Tíminn - 28.03.1982, Blaðsíða 12
Sunnudagur 28. mars 1982
12_____________________________________^irnvm
leigupennar i útlöndum
■ Þrjátíu lyndiseinkunnir stlga á
stokk þar sem leikinn er hinn
mannlegi gamanleikur og af-
hjúpa áhorfendum veilur slnaroe
bresti: án undantekningar ógeð-
feDdir og gjarnan llkamlega ófé-
legir samtlðarmenn á ár-
helleniskri Aþenuborg, skripisleg
frávik frá eölu eða þó elii sé
nema eðlilegu fólki: og háöfugl-
inn, höfundurinn dregur aðeins
upp risskenndar svipmyndir en
býr svo um hnútana að áhrifin
verða ómótstæðilega skopleg.
Persónurnar eru á einlægum þön-
um að reka aðskiljanlegustu er-
indi: aforðum þeirra og gjörðum
verður ráðið um vöggugjafirnar.
Sjónarsviðið er ,,hinn opinberi
vettvangur”: markaðstorgið
borgarfundurinn, leikhúsiö,
iþróttavöllurinn, guðshúsið,
mannfagnaðurinn. Af einkahög-
um þeirra fer færri sögum. Lífiö
geristnú einu sinni á Lækjartorgi
— þar þekkjast allir og vita viö
hverja er að skipta. Þessar þrjá-
tiu „neikvæðu” mannlýsingar
getur að finna i „Karaktérum”,
fornu kveri grisku.
Þeófrasts — svo og i saman-
lögöum fornbókmenntunum yfir-
leitt. Allt til þessa dags hefur
gengið brösuglega, þrátt fyrir
ófáa skarplega tilgátu og ötula
leit að hliðstæðu hjá öðrum höf-
undum, að skipa honum á bás
innan um viöteknar bókmennta-
greinar fornar. „Spurningunni
um tilgang þessa ritkorns... hefur
enn ekki verið svarað til hlitar”,
neyddist AlbinalviturLesky tU að
játa, nokkuö beisklega aö mann
grunar: „tilgangurinn... á
huldu”, tautaði tannhvass Olof
Gigon ógurlegur fornfræðingur
svisslenskur. Reynt hefur verið
aö skilja Lyndiseinkunnir sem
siöfræðirit hvort heldur það hafi
þá verið útdráttur úrstærra verki
siðfræðilegs efnis eða eitthvað
annað: vitnað liefur verið til
uppeldisfræði, skáldskaparfræöi,
mælskul'ræði og guðmávita hvað
fræði annarrar: einnig hefur
veriö minnst á „kimnisögur
hversdagsins” án nokkurs vis-
indalegs markmiðs, heldur
ætlaöar til þess eins að stytta
mönnum stundir við middags-
• Blaðurskjóöan: „Bágt á kjöftugur að þegja”
0 Hinn óháttvisi: Fer á fjörurnar við unnustuna
þegar hún liggur i skariatssótt.
„IHmælgi er í hans
augum skoðanafrelsi,
lýðræði og sjálfstæði • •
• (Jti á þekju: „Hjartanlega til hamingju!” segir
’ann viö jarðarfarir.
0 Hinn önuglyndi: „fcttann sjálfur!!”
Þéófrastos
Höfundur „Karaktéra” —
lyndiseinkunna, eins og við ,
nauðugir, viljugir, islenskum það
— er Þéófrastos frá Eresos á
eynni Lesbos við strendur Litlu-
Aslu. Giskaö er á að hann hafi
fæöst árið 371 en dáið áriö 286,
hvort tveggja fyrir Krists burð.
Upphaflega hét hann eitthvað
annað— Týrtamos, ef marka má
Dlógenes Laertios fróða — en
sakir mjúkrar málsnilldar sem
honum var gefin á Aristóteles,
kennari hans að hafa betrumskirt
þennan uppáhaldsnemanda sinn:
Þeófrastos þýöir ekkert minna en
„sá sem talar eins og guð”. Víst
mun um að I Aþenu hefur Þeó-
frastos snemma hlýtt á roskinn
Platón; siðar varð hann nánasti
vinur og samstarfsmaður Ari-
stótels, — já og eftir hans dag
rektor menntaskólans Lýkeion
uns hann sjálfur féll frá hálfni-
ræður og voru þá nemendur þar á
annað þúsund.
Af meira en tvö hundruð ritum
Þeófrasts hafa rétt nægilega
mörg varðveist til þess að unnt sé
að mynda sér skoðun um inntak
þeirra. Viðfangsefnin eru svo
fjölbreytileg að viö Aristóteles er
saman aö jafna: sannast sagna er
varla til sú vísindagrein þeirra
tima sem hann lét sig ekki ein-
hverju varða. Aðaláhugasviðið
var grasafræði, en hann er tiöum
nefndur „faðir” þeirrar fræði-
greinar. Aukinheldur skrifaði
hann um eðlisfræði, frumspeki,
deiluUst, ræðufræði og siöfræði.
Ennfremur ber að geta þess
verks sem hvað mesta þýðingu
hefur haft fyrir siöari tima, þótt
ekki hafi þaö varðveist sem heild
en aöeins til I — raunar frábær-
lega vandvirknislega unninn —
endurgerð Hermanns heitins
Diels: átján bækur um Fræði
náttúruspekinganna, grundvöllur
þekkingar okkar á griskum hug-
myndaheimi fyrir daga
Sókratesar.
Tilgangur á huldu
Bæklingurinn Lyndiseinkunnir,
llkastil saminn um árið 319 f. Kr„
en öldungis sér á parti meðal rita
borðið i Lýkeion. Gegn þessum og
þvilikum vangaveltum hafa svo
aftur komið fram meira og minna
skynsamlegar mótbárur. En
óhlutdrægur áhorfandi getur ekki
að gert að hugsa sem svo að sakir
allrar þessarar skarpskyggni hafi
menn fyrir vandamálatrjánum,
ekki grillt ofur sakleysislegan
skóginn...
Ráðgáta
Vitaskuld er þetta litla rit nokk-
ur ráðgáta. Af hverju lýsti Þeó-
frastos aðeins „neikvæðum”
lyndiseinkunnum? Hvers vegna
verður ekki komið auga á neitt
skipulag I niðurröðun efnisins?
Hví I ósköpunum vildi Þeófrastos
skemmta lesanda (eða áheyr-
anda )? Um hvað er eiginlega
þetta kver hans? — Þessar gáfu-
legu spurningar eru I sjálfu sér
óþarfar (nema hann Ævar viti
simanúmerið I Hadesarheimi?),
þær eru þannig upp bornar eins
og þeim þyrfti að svara út frá
sjónarmiði aristótelskrar kenn-
ingar, já eins og jafnvel uppá-
haldsnemanda leyfðist ekki aö
taka framúr þankagangi og rit-
hætti meistarans, ef hann teldi sig
hafa eitthvað annað — óneitan-
lega fyndnara — að segja. Að
Lyndiseinkunnir séu einungis
skyringarit viö tiltekinn stað i
Siöfræði handa syni minum eftir
Aristóteles, eins og fræðingurinn
Peter Steinmetz álitur er vægast
sagt litilsvirðandi I garð Þeó-
frasts.
Þvi að ekki verður á móti mælt
að hann var frumlegur hugsuður
—ogafkastamikill rithöfundur að
auki. Fullu nafni heitir ritið
l'.Mkoi kharakteres, „siðfræðileg
ar lyndiseinkunnir”. Nafnorðið
þýddi f fyrstu „myntsláttumót”,
slðar „einkenni”, og mun Þeó-
frastos upphafsmaður þess að
nota það isiðfræðilegu samhengi.
Frumleiki Þeófrasts dylst hér á
þvi að líta á „einkenni” I fari
mannsins sem eitthvað um-
hugsunar- og athyglisvert, eitt-
hvað þess viröi að lýsa nánar.
Nú er þaö engin tilviljun að i
hinum svonefnda Nyja gamanleik
þeirra Grikkja ræður lyndis-
einkunnpersónanna úrslitum um
framvindu atburöarásarinnar,
engin tilviljun heldur að nöfn á
fjórum gamanleikjum yngri sam-
tiöarmannsins Menanders (uþb.
342-291) eiga sér samsvörun I
ritDngi Þeófrasts. Ekki er þar
meö sagt að gamanleikjaskáldið
hafi verið „lærisveinn” heim-
spekingsins í þess orös fyllstu
merkingu, þótt kenningar hans
hafi verið honum tamar. Hins
vegar er greinilegt aö um er aö
ræöa innri tengsl millum Lyndis-
einkunna og Nýja gamanleiksins
— ekki siður en við siöfræði Ari-
stótels.
Lastið vinsælla...
Þeófrastos forðast að lýsa hin-
um dæmigerðu einstaklingum,
heldur fer að eins og leikrita-
höfundurinn og lætur þá lenda I
nýjum og nýjum aðstæöum og
tala og breyta hinu sérstaka eöli
þeirra samkvæmt. Hér kemur
einnig á daginn einföld skýring á
þvi að lýsa aðeins „neikvæðum”
lyndiseinkunnum: það er ugg-
laust erfiðara, ef ekki blátt áfram
útilokað að lýsa „jákvæöum”
eölum og yndislegum eiginleikum
I fari mannskepnunnar I
knöppum svipmyndum. Goethe
og Schiller voru á einu máli um að
„lastið” væri ávallt „vinsælla
efni en lofið” og „himnariki
Dantes” væri „miklu leiðinlegra
en helvítið hans”. Og vissulega
eru leiðindin það siðasta sem
Þeófrastoshefði viljaölaöa fram:
heldur hlátur, að visu hæðnis-
hlátur, takmark allra háðsádeUu-
skálda sem freista að bæta áhorf-
endurna með þvi að sýna þeim
sjálfa sig „svo sem i skuggsjá”.
Þórhallur Eyþórsson
skrifar frá Múnchen