Tíminn - 02.03.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.03.1982, Blaðsíða 8
8 Þriðjudagur 2. mars 1982 Utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreióslustjóri: Siguröur Brynjólfs- son. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson. Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ölafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaöur Helgar-Tim- ans: lilugi Jökulsson. Blaóamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghild- ur Stefánsdóttir, Egill Helgason, Friórik IndriAason, HeiAur Helgadóttir, Jónas GuAmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristín Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (iþróttir), Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson. utlitsteiknun: Gunnar Trausti GuAbjörnsson. Ljósmyndir: GuAjón Einarsson, GuAjón Róbert Agústsson, Elín Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: SiAumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Aug- lýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — VerA i lausasölu 7.00, en 9.00 um helgar. Áskriftargjald á mánuAi: kr. 110.00. — Prentun: Blaöaprent hf.^ Bókaþjónusta fyrir blinda ■ Ingvar Gislason menntamálaráðherra, hefur á Alþingi mælt fyrir frumvarpi um blindrabóka- safn, sem felur i sér grundvallarbreytingu á eignarhaldi og rekstri bókasafns fyrir blinda i landinu. Kjarni frumvarpsins er sá, að bókaþjónusta fyrir blinda og sjónskerta og aðra, sem ekki geta lesið venjulegar bækur vegna fötlunar, verði á vegum rikisins og að sú þjónusta leysi af hólmi núverandi Hljóðbókasafn Blindrafélags Islands og Borgarbókasafnsins i Reykjavik. Möguleikar til að dreifa lestrarefni á með- færilegum segulbandsspólum hafa gjörbreyst með tilkomu nýrrar og bættrar tækni á undan- förnum árum. í máli menntamálaráðherra kom fram, að i flestum menningarlöndum hafi verið ieitast við að nýta þessar tækniframfarir i þágu þeirra, sem ekki geta lesið venjulegar bækur vegna fötlunar. „íslendingar hafa fylgst vel með umræðum og aðgerðum á þessu sviði. Blindrafélag íslands hef- ur tvimælalaust haft forystu i málinu eins og jafnan, þegar um hagsmunamál bindra hefur verið að ræða. Blindrafélag Islands er eitt gleggsta dæmið um framtak og samtakamátt frjálsra mannúðarfélaga hér á landi. í fremstu röð i þessum félagsskap standa menn sem sjálfir eru fatlaðir, en eru annars gæddir svo miklum hæfileikum og dugnaði að þeir eru fullfærir um að ráða sinum málum sjálfir og sækja fram á eigin spýtur i baráttu sinni fyrir bættum kjörum og mannréttindum”, sagði ráðherra. Menntamálaráðherra sagði ennfremur, að með framtaki Blindrafélagsins og áhuga forráða- manna Borgarbókasafnsins hafi verið unnið ómetanlegt brautryðjendastarf á þessu sviði en nú væri komið að þvi að rikið veitti meiri og fast- mótaðri liðveislu i þvi að halda uppi bókaþjón- ustu íyrir blinda. Á undanförnum árum hefur rik- ið veitt óverulegar fjárhæðir til þessarar starf- semi. Það fjármagn, sem væntanlegt Blindra- bókasafn rikisins mun hafa til ráðstöfunar fer eftir fjárveitingum á fjárlögum ár hvert, og mun framkvæmdageta safnsins þvi háð vilja þing- manna hverju sinni. Vænta má þess, að slikar fjárveitingar aukist ef rikið tekur á sig þá ábyrgð að reka blindrabókasafn og sjá blindu og sjón- skertu fólki fyrir bókaþjónustu, eins og frum- varpið gerir ráð fyrir. Menntamálaráðherra lagði áherslu á mikil- vægi þess brautryðjendastarfs, sem þegar hefur verið unnið á þessu sviðiog minnti á að i frum- varpinu er gert ráð fyrir, að i fimm manna stjórn Blindrasafns skuli sitja tveir fulltrúar frá sam- tökum blindra og sjónskertra, þannig að tengslin við hagsmunasamtök þeirra ættu að vera tryggð. Jafnframt taldi ráðherra hugsanlegt, að Blindra- bókasafn íslands myndi áfram njóta hins félags- lega framtaks Blindrafélagsins, i hvaða formi sem það yrði gert. Hér er um mikilsvert stjórnarfrumvarp að ræða sem skiptir verulegu máli fyrir blinda og sjónskerta. Vonandi verður það þvi að lögum sem fyrst. —ESJ „AÐ FORTIÐ SKAL HYGGJA, ER FRAMTIÐ SKAL BYGGJA” eftir Ásgeir Bjarnason, formann Búnaðarfélags Islands ■ „Að fortiö skal hyggja er framtiö skal byggja”. Þessi orö hvarfla aö mér nú, vegna þess aö i ár er m innst margra merkra at- buröa i sögu islensku þjóöarinn- ar. Elsta kaupfélag landsins varö 100 ára þann 20. þessa mánaðar. Já, þaö er ein öld liðin siöan nokkrir þingeyskir bændur komu saman aö Þverá i Laxárdal til aö ræða vandamál sin sem voru einkum verslunar- og viöskipta- mál. Þetta var á annáluðu harðindaári sem frumherjarnir komu saman og stofnuöu kaup- félag, sem fljötlega náði til allra nærliggjandi sveita. „Mjór er mikils visir”. Þessi visir að fyrsta kaupfélagi lands- inshefur náö aödafna. 1 dag eru sam vinnufélögin — kaupfélögin — Samband i'slenskra samvinnu- félaga, fjölmennustu félagasam- tök i'landinu. Þeim hefur tekist að sameina fólk til sjávar og sveita, unga og aldna til átaka i félags-, menningar- og framfaramálum þjóöarinnar. Þessi staðreynd blasir hvarvetna við. Leiöarljósiö ibaráttu þessari var það sama og sameinaði islensku þjóðina i sjálfstæöisbaráttunni. „Sam- einaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér”. Frumherjarnir brutu isinn og vöröuöu veginn. Á þessum merku timamótum kaup- félaganna ogSambands islenskra samvinnufélaga sem átti 80 ára afmæli einnig þann 20. þessa mánaöar, flyt ég þakkir, kveðjur og heillaóskir Búnaöarfélags Is- lands og bændastéttarinnar. Þaö þótti lika merkur atburöur, sem skeöi fyrir eitt hundraö ár- um, þegar annar bændaskölinn i landinu var stofnaður aö Hólum i Hjaltadal áriö 1882, þegar ekkert sumar kom á Noröurlandi i þess orös merkingu. Þaö þurfti áræðni og sterka trú til aö stofna búnaðarskóla, þegar jöröin fór ekki úr klakaböndum um há- sumarið. Þessum frumherjum varð að trú sinni. Móðurmoldin átti falin i' skauti sínu þau frjó- korn sem döfnuöu fljótt, þegar lifsskilyröin leyföu. Það sannaðist þá sem oftar, að „gróður er gulli betri”. Hátið verður haldin að Hólum i Hjalta- dal þann 5. júli i sumar og skólans minnst en hann hefur starfað lengur á sama staö en nokkur annar skóli i sveit hér á landi. Þóttstjarna Hólastaðar hafi ekki alltaf skinið jafnskært, þá hefur staöurinn löngum átt forystu- menn sem vakað hafa yfir byggðum og bændamenningu þessa lands. Ósk min er sú að framtiðin beri i skauti sér heill og heiður Hólastaðar. Eitt vil ég einnig minna á aö lokum en þaö er 145 ára afmæli Búnaöar félags Islands elsta búnaöarfélags landsins. Upphaf þess var stofnun Hús- og bú- stjórnarfélags Suðuramtsins 1837. Það tók sinn tima aö út- breiöa þennan félagsskap þar til hann náði til allra landsmanna, þvi'áriö 1899 nær félagiö fyrst yfir landiö allt. Tilgangurinn meö þessum stofnunum kemur fram iupphaf- legum samþykktum þeirra, eins og nú greinir: 1. Tilgangur Búnaöarfélags Is- lands á aö vera sá aö efla vel- megun bændastéttarinnar með þvi að koma á betri búnaðar- háttu til sjós og lands. 2. Tilgangur bændaskólanna á að vera sá aö kenna ungum mönn- um verklega og bóklega þau störf er snerta jarörækt og bú- fjárrækt m.m. 3. „Tilgangur félagsins var sá aö ná svo góöum kaupum á út- lendum varningi sem auöiö er, og að gera útvegun hans sem auðveldasta hverjum félags- manni, ennfremur aö fá til veg- ar komið meiri vöruvöndun og afnema skuldaverslun”. Þær merku stofnanir sem ég hef nefnt. Þessir þrir meginþætt- ir, menntun, viðtæk félagsstarf- semi og barátta fyrir framförum á sviði atvinnulifs og i viðskipta- málum hafa reynst islensku þjóöinni traustir hornsteinar og haldgóður grunnur þvi vel- megunarþjóðfélagi sem við lifum i. „Að fortið skal hyggja er fram- tiö skal byggja”. Ég vitna til þess þvi ég hef rætt um veigamikla þætti i sögu fortiðarinnar. Land- búnaður okkar á við talsverö vandamálaö et ja eins og raunar aðrir atvinnuvegir, sem byggja á landsins gögnum og gæöum, svo sem sjávarútvegur og iönaöur. Hluti af vandamálum atvinnulifs- ins er i höndum okkar lands- manna sjálfra aö leysa. önnur eru utanaökomandi og fara eftir viðskiptakjörum i viöskiptalönd- um okkar. Þar er keppnin hörö og allsstaöar örlar á viðskipta- kreppu. Þótt hlutur landbúnaöar i útflutningi sé ekki mikill saman- boriö við heildarútflutning lands- manna, þá hefur hann samt tals- verða þýðingu fyrir þjóð sem berst i bökkum gjaldeyrislega. Ariö sem leiö voru fluttar út land- búnaöarafuröir unnar og óunnar fyrir 421,6 milljónir króna og er það sem næst 6,5% af heildarút- flutningi. Þar af nam útflutningur á prjónavörum rúmlega 166 milljónum króna og er það sem næst 8,5 milljónum króna hærri upphæö en bæöi járnblendiverk- smiöjan og kisiliöjan gefa, þvi út- flutningur þeirra nam til samans 157,7 milljónum króna. Otflutningur búvara gefur mjög misjafnt verö erlendis og minnstir möguleikar eru á sölu matvæla þrátt fyrir það að hundruö milljóna manna i heiminum svelta. Það er almennt taliö að mjólkurframleiöslan sé nokkurn veginn i samræmi viö innan- landsþarfir,en þó mun þörf á þvi aö færa mjólkurmagniö meira yfir á vetrarmánuðina. Oöru máli gegnir með fram- leiðslu á kindakjöti.þar eru meiri vandamálen menn hugðu. Flytja þarf úr landi hartnær þriðjung af dilkakjötsframleiðslunni nú eins og verið hefur. Besti markaður- inn sem var i Noregi nær 30000 tonn fyrir nokkrum árum er fall- inn niöur i 600 tonn og veröur sennilega enginn þvi að Norð- menn eru orönir sjálfum sér nógir á þessu sviöi og hyggja jafnvel á útflutning dilkakjöts. Enginn nýr umtalsverður markaöur fyrir dilkakjöt hefur fundistsem gefur þaö verö sem hægt er að telja viöunandi. Meginástæðurnar fyrir þvi að svona er komiö i þess- um málum eru þær að mestur hluti landbúnaðarafuröa okkar þarf aö keppa við niöurgreiddar búvörur á erlendum mörkuöum og víöast hvar yfirfullan markaö. Þessi aöstaöa samhliöa hækkandi framleiöslukostnaöi innanlands færirokkur sifelltfjær þviaö geta keppt um sölu á búsafuröum er- lendis. Þessa þróun hafa bændur og samtök þeirra séð fyrir og lengi rætt um þaö hvernig best væri aö leysa vandamál þess. Búnaöarþing hefur oftfjallaö um framleiöslumálin og minni ég á ályktun þess frá 1979, þar sem sett voru eftirgreind markmið: 1. Byggö verði viðhaldið f öllum meginatriöum. 2. Búvöruframleiösla fullnægi jafnan innanlandsþörf, leggi tii iönaöarhráefni og beinist aö út- fhitningi þegar viðunandi verð- lag næst erlendis. 3. Tekjur og félagsleg aðstaða sveitafólks sé sambærilegt viö þaö sem aörir landsmenn njóta. Einnig minni ég á ályktun Búnaöarþings frá 1980 þegar rætt var um aukna fjölbreytni i' bú- skap og atvinnumál i sveitum, þar segir: „Búnaöarþing felur stjórn Búnaöarfélags Islands að leita eftir samvinnu viö Stéttarsam- band bænda og Framkvæmda- stofnun rikisins um skipan nefndar þessara aðila er m.a. hlutist til um eftirfarandi: 1. Gerö úttektar á stöðu land- búnaðarins i einstökum héruöum, þar sem skýrt komi fram, aö hve miklu leyti er búiö að byggja upp varanlega og viðunandi aðstöðu fyrir þá framleiöslu sem búseta og af- koma fólks i viðkomandi héraöi byggist á. 2. Athugun á þörf nýrra atvinnu- tækifæra i sveitum og, að jafn- an liggi fyrir upplýsingar þar um. 3. Athugun á möguleikum til þess aö efla núverandi aukabúgrein- ar og taka upp nýjar. Sérstak- lega veröi könnuð náttúruleg skilyrði þar aö lútandi. 4. Athugun á öðrum þeim mögu- leikum.sem styrktgeta búsetu og bættfélagslega og efnahags- lega afkomu þess fólks er sveit- irnar byggir. 5. Athugun á þvi hvernig frekast megi koma við nauðsynlegri ráðgjöf og leiðbeiningum vegna þeirra breyttu viðhorfa sem nú t hafa skapast í landbúnaðinum og framangreindar athuganir kunni aö gefa tilefni til. Hér er um yfirgripsmikil mál aö ræða. Nefnd var skipuð og starfar hún ennþá aö málum þessum, enda er hér um framtíðarverkefni aö ræöa sem hlýtur aö taka tals- veröan undirbúningstima áöur en til framkvæmda kemur,þóer þaö svo aö mörgu hefur þegar veriö hagrætt til að draga úr mestu erfiðleikum við útflutning bú- vara. Stéttarsamband bænda og framleiðsluráð landbúnaöarins hafa unniö markvisst að þvf aö skipuleggja framleiðslu búvara útfrá þeim lagaheimildum sem samþykktar voru á Alþingi 1979- 1980. Mál þessi hafa margar hliöar sem skoöa veröur á breiöum grunni. Ýmsir þættir liggja utan við valdsviö Fram- leiösluráöslaga eins og fjár- festingar og skipulag byggöar meö þvi sem þeim tilheyrir. Þau mál eru í athugun. Þegar jaröræktarlögum var breytt 1J79 og framlög skert átti aö verja þvi sem sparaöist til eftirtalinna verkefna:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.