Tíminn - 28.03.1982, Qupperneq 13

Tíminn - 28.03.1982, Qupperneq 13
1 • Hinn viðbjóöslegi: Sorgarrendur undir nöglum ® Slefberinn: kallar ’ann arfgengan sjúkdóm. Gulli . Um þett a hefur La Bnyere verið að hugsa þegar hann setti þýðingu á verki Þeófrasts í stað formála áð siðaspegli sinum „Lyndiseinkunnir ellegar Aldar- háttur” (1688). Og sömuleiðis teiknarinn Isaac Taylor, er birti myndskreytingar sinar við Lyndiseinkunnir Þeófrasts árið 1824 ásamt griska textanum og eigin þýðingu á ensku. Eru þær myndir hafðar með hér i' þessari grein við þá kafla sem ég hef val- ið af handahófi og snarað á is- lensku. Blaðurskióðan Ef umrita skalblaður má lýsa þvi sem óbeisluðu tungutaki. Blaðurskjóðan hittir til að mynda einhvern sem er að opna munninn til að segja eitthvað og tekur fram i fyrir honum: Þetta sé nú ekkert: sjálfur sé hann málsatvikum fyllilega kunnugur og vilji hann bara hlusta á sig verði honum hvaðeina snimmendis deginum ljósara. Ef hinn ætlar þá að svara einhver ju, þrifur hann orðið af honum: „Gleymdu nú ekki hvað þú vildir sagt hafa!” — „Gott að þú minntir mig á það”. — „Er ekki hreinn unaður að geta nú einu sinni sagt það sem manni finnst”. — „Hvað ég ætlaði nú að segja ai ekki þegja...” — „A augabragði skildirðu hvað ég var að fara!” — „Ég hef lengi verið fullur eftir- væntingar hvort þú myndir vikja að því”. Með slikum og þvilikum orðatiltækjum slær hann um sig svo að viðmælandinn kemst alls ekki að. Þegar hann hefur gengið á röiSna og kjaftað hvem einstakan i hel þá ræðst hann jafnvel á fólk sem stendur saman i hóp og tvistrar þvi þar sem það er i miðj- um erindagjörðum. Að svo búnu fer hann i' skólana og á iþröttavellina og truflar börnin við lærdóminn, svo ákaf- lega blaörar hann við kennara og þjálfara. Ef einhver ýjar að þvi við hann að nú hafi hann þvi miður nauman tima þá er hann óðara boðinn og búinn að fylgja honum heim á leið. Hafi hann heyrt hvaða leyndar- mál voru rædd á mannamóti er hann ekki seinn á sér að breiða þau út. Við slik tækifæri minnist hann gjaman á mælskukeppni Sverris Hermannssonar hér um árið og á þærræðursem hann hafi eitt sinn haldið við mikinn fögnuð þjóðarinnar. Um leiö hnýtir hann viö blaður sitt ásökunum á hendur alþýðu manna, meö þeim afleiöingum að áheyrendurnir tapa þræðinum eða dotta eða láta hann einan um austur sinn og leita á önnur mið. Ef hann er meðdómandi grípur hann fram í fyrir dómaranum þegar hann er i þann mund að kveða upp úrskurð/i leikhúsinu truflar hann aöra leikhúsgesti, á máltiðum leyfir hann engum að komast til að stinga upp i sig munnbita. „Bágt á kjöftugur að þegja” er viðkvæði hans: hrað- mælt tungan þomi aldrei og hann geti bókstaflega ekki á strák sin- um setið eins þótthann sé álitinn málugri en páfagaukur. Jafnvel eigin börn undrast fiflsku hans og þegar þau fara i bólið á kvöldin biðja þau: „Pabbi, segðu okkursögu! Þá sofnum við strax.” Hinn óháttvísi Skortur á háttvisi er skilnings- leysi á hinu rétta augnabliki og þvi vandræöalegt fyrir hlutaðeig- andi. Óháttvís maður heimsækir kannski einhvern sem er önnum kafinn og vill láta hann segja sér til. Hann fer á fjörurnar við unn- ustu sina þegar hún liggur i skar- latssótt. Hann fer þess á leit við ein- hvern sem nýlega hefur verið sviptur sjálfsforræði að hann skrifi upp á vixil fyrir sig. Eigi hann að bera vitni mætir hann til leiks þegar málinu er lok- ið. I brúðkaupsveislu sem honum hefur verið boðið til heldur hann ræðu gegn kvenkyninu. Ef einhver var einmitt að koma heim úr langferð, þá býður hann honum i labbitúr. Sé einmitt búið að ganga frá kaupunum, þá kemur hann ef unnt er með annan kaupanda sem hefði boðið betur. Ef maður hefur hlustað á mál og skilið það ris hann upp og út- skýrir gang þess enn einu sinni frá byrjun. Hann er ætið ólmur i að bjóða fram þjónustu sina þegar hennar er ekki þörf, en er heldur ekki gott að hafna. Ef einhver hefur borgað út- svarið sitt og á aldrei þessu vant afgang birtist hann til að minna á gamla skuld. Sé verið að hýða þræl, þá stend- ur hann þar ekki allfjarri og skýr- ir frá þvi að eitt sinn hafi einn undirsáta sinna hengt sig eftir að hafa verið hýddur. 1 starfi gerðardómara efnir hann til sundrungar beggja máls- aöilja sem fýsir að sættast. Ef hann langar að dansa býður hann upp einhverjum sem enn er edrú. Sá semerútiáþekju Að vera úti á þekju er — ná- kvæmlega skilgreint — silakepps- háttur til orðs og æðis. Sá er kallaöur aö vera úti á þekju sem er að reikna með vasa- tölvunni sinni og hefur niðurstöð- una fyrir augunum en spyr sessu- nautinn: „Hvaö kom nú aftur út úr þessu?” Hafi einhver ákært hann og hyggist hann hlýða á stefnuna, þá á hann þaö til aö gleyma skyndi- lega öllu og fara I ferðalag út i sveit. 1 leikhúsinu sofnar hann og sit- ur einn löngu eftir að sýningu er lokið. Ef hann hefur étið yfir sig og þarf að bregöa sér á náttarþeli út i kamraþýfið bitur hann hundur nágrannans. Eöa hann eignast eitthvað og leggur það með eigin hendi á vis- „Þessi elska heitir Hafnarfjarðar- an stað, þá leitar hann þess og getur ekki fundið. Beri einhver honum þá harma- fregn að einn vinur hans sé nú sálaður og honum sé boðið til jarðarfararinnar, þá setur hann upp sorgarsvip og mælir: „Hjart- anlega til hamingju!” Hann kveður til vitni þegar ein- hver borgar honum aftur skuld. A veturna hefur hann allt á hornum sér við þrælana þvi að hann hefur gleymt að heyja. Börn sin lætur hann fljúgast á uns þau hniga örmagna niður. Ef hann er uppi sumarbústað og á sjálfur að elda baunir stráir hann saltinu tvisvar i pottinn svo að maturinn verður óætur. Ef rignir segir hann: „Ó, hve dýrðlegt er að sjá, alstirnd himin- festing blá.” Og ef hins vegar er stjörnubjart er hann á öndverð- um meiði við aðra og álitur kaf- aldsbyl og stórhrið með. Og sé hann spurður: „Hversu margir ætli hafi verið jarðaðir i dag?” svarar hann: „Fyrst þyrftu nú svo margir að fæðast! ” Hinn önugi önuglyndi er stirðlyndi, fýla, fúllyndi, það að tjá sig óvingjarn- lega. Spyrji maður hinn önuga: „Hvar er þessi eða hinn?” svarar hann: „Éttann sjálfur! Ef honum er heilsað tekur hann ekki undir kveðjuna. Hafi hann eitthvað falt gefur hann kaupandanum ekki upp neitt ve'rð heldur spyr: „Hvað hreppi ég?” Ef einhver ætlar að gleðja hann og gefa honum afmælisgjöf, fuss- ar hann og sveiar og telur sig ekki þurfa ölmusu. Ef maður óhreinkar hann litil- lega af vangá, rekst i hann eöa stigur á tærnar á honum, þá hlustar hann ekki á neinar afsak- anir. Ef vinur hans biður hann að taka þátt i samskoti segir hann fyrst að það hvarfli ekki að sér. Siðar kemur hann með féð og bölsótast: „Þá er þessu kastað á glæ!” Ef hann hrasar á götu hefur hann i heitingum við steininn. Þurfi hann að biða stundarkorn eftir einhverjum fær hann hland fyrir hjartað. Ofraun er honum að syngja, dansa eða halda uppi samræðum. Jafnvel að biðja til guðanna finnst honum of mikið umstang. Hinn viðbjóðslegi Viðbjóðslegt yfirbragð er van- ræksla likamans sem vekur and- styggð meðbræðranna. Hinn viðbjóðslegi gengur til dæmis um á almannafæri með likþrá, hlaupabólu eða sorgar- rendur undir nöglum og segir að það séu arfgengir sjúkdómar hjá sér. A undan sér hafi faðir sinn og afi haft þá, og það sé enginn hægðarleikur að útrýma fram- andlegu fjölskyldumeini. Ekki hirðir hann grand um þótt hann sé kaunum hlaðinn á sköfl- ungunum eða támeyran drjúpi af honum eða hann hafi ljótar vörtur á fingrum: hann reynir ekki að græða sárin heldur lætur igerð hlaupa i þau. Hárið lætur hann vaxa niður á herðar, já niður á mjaðmir eins og villidýr. Tennur hans eru vanhirtar og fúlar og i hvivetna er hann óaölaðandi. Ennfremur getur að lita i fari hans: þegar hann matast þá snýt- ir hann sér, þegar hann gengur til altaris klórar hann sér, þegar hann talar freyðir úr munni hans, þegar hann drekkur ropar hann. Forugur á fótum tekur hann á sig náðir og samrekkir konu sinni. 1 baði nuddar hann sig með þráu viðsmjöri. Hann gengur i strigaskyrtu og frakka sem horfa má i gegnum, fjarska kámugum, og þannig til fara skreppur hann i bæinn. Slefberinn Rógburður er innri hvöt til að illmælgast um náungann. Sé rógberinn spurður: „Hvers konar maður er nú þessi eða hinn?” þá skipar hann niöur efni sinu eins og ættfræðingur. „Fyrst ætla ég að gera forfeörum hans skil. Faöir hans var skirður Jon og var Jónsson hérna af Ægisgöt- unni. Ekki hafði hann lengi verið til sjós þegar hann bréyttist i Jón Ægi, fyrr hafði hann svo ekki komið undir sig fótunum i landi en hann hét orðið J.Æ. Johnsen heildverslun. Að maður tali nú ekki um móðurina! Hún er af höfðingjakyni — suður með sjó. Alltént heitir þessi elska Gulli og er úr Firðinum. Þetta þykir fint fólk þar um slóðir. Sjálfur er hann svo versti fantur eins og viö er að búast af slfku slegti.” Við kunningja segir hann: „Ég veit nú nákvæmlega hvernig þaö er i pottinn búið!” Og telur siðan upp smáatriðin: „Svona kvenfólk tælir v,egfarendur af götunni. Þetta hus hérna er nú sannkallað pestarbæli. Þar má nú segja að gamaniö fari að kárna. Þetta toll- ir hvergir og eins og rakkar hang- ir þetta saman i öngstrætunum. Eiginlega eru þær karlsjúkar. Vilja nú hafa sina karla sjálfar.” Auðvitað er hann fyrr en varir lifið og sálin i hópnum ef einhver fjarstaddur er niddur niður: t'otsl ekrattaknllur er mér meira eitur i beinum en allir aðr- mcaa cnui * <—----- --- ir,” samsinnir hann. „1 útliti er hann náttúrlega viðurstyggöin uppmáluð, en ófétið á sér sinn lika — sinn innri mann... Sönnun þess: konan hans færði honum milljónir i heimanmund, en eftir að kerla gaut króanum og er föst i netinu kvelur hann hana og skammtar henni hungurlús og pinir hana, jafnvel á jólunum, til aö baða sig úr köldu vatni.” Ef hann er i samkvæmi, þá spinnur hann upp gróusögur um þann sem var að yfirgefa það. Og sé hann kominn á skrið, þá lýkur hann sér ekki af fyrr en öllu skyldfólkinu hafa verið gerð skil. Þannig ber hann út óhróður um vini sina, ættingja og jafnvel löngu liöið fóljc. Þvi að illmælgi er i hans augum skoðanafrelsi, lýð- ræði og sjálístæði. Og hann ill- mælgist aí hjartans lyst. ÞIIREKUR MYNDBANDALEIGU BORGAR SIGAÐ LESA LENGRA! Við erum nú þegar einkaumboðs- menn tveggja stórfyrirtækja á sviði fram- leiðslu átekinna myndbanda, Intervision og VCL, og getum boðið yfír 300 titla fyrir öll þrjú kerfin: VHS, V-2000 og Betamax. Við kaup á myndböndum frá okkur færð þú í hendur fullkomlega löglegt efni, en myndböndin eru sérstaklega númeruð og merkt með heimild um alhliða dreifingu á íslenskum markaði. Höfundarlaun eru þannig greidd og fylgja full leigu-skipta- og söluréttindi myndböndunum. Gerðu svo vel og settu þig í sam- band við sölustjóra okkar, Hermann Auðunsson, sem mun fúslega veita þér allar upplýsingar um titla úrvalið, afgreiðslumöguleika og verð sem okkur virðist vera meira en helmingi lægra en hjá öðrum seljendum löglegra mynd- banda. LAGGAVEGI10SIMI: 27788

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.