Tíminn - 28.03.1982, Síða 5

Tíminn - 28.03.1982, Síða 5
Sunnudagur 28. mars 1982 5 ■ Turninn eins og hann stóö i svo mörg ár meö vinnupöllunum utaná. varða yfir smekk sinn og hætt er við að hér eigi við orðið góða úr tækifærisræðunum „óbrotgjarn”... Ýmsir bygginga- fróðir menn hafa reynt að kryfja og sundurgreina hina ósamstæðu frumparta sem hafa slysast saman úr ólikum áttum og stefn- um misskildum i þann hrærigraut fáránleikans sem þessi bygging mun verða arkitónskt, ég nefni Hörð Ágústsson. Hvað segja náttúruverndarlögin við þessu? Þegar okkar áslkæru fjöllum er storkað með þessum hætti?” Thor lagði siðan til að turninn yrði hafður á hjörum úr áli þannig að hægt væri að leggja hann niður og reisa hann upp aftur i þvi skyni að greiða fyrir flugsamgöngum. Aætlaði hann að turninn mundi ná um það bil niður að Hegningarhúsi ef hann lægi niður endilangan Skóla- vörðustíginn. „með mestu listaverkum...99 Þaö væri ekki rétt að skilja við deilurnar um Hallgrlmskirkju án þess að geta fylgismanna bygg- ingarinnar sem voru fjölmargir, bæði meðal lærðra og leikra. Það sanna best fjárframlögin sem stööugt hafa streymt i' byggingar- sjóöinn frá hinum óskyldustu aðilum. Unnendur Passíusálm- anna töldu það bara rétt og skylt aö reisa veglegan minnisvarða yfir þetta mesta sálmaskáld okk- ar og öörum fannst að svo veglegt guðshús hlyti að verða lyftistöng fyririslenska kristni. Jakob Jóns- son segir i áðumefndri endur- minningabók: „Þegar ég lít til baka yfir horfna tið, get ég glaðst af tvennu. 1 fyrsta lagi að Hall- grimskirkja hefir sannaö sinn til- verurétt og á eftir að gera það betur. Ég hefi talað við fleiri en einn dómbæran mann sem telur Hallgrimsturninn með mestu listaverkum sinnar tegundar i Evrópu og ég sé nú hilla undir þá tima, aö Reykjavik — eða raunar ísland — eignist sönghús, þar sem ekki er aðeins hægt að halda fjöl- mennar guðsþjónustur, heldur byggja upp sönglist, sem ella væri óframkvæmanleg hér á landi... Einu sinni var ég á gangi niður við höfn. Þar mætti mér ungur, sjómaður, sem ég þekki i sjón og tók mig tali. Hann lýsti þvi fyrir mér, að Hallgrimsturn- inn væri orðinn besta inn- siglingarmerkið á leiðinni utan úr flóanum og inn til Reykjavikur. Mér þótti viðtalið skemmtilegt. Kannske felst eitthvað meira i orðum sjómannsins en hann sjálf- an óraði fyrir.” Gotnesk hvelfing í sumar? Nú hefur verið lokið við að steypa Hallgrimskirkju upp og i fyrra voru reistar sperrur i þaki hennar, turninn hefur gnæft full- kláraður yfir höfuðborgina i meira en fimm ár og nú má loks sjá hverjar verða hinar endan- legu útlinur kirkjunnar. Næst á dagskrá er að reisa hvelfingar i gotneskum stil yfir kirkjuskipið. En að sögn forráðamanna kirkju- smiðinnar er þaðekkert áhlaups- verk. Þegar svipuð hvelfing var reist i turninum neöanveröum þar sem hann nemur við kirkju- skipið var það gert meö hefð- bundinni mótasmiöi sem reyndist bæði of seinlegt verk og of kostnaðarsamt. 1 fyrrasumar kom hingað verkfræðingur frá verktakafyrirtæki f Gautaborg og kannaði málið i samráði við verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen ■ Þverskuröarmynd af skipi kirkjunnar. Þarna sést glöggt hvernig gotnesku hvelfingarnar sem fvrir hugað var aö reisa í sumar munu taka sig út. sem sér um verkfræðilegu hliðina á byggingunni. Hann lagði til að hvelfingarnar yrðu steyptar með nýtiskulegri aðferð, svokaiiaðri múrsprautun. Þetta verk hefði þurft að vinna með erlendum tækjabúnaði að sumarlagi áður en er von á frostum og þvi eðli- lega hagkvæmast að ljúka þvi' af á einu sumri. Samkvæmt tillög- um Svians var áætlað að kostnaðurinn yrði um 1.6 milljón- ir miðað við byggingarvisitölu i september 1981 sem mundi fara nærri 2.4 milljónum á núgildandi verðlagi. Nokkru sfðar lét þessi sænski verkfræðingur lffið í bil- slysi i Gautaborg. Nú i byrjun mánaðarins komu siðan þrir menn frá sama verktakafyrirtæki til viðræðna stóð jafnvel til að gera við þá samning um að steypa hvelfingarnar i sumar. En þegar dæmið var reiknað uppá nýtt kom babb ibátinn. Eft- ir vettvangskönnun Svianna kom á daginn að þetta mundi ekki kosta neinar 2 milljónir, 4-5 milljónir væri nær lagi. Nú hafa kirkjusmiðirnir setið heima siðan ibyrjun febrúar, allir nema einn, sem hefur unnið við smiðina frá upphafi. Stefna þessa árs var að halda um fjármuni og einbeita sér að hvelfingunni. Það er á huldu hvernig verkfræðingurinn sænski hefur reiknað dæmið leyndarmálið tók hann með sér i gröfina. Um þessar mundir er byggingarnefnd kirkjunnar að þreifa fyrir sér, bæöi hér og er- lendis um hagkvæmari mögu- leika á að fá verkið unnið. Vonir standa enn til aö hvelfingin risi i sumar. Kostnaður - 1.2 milljónir Lauslega áætlað mun bygging Haligrimskirkju hafa kostað um 1.2 milljarö frá þvi hafist var handa árið 1945, þ.e. á núverandi gengi. Hermann Þorsteinsson, formaður by ggingarnefndar kirkjunnar, tjáði okkur að 65.9 prósent af þessu væru framlög frá safnaðarmeðlimum og öðrum einkaaðilum. 19.9 prósent hafa komið úr rikissjóði en 14.2 prósent úr kirkjubyggingarsjóði Reykja- vikurborgar. Framlögin nema semsagt tveimur þriðjuhlutum af byggingarkostnaðinum hingað til. Allt fram til ársins 1962 veitti rikissjóður ekkert til byggingar Hallgrimskirkju umfram fram- lagið frá 1942. Árið 1979 nam framlag rikissjóðs 75.000 krónum nýjum, 198 1 200.000 krónum og á fjárlögum þessa árs var gert ráð fyrir hækkun i 250.000 krónur. En þegar allt i einu varð útlit fyrir áðurnefndar stórframkvæmdir héldu fulltrúar kirkjunnar á fund fjárveitingamefndar og fóru þess á leit að framlagið yrði hækkað i eina milljón. Niðurstaðan varð sú að upphæðin var þrefölduð úr 250.000 i 750.000 og þannig mun það hljóða á fjárlögum ef ekki verður ákveðið að skera niður opinberar framkvæmdir. En hvaðan koma þá allir þeir peningar sem vantar upp á? Að sögn Hermanns Þorsteins- sonar hefur sú hugmynd skotið upp kollinum að efna til söfnunar, leggja máliö fyrir landslýð en það hefur gerst i tvigang áður — þeg- ar gera skyldi stórátak vegna ár- tiðar Hallgri'ms 1972 og svo aftur 1976. Þá var dreift út eins konar hjálparbeiðnum undir yfirsögn- inni „Hjálpumst að fullgera Hall- grimskirkju”. Kirkjuráö mun hafa tekið mjög i sama streng á fundi sinum i febrúar. Stefna tekin á 1985 Nú hefur Hallgrimskirkjusöfn- uöur minnkað mikið á þeim árum sem kirkjan hefur verið i bygg- ingu orðiðfyrir baröinu á flóttan- um mikla út I úthverfin og vart neinn hægaleikur fyrir svo fá- menna sókn að standa i slikum sótræðum. Við spurðum Her- mann Þorsteinsson hvort kirkju- byggingin stæði ekki i vegi fyrir öðru safnaðarstarfi? „Söfnuöurinn hefur minnkað um helming og tekjurnar að sama skapi, svo þetta er gifurlegur þungi á söfnuðinum. Það má segja að bæöi prestarnir og safnaðarnefndarmennirnir hafi verið undirlagðir i hugsun og það er mikil orka sem fer i að halda þessu gangandi. Svo hefur að- staðan ekki alltaf verið sem best til kirkjuhalds, húsiö hálfkarað sement og ryk flæða um allt og glymjandi hamarshögg og bar- smiðar. En eins og menn i söfn- uöinum hafa sagt við mig er þetta kvöð en ljúf kvöð. Svo er heldur ekki að búast við þvi að það veröi neinn hægaleikur að reka svona stórt hús, rafmagns- og hitunar- kostnaður verður auðvitað gifur- legur”. A6 sögn Hermanns er stóri draumurinn nú sá að hægt veröi að leggja siðustu hönd á kirkjuna siðla árs árið 1985, en þá veröa einmitt fjörutiu ár frá þvi að smiðin hófst. „Eins og Móses forðum tfð erum við búin að vera næstum þvi fjörutiu ár i eyði- mörkinni. Nú erum við komin að stóru fljóti sem við vonum aðopn- istfyrir okkureins og Rauðahafið fyrir tsraelsmönnum. Nú er mál að þessu fari að ljúka”, sagði Hermann. Að lokum inntum við Hermann Þorsteinsson sem hefur staðiö i striðu við byggingu Hallgrims- kirkju i tuttugu ár, eftir þvi hvort ekki hefði verið of mikiö i fang færst i upphafi. „Halldór Laxness hefur sagt um Hallgrim Pétursson og Passiusálmana að það sé toppur- inn á öldu sliks kveöskapar i Evrópu. Að ekkert betra hafi veriðortum passíunaog boðskap hennar. Hallgrimur er yfirgnæf- andi maður i Islenskri kirkju og islenskum bókmenntum og sálm- ar hans hafa nú veriö þýddir á fjölmörg mál. Ég tel aö það hafi farið vel á þvi aö menn ákváðu áriö 1942 aö kirkjan sem er helguð 1 minningu hans yrði af þessari stærðargráöu. En að visu er eins gott að þeir vissu ekki nákvæm- lega hvað átakið yröi þungt og mikið, þá heföu þeir kannski guggnað viö aö leggja i þetta. Ég held að Hallgrimskirkja muni undirstrika vel upphaf Passiu- sálmanna — „Upp, upp min sála og allt mitt geð.” eh

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.