Tíminn - 02.03.1982, Qupperneq 22

Tíminn - 02.03.1982, Qupperneq 22
22 Þriðjudagur 2. mars 1982 Kvikmyndir og leikhús kvikmyndahornid ■ Leon Isaac Kennedy og Muhammed Ali. Enn ein hnefa- leikakvikmyndin HNEFALEIKARINN (Body and Soul). Sýningarstaður: Regnboginn. Leikstjóri: George Bowers. Aðalhlutverk: Leon Isaac Kennedy (Leon Johnson), Jayne Kennedy (Julie Winters), Perry Lang (Charles Golphin), Muhammed Ali. Handrit: Leon Isaac Kennedy. Framleiðandi: Menahem Goian fyrir Cannon. ■ Arið 1947 var kvikmyndin „Body and Soul” frumsýnd með John Garfield og Lilli Palmer i aðalhlutverkunum, og þykir hún enn i dag með bestu kvikmyndum, sem gerðar hafa verið um skugga- legan heim atvinnuhnefaleika i Bandarikjunum. Myndin segir frá fátækum ungum manni, sem tekst aö berjast upp á toppinn og verða hnefa- leikameistari, en sýnir jafn- framt skuggahliðarnar, þar sem glæpamenn hala inn mikla fjármuni m.a. með þvi að ákveða fyrirfram, hver skuli vinna og hver tapa. Menahem Golan, Israels- maður sem að undanförnu hefur framleitt kvikmyndir i Bandarikjunum, hefur i „Hnefaleikaranum ” hirt nafnið og meginefni sögu- þráðarins i myndinni frá 1947, bætt þar við disætri til- finningavæmni og kjánaskap, sem tilheyra i svo rikum mæli kvikmyndum hans samanber myndina „The Apple” sem sýnd var hér i fyrra. Þá hefur hann fengið hugmyndir að lániúrRocky-myndunum, sett blökkumenn i aðalhlutverkin og fengið Muhammed Ali i fá- einar senur, til þess að tryggja enn frekar að kvikmyndin gangi meðal blökkumanna i Bandarikjunum, en fyrir þann markað er myndin sýnilega hugsuð. Söguþráðurinn er i stuttu máli sem hér segir: Leon er góður áhugamaður i hnefa- leikum Hann stundar lækna- nám i háskóla, að þvi er okkur er sagt (en aldrei sýnt), en helsta áhugamál hans er kvenfólk. Leon býr hjá móður sinni, sem er andvig hnefa- leikastandinu og vill að hann verði læknir, og yngri systur, sem er reyndar yfirleitt á sjúkrahúsi, þar sem hún þjá- ist af alvarlegum sjúkdómi, þótt hún beri það nú reyndar ekki utan á sér. Leon ákveður að afla peninga fyrir sjúkra- húsvist systur sinnar með þvi að gerast atvinnumaður i hnefaleikum, og fer ásamt Charles, vini sinum og að- stoðarmanni, til Muhammed Ali og biður hann um aðstoð. Ali setur hann i þjálfun hjá einum þjálfara sinna, og brátt hefst sigurganga Leons, sem kallar sig „elskhugann” og hefur ávallt kvennahirð i kringum sig. Leon hafði áður hitt Julie Winters, sem er sögö iþrótta- fréttaritari mikill, þótt aldrei beri á því að hún þurfi að vinna það starf sitt. Og þegar hann er á leiðinni upp á topp- inn hittast þau aftur. Julie fréttir af þvi, að Leon sé hnefaleikari aðeins til að safna peningum fyrir systur sina og fellur fyrir slikri góð- mennsku. Leon vill verða meistari, en til þess þarf hann að ná samningi við „Big man”, sem er umboðsmaöur rikjandi meistara. Samningar takast, en þó ekki án þess að Leon fórni vini sinum og umboðs- manni George, sem lendir beint i eiturlyfjum. Leon verður meistari, en þegar hann er að halda upp á sigur með þremur nöktum konum ber Julie að og verður litt hrif- in. Leon verður þvi brátt vina- fár. Loks tilkynnir „Big Man” Leon að hann sé kominn með nýjan hnefaleikara, sem eigi að verða meistari, og að i keppninni eigi Leon að tapa, en hann fái hins vegar vel borgað fyrir. Leon fellst á þetta, en heimsækir siðan Julie dapur i bragði og lýsir raunum sinum. Þau sættast, og morguninn eftir fer Julie til „Big Man”, hendir framan i hann mútufénu og segir, að Leon ætli að sigra. Leon fer að æfa hjá vini sinum Ali, Julie er honum til halds og trausts, George sleppur úr eiturlyfjun- um, og þegar inn i hringinn er komið kemur móðir Leons, sem alltaf hafði hatast út i hnefaleika, og hvetur hann! Og að sjálfsögðu gengur León illa i byrjun, en sigrar á enda- sprettinum. Nema hvað. Ef miðað er við Rocky- myndirnar eru bardagasen- urnar hér afar slappar, og sumar hreinlega kjánalegar. Leikararnir eru ýmist grenj- andi eða yfir sig kátir og glað- ir. Nöktu kvenfólki er skellt innihér og þar til bragðauka. Rétt er að segja sem minnst um samtölin, en þess má geta, aðjafnvelfrægtilsvör úr 1947 — myndinni eru gjörsamlega kaffærð i orðavaðli. Elias Snæland Jónsson skrif- ar um kvik- myndir. Hnefaleikarinn 0 Tæling Joe Tynan ■¥• ¥■ Hörkutól ¥ Crazy People 0 Hver kálar kokknum? ¥ Stjörnugjöf Tímans * * * * frabaar - * * » mjög göð • * * góð • * sæmileg • O léleg

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.