Tíminn - 28.03.1982, Síða 9
Raunsætt mat á þörf-
um varnarliðsins
■ Beri ekkert óvænt upp á sýn-
ist að hægt veröi aö hefja störf
við undirbúningsrannsóknir
oliuhafnar í Helguvik og bygg-
ingu eldsneytisgeyma á Hólms-
bergi. Samningurinn sem Al-
menna verkfræðistofan gerði
við Orkustofnun er i fullu gildi
og viðkomandi aðilar hafa lagt
blessun sina yfir hann. Afskipti
iðnaðarráðuneytisins af samn-
ingi þessum hafa veriö með
þeim hætti að erfitt er að sjá til
hvers leikurinn var gerður
nema að þarna hafi einhver
þyrkjustuleikur verið á ferðinni.
Eftir alla þá uppákomu, sem af-
skipti iðnaðarráðherra af mál-
inu hafa verið, hefur engu. ver-
ið breytt nema hégómlegum
smáatriðum, eins og utanrfkis-
ráðherra orðaði það, auk þess
sem Islendingar bera minna úr
býtum fyrir að vinna verkið.
Deila hefur staðiö um hvort
samningnum hafi verið rift, eða
aðeins verið i „athugun” i
iðnaðarráðuneytinu, en sú sið-
búna rannsókn hefur tafið málið
og jafnvel teflt i hættu þvi atriði
sem utanrikisráðherra lagði
mikla áherslu á, að verk þetta
væri unnið af tslendingum. En
nú hefur Hjörleifur Guttorms-
son og bandariski sjóherinn
ákveöiö að ekkert sé þvi til
fyrirstöðu að verkið geti hafist,
eins og til var stofnað áður en
sjónarspilið hófst. S.l. fimmtu-
dag gerðist það að Orkustofnun
skrifaði Almennu verkfræöi-
stofunni bréf, þar sem hún sagð-
ist vera reiðubúin að standa við
gerðan samning. Sama dag
samþykkti samningsaðili verk-
fræöistofunnar með leyfi banda-
riska sjóhersins að Orkustofnun
ynni verkið.
Riftun eða
rannsókn
Óþarft er aö rekja gang þessa
máls og allt það fjaðrafok sem
það hefur valdið en Ólafur Jó-
hannesson utanrikisráðherra
hefur vægast sagt verið mjög
þungoröur i garð iðnaöarráð-
herra vegna afskipta hans af
samningum Orkustofnunar og
Almennu verkfræðistofunnar og
talið að ekki væri neinn lagaleg-
ur grundvöllur fyrir aðgeröum
hans.
En Hjörleifur segist aldrei
hafa ætlað sér að rifta samning-
um eða stöðva verkið, heldur
hefði hann aðeins viljað athuga
hvort Orkustofnun væri meö
ólögmætum hætti að hætta sér
út á svæði sem gæti komið henni
i koll. Nú er ljóst, samkvæmt
mati iðnaðarráðuneytisins, að
rannsóknarboranirnar við
Helguvik setja Orkustofnun
ekki um koll og bandariski sjó-
herinn treystir stofnuninni og
æðstráðanda hennar til aö vinna
verkið þrátt fyrir það sem á
undan er gengið.
Áður en þáttur iðnaðarráð-
herra i þykjustuleiknum hófst
setti félagsmálaráðherra dulitiö
sjónarspil á svið, sem siðan
hvarf i skuggann af stórdrama-
tiskum tilburðum flokksbróöur
hans i iðnaöarráöuneytinu.
Félagsmálaráðherra gluggaði i
plögg sin og komst að þvi að
skipulagsmál heyrðu undir
hann. Hraus honum hugur við
að eiga nú eftir að skrifa upp á
skipulag Helguvikurhafnar.
Setti hann á laggirnar i skynci
nefnd i skipulagsmálið, en utan-
rikisráðherra hefur vefengt lög-
mæti þeirrar aðgerðar.
Hvers vegna
Helguvík?
Mikil umræða hefur verið
uppi um allt þetta Helguvikur-
mál, og eins og oft vill verða
þegar lopinn er teygður út og
suður og mælskan flýtur yfir
alla bakka, veröur erfitt að
greina sundur aðal- og auka-
atriði málsins.
Astæða þess að flytja á elds-
neytisgeymana á Hólmsberg er
að þeir geymar sem nú eru
notaðir undir oliu fyrir Kefla-
vikurflugvöll eru gamlir og úr
sér gengnir. Þeir standa fyrir
eðlilegri byggöaþróun i Kefla-
vik og Ytri-Njarövik og af þeim
stafar mikil mengunarhætta
þar sem garmarnir standa yfir
vatnsbólum fjölmennra
byggðarlaga. Allir sem um
þetta fjalla eru á einu máli um
að geymana verður að endur-
nýja og reisa á öörum stað en
þeir eru nú. Helguvik og Hólms-
berg varð fyrir valinu einfald-
lega vegna þess að það er heppi-
legasti staðurinn fyrir hafnar-
gerð og eldsneytisgeymana. Er
þetta niöurstaða þeirra aöila
sem málið varða. Vega þar
þyngst óskir sveitarstjórna
þeirra byggöarlaga sem máliö
varðar mest.
Þaö eru ekki aðeins geymarn-
ir sem þarf að færa, heldur eru
hafnarskilyrði i Keflavik engan
veginn þannig að forsvaranlegt
sé að skipa þar oliu á land. Oliu-
bryggjan sem þar hefur veriö
notast við var ekki burðugri
orðin en svo að hún hvarf i
stormi og hafróti s.l. vetur. Og
enginn veit hvenær gömlu
geymarnir ofan við Keflavik og
Njarðvik fara svipaða leið.
Viðunandi lausn
í öllu málæðinu sem yfir hefur
dunið vegna endurnýjunar á
geymum og hafnargerð viröist
litla athygli hafa vakið sú skoð-
un Alþýðubandalagsins að leysa
bæri þetta vandamál sam-
kvæmt tillögum samvinnu-
hreyfingarinnar, eins og flokks-
formaöurinn, og reyndar for-
maður þingflokksins einnig,
hafa kallað það sem þeir nefna
æskilega lausn.
Að visu hefur samvinnu-
hreyfingin sem slik ekki lagt
fram neinar ákveðnar tillögur
þar að lútandi, en Oliufélagið
aftur á móti lagt til að nýju
geymarnir verði reistir innan
girðingar Keflavikurflugvallar
og aðstaða i Keflavikurhöfn
bætt, og leiðslur endurnýjaðar.
Þessi hugmynd er allra góðra
gjalda verð og hefur hún sjálf-
sagt veriö athuguð af hlutaðeig-
andi aðilum, en henni var hafn-
að og I staðinn ákveðið að elds-
neytisgeymarnir skyldu reistir
á Hólmsbergi og hafnaraöstaöa
byggö i Helguvik.
Fram til þessa hafa Alþýðu-
bandalagsmenn lagst gegn öll-
um framkvæmdum á Kefla-
vikurflugvelli, enda er það
skoðun þeirra og stefna, að
bandariski herinn hverfi af
landi brott og að tsland segi sig
úr Atlantshafsbandalaginu. En
nú hefur sú stefnubreyting orðið
hjá ráöandi öflum i þeim flokki,
að þeir leggja blessun sina yfir
framkvæmdir á vegum banda-
riska sjóhersins, en setja aðeins
það skilyrð.i að þeir fái að hafa
hönd i bagga meö hvernig þær
framkvæmdir verða skipulagð-
ar og hvar mannvirkin eiga aö
standa. Hér er hvorki um aö
ræöa aukin umsvif eða sam-
drátt mannvirkjagerðar.
Geymarnir viö Helguvik munu
rúma nákvæmlega jafnmikið
magn og gömlu eldsneytis-
geymslurnar sem nú eru i notk-
un. Hafnaraðstööu veröur aö
koma upp og hvort sem þaö
■ Hér er nokkurra ára gömul mynd af Keflavik. Gömlu oliu-
geymarnireru neðst og til vinstri á myndinni og er byggöin komin
alveg að þeim. Efst til hægri er Hóimsberg en Heiguvik sést ekki.
Hún cr fjær.
veröur i Helguvik eða i Keflavik
er það mikil og dýr fram-
kvæmd. Geymar innan girðing-
ar vallarins myndu væntanlega
taka sama rúmtak af eldsneyti.
Hér er þvi bita munur en ekki
fjár.
Þessi stefnubreyting forystu-
manna Alþýðubandalagsins ber
vott um raunsæi. En það reyna
-þeir að fela meö sjónhverfing-
um sem hafðar hafa verið i
frammi um skeið og stjórnarat-
höfnum sem ekki hafa aðra þýö-
ingu en þá að dreifa athyglinni
frá aðalatriðum málsins, sem
sagt aö sú starfsemi sem fram
fer á Keflavikurflugvelli þarf
oliu og oliuhöfn.
íslenskt
yfirráðasvæði
Þvi hefur verið borið við aö
umsvif bandariska sjóhersins
muni stóraukast með hafnar-
gerð i Helguvik. Aðstaða undir
Hólmsbergi er ekki slik að fýsi-
legtséað byggja þar stóra höfn.
1 samningnum um þessar fram-
kvæmdir allar er skýrt tekið
fram aö svæðið lýtur Islenskri
stjórn og lögsögu.
I samningsdrögum sem
bæjarstjórn Keflavikur hefur
samþykkt segir m.a.:
„Viö fyrirhugaða hönnun
eldsneytisgeyma varnarliösins
og hafnargerð i Helguvik,
tryggir varnamáladeild, aö
mannvirkin uppfylli ströngustu
kröfur um allan búnað og frá-
gang, og girðingar umhverfis
þau verði samkvæmt islenskum
lögum og reglum varðandi upp-
skipun og geymslu eldsneytis.
Þess verði vandlega gætt, aö
þannig verði staðið aö hafnar-
Oddur Ólafsson,
skrifar
gerðinni, að hún komi að sem
fyllstum notum við frekari
hafnargerö I Helguvik.
1 þessu skyni tryggir varna-
máladeild aö Keflavikurbær
geti fylgst með hönnun hafnar-
innar og framkvæmdum, og
komiö sjónarmiðum þar að lút-
andi á framfæri.
tslenskum oliufélögum veröi
heimilað ef þau óska, að nota
hafnarmannvirkiö, og koma
upp tækjabúnaði til oliuupp-
skipunar og aðstööu til bygging-
ar oliugeyma vegna starfsemi
sinnar.
Umsjón, afgreiðsla og
öryggisgæsla á hafnarsvæðinu,
verði I höndum islenskra aöila
og gjaldtaka með sama hætti og
verið hefur i Keflavikurhöfn til
þessa.
Risi mál út af samningi þess-
um skal þaö rekið fyrir bæjar-
þingi Keflavikur.”
Hafnarstjórn Keflavikur fer
með stjórn oliuhafnarinnar.
Hún heyrir undir vita- og
hafnarmálastjórn, sem aftur
heyrir undir samgönguráð-
herra.
Af þessu má ljóst vera að ekki
er verið að auka hernaöarum-
svif á neinn hátt, eins og látiö er
i veðri vaka. Þá hefur veriö
gengið svo frá málum aö is-
lenskir aðilar munu annast
framkvæmdir, m.a. undirbún-
ingsrannsóknir. Þá munu is-
lenskir aöilar hanna verkið og
væntanlega vinna það er þar aö
kemur, og siöan stjórna höfn-
inni eins og glöggt kemur fram i
samningsdrögunum, sem hér
eru birt.
Kostnaður af hafnargerðinni
verður greiddur af bandariska
sjóhernum og Atlantshafs-
bandalaginu samkvæmt sér-
stökum samningi.
Hvaðan er
hættan?
Aðild Islands aö Atlantshafs-
bandalaginu og vera varnar-
liðsins hér á landi er mörgum
mikill þyrnir i augum, og er það
engan veginn óeölilegt. Að sjálf-
sögðu eru skiptar skoðanir um
það eins og sitthvað fleira. En
þaö er mikil einföldun að fylkja
þjóðinni i tvær fylkingar og
kalla hernámssinna og her-
námsandstæðinga. Það eru allir
á einu máli um að æskilegast
væri að ástandiö i heiminum
væri þannig að engin nauðsyn
væri á her eöa hernaðarbanda-
lögum. Það vill einfaldlega ekki
svo til að svo friðvænlega horfi
að hægt sé að leysa hernaðar-
bandalög upp. íslendingar skip-
uðu sér af fúsum og frjálsum
vilja I raöir vestrænna lýðræöis-
rikja, þótt sú ákvörðun hafi
mætt vissri mótstööu, og enn er
deilt um hvort viö eigum heima
i þessum samtökum eða ekki.
Eins er þaö mikil einföldun að
halda þvi fram, eins og margir
hernámsandstæöingar gera, að
ófriöarhætta stafi eingöngu frá
Vesturlöndum. Aö forystumenn
vestrænna rikja vilji ólmir og
uppvægir fara með strið á hend-
ur sósiölskum rikjum og stuðli
aö kúgun og misrétti um allan
heim, og að aðild Islendinga að
Nató geri þá samseka um allt
þetta athæfi.
Til varnarsamtaka vestrænna
rikja var stofnaö vegna utanað-
komandi hættu. En það er látiö
eins og sú hætta hafi aldrei veriö
og sé ekki fyrir hendi. Það þarf
meira en litla glámskyggni til
að horfa framhjá hernaðarum-
svifum Sovétrikjanna og fylgi-
rikja þeirra þegar fjallað er um
veru tslands i Nató, og láta
ávallt eins og þessi samtök lýð-
frjálsra rikja sé einhver flokkur
glæpamanna sem sitji á svik-
ráðum við allt mannkyn.
Auðvitað telja allir það æski-
legast aö ekki þyrfti að vera
herstöð á Islandi. En staðreynd-
in ersú, þvi miður, að ástandiö i
heiminum er ekki þannig aö Is-
land geti veriö án varna og
óþarft er aö ganga framhjá þvi
að þátttaka Islands i varnar-
samstarfinu er einnig mikill
styrkur fyrir önnur aöildarriki,
þótt viö leggjum ekki annað til
en landskika.
Vonandi kemur að þvi að eng-
in þörf veröur fyrir erlendan her
á Islandi en meðan það ástand
varir er nú rikir veröum við að
búa við hann og þau umsvif sem
varnarliði fylgja, og óneitan-
lega er það raunsæi af þeim
ráöamönnum sem segjast vera
á móti hersetunni að viðurkenna
að varnarliðiö þarf á einhverj-
um mannvirkjum aö halda hver
svo sem fer meö yfirstjórn
skipulagsmála varnarsvæöa og
mannvirkja, sem þeim eru
tengd.
Sjálfsagt er að umsvif
varnarliðsins séu sem allra
minnst og aö spornaö sé við að
þau aukist. En hernaöartækni
breytist óöfluga og þar af leið-
andi hefur orðið breyting á þvi
hlutverki sem varnarliöið sinnir
hér á landi. Þaö hefur komiö
fram hér i blaöinu að hlutverkiö
kunni enn að breytast, ef
Bandarikjamenn draga veru-
lega úr viðbúnaði sinum á
meginlandi Evrópu. Þessu
þurfa Islendingar aö fylgjast vel
með og minna má á tillögu þá er
margir þingmenn Framsóknar-
flokksins lögðu fram um ráð-
stefnu um friðun Norður-At-
lantshafsins. Okkur er nauösyn
á að halda vöku I viðsjálum
heimi og að vera raunsæir.