Tíminn - 02.03.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.03.1982, Blaðsíða 6
Þriöjudagur 2. mars 1982 stuttar fréttir fréttir ■ t hinni nýju verslun Skapta. Frá vinstri eru: Skapti Askels- son, Jón Berg verslunarstjóri og Jón Ævar Asgrlmsson. Mynd G.K Allt fyrir húsbyggjendur og hestamenn AKUREYRI: Fyrirtækiö Skapti h.f. sem verslar meö byggingavörur fluttti á dögun- um inýtthúsnæöi aö Furuvöll- um 13 á Akureyri. Fyrirtækið hafði reyndar verið til húsa á sam a stað áöur, en flutti nú af 2. hæð á jaröhæöina. Fy rirtækið var stofnaö fyrir tæplega 10 árum af Skapta As- kelssyni, og er hann einn af eigendum þess ásamt Jóni Ævari Asgrimssyni og Hall- grimi Skaptasyni. Verslunar- stjóri er Jón Berg. Hið nýja húsnæöi er um 500 fermetraraö flatarmáli, og er mjög smekklega innréttað. Þar fást allar almennar byggingavörur, auk þess sem boðið er upp á fjölbreyttar vörur fyrir hestamenn. Þá er þaö nýlunda i byggingavöru- verslun á Akureyri aö sérstakt ^barnahorn” er á staðnum, þarsem börnin geta sest niður við lestur og skoöun á mynda- blöðum á meðan foreldrarnir versla. Vilja áfram sinn Vogaskóla VOGAHVERFI: Foreldra-og kennarafélag Vogaskóla óskar eftir stuðningi i baráttu sinni gegn þeim breytingum á rekstri skólans að færa kennslu 4. til 9. bekkjar úr 3.000 manna hverfi yfir i Langholtsskóla. 1 frétt frá félaginu segir að bæöi það og nemendur Vogaskóla vilji eölilegan grunnskólarekstur i hverfinu, en mótmæli, rök og kröfur þar um hafiekki fengið hljómgrunn hjá fræðsluyfir- völdum. Nýverið söfnuðust um 1.400 undirskriftir fullorðinna og unglinga eldri en 16 ára i hverfinu á fjórum dögum, sem talið er til marks um að lang- flestir ibúar hverfisins séu andvigir fyrirhuguðum breytingum. Undirskrifta- listar þessir hafa verið sendir menntamálaráðherra, borgarstjórn Reykjavikur, fræðslustjóra og fræðsluráði Reykjavikur. — HEI hafa stundum á ferð um landið sárlega vorkennt fé sem oft má sjá i þykku reyfi i sumar- hita. ,,Ja, það er ekki vafi á að það getur farið illa með, sér- staklega ungar ullarmiklar kindur að vera i reyfinu i'hita- tið um hásumarið. A eldra fé er ullin yfirleitt gisnari”, sagði Jósep. —HEI Vetrarrúning- ur ríkjandi STRANDASÝSLA: „Ég held að skil og meðferð á ull séu nokkuð góð hjá bændum i Strandasýslu, sérstaklega að þvi ieyti að menn láta ærnar ekki týna henni á fjöllum uppi að neinu marki. Vetrarrúning- ur er alveg ri'kjandi i Stranda- sýslu”, svaraði Jósep Rósin- karsson bóndi á Fjarðarhorni. En Timinn spurði hann vegna þess að nú mun stefnt að sér- stöku átaki i þá átt að fá bænd- urtilaðbæta bæði meöferðog nýtingu ullar þar sem töluvert vantiá aö húnkomi eðlilega til skila. A undanförnum árum hafa aðeins um 1,8 til 1,9 kg. skilað sér af ull af hverri kind þótt um 2,2 kg ætti að vera raunhæft og sumir bændur nái alltupp i 2.5kg að meöaltali af kindum sinum. Jósep sagði hitt annað mál, að i Strandasýslu, sem viða annarsstaðar, sé nokkuð um húsaskemmdir á ull, sem i sumum tilvikum sé lika erfitt aðkomastfram hjá þar sem fjárhús eru ekki nógu góð. — En vilja ekki jafnvel sumir meina að það svari ekki kostnaði að rýja féö? — Sem betur fer er það nokkur misskilningur. Þótt menn séu kannski ekki nógu ánægðirmeöverð a ullinni, þá tel ég ekki vafa á að það borgar sig að hirða sæmilega um hana. Timamaöur minnist á að Vaxandi áhugi fyrir timburhúsum SIGLUFJ ÖRÐUR: „Mögu- leikar okkar Siglfirðinga og raunar allra Norðlendinga til þessað stofna ný iðnfyrirtæki eruað miklu leyti komnir und- ir okkur sjálfum. Það sem til þarf er: Fjármagn, þekking og áræði, segir Þorsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri Húseininga h/f á Siglufirði i samtali i nýjasta tölublaði Einherja, þar sem m.a. var rætt við hann um sýningu á fullbunu timburhúsi i Garða- bæ nýlega, sem um 5.000 manns komu til að skoða. Þorsteinn segir Húseiningar h/f hafa verið stofnaðar árið 1972 i mikilli lægð i atvinnulifi Siglfirðinga. Hluthafareru 105 talsins, þeir stærstu Siglu- fjarðarkaupstaður og Verka- lýðsfélagið Vaka. Fyrsta reglulega starfsárið, 1974, voru aðeins byggð 2 hús, en slðan hefurframleiðslan vaxið' stöðugt og varö53hús á s.l.ári og sé samtals oröin 253 hús auk um 30 bllskúra um sJ. áramót. Þorsteinn segir nú 35 manns starfa að staðaldri hjá Húsein- ingum auk þess sem fyrirtæk- ið veiti vinnu til annarra fyrir- tækja I bænum þannig að gera megi ráö fyrir að alls veiti það um 50 manns atvinnu. Starf- semi Húseininga hafi þvi öneitanlega mikil áhrif á ein- hæft atvinnulíf Siglufjarðar, sem að mestu tengist sjávarútvegi. Þorsteinn er bjartsýnn og telur að fyrirtækið hafi öll skilyrði til aö auka stafsemina m.a. með meiri fjölbreytni I húsagerð. Nú standa yfir tals- verðar breytingar sem m iði aö þvi að auka afköstog bæta að- búnað starfsfólks. Aætlað sé að Húseiningar framleiði allt að 65 húsum á þessu ári. Þá segir Þorsteinn áhuga fólks á timburhúsum nú mik- inn og telur hann enn eiga eftir að aukast. Núna sé um 30% i- búðarhúsa byggðúr timbri en hann telur liklegt að það hlut- fall eigi eftir að hækka i um 70% I framtiðinni. —nEI. ■ Prentsmið.ian Edda hefur nú tekið i notkun fyrstu prentvélina, sem byggist á notkun laser- geisla og var afmælisrit Samvinnuhreyfingar- innar það fyrsta sem með þessari nýju tækni var prentað, en nýja vél- in er sú fyrsta sinnar tegundar á íslandi og getur bæði sett og brotið um heilar siður. Þorbergur Eysteinsson, prent- smiðjustjóri, sýndi blaðamönnum Timans þessa nýju vél nýlega, sem kom til landsins á siöasta sumri og kostaði um 600 þúsund nýkrönur, hún er af gerðinni „Linotype”, en þess má geta að með ,,Linotype” vélum var Tim- inn prentaður hér fyrr á árum, þótt byggt væri á eldri tækni þá! Þri'r starfsmenn prentsmiðj- unnar hafa verið að læra meöferð vélarinnar frá þvi er hún kom og eru það þau Arni Ingvarsson, Þóra Elva Björnsson og Jóhanna M. Guönadóttir. „Vélin ber verksmiöjunafnið Omnitech”,segir Þorbergur, ,,og hún markar tvimælalaust þátta- skil i prentun hér, þar sem hún setur og brýtur um með meiri ná- kvæmni er mannleg nákvæmni einsömul fengi nokkru sinni gert. Við köllum hana „Laser ljós- setningartölvu”, og skýrleikinn i setningunni er aldeilis óvenjuleg- ur. Fyrsta vél þessarar tegundar iheiminum kom á markað 1979-80 svo segja má að hér hafi verið ■ Þótt meginhluti laser-ljóssetningarvélarinnar sé ekki stór um sig, fremur cn mörg undur tækninnar nú á dögum, er þetta meö meiri fram farasporum í prentiðnaði hérlendis á siðari árum. Við tækið Arni Ingvarsson. (Timamynd Ella). Prentsmiöjan Edda tekur Ijóssetningarvél í notkun: SETUR OG BRVTUR UM HEILAR SfÐUR brugðist skjótt við nýjungunum .” Sem dæmi um þá möguleika sem opnast með hinni nýju vél má nefna að hún getur dregið lárétt og lóðrétt strik, sem hentar vel við gerð hvers konar eyðublaða og ennfremur getur hún prentað hvaða letur sem er frá 4.5 punkt- um og upp i' 127.5 punkta. Stafina getur hún mjókkaö, breikkað og togaö og teygt á alla móguiega vegu og þvi óhætt að segja að möguleikarnir i' þvi efni séu ó- tæmandi. Edda vinnurmikið alls lags auglýsingaprentog ætti þessi eiginleiki vélarinnar að geta komið sér vel i þvi prenti. Vélin er ekki fyrirferðarmikil, frekar en mörg undur tækninnar núádögum og er staðsett i litlum klefa og eru tengd henni tvö inn- skriftarborð. Ekki þarf neina framköllun á prentpappimum, eins og i eldri vélum, heldur kemur efnið tilbúið úr vélinni. t Eddu vinna nú 40 starfsmenn og er prentsmiðjan i nýju og rúm- góðu húsnæði við Smiðjuveg 3 i Kópavogi. —AM Viö innskriftarboröin er hægt aö vinna umbrotiö á heilu timariti. (Tlmamynd Ella). Aug/ýsið Veiðimenn m / Veiði i Kálfá i Gnúpverjahreppi er til leigu i sumar. Timanum Tvær stengur leigðar i ánni á dag Tilboð sendist til Jóns ólafssonar Eystra-Geldingaholti fyrir 15. mars. Áskilinn réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.