Tíminn - 02.03.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.03.1982, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 2. mars 1982 •aJllirii erlent yflrlit |i|™ erlendar fréttir ■ 1 NÆSTU VIKU mun Koivisto forsetifara til Moskvu og verður það fyrsta forsetaför hans þangað. Finnar hyggja gott til þessa ferðalags. Þeir áh'ta Koi- visto manna vænlegastan til þess að treysta áfram samstarf við Sovétrikin á þeim grundvelli.sem lagður var af fyrirrennara hans, Kekkonen. Aður en Koivisto hóf undirbún- ing ferðarinnar til Moskvu, þurfti hann að vinna að myndun fyrstu rikisstjórnarinnar i forsetatið sinni. Stjómarmynduninni er lok- ið fyrir nokkru og þykir bera þess vitni að Koivisto er ákveðinn, ef þvi er að skipta. Koivisto taldi það eðlilegt, að forsætisráðherrann yrði úr Mið- flokknum. Þvi var hafnað af flokknum. Formaður Miðflokks- ins, Paavo Vayrynen, vildi ekki sleppa utanrikisráðherraembætt- inu og gerði sér vonir um að hann myndi halda þvi, ef flokkurinn af- salaði sér embætti forsætis- ráðherra. Þá mun hann einnig hafa talið eðlilegt, að forsætis- ráðherrann væri Ur flokki forset- ans eftir hinn mikla sigur hans i forsetakosningunum. Eftir að Miðflokkurinn hafði hafnað forsætisráðherraembætt- inu sneri Koivisto sér til flokks- bróður sins, Kalevi Sorsa og fól honum stjórnarmyndun. Sorsa hefur tvivegis verið forsætis- ráðherra áður, 1972-1975 og 1977- 1979. Það var þvi ekki óeðlilegt, þótt val hans félli á hann. KOIVISTO varðhins vegar ekki við þeirri ósk Vayrynen að láta hann halda utanrikisráðherraem- bættinu áfram. Hann valdi í það embættiPár Stenbáck úr Sænska Kalevi Sorsa Koivisto sýndi myndugleika Vayrenen lenti utangarðs þjóðarflokknum. Stenbáck skoraðist i' fyrstu undan því og benti á annan forustumann flokksins Jan-Magnus Jansson sem var frambjóðandi flokksins i forsetakosningunum og hefur rit- að mikið um utanríkismál. Koi- visto sat fastur við sinn keip og Stenback varð að láta undan. Par Stenbáck er 41 árs að aldri. Hann var menntamálaráðherra i fráfarandi stjórn. Hann hefur verið fulltrúi flokksins i utan- rikisnefnd þingsins og formaður hennar i átta ár, en hann varfyrst kosinn á þing 1970og hefur átt þar sæti siðan. Hann hefur verið for- maður Sænska þjóðarflokksins siðan 1977. .Þegar hér var komið, ákvað Vayrynen að taka ekki sæti i stjórninni. Ráðherrum er skipt milli stjómarflokkanna á sama hátt og í fráfarandi stjórn. Sósial- demókratar hafa fimm ráðherra, Miðflokkur sex, Kommúnista- flokkurinn þrjá og Sænski þjóð- arflokkurinn tvo. Einn ráðherra er utan flokka eins og áöur. Kalevi Sorsa,sem varð nú for- sætisráðherra i þriðja sinn, er 51 árs. Hann hóf ungur þátttöku i stjórnmálum og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum i æskulýðs- hreyfingu flokksins. Þá var hann um skeið blaða- maður viö ýmis málgögn ílokks- ins, eöa frt 1948-’55. Hann var starfsmaður hjá UNESCO á ár- unum 1959-19 65. Ariö 1969 var hann kjiýinn framkvæmdastjóri flokksins. Hann hefur átt sæti á þingi siðan 1970. Hann var utan- rikisráðherra árið 1972 og siðar forsætisráðherra sama ár. Þeir Sorsa og Koivisto hafa verið aðalleiðtogar sósialdemó- krata að undanförnu. Sorsa hefur haft sterkari stöðu i' flokknum, en Kdvisto notið meiri vinsælda ut- an hans. Þess vegna var hann ■ Pár Stenbáck valinn til framboðs i forseta- kosningunum. Sorsa verður nú óumdeildur aðalforingi flokksins þvi að Koivisto mun ekki taka þátt i ftokksstarfi meðan hann er forseti. VAYRYNEN mun hafa nóg að gera, þótt hann sleppi utanrikis- ráðherraembættinu. Hann er engan veginn trausturi'sessi sem formaðurflokksins,en hann felldi Virolainen naumlega við for- mannskjör fyrir tæpum tveimur árum, en beið syo mikinn ósigur fyrirhonum ásiðastl. hausti, þeg- ar Virolainin var valinn forseta- efni flokksins gegn vilja Váyryn- ens og flokksstjórnarinnar. Viro- lainen á eftir að launa Váyrynen lambið gráa. Þegar Váyrynen felldi Viro- lainen áttihann sigur sinn þvi að þakka að Kekkonen studdi hann bak við tjöldin. Það hefur oft ver- ið talað um Váyrynen sem undra- barnið,er Kekkonen ætlaði stóran hlut. Fyrir atbeina Kdckonens var Vayrynen kosinn á þing 24 ára, gerður að menntamálaráð- herra 29 ára og utanrikisráðherra 31 árs. Hann er nú 35 ára. En þótt erjur séu nú i Mið- flokknum, eru þær smávægilegar i samanburði við deilurnar innan Kommúnistaflokksins. Raunar er hann einnig búinn að vera klofinn en nú virðast horfur á að klofningurinn verði endanlegur. Það er talið að rússneski kommúnistaflokkurinn hafi átt mestan þátt i þvi að ekki hafi komið til endanlegs klofnings i finnska flokknum á undanfömum árum. Það mun einnig verða verk Rússa, ef ekki kemur til endan- legs klofnings nú. Þórarinn Þ>órarinssonT o ritstjóri, skrifar Viðræður Brésnef og Jaruzelsky íMoskvu: Lítið látið uppi ■ Jarúzelsky hershöfðingi, formaður Pólska kommúnistaflokksins á nú viðræður i Moskvu, við Brés- nef, forseta Sovétrikjanna. Þetta er fyrsta heimsókn Jaruzelsky til Sovétrikjanna siðan herlög tóku gildi i Pól- landi 13. desember siðastlið- inn. Þegar Jarúzelsky kom ásamt fjölmennri viðræðu- nefnd til Moskvu, tók Brésnef á móti þeim, ásamt forsætis- ráðherra Sovétrikjanna. Ekki hefur verið gefið út opinber- lega um hvað þjóðarleið- togarnir ræða á fundum sin- um. Að mati fréttaskýrenda i Moskvu er þó talið liklegt að sovésk stjórnvöld hafi fullan hug á þvi að sjá Pólska kommúnistaflokkinn endur- heimta leiðtogahlutverk sitt i Póllandi, svo sterklega að enginnvafi leikiá forystuhlut- verki hans. Talið er liklegt að forystumenn i Sovétrikjunum munu lýsa yfir stuðningi sin- um við aðgerðir þær sem her- stjórnin i Póllandi hefur hing- að til viðhaft gegn Einingu, samtökum óháðu verkalýðs- hreyfingarinnar. Eins er talið liklegt i Moskvu að Jarúzelsky muni fara fram á aukna efna- hagsaðstoð Sovétrikjanna viö Pólland. Kaþólskir of- sóttir í Uganda Yfirmaður rómansk- kaþólsku kirkjunnar i Uganda, Sobuta kardináli, hefur fordæmt þaö sem hann nefnir ómannúðlega fram- komu sumra i öryggissveitum landsins. Kardinálinn, sem er jafn- framt erkibiskup Uganda, sagðist fyrirlita það sem hann nefndi helgispjöll öryggis- sveitanna við dómkirkjuna i Kampala sl. miðvikudag, er meðlimir úr sveitunum réðust gegn kaþólskum borgarbúum, sem voru við bænir sinar. Fregnir frá Kampala herma að hermenn úr öryggissveit- unum hafi ráðist gegn fólki fyrir utan dómkirkjuna og haft á brott með sér nokkra menn. Kardinálinn sagðist ekki eiga nokkurra kosta völ — hann yrði að láta i ljósi opin- berlega hrylling sinn á þess- um atburðum. Hann sagðist æskja afsökunarbeiðni frá rikisstjórninni fyrir þessa freklegu móðgun.Vaiiaíörseti Uganda, sem er jafnframt varnarmálaráðherra lands- ins, hefur einnig fordæmt at- burðina við dómkirkjuna. Enn þrengt að Nkomo ■ Stjórnvöld i Zimbabwe hafa nú opinberað i meiri smáatriðum en áður það sem þeir nefna áform um að bola stjórninni frá, en þeir segja að Nkomo hafi undirbúið byltingaráformin. Nkomo var rekinn úr rikis- stjórninnifyrirtveimur vikum eftir að vopnabirgðir fundust á bóndabæjum i eigu stjóm- málaflokks hans. Upplýsingaráðherra Zim- babwe ásakaði Nkomo i gær um að hafa haldið tvo leyni- fundi árið 1980, með suður- afriskum herforingjum, á heimili fyrrum yfirmanns hers Rhodesiu, i þeim tilgangi að fara fram á stuðning Suður- Afriku i byltingartilraun. Ráð- herrann sagði að suður- afrisku herforingjarnir hefðu borið þessa ósk undir stjórn- málalega leiðtoga sina og hefði fengið þau svör írá þeim að bylting væri ekki möguleg i Zimbabwe, þar sem meirihluti landsmanna i Zimbabwe styddi rikisstjórn Mugabe. Flugræningjarnir ákærðir í Englandi Breska lögreglan skýrði frá þvi i gær, að meira af vopnum hefði fundist i þotunni frá Tanzaniu, sem rænt var i siðustu viku, og flogið til Eng- lands, þar sem flug- ræningjarnir gáfust upp i fyrradag. Þegar flugræningjarnir fjórir gáfust upp i fyrradag, var aðeins einn þeirra vopnað- ur, og bar hann skambyssu. Við nánari leit i flugvélinni i gær fundust riffill, haglabyssa og skotfæri. Liklegt er að flugvélarræn- ingjarnir verði ákærðir innan eins sólarhrings, en nú er ver- ið að yfirheyra 11 manns sem voru með þeim um borð. Fyrrum ráðherra Tanzaniu, Oscar Kambola, sem aðstoð- aði yið að fá flugræningjana til þess að gefast upp á friðsam- legan hátt, sagöi á fundi með fréttamönnum, að hann for- dæmdi flugránið með öllu. Kambola sagði þó að flug- ræningjarnir hefðu gripið til þessa ráðs i örvæntingu sinni, vegna stjórnmálalegs ástands i Tanzaniu. Kambola býr nú i útlegð i Bretlandi, en hann er i andstööu við forseta Tanzaniu. BRETLAND: Vaxandi gagnrýni gætir nú i Bretlandi vegna þeirrar ákvörðunar 12 breskra krikketleikara, aö leika nokkra óopinbera leiki við suður-afriska krikketleikara i Suður-Afriku, þrátt fyrir alþjóðlegt leikbann sem er i gildi á leikmenn Suður- Afriku, vegna aðskilnaðarstefnunnar sem þar rikir. Iþrótta- málaráðherra Breta sagði i gær að hann væri hneykslaður á þessari ákvörðun. Einnig er talið að leikir þeir sem eiga að fara fram á milli Breta og Pakistana og Breta og Indverja, nú bráö- lega séu i hættu, þvi yfirvöld i þessum löndum hafa lýst þvi yfir að ef einhver þessara 12 leikmanna verður i liði Breta munu iiö þeirra ekki leika. Ástralia hefur einnig fordæmt þessa ákvörðun, svo og Nigeria. ISRAEL: Hersveitir Israelsmanna hafa rekið á brott um 200 mótmælendur sem reyndu að leggja undir sig þorp eitt á Sinai- skaganum til þess að mótmæla þvi að skaginn verði afhentur Egyptum i næsta mánuöi. Um 20 mótmælendanna voru hand- teknir, og lögreglan sagði i gær að þeir yrðu ákærðir fyrir óspektir á almannafæri. Stjórnin takmarkaði i siðustu viku ferðafrelsi til Norður-SInai- skaga, og verður sú takmörkun i gildi, þar til brottflutningi fólks frá þeim svæðum er lokið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.