1-0. 'röp —. ■ Páll Björgvinsson i kröppum dansi I leik Vlkings gegn Þrótti i 1. deildinni i handknattleik Timamynd Kóbert „Nádum ekki sam- an eins os lið Erffitt hjá FH-ingum — sigruðu HK 21-19 í 1. deild á sunnudagskvöldið 99 — sagði Ólafur H. Jónsson þjálfari Þróttar eftir 16-24 tapið gegn Vlkingi í 1. deild ■ „Það verður ekki ljóstfyrr en i slðasta leiknum” sagði Bogdan þjálfari tslandsmeistara Vikings er hann var spurður hvort Viking- ur yrði tslandsmeistari i þriðja skiptið undir hans stjórn eftir að Vikingur hafði sigrað Þrótt 24-16 I 1. deildinni I handknattleik i Laugardalshöll á sunnudags- kvöldið. „Undanfarið höfum við lagt mikla áherslu á þennan leik gegn Þrótti og strákarnir stóðu sig vel. Þróttur lék alls ekki illa og Vik- ingar léku mjög góðan leik. Éf strákarnir æfa vel meðan ég er i Þýskalandi (á HM) falli ekki i þá gryfju að halda að þeir séu orðnir meistarar og halda þessu form i sem þeir eru nú i' þá er ekki útilokað að okkur takist að halda okkar striki og vinna mótið”. „Þetta var lélegthjá okkur það var greinilegt að liðið nær ekki saman” sagði ólafur H. Jónsson þjálfari Þróttar eftir leikinn. ,,Ég verð að viðurkenna það að við erum ekki eins góðir og Vik- ingur. Þeir voru ákveðnari I leiknum, það er þeirra dagur I dag. En aðalmálið var að við náð- um ekki saman eins og lið I þess- um leik”. Þróttarar beittu I upphafi leiks- ins taktik i vörninni sem gersam- lega mistókst, léku maður á mann. Þessi taktik hefði getað Staðan ■ Staðan i 1. deild islandsmóts- ins I handknattleik er nú þessi: KR-Fram 25-23 Valur-KA 23-15 Þróttur-Vikingur 16-24 FH-HK 21-19 Vikingur....... 11 9 0 2 257-195 18 FH............ 11 8 1 2 270-251 17 Þróttur....... 12 8 0 4 263-241 16 KR............ 12 7 1 4 260-251 15 Valur .........12 6 0 6 249-239 12 HK............ 12 2 1 9 215-245 5 Fram ......... 11 2 1 8 216-268 5 KA............ 11 2 0 9 208-239 4 gefið betri raun i leik gegn öðru liði en Vikingi, þar sem Vikingar hafa meiri snerpu en Þróttararn- ir. Vfkingar komust i 2-0, þá misstu þeir tvo menn út af þá Arna og Pál og Lárus minnkaði muninn fyrir Þrótt á 6. min. Sigurður jafnaði 2-2 en Steinar kom Vfkingum tveimur mörkum yfirá nýjan leik. Ellert Vigfússon kom mikið við sögu i leiknum hann varði fjögur vitaköst i leikn- um Þróttur fékk átta viti.skoraði aðeins úr tveimur. Kristján Sigmundsson stóð i marki Vikings mest allan leikinn og varði mjög vel. Vikingur náði þriggja marka forystu og i hálf- leik var staðan 12-9 fyrir Vikingi. Þeir Guðmundur og Páll skor- uðu tvö fyrstu mörkin i seinni hálfleik og staðan 14-9, Jens og Lárus skoruðu tvö mörk fyrir Þrótt, Þorbergur læddi inn einu á milli og staðan 15-11 og 11 min búnar af seinni hálfleik. Þá kom kafli hjá Þrótti sem hvorki gekk né rak, þeir skoruðu ekki mark i 14 min og Vikingar nýttu sér það fullkomlega, breyttu stöðunni i 21-11 og öruggur sigur var í höfn. Þróttur fékk þrjú vitaköst á þess- um tima, Ellert varði tvö og Jens skaut yfir. Eftirleikurinn var Vikingum auðveldur og Þróttur átti aldrei möguleika. Atta marka sigur gefur i' það stærsta muninn á liðunum, en það erekki vafiáþviað Vikingar hafa besta liðinu á að skipa i dag. Þeir gátu leyft sér að hvila landsliðs- manninn og fyrrverandi atvinnu- mann Sigurð Gunnarsson á bekknum mestan tima leiksins. Hlutur sem önnur félög gætu ekki leyft sér. Kristján Sigmundsson og Steinar Birgisson báru af i' liði meistaranna og er langt siðan Steinar hefur rifið sig i^p eins og hann geröi i leiknum. Kristján bregst aldrei. Ellert kom mjög vel út i leiknum, þar fer efnilegur markvörður. Þróttur hefur sýnt betri leik en þetta, þvi samvinnuna vantaði al- gjörlega. Það munaði miklu að Páll Ólafsson meiddist i upphafi seinni hálfleiks og var ónothæfur eftir það. Markahæstur hjá Vikingi var Steinar með 8 mörk en hjá Þrótti skoruöu Sigurður og Lárus 5 mörk hvor. röp —. ■ FH-ingar sigruðu HK 21-19 er félögin léku i iþróttahúsi Hafnar- fjarðar i 1. deildinni á sunnudags- kvöldið.. FH-ingar þurftu virki- lega að hafa fyrir þessum sigri sinum. Er tvær min voru til leiks- loka var staðan 20-19 fyrir FH, en Ragnar Ólafsson hafði minnkað muninn i eitt mark úr vitakasti. HKfékk siðan tilvalið tækifæri til þess að jafna metin en mistókst og Pálmi Jónsson skoraði siðasta mark leiksins og innsiglaði sigur FH. FH-ingar fylgja Vikingum eftir einsog skugginn og alltbendir til þessað leikur þeirra i Hafnarfirði um miðjan mánuðinn komi tii með að verða úrslitaleikurinn i 1. deild. En til þess að svo megi verða þurfa FH-ingar að leika betur en þeir gerðu i leiknum gegn HK. FH -ingar komust fljótt fjórum mörkum yfir og i hálfleik, höfðu þeireins marks forystu 8-7. FH náði fljótt fjögurra marka forystu i seinni hálfleik en rétt eftirmiðjan hálfleikinn tók Einar Þorvarðarson sig til og lokaði markinu og HK minnkaði muninn niður i eitt mark. Pálmi og Hans skoruðu 5 mörk hvor fyrir FH en Ragnar Ólafsson skoraði 6 mörk fyrir HK. röp —. Læknamistök í v-þýsku knattspyrnunni: Kosta þau Magath landsliðssæti? ■ ,,V-þýska landsliðið i knattspyrnu, sem tekur þátt i HM-keppninni á Spáni i sumar, varð fyrir áfalli nú um helgina. Felix Magath lykilmaður landsliðsins og Hamburger SV varð fyrir meiðslum i leik i vikunni og var hann skorinn upp um helgina. Talið var að hann væri með slitinn liðþófa. Það kom siðan i ljós þegar bú- ið var að skera hann að ekkert benti til þess að liðþófinn væri slitinn aðeins væri um bólgur aö ræða. En uppskurðurinn gerir það að verkum að Magath veröur frá æfingum og keppni hátt i tvo mánuði og litlar likur eru taldar á þvi að hann leiki með Þjóðverjum á Spáni i sumar. „Það er allt bókstaflega vit- laust hérna út af þessu” sagði Atli Eðvaldsson i samtali við Timann. „Læknir Hamburger SV sagði að þetta væru bólgur sem Magath myndi fljótlega ná sér af og engin þörf væriá að fara i uppskurð. En það voru kvaddir til tveir aðrir læknar og sögðu þeir báðir aö um slitinn liðþófa væri að ræ.ða og þyrfti Magath að fara str.ix á skurðarborðið.” röp-. meðmet — Sigurður T. Sigurðsson stökk 5,10 m í stangarstökki innanhúss sem er nýtt íslandsmet ■ Siguröur T. Sigurðsson stangarstökkvarinn snjalli úr KR setti nýtt Islandsmet i stangarstökki innanhúss er hann stökk 5.10 m. Fyrra met Sigurðar var 5.0 m, Sigurður reyndi við 5,25 metra en sú hæð varð honum ofviða. Með sliku áframhaldi verður örugglega ekki langt að biða þess að kappinn knái fari yfir þá hæð. Hjörtur Gislason KR setti nýtt Islandsmet i fimmtarþraut innan húss á laugardaginn. Hjörtur hlaut 3439 stig, Elias Sveinsson varð annar með 3314 og Guðmundur Nikulásson HSK varð þriðji með 2920. röp-.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.