Tíminn - 02.03.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.03.1982, Blaðsíða 10
10 ÞriOjudagur 2. mars 1982 minning Guðmundur Halldór Guðmundsson, togarasjómaður F. 4. uktóber 1887 D. 17. fcbrúar 1982 ■ i libinni viku voru gæftir á Suðurlandi slæmar. Stúlblettir þutu yfir himininn .regniö lamdi jörðina i andlitiö og hafið átti örðugt um andardrátt. Þungar öldur böröu landið og stormurinn lék um húsin og skipin og menn spurðu hvort hann færi ekki bráðum aö ganga niður, eins og titt er i verstöðvum. Iþessu veðrifóru vistfáirá sjó. Þó lét einn úr höfn i þessari tið, Guðmundur Halldór Guðmunds- son togarasjómaöur, er þá hélt i sina hinstu för, eöa i þann eina róöur, þar sem menn almennt gá ekki til veðurs, heldur fara meö sina bæn og halda i sundiö er skil- ur lif frá dauða. Það kom mér dálitið á óvart er mér barst sú fregn að Guö- mundur Halldór væri látinn en hann lést i Hrafnistu 17. febrúar, enda þótt hann væri að veröa 95 ára, sem er hár aldur, einkum þegar um er að ræða erfiðismenn sem aldrei kunnu að hlila sér. Guömundur Halldór Guð- mundsson var fæddur á Rafns- eyri viö Arnarfjörð 4. október áriö 1887 og voru foreldrar hans hjónin Guömundur Friðriksson bóndi og Guðmundina Jónsdóttir. Guð- mundur Friðiksson var sonur Friðriks Jónssonar, bónda á Rafnseyri, Ásgeirssonar prests á Rafnseyri og Alftamýri, Asgeirs- sonar, prests i Holti. Guðmundina Jónsdóttir var dóttir Jóns As- geirssonar, prests, þannig að þau hjón voru skyld eða systkinábörn. Ekki kann ég ættir þeirra aö rekja að öðru leyti nema ég veit að Guðmundur Halldór var skyld- ur Jóni Sigurðssyni, lorseta. Guðmundur Halldór ólst upp með foreldrum sinum og byrjaði sjóróðra þar vestra strax barn aö aldri. Bjó um vor i grjótbyrgi meö fullvöxnum mönnum og réri til íiskjar á svörtu opnu skipi og sem unglingurfór hann á skútum. 1 þá daga voru erfiðir timar og er ef til vill gott að skoða þá tið nánar fyrir félagsráðgjaía og aðra vandamálaíræðinga þjóðarinnar og þá er ekkert sjá nú annað en voða. Um þetta leyti var mikill upp- ganguriArnarfirði eða á Bildudal þar sem Pétur Thorsteinsson hafðistóradrift. Var Guðmundur Halldór á skútum hans til að byrja með og lagði heimili sinu björg, eins og þá var siður en áriö 1911 lagöi hann leiö sina suður á land, þá þegar orðinn gjald- gengur skútumaður. Fékk hann skiprúm fyrst hjá Páli Matthias- syni en hann og Páll voru þre- menningar. Var Páll með Langa- nesiö og var farsæll skipstjóri. Guömundur Halldór var nokkur úthöldá skútum, en vegna þeirra er ekki vita, þá veiddu skútur á handfæri og aflinn var saltaður um borö. Þetta var þrældóms- vinna eins og af þvi sést að skútur gátu veitt allt að 100.000 fiska eða 900-1000 tonn af fiski upp úr sjó á vetrarvertið sem nú þætti dá- góður fengur á netabátum og linubátum, en að afla þeirra er nú gert i landi. Af skútunum lá leiðin um borð i togarana sem nú fóru að koma til landsins. Fékk Guömundur Hall- dór fyrst pláss á Gamla Snorra, sem svo var nefndur eða Snorra Sturlusyni sem var eign Milljóna- félagsins og siðar Kveldúlfs ef ég man rétt. En lengst var Guö- mundur Halldór þó á Skallagrimi og þá einkum með Siguröi Guö- jónssyni frá Litlu Háeyri á Eyrarbakka. Honum fylgdi Guð- mundur Halldór siðan á togara Bæjarútgerðar Reykjavikur er Sigurður gjöröist skipstjóri þar og við Bæjarúlgerðina vann Guð- mundur llalldór siðan meðan þrek entist og liklega nokkuö bet- ur en það. Lengst af á sjó. Ég var meö Guðmundi Halldóri til sjós á togara, þegar ég var unglingur. Hann var dugnaðar- maður, slyngur netamaður og dró hvergi af sér. Þá var hann skemmtilegur félagi, pólitiskur mjög og slunginn þvargari. Hann kenndi mér öll verk og lengi vel tók ég hrygginn en hann risti fyrir þegar togararnir voru á salti en við svoleiðis verk kynnast menn núbeturen viðflestönnurstörf. A þessum dögum fór á íjölum sér- stök kynslóð vaskra og vel gjöröra manna sem nú er íarin að týna tölunni, svo ekki sé sterkar að kveðið. Á vorum dögum íást menn af þessu tagi við önnur vis- indi en togarasjómennskuna. • Þeir kunnu fornsögurnar utan- bókar og margar lærðar bækur aö auki að ekki sé nú talab um kvæði, rimur, eða annað þess háttar og þeir vitnuðu margir til fornrar speki og bókmennta máli sinu til stuönings. Þótt ég sé að visu ekki endilega reiðubúinn til að fallast á þá kenningu aö Bólu Hjálmar hefði ort betur ef hann hefði lært latínu þá er ég á hinn bóginn viss um að Guðmundur Halldór og margir fleiri, er ég var með i lúkar fyrir áratugum siðan, heföu getað náð langt á, svo aö segja hvaða sviði lærdóms sem var. En það er önn- ur saga. Guðmundur llalldór ilentist i Reykjavik og 24. nóvember áriö 1924 gekk hann að eiga konu sina Sólveigu Jónsdóttur (f. 7. ágúst 1898 d 10. júni 1979). bónda i Hey- holti i Borgarhrepp; og fylgdust þau aö meðan bæði lifðu. Þau eignuðust fjóra syni. Friðrik og Óskar sem voru kunnir iþrótta- menn i æsku, Guðmund J., al- þingismann og formann Dags- búnar og yngstur er svo Jóhann verkfræðingur. Lengst af bjuggu þau hjón með syni sina i Verkamannabústöðun- um eða á Ásvallagötu 65. Þau voru nábúar okkar, en Verka- mannabústöðunum fylgir sú ein- kennilega náttúra að eldra fólk úr þeim húsum virtist alltaf eiga einhver bréf i hverju barni sem þaðan fór út i lifiö. Velgengni gladdi það og mistök okkar bar það meb sérstöku jafnaðargeði. Og eiginlega er maöur á vissan hátt alltaf þarna kjur þótt maður sé fluttur annað fyrir löngu. Ég kom oft á heimili Guðmund- ar Halldórsog var þar ávallt tek- ið af mikilli alúð og gestrisni sem ég nú þakka og kann enn'betur að meta. Guðmundur Halldór var áhuga- maður um margt. Sér i lagi um þjóðmál og iþróttir. Hann fylgdi Sjálfstæöisflokknum alla tið sem þótti nú einkennileg stefna hjá erfiðismanni. Ab minnsta kosti hjá okkur er þóttumst kunna betri fræði. Hann var tilfinninga- maður, þótt léttur væri i lund og á honum sá maður langt að, hvernig leikir höfðu farið á iþróttavellinum. Alvöru átti hann góöa og oft þegar við sátum á tali tveir, þá hætti timinn að vera til. En nú er það allt liðið. Afreks- maður hefur fengið hvild. Hvild eftir áratug á skútum, 6 áratugi eða svo á togurum og er þá ótaliö annað erfiði og vond vinna um langa ævi. Ég veit ekki hvernig þjóðin metur erfiðismenn eins og Guðmund Halldór. Hann hlaut að visu ymsan sóma. Var sæmdur heiðursmerki sjómanna og Fálkaorðunni en þá viðurkenn- ingu hlaut hann fyrir aö hafa stundað sjóinn lengur en flestir aðrir menn. Frægtskáld segir á einum stað, að þegar maður deyr, þá minnka ég. Og þaö er auövelt aö skilja þauorð þegar maður kveður Guð- mund Halldór. Og ég vona að hann gjöri nú góða för sem endra- nær. Aðstandendum sendi ég góðar kveðjur. Útför hans veröur gjörð frá dómkirkjunni i dag kl. 13.30, 21. febr. 1982 Jónas Guðmundsson, rithöfundur. tekinn tali „Meirihluti bænda hér er svo til eingöngu með votheysverkun” — segir Jósep Rósinkarsson, Fjardarhorni í Bæjarhreppi, en hann situr nú Búnadarþing ■ „Góð afkoma bænda á Strönd- um byggist bæði á góðum væn- leika og mikilli frjósemi sauðfjár- ins. Auk þess er þaö mál margra aö afkoman sé tiltölulega betri i Strandasýslu vegna mikillar vot- heysverkunar”, sagði Jósep Rósinkarsson á Fjarðarhorni i Bæjarhreppi einn fulltrúa á Búnaðarþingi sem Timinn tók tali á öðrum degi þingsins. En borin var undir Jósep sú fullyröing sem oft má heyra að Strandamenn séu margir nánast snillingar i þvi aö hafa gott upp úr litlum búum. Votheysverkun bætir f járhag bænda — Efn af hverju verka þá ekki fleiri bændur hey sitt i vothey en raun ber vitni? — Þaö er nú heldur erfitt að svara þvi. En votheysverkun virðist hafa átt heldur erfitt upp- dráttar þótt það sé nú kannski að sýna sig þar sem hún hefur verið tekin upp að bændur virðist koma út með betri fjárhag þegar frá liður. E.t.v. veldur þar þó nokkru um, að margir eru heldur við- kvæmir fyrir hinni svonefndu vot- heyslykt. Hún er þó fyrst og fremst áberandi sé heyið ekki nógu vel verkaö. En með notkun maurasýru og nokkurri vand- virkni á að vera hægt að komast hjá þessu að mestu leyti. Þá má einnig nefna að meðferð á votheyi er miklu heilsusamlegri fyrir bændur en þurrheyið, sem hjá mörgum bændum veldur raunverulega atvinnusjúkdómi, þ.e. heymæöi. — Getur votheysverkun ekki einnig bjargaö miklu i rigningar- sumrum. — Jú bæði i votviðrasumrun en einnig þegar eða þar sem mikið ber á kali. Kali fylgir jafnan mik- ill arfi og i betri tilfellunum varpasveifgras sem hvoru- tveggja er nýtanlegt i þurrhey þar sem það er nær óþurrkandi en má nýta sæmilega i vothey. Við i Strandasýslu höfum oft orðið harkalega fyrir kali og ég tel að votheysverkunin hafi kannski haft úrslitaáhrif um þaö að ekki hafa flosnaö þar upp fleiri bændur en raun ber vitni. En mikill meirihluti bænda þar er orðinn annað hvort eingöngu eða svo til eingöngu með votheys- verkun. — Krefst votheysverkun ekki einnig minni tækjakosts? Minnkar tækja- kostnad og eykur samvinnu — Það er jú einn kosturinn. Annar sá að samvinna bænda um heyverkunina er miklu auðveld- ari. Auk betri tækjanýtingar er einnig hægt með þeim hætti að ná verkinu áfram fljótt en hey- verkunin verður betri eftir þvi sem heyjað er hraöar i hey- stæðuna. Þetta eru menn að taka upp i vaxandi mæli sem er mjög skynsamlegt. — Geta þeir sem vilja taka upp votheysverkun notað til þess sinar þurrheyshlöður sem fyrir eru? — Sumir m .a. ég hafa gert það. Að visu eru þurrheyshlöður ekki eins sterkbyggðar. En staðreynd- in er þó sú að það er hægt að verka sæmilegasta vothey án þess að aðstæður séu ekki þær allra bestu, þótt góðar votheys- hlöður séu vitanlega æskilegast- ar. — Þú minntist áðan á fækkun bænda. Fækkar þeim mikið i Strandasýslu? — Nei, ég held að óhætt sé að segja aðnú um tima hafi bændum ekki fækkað i Strandasýslu, a.m.k. ekki svo teljandi sé. 1 Bæjarhreppi þar sem ég er kunnugastur, held ég að ekki hafi orðiö nein fækkun s.l. 10 ár. Sem betur fer er nokkuð um þaö aö ungir menn taki viö búum, þótt það gangi kannski svolitiö i bylgj- um. Að meirihluta er þá um að ræða ungt fólk úr sveitinni. — Núermikiö talaðum aöbesti markaðurinn fyrir útflutning dilkakjöts sé brostinn. Hvernig kemur það við ykkur sauðfjár- bændur? — Auövitað snertir allur vandi i bændastétt hvern bónda á Islandi jafnvel þótt hann sé ekki i hans grein. Þetta er allt tengt hvað öðru. Vissulega hljóta þá sölu- erfiðleikar á dilkakjöti að koma illa við Strandamenn, þvi segja má aö sauöfjárrækt sé uppistaða i þeirra búskap. Þvi er ekki að neita að við horfum ekki glaðir til þess ef ekki rætist úr i þessum málum. En hitt er annað að við erum alltaf að vona að nýjar bú- greinar geti létt nokkuð á þessum vanda en það tekur auðvitað sinn tima að þróa þær. Refarækt í kjölfar sauðfjár- fækkunar — Hvað kemur þar helst til greina hjá ykkur? — Ég held að refaræktin sé þar lang liklegust. Það er til fóður i Strandasýslu fyrir refi bæði fiskúrgangur frá Hólmavik og einnig sláturúrgangur sem hægt er að fá. Það þýðir á hinn bóginn að koma þarf upp fóðurvinnslu á svæðinu. — Er slikt þá einnig liklegt samvinnuverkefni hjá bændum? — Já, ég tel það mjög æskilegt að nokkrir bændur á ekki of stór- um svæöum fari út i refaræktina, einmitt til þess að grundvöllur sé fyrir fóðurvinnslunni. Til- kostnaður fyrir slika vinnslu er ákaflega erfiður fyrir eitt bú. — Eru kannski einhverjir byrjaðir nú þegar? — Það er eitt bú nýkomið af staö reyndar hjá okkur, mér og stjúpsyni minum á Markhöfða. Viðgerum okkur fulla grein fyrir þvi að ekki er að búast við aö þetta gefi mikið af sér fyrstu árin vegna þess að fjármagns- kostnaöurinn er töluvert mikill. En ég hef trú á þvi að það sé nokkuð góður grundvöllur i þessu þegar frá liður. Fóðrið verðum við lika að fá lengra að meðan við erum einir með þetta. — Kannski fleiri i nágrenninu fengiö áhuga? — Já, mér virðist það að fleiri i hreppnum hafi áhuga a.m.k. ef þetta gengur svona sæmilega hjá okkur. Umönnun um hinn aldagamla óvin sauðfjárbænda T,skolía?’ — En hvernig er það fyrir rót- gróna sauðfjárbændur að fara allt i einu að annast um „skolla”?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.